Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 15
varamaður hér en byrjunarliðs- maður annars staðar.“ Orðsporið jók ekki á framann Þrátt fyrir afrek sín er Solskjær ekki hinn upprunalegi „Super-sub“. Þann titil bar David Fairclough, miðherji Liverpool, fyrstur manna á ofanverðum áttunda áratugnum. Fairclough sló í gegn strax á sínu fyrsta tímabili á Anfield og skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum, þar af kom hann níu sinnum inn á sem varamaður. Hann hélt uppteknum hætti næstu árin og gerði 55 mörk í 153 leikjum fyrir Rauða herinn áður en hann hvarf á braut árið 1983. Seint verður þó sagt að Fairclo- ugh hafi tekið hlutskipti sínu með sama jafnaðargeði og Solskjær. „Orðsporið jók ekki á frama minn,“ útskýrði hann síðar. „Í dag er litið á varamenn sem ferskfætlur sem skipta sköpum í leikjum. Á minni tíð þýddi það að sitja á bekknum einfaldlega að maður var ekki nægi- lega góður til að komast í liðið.“ Þarna hittir Fairclough naglann á höfuðið. Með tilkomu fleiri vara- manna hafa sterkustu félögin stækkað leikmannahópa sína jafnt og þétt og ekki er óalgengt að fjöldi landsliðsmanna komist ekki í byrj- unarliðið hverju sinni. Þjálfarar eru taktískari en áður og nota skipt- ingar óspart. Í dag er engin nið- urlæging í því fólgin að sitja á tré- verkinu hjá Manchester United eða Barcelona. Entist í 180 sekúndur Hér hefur verið einblínt á vel- heppnaðar skiptingar. Eins og gef- ur að skilja tekst þjálfurnum ekki alltaf jafn vel upp þegar þeir senda nýja menn á vettvang. Það var til að mynda stutt gaman hjá Bólivíu- manninum Marco Etcheverry í leik gegn Þjóðverjum á HM í Banda- ríkjunum 1994. 180 sekúndum eftir að hann hafði komið inn á var hon- um vísað af velli fyrir gróft brot. Af hverju ætli Etcheverry hafi hlotið viðurnefnið El Diablo eða Kölski? Terry Neill, stjóri Arsenal, fékk líka klums undir lok úrslitaleiksins um enska bikarinn 1979. Fimm mínútum eftir að hann hafði skipt David Price út fyrir Steve Walford í stöðunni 2:0 hafði Manchester United jafnað. Arsenal brá sér hins vegar beint í sókn og Alan Sunder- land gerði út um leikinn. Enginn fagnaði því marki jafn innilega og Walford. Enginn knattspyrnumaður gleðst þegar hann er tekinn af velli – og á ekki að gera það. Menn verða þó að sýna þjálfara, stuðningsmönnum og síðast en ekki síst varamanninum tilhlýðilega virðingu. Þannig vakti það heimsathygli þegar Cristiano Ronaldo varð ókvæða við þegar honum var skipt út af í leik með Manchester United gegn Manchester City undir vorið. Ýmsir lásu í líkamstjáningu hans þann dag og hugsuðu með sér: „Þessi maður er á förum.“ Ein æsilegasta skipting sögunnar fór fram í undanúrslitaleik Egypta og Senegala á Afríkumóti landsliða 2006. Þögn sló á viðstadda þegar Hassan Shehata þjálfari kallaði sjálfa þjóðhetjuna Mido óvænt af velli meðan staðan var jöfn seint í leiknum. Samþykkti miðherjinn með semingi að koma út af en hellti sér yfir aumingja Shehata. Meðan þeir félagar hnakkrifust á hliðarlín- unni – svo ganga þurfti á milli – reif varamaður Midos, Amr Zaki, sig upp í teignum og skoraði sigurmark Egypta. Við það lækkaði rostinn í Mido en egypska knattspyrnu- sambandið dæmdi hann eigi að síð- ur í sex mánaða keppnisbann. nnar Böðull Ole Gunnar Solskjær kremur hjörtu Bæjara árið 1999. Teddy Sheringham tyllir sér á tá. Teiknimyndir 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 fyrr en 49 árum síðar. Horst Eckel er alltént fyrsti löglegi varamaðurinn í knattspyrnuleik. Bara ef maður meiddist Englendingar eru íhaldssamir eins og við þekkjum og leyfðu ekki varamenn fyrr en leiktíðina 1965-66. Fyrstu tvö árin mátti heldur ekki skipta um leikmann nema meiðsli kæmu upp. Frá og með tímabilinu 1967-68 hefur hins vegar mátt gera það á taktískum forsendum. Fyrsti varamaðurinn í ensku knattspyrn- unni var Keith Peacock sem kom inn á í lið Charlton Athletic fyrir Mike Rose markvörð eftir ellefu mínútur í leik gegn Bolton Wanderers 21. ágúst 1965. Peacock lék allan sinn feril með Charlton og margir muna eftir syni hans, Gavin, sem lék m.a. með Chelsea og Queen’s Park Rangers. Í rúma tvo áratugi var liðum aðeins heim- ilt að tefla fram einum varamanni í ensku knattspyrnunni, sem einatt klæddist treyju númer tólf. Árið 1987 var varamönnum fjölgað í tvo. Fljótlega eftir það varð einnig leyfilegt að hafa varamarkvörð til taks á bekknum og 1996 var varamönnum fjölgað í fimm. Enska deildakeppn- in varð í fyrra með þeim síðustu til að heimila sjö varamenn. Svo sem kunnugt er má þó aðeins nota þrjá þeirra hverju sinni. ‘‘ÁRATUGUM SAMANVAR ÓHEIMILT AÐSKIPTA MÖNNUM INNÁ Í KAPPLEIKJUM, GILTI ÞÁ EINU HVORT MEIÐSLI KOMU UPP Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Í yfir þrjátíu ár stóð yfir baráttatveggja afla, stanslaus og þrá-hyggjukennt valdatafl án sig-urvegara, því orrustur voru unnar reglulega en stríðið var aldrei unnið. Baráttan var kómísk útgáfa af kalda stríðinu enda voru það svarti njósnarinn og hvíti njósnarinn sem börðust í seríunni Spy vs Spy, gerðir út af sendiráðum starfandi undir stefnu heimsyfirráða. Teiknimyndaserían á rætur sínar að rekja til kúbanska flóttamannsins Antonio Prohías sem flúði til Banda- ríkjanna en Prohías var orðinn landsþekktur á Kúbu fyrir pólitískar teiknimyndir sínar sem birtar voru í kúbanska blaðinu El Mundo. Árið 1960 tók stjórn Fidels Castro yfir ritstjórn El Mundo og þá flúði Prohías til New York. Í New York þróaði Prohías Spy vs Spy og var hinni orðlausu teiknimyndaseríu ætlað að vera ádeila á vopnakapp- hlaup kalda stríðsins alveg frá því hún birtist fyrst 1961. Teiknimynda- serían náði strax mikilli útbreiðslu í hinu truflaða tímariti MAD sem framan af var góð söluvara á Íslandi og fannst á flestum íslenskum heim- ilum langt fram á níunda áratuginn. Endurtekur sagan sig? Þrátt fyrir að kalda stríðið hafi fyrir löngu vikið fyrir dópstríði, hryðjuverkastríði og menningar- legum átökum þá eru Spy vs Spy ennþá í fullu fjöri og leggja þeir gildrur hvor fyrir annan sem aldrei fyrr. Það skyldi þó samt ekki vera að Spy vs Spy fái gamla hlutverkið sitt á ný? Einhverjum væri fyrirgefið að draga þá ályktun enda hefur tor- tryggni á milli stórvelda aukist mik- ið eftir frostavetur í hagkerfi heims- ins. Breska leyniþjónustan MI5 hefur þannig beðið um aukið rekstrarfé til að fylgjast með Rússum og Kínverj- um og Rússar leka eftirlitsmyndum af breskum diplómötum í fjölmiðla eins og James Hudson, sendiráðs- maður í Moskvu, fékk að reyna á dögunum eftir að hann var mynd- aður í félagsskap vændiskvenna. Það er því enn líf í njósnaþjón- ustum austurs og vesturs og kannski meira líf en margur kynni að halda. Ástæðan gæti verið sáraeinföld. Í staðinn fyrir vopnakapphlaupið í kalda stríðinu er annars konar kapp- hlaup hafið sem er viðskiptalegs eðl- is. Rússarnir hafa fullreynt vopna- kapphlaupið og tapað, það er því spurning hvort viðkvæðið nú sé ein- faldlega „banks not tanks“ eða bank- ar í stað skriðdreka. Ef svo er munu Spy vs Spy lifa áfram enn um sinn þó óvíst sé að þeir sjálfir muni grípa til efnahags- legra aðgerða fremur en vopna eins og venjan er í teiknimyndaseríunni kaldhæðnu. Gildrur munu því verða lagðar enn um sinn, bæði í teikni- myndaseríunni og á vettvangi al- þjóðaviðskipta og stjórnmála. Gumað að gildrum Glúrnir Njósnararnir tveir í Spy vs Spy, eða njósnari á móti njósnara, eru úrráðagóðir eins og alvöru njósnarar þó þeir séu bara peð í valdatafli og geti í raun ekki unnið stríðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.