Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 23
för írasks flóttafólks raunar verið áberandi. „Slíkum fréttum hefur skilj- anlega verið tekið fagnandi og mikið úr þeim gert. Þá getur verið auðvelt að álykta sem svo að allir geti drifið sig heim. Fólk vill líka kannski bara heyra að allt sé í lagi, án þess að átta sig á þeim fjölda Íraka sem ekki getur snúið heim í bili,“ segir Dalia al-Achi hjá Flóttamannastofnun SÞ. Samkvæmt opinberum skráningum hafa tugþús- undir Íraka snúið aftur heim frá Sýr- landi og Jórdaníu en enn eru þar hundruð þúsunda flóttamanna, sumir segja yfir ein milljón. Ekki auðvelt að snúa heim Almennt þykir ástandið í Írak hafa lagast gríðarlega frá því að það var verst árin 2006 og 2007. Enn eiga sér þar þó stað reglulegar sprengjuárásir. Í apríl létust nærri 160 manns í sprengjuárásum á einum sólarhring og í júní voru þeir nærri 500. Þetta er lítið miðað við það þegar ofbeldið var sem mest en er hins vegar aukning frá því fyrr á þessu ári og hærri tala en í nokkrum mánuði frá því í fyrrahaust. Og eins og flóttafólk í Sýrlandi bendir fúslega á: Það að ástandið sé skárra þýðir ekki sjálfkrafa að það sé gott. Ekki einu sinni bærilegt. Fyrir marga er auk þess ekki auð- velt að snúa aftur heim. Kannski vísar „heima“ ekki í neitt lengur. Kannski eyðilagðist gamla húsið í lögleysunni eða einhver annar flutti inn. Kannski er húsið í röngu hverfi og gamla hverfið á hættusvæði – í dag er Bag- dad að miklu leyti skipt upp eftir því hvort fólk er súnnítar, sjítar eða eitt- hvað annað. Ef til vill er skólakerfið í gamla hverfinu líka enn í lamasessi, heilsugæsla af skornum skammti eða enga vinnu að fá. Og kannski eru minningarnar frá Írak einfaldlega enn of sárar, óttinn við sprengingar á götum úti enn of mikill. Vítt og breitt í Damaskus fyrirfinn- ast þeir sem ekki telja gerlegt að snúa heim í bili. Morðhótun á útihurð Að auki eru í Sýrlandi allir þeir sem ekki geta farið til baka sökum þess að þeim stendur bein ógn af þeim sem þar bíða eftir þeim. Þetta er fólk eins og hinn 38 ára gamli Adnan sem skjálfandi sýnir mér líflátshótun sem hengd var á útihurðina heima hjá hon- um í fyrra. Dauðasveitir sjíta hótuðu honum lífláti fyrir að hafa gerst súnníti. Fjölskylda hans er í dag í fel- um í húsi vinar hans í Írak en sjálfur flúði hann land. Í Damaskus er líka að finna mann- eskjur eins og Ali Mahmoud sem heldur til í Jaramana-hverfinu en vann áður sem túlkur fyrir Banda- ríkjaher og var í kjölfarið hótað lífláti fyrir að vinna með óvininum. „Fyrirgefðu, en myndir þú snúa aftur til Bagdad ef þú ættir von á því að vera drepin?“ spyr hann mig. „Ég held ekki … Við [flóttafólkið í Sýr- landi] erum afleiðingarnar af Íraks- stríðinu – og þeir sem stofnuðu til stríðsins verða að gjöra svo vel að taka þeim.“ Í dag er mikill þrýstingur á íraskt flóttafólk í Sýrlandi að snúa aftur heim, bæði af hálfu íraskra og sýr- lenskra yfirvalda. Sýrlensku landa- mærin voru upphaflega opin Írökum en í dag þurfa þeir að sækja um vega- bréfsáritun til landsins og endurnýja hana á þriggja mánaða fresti, nokkuð sem veldur bæði ótta og óvissu hjá flóttafólkinu. Spariféð að klárast Endanlegur fjöldi íraskra flótta- manna í Sýrlandi er á reiki en margir í Damaskus benda mér á að sjáanlega færri Írakar séu í borginni nú en fyrir einu og tveimur árum. Enn úi hins vegar og grúi þar af Írökum og það sem átt hafi að vera tímabundið ástand sé langt í frá liðið hjá. Ýmsum þykir því skjóta skökku við að draga saman aðstoðina við þetta fólk. Það er einmitt nú sem sparifé margra er að klárast – einungis nú sem þeir standa frammi fyrir verulegum vandræðum. Í Morgunblaðinu 10. apríl birtist viðtal eftir blaðamann við Laylu Kha- lil Ibrahim sem flúði Írak fyrir fjórum árum og er í slíkum sporum. Nítján ára gamall sonur hennar, Noordin Alazawi, hefur sótt um hæli á Íslandi en veit ekki enn hvort honum verður vísað úr landi eða ekki. Hjálparstarfsfólk óttast að skortur á viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu bæti fjárhagslegum þrýstingi við erf- iða stöðu flóttafólksins í Sýrlandi – það sjái ekki aðra kosti í stöðunni en að snúa aftur heim, jafnvel þótt þar sé því hætta búin. Samkvæmt upplýs- ingum frá Flóttamannastofnun SÞ í Sýrlandi hefur meirihluti þeirra sem þegið hafa aðstoð frá stofnuninni við að snúa aftur til Íraks raunar tilgreint fjárhagserfiðleika sem meginástæðu heimfararinnar. til Bagdad?“ Írak í Sýrlandi Í Jaramana-hverfinu í Damaskus í Sýrlandi er krökkt af írösku flóttafólki. Þar spruttu upp íraskir veit- ingastaðir og íraskar verslanir eftir að Írakar streymdu yfir landamærin þegar ofbeldið var sem mest. Náð í mat í Douma Írösk kona nær í matarskammtinn sinn til Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi, nágrannaríki Íraks.                                              23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Ein af þeim sem neyðst hafa til að snúa aftur til Íraks gegn eigin vilja er Umm Ahmed. Hún dvelur annan hvern mánuð í Bagdad og vinnur sem klæðskeri. Síðan tek- ur hún rútuna yfir til Sýrlands með peningana handa fjölskyldu sinni sem þar dvelur. „Eftir að hafa gengið í gegnum óöldina í Bagdad er ég svo sem orðin vön því að vera hrædd,“ segir hún. „En auðvitað er ekki þægilegt að fara þangað aftur og stundum efast ég um að ég muni sjá fjölskylduna aftur.“ Hótanir heim að dyrum Umm Ahmed flúði Írak fyrir tveimur árum og seldi húsið sitt í Bagdad fyrir slikk. Hún á fimm börn og í dag eru peningarnir sem hún fékk fyrir húsið upp- urnir. Nú reiðir hún sig á mat- arúthlutun frá Flóttamanna- stofnuninni og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Féð sem hún vinnur sér inn í Bagdad dug- ar ekki fyrir útgjöldum. „Íraskt flóttafólk má ekki vinna í Sýrlandi. Og eiginmaður minn getur ekki farið aftur til Íraks til að vinna því þá verður hann tekinn af lífi. Ég verð því bara að fara í staðinn.“ Fjölskyldan flúði Írak eftir að fjölskylduföðurnum höfðu borist ítrekaðar hótanir. Hann var hátt- settur í íraska hernum og vann meðal annars með bandaríska hershöfðingjanum George Casey. Eftir að hafa í ofanálag sakað núverandi stjórnvöld um spill- ingu, tóku honum að berast ítrekaðar morðhótanir. Hann flúði Írak eftir að á hann var ráð- ist í Bagdad. Vongóð til að byrja með Þegar ég hitti Umm Ahmed og fjölskylduna eru þau mætt í við- tal hjá Flóttamannastofnuninni í von um að fá hæli erlendis. Töl- fræðin sýnir að líkurnar á slíku eru hverfandi og Umm Ahmed hefur sjálf áttað sig á því. „Fyrsta árið vorum við vongóð, enda augljóst að við gætum ekki búið lengur í Írak sem fjölskylda og að í Sýrlandi væri enga fram- tíð að hafa. Svo síaðist það hægt og bítandi inn að umheiminum er að mörgu leyti sama um þetta. Ég þekki fólk sem snúið hefur aftur til Íraks eftir fjárhagserf- iðleika í Sýrlandi og hefur sagst frekar vilja deyja í Írak en í Sýr- landi,“ segir hún. Dæturnar Israa, 9 ára, og Siba, 7 ára, aka sér í sætinu meðan móðirin fer yfir sögu fjölskyld- unnar með starfsmanni Flótta- mannastofnunarinnar. Þau eru mætt á skrifstofuna í sínu fín- asta pússi. Yngsti sonurinn, Yas- seen, 6 ára, skríkir og hlær með stelpunum en þeir eldri, Taha og Ahmed, 13 og 16 ára, eru alvar- legri. Möguleikarnir í stöðunni eru ekki margir. Hvað eiga þau að gera sem ekki geta flutt saman heim til Íraks, standa frammi fyrir vaxandi fátækt í Sýrlandi og munu einungis fyrir kraftaverk fá að fara sem flóttamenn til þriðja lands? Ljósmyndir/Sigríður Víðis Jónsdóttir Umm Ahmed og börnin Umm Ahmed flúði Írak fyrir tveimur árum og seldi húsið sitt í Bagdad fyrir slikk. Í dag eru peningarnir uppurnir. EIN Í BAGDAD Óttasleginn Fjölskyldufaðirinn fer yfir stöðuna í miðstöð Flótta- mannastofnunarinnar í Sýrlandi, en hann á ekki afturkvæmt til Íraks eftir að hann sakaði stjórnvöld um spillingu. Hann óttast ofsóknir og neitaði myndatöku nema hann yrði gerður óþekkjanlegur. ‘‘„AUÐVITAÐ ER EKKIÞÆGILEGT AÐ FARATIL ÍRAKS AFTUR OGSTUNDUM EFAST ÉG UM AÐ ÉG MUNI SJÁ FJÖLSKYLDUNA AFTUR.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.