Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 NÚ ER þjóð vorri mikill vandi á höndum. Skuldsetning lands og þjóðar er meginvand- inn sem við er að etja. Nú þykir þeim er voru vinsælir í vor sem gott samkomulag liggi fyrir um lausn vandans, ábyrgð innistæðna á Íssparnaðarreikn- ingum Landsbankans (e. Icesave). Sú lausn eykur skuldir þjóðarinnar með því móti að mörg- um málsmetandi mönnum er til efs að geta sé fyrir hendi til að greiða af skuldinni. Á sama tíma hreykja þeir sér sem telja sig heppna að hafa af- stýrt óskilgreindum stærri skaða og hafa nefnt að ekki þurfi að greiða af ósköpunum fyrr en seint og um síðir, eftir sjö („heilög“) ár. Það leysir eins og við vitum ekki vanda að fresta honum eða velta honum á undan sér. Menn eru ekki betur settir ef reikningur frá Kred- itkorti (Mastercard) er greiddur með korti frá Valitor (VISA). Fyrir utan þá vitleysu að semja á sama tíma um stórfelldar lántökur erlend- is á mismunandi vöxtum. Þá er hitt augljóst öllum þeim sem hafa tekið lán að betra er að greiða skuldina strax heldur en að láta hana safna vöxtum og kostnaði, sérstaklega þar sem um ákveðna gerð myntkörful- áns er að ræða, pund og evrur, hvar ekki er á okkar valdi, Íslendinga, að stýra ytri aðstæðum varðandi lán- tökuna. Það er ekki happ sem hefur hent okkur heldur undarlegt kapp, sem ég ekki skil. Hver veit nema innan einhvers tíma komi fram heimsendaspámenn og túlki hálfkveðnar vísur Nostrada- musar á þann veg að hann hafi spáð fyrir um gjaldþrot hinna uppblásnu ís- lensku banka og lausa- fjárþurrðin komi af stað óeirðum er leiði til þriðju heimsstyrjald- arinnar. Ég þekki ekki þá er fara fyrir þjóðinni núna eða þeirra tónlist- arsmekk, vera má að eitthvert þeirra er sæst hafa á skuldsetninguna ógurlegu hafi hlýtt á Þorláksmessutónleika Bubba Morthens sem hefur vitnað til þess að Mayarnir hafi, að sögn, spáð fyrir um heims- enda árið 2012, á Þorláksmessu eða við vetrarsólstöður. Af sama tilefni hefur Bubbi vísað til þess að þeim sem líkar við hans tónlist og eru fastagestir á tónleikunum geti verið vissir um að njóta góðrar tónlistar þegar Maya ósköpin ríða yfir. Var samninganefndin heltekin af heimsendaspádómum í ljósi orðróms um versnandi ástand veraldarinnar við undirskrift samningsins? Ákvað nefndin að láta skeika að sköpuðu í ljósi skelfilegra örlaga mannkyns sem gætu komið á daginn fyrir fyrsta gjalddaga lánsins? Lifir land- stjórnin í vissu þess að ekki þurfi að draga sérlega saman í ríkisrekstri til að mæta aukinni greiðslubyrði af meiri skuldum, því að okkar efsti dagur kann að renna upp fyrir fyrstu afborgun lánanna sem nú eru til umræðu? Hafi einhverjir úr samninga- nefndinni ekki heyrt af heimsenda- spám frá Mexíkó má vera að einhver hafi heyrt af vangaveltum varðandi hlýnun jarðar, stjarnfræðilega upp- röðun (e. Galactic Alignment), eða spám um aukna sólarvirkni, seg- ulsviðs viðsnúning, himintungla árekstur eða einhverja aðra tegund Ragnaraka. Hver veit nema nefndin hafi tekið teiknin trúanleg og því sætt sig við hverskonar skilmála sem ekki þarf að standa skil á fyrr en eftir dúk og disk (og heimsenda) og prísar sig svo sæla með snilldina, sem skilur viðsemjendur okkar eftir allslausa á efsta degi. Slík viðhorf sýna ekki fyr- irhyggju. Það að tönnlast sé á ein- hverju breytir ekki staðreyndum þó að það geti blekkt fólk. Sannleik- urinn er sterkari en lygin. Menn geta e.t.v. sagt satt að þeir hafi sagt eitthvað ef til þess kemur á end- anum að bölbæn rætist, menn verða að gera greinarmun á orsök og af- leiðingu. Sé um einhverja skekkju að ræða í útreikningum þeim sem liggja til grundvallar hinni dökku sýn á þetta kjörtímabil á verald- arvísu, eða mistök í þýðingu vers, kvers eða tímatals þá verður veru- leikinn á aðfangadag 2012 sennilega sumum þungbær. Þá er hætt við að einhver gefist upp og að ekki ávarpi sami skörungur þjóðina á gamlárs- kvöld það árið og árið á undan, ef skörungurinn sér sóma sinn í að bregðast rétt við veruleikanum og nýrri nýárs sól. Kannski má velta því fyrir sér hvort heimsendir Mayanna hafi ekki þegar átt sér stað er menning þeirra og ríki leið undir lok fyrir margt löngu. Firring eða forlagatrú? Eftir Arnljót B. Bergsson » Var samninga- nefndin heltekin af heimsendaspádómum í ljósi orðróms um versn- andi ástand verald- arinnar við undirskrift samningsins? Arnljótur B. Bergsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. FYRIR nokkrum árum var mikið talað um að við Íslendingar ættum að gjörbreyta atvinnustefnu okkar. Hætta við virkjanir og stóriðjuuppbyggingu og leggja minna upp úr auðlindanýtingu til lands og sjávar. Við ættum þess í stað að fara hina svo kölluðu „finnsku leið“. Í kjöl- farið át hver þessa skyndilausn upp eftir öðrum. „Finnska leiðin“ átti að hafa verið efnahagsundur með áherslu á menntun og nýsköpun sem ætti engan sinn líka. „Finnska leiðin“ var líka innganga í ESB og upptaka evru. Sérstaklega varð þessi „lausn“ hugleikin Samfylking- unni. Svo mjög, að haldin var sér- stök ráðstefna á vegum Samfylk- ingarinnar um finnsku leiðina og framtíð Íslands. Þegar menn fóru síðan að skoða hvað fólst í þessari svokölluðu finnsku leið runnu á menn grímur. Jafnvel fleiri en tvær eða þrjár. Finnska leiðin Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var síðastliðið haust, í skugga efnahagshrunsins, hélt Sig- urbjörg Árnadóttir erindi um finnsku leiðina en hún hafði búið í hálfan annan áratug í Finnlandi. Einmitt á þeim árum sem Finnland varð fyrir sinni bankakreppu og efnahagslægð í kjölfarið. Í máli hennar og fleiri sem fylgdu á eftir, kom fram allt önnur og verri mynd af „finnsku leiðinni“. Í ljós kom að fyrst hefðu stjórnvöld orðið mátt- vana. Ríkisvaldið hefði bæði orðið áberandi aðgerðar- og getulaust til að takast á við kreppuna. Í kjölfarið fylgdi óstöðugt stjórnarfar. Síðan komu aðhaldsaðgerðir, skattahækk- anir, frekari sam- dráttur og vítahring- urinn varð fullkomnaður. At- vinnuleysi fór í allt að 30% og á einstaka svæðum enn hærra, sí- fellt fleiri urðu gjald- þrota og misstu eignir sínar. Afleiðingin varð sú að kreppan dýpk- aði. Atvinnuleysi varð viðvarandi, félagsleg vandamál óviðráðanleg og fátækt og vímuefnanotkun al- geng. Þetta er ekki lýsing á Íslandi 2009-2010 þó svo að ískyggilega margt hafi samhljóm. Þetta er „finnska leiðin“ sem var svo rómuð þegar í tísku var að tala niður at- vinnusköpun sem byggðist á nýt- ingu auðlinda lands og sjávar. Við þessa afhjúpun urðu flestir sam- mála um að við ættum að læra af frændum okkar og vinum, Finnum og fara ekki þeirra leið. Lærdómur okkar Höfum við gengið götuna til góðs? Lærðum við af sögunni og reynslu nágranna okkar? Sann- arlega höfum við lært. Því miður ekki þó að forðast „finnsku leiðina“. Nei, – við höfum tekið hvert einasta skref. Í þeim kjallaratröppum höf- um við stigið hratt en örugglega á hvert þrep á leiðinni niður. Niður í dýpri kreppu en við þyrftum. Með hliðsjón af „finnsku leiðinni“ verða líklega nokkur ár í að augu ríkisstjórnarinnar opnist fyrir þeirri staðreynd að auka þurfi neysluna í samfélaginu. Í stað þess að stefna á samdrátt, niðurskurð og skattahækkanir ætti ríkisstjórnin að gera allt sem hún getur til að auka atvinnu, – auka neysluna. Og þá er öll vinna jafn rétthá. Við eig- um einmitt að nýta allar okkar auð- lindir, jafnt orku, lands- og sjáv- argæði en ekki síst mannauðinn, þekkinguna. Við eigum að stefna á að á Íslandi sé fjölbreytt atvinnulíf sem byggist á sérstöðu landsins, menningu og krafti fólksins. Allar vinnufúsar hendur eiga rétt á að láta til sín taka. Verkefni ríkisvalds- ins er að skapa aðstæður til að örva atvinnulífið, efla nýsköpun og stuðla að erlendri fjárfestingu. Til þess þarf að forðast „finnsku leiðina“. Framtíðin En hvað skal gera? Í fyrsta lagi verðum við að hafna Icesave- samningnum. Sá samningur sem fyrir liggur er algjörlega óásætt- anlegur fyrir land og þjóð. Í öðru lagi verðum við að endurreisa bankakerfið og koma á trúverð- ugum aðgerðum í ríkisfjármálum. Í þriðja lagi verðum við að fara í upp- byggjandi aðgerðir í atvinnumálum. Með þessum aðgerðum skapast að- stæður sem gera atvinnulífinu kleift að vaxa. Vextir munu lækka og gengi styrkist. Í íslenskri þjóð býr kraftur og dugnaður. Þjóðin er tilbúin til að bera byrðar saman í gegnum erfiða tíma en verður að njóta sanngirni. Ósanngjarnar kröf- ur, eins og Icesave eða mismunun landsmanna eftir því hvort þeir eru húseigendur/skuldarar eða fjár- magnseigendur, munu aldrei þjappa þjóðinni saman. Við þurfum ríkisstjórn samstöðu, áræðis og skynsemi. Við þurfum nýja rík- isstjórn. Íslenska ástandið og finnska leiðin Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Við eigum einmitt að nýta allar okkar auð- lindir, jafnt orku, lands- og sjávargæði en ekki síst mannauðinn, þekk- inguna. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er alþingismaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Á SÍÐASTLIÐNU ári voru kynntar til- lögur um mikla skerð- ingu Ingólfstorgs sem er aðaltorg Reykjavík- ur. Margir urðu til að mótmæla. Núna eru komnar fram endur- skoðaðar tillögur en skerðing torgsins skal vera hin sama. Í aðdraganda búsá- haldabyltingar hlaut Austurvöllur að vera aðalsamkomustaður mót- mælenda enda beint fyrir framan Alþingishúsið. En svæðið hentar engan veginn til mikils sam- komuhalds vegna viðkvæms gróð- urs að sumri og svörður var traðk- aður niður á stórum köflum á sl. vetri og myndaðist forað. Ingólfs- torg er hið sjálfsagða aðaltorg í Miðbænum en gamla Lækjartorg virðist úr leik. Í greinargerð segja tillöguhöf- undar m.a. um Ingólfstorg: „Úti- samkomur eru þar ævinlega vin- sælar“. Samt er lagt til að tvö hús við Vallarstræti séu flutt inn á torgið og möguleikar til athafna þannig skertir að miklum mun. Að auki skal salurinn Nasa í gamla Sjálfstæðishúsinu rifinn og þar sem þessi hús stóðu skal reisa enn eitt hótelið, fimm hæða, og er ekki sýnt að umhverfið þoli svo mikla bygg- ingu með tilheyrandi umferð. Heyrst hefur að samþykkja verði hina miklu hótelbyggingu til að vernda gömlu húsin sem flytja skal inn á torgið. Auðvitað ber borg- aryfirvöldum að vernda húsin á sín- um gamla stað, ótengt áhuga ein- hverra á að reisa stórhótel á besta stað í Miðbænum. Á Ingólfstorgi hefur þróast sér- stakt mannlíf bifhjóla- manna, krakka á hjólabrettum og fólks sem nýtur útivistar og veitinga. Svona mann- líf verður ekki búið til með skipulagi og yf- irvöldum ber að hlúa að því. En það eru einkaaðilar sem standa fyrir tillögugerðinni sem lýst hefur verið. Fyrir þeim vakir að hagnast á hótelbygg- ingu og fá að byggja sem mest. Í því skyni skerða þeir athafnarými á torginu og þrengja að hinu sjálf- sprottna mannlífi. Verði tillögurnar samþykktar er viðbúið að aðrir fari af stað og vilji færa til gömul hús við torgið og reisa ný að baki þeirra. Borgaryfirvöldum ber að tryggja borgarbúum samkomutorg við hæfi í Miðbænum og vernda mannlíf við Ingólfstorg. Einsýnt er þá að leyfa ekki hina miklu röskun sem stefnt er að með tillögunum. Í staðinn ber að finna leiðir til að treysta og bæta þá gömlu og upprunalegu umgjörð timburhúsa sem er enn við torgið. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að marka ákveðna stefnu um tilvist og hlutverk Ingólfstorgs. Þeir hafa enga stefnu um þetta. Því virðist að enn og aftur fái peningaöfl að móta borgina eftir sínum vilja og þörfum. Ingólfstorg Eftir Helga Þorláksson Helgi Þorláksson. »Enn stendur til að skerða Ingólfstorg að miklum mun, að- altorg Reykjavíkur Höfundur er sagnfræðingur. ALÞINGI samþykkti á fimmtu- dag með naumum meirihluta að ganga til aðildarviðræðna við Evr- ópusambandið. Þingsályktunar- tillaga okkar sjálfstæðismanna um að leggja það í dóm þjóðarinnar hvort taka skuli þetta skref var felld með minnsta mögulega mun og framkvæmdavaldinu falið að fara með samningsumboð þjóð- arinnar. Þá er það niðurstaðan og hana ber að virða. Nánast allir, sama hver afstaða þeirra er til aðildar Íslands að ESB, eru sammála um það að mik- ilvægasta verkefni samninga- manna Íslands verði að tryggja yf- irráð okkar yfir auðlindum landsins. Fjármálaráðherra sagði í ræðu á Alþingi að við ættum að byrja á erfiðu málunum í viðræð- unum og ef sýnt yrði að hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar yrðu ekki tryggðir ættum við að ganga frá samningaborðinu og láta þessu verkefni lokið. Þess vegna vakti það óneitanlega furðu mína að handhafi samningsumboðs Alþing- is, utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson, sagði í lokaræðu sinni um málið á Alþingi að við Ís- lendingar þyrftum engar undan- þágur að fá frá sjávarútvegsstefnu ESB vegna þess að staða okkar er einstök og sjávarútvegurinn er okkur lífsnauðsynlegur. Það er nefnilega það. Aðalsamn- ingamaður Íslands við Evrópu- sambandið tilkynnir viðsemj- endum okkar í upphafi viðræðna að við þurfum engar undanþágur að fá – hvað þá varanlegar – fyrir undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar vegna þess að við séum svo spes! Samningamenn Evrópusambands- ins þakka eflaust pent fyrir þetta útspil ráðherrans enda um fá- heyrða samningatækni að ræða. Miðað við þetta ætti að vera tryggt að samningaviðræður okk- ar við ESB verði stuttar og snarp- ar, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka fyrrnefnd orð fjár- málaráðherra. Ragnheiður Elín Árnadóttir Samningatækni utanríkisráðherrans Höfundur er alþingismaður. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.