Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 31
andi. Það skapaði svigrúm í tíma og rúmi fyrir hugðarefnin. Amma las mikið, var fróðleiksfús og skapandi í höndum. Hún hafði unun af að ferðast og þurfti yfirleitt ekki að hugsa sig um ef henni var boðið í ferðir. „Það væri gaman, ég hef ekki komið þangað,“ sagði hún níræð þegar henni bauðst að fara til Lund- úna. Amma Stína tók lífinu opnum örmum, var félagslynd og naut þess að hitta fólk. Hún hafði ríka kímni- gáfu og sá hið skoplega í daglegu lífi en var ávallt grandvör og hlý. Mað- ur lifnaði við í návist hennar. Hún tók svo fagnandi á móti okkur og var svo áhugasöm um líf okkar og vissi hvað allir voru að fást við. Elsku amma Stína, lífsþróttur þinn, æðruleysi og kærleikur munu alltaf fylgja okkur og fyrir það erum við eilíflega þakklát. Sigurveig (Sívý), Björn og fjölskylda. „Hún amma Stína var alltaf svo góð en ég ætla ekki að gráta mikið,“ sagði Júlía Krista dóttir mín þegar ég tilkynnti dætrum mínum að langamma þeirra væri dáin og svo brosti hún litlu gervibrosi gegnum tárin. En elsta dóttir mín, hún Andrea Guðbjörg, sagði að það væri allt í lagi að gráta smá því okkur þætti svo vænt um hana ömmu Stínu. Vissulega var þetta rétt hjá þeim báðum. Amma Stína var alltaf svo góð og gaf alltaf mikið af sér en ætlaðist aldrei til neins til baka. Í síðasta skiptið sem ég kom við hjá ömmu kom ég með rúgbrauð sem ég hafði bakað. Amma knúsaði mig og sagði að þetta hefði verið einmitt það sem hana vantaði með reykta rauðmaganum sem hún hafði komið með frá Hólmavík deginum áður. Svona var amma, ævinlega þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Amma fann alltaf leið til að brúa kynslóðabilið í gegnum leik eða sögur. Þegar yngsta dóttir mín, hún Emilý Pála, var smeyk við þessa gömlu konu sagði hún: „Þetta er allt í lagi hún kemur þegar hún er tilbú- in“. Þannig var það líka iðulega, sú stutta var tilbúin að knúsa lang- ömmu sína í bak og fyrir áður en heimsókninni lauk. Amma Stína var vissulega góð kona og hafði í raun líka undirbúið dætur mínar og mig eins vel og henni var unnt undir þá staðreynd að fólk lifir ekki að eilífu. Sem barn var ég svo lánsöm að fá að dvelja langdvölum á sumrin hjá ömmu og afa í Borgarnesi. Þar var margt hægt að gera, meðal annars fara út á Tanga, dorga og leika sér í fjörunni, sem allt var mikið ævintýri fyrir borgarbarnið. Dýrmætastar voru samt stundirnar með ömmu, að afa ólöstuðum. Minnisstætt er þegar spiluð var langavitleysa, textinn les- inn fyrir afa í sjónvarpinu, dyttað að garðinum eða þvælst í kaupfélaginu þar sem amma var að skúra. Amma breiddi sængina líka alltaf ofan á mann á sérstakan máta og í dag stend ég mig að því að breiða þann- ig ofan á dætur mínar. Þegar ég hugsa til baka á ég ekkert nema góðar minningar um ömmu og oft hef ég dáðst að hugrekki hennar og dugnaði í gegnum árin. Þegar afi dó fyrir 15 árum flutti amma í nýja íbúð við Borgarbraut. Henni fannst ekki hægt að vera ein í stóra húsinu við Skúlagötu og vildi hafa það ör- yggi sem þjónustuíbúðir hafa upp á að bjóða. Amma lét ekki þar við sitja heldur lagðist í ferðalög og kom meðal annars með mér og fjöl- skyldu minni í eftirminnilega ferð til Kanaríeyja, þá 88 ára gömul. Ég hef í gegnum árin reynt að vera dugleg að koma við hjá ömmu þó ekki hafi stundum verið nema til að knúsa hana. Nú er bara skrýtið að keyra fram hjá húsinu hennar og engin amma þar til að knúsa. En dætur mínar munu fá að heyra margar minningar mínar um bestu ömmu í heimi. Elín. Það er dálítið sérstakt fyrir konu á fertugsaldri að eiga langömmu en ég naut þeirra forréttinda. Langamma mín var líka sérstök, hún var ekki bara góð eins og ég held að öllum þyki sínar ömmur, heldur geislaði hún af lífsgleði. Langamma mín var fólki nær og fjær innblástur og á ættarmótum heyrðist oft hve mikið við óskuðum okkur að verða alveg eins og amma Kristín, hún var lífsglöð og yndisleg kona. Það var sönn ánægja að vera í návist við hana, ég tók eftir því að ef ég hafði einhverntímann sagt fólki frá langömmu þá fiskaði það eftir fleiri sögum. Þegar amma mín, dótt- ir hennar, varð ekkja fyrir 6 árum spurði fólk eins og gengur hvernig amma hefði það og hvort hún væri ein, það var þá sérstakt, en samt svo sjálfsagt þekkjandi langömmu að segja: Mamma hennar er mikið hjá henni þessa dagana að passa upp á hana. Börnin mín hafa notið þeirra for- réttinda að fá að kynnast langa- langaömmu sinni meira en flestir og hún kom í fermingu dóttur minnar í vor. Þá varð mörgum að orði hve sérstakt það var að sjá ömmu ferm- ingabarnsins fagna ömmu sinni og langömmuna gleðjast þegar mamma hennar mætti. Langamma var alltaf á ferð og flugi, fór reglulega í utanlandsferðir og naut lífsins. Hún lét ekkert stoppa sig. Það má segja að það sé vegna þess hve langamma hefur verir hress, að maður leyfir sér að hlakka til eftirlaunaáranna, á þeim árum fékk amma bílprófið og ferð- aðist mikið bæði innanlands og utan. Amma var líka höfðingi heim að sækja og svona ein sú síðasta sem ég þekki af kynslóð þeirra kvenna sem eru ávallt tilbúnar með bakkelsi í frystinum fyrir gesti sem ber að garði og steikti bestu kleinur í heimi, hún kunni svo fjöldamörg ráð til að hita kleinurnar svo alltaf fannst manni að þær væru að koma beint upp úr pottinum, það eru æskuminningar mínar af ömmu í Borgarnesi eins og hún var oft köll- uð heima hjá mér. Langamma hélt líka góðu sam- bandi við afkomendur sína, það þýddi ekkert að ætla að bjóða henni upp á vikugamlar fréttir af mér, þær hafði hún þá þegar fengið með öðrum leiðum. Hún var stálminnug skýrleikskona allt fram á síðasta dag. Það er svo einkennandi fyrir hana að hún fór vikuna áður en hún lést í húsbíl um landið. Svo hallaði hún undir flatt, hvíldi sig um stund, gaf okkur tækifæri til að kveðja og fór. Ég tel mig hafa lært það af ömmu að halda ótrauð áfram með bros á vör og láta ekkert stoppa mig í að gera það sem mig langar til, ef mað- ur er jákvæður og ákveðinn þá eru manni allir vegir færir. Ég þakka ömma fyrir samfylgd- ina á þessari leið og óska henni góðrar ferðar í þessu nýja ævintýri út í óvissuna. Iðunn Ólafsdóttir. Amma í Borgarnesi, eins og hún Kristín Sigurðardóttir var jafnan kölluð á okkar heimili, kvaddi með friðsæld, eins og við var að búast af henni. Hún var amma hans Ara míns og langamma barnanna okkar og reyndar talsvert meira en það, því hún var um leið einnig í raun önnur móðir hans vegna þess hversu mikið hann fékk að vera hjá henni og Andrési afa sínum á barns- og unglingsárum. Fyrst sem smá- hnokki, meðan þau stunduðu bú- skap við nokkuð erfiðar aðstæður í Jafnaskarði ofan við Hreðavatn og síðar á unglingsárunum eftir að þau fluttust í Borgarnes. Yngsta móð- ursystir Ara, Arnheiður, sagði mér fljótlega eftir að við kynntumst að hún liti á Ara sem litla bróður sinn. Seinna gerði ég mér grein fyrir að auk þessara tengsla var Kristínu eiginlegt að sýna okkur öllum í fjöl- skyldunni móðurlega hlýju og um- hyggju. Hún virtist alltaf aflögufær á því sviði og sannaði það að það er engin þörf á að deila ást sinni milli ástvinanna þegar hægt er að marg- falda. Þar með er ekki sagt að Krist- ín væri skoðanalaus eða skaplaus og oft laumaði hún meinfyndnum at- hugasemdum út úr sér um fólk og fyrirbæri. Aldrei án hlýju en oft með þunga og ég held að hún hafi verið býsna góður mannþekkjari. Kristín var alþýðuhetja. Hún þurfti að hafa fyrir lífinu, virtist aldrei telja það eftir sér og lét aldrei á því bera ef hún var þreytt eða veik. Það var alltaf tilhlökkun í ótal fjölskylduboðum að hitta hana. Fyr- ir nokkrum árum var hún með okk- ur, nokkrum úr fjölskyldunni, á Kanaríeyjum, alltaf létt á fæti og fús að gera allt. Samt var það vet- urinn þegar hún var að glíma við al- varleg veikindi sem hún sem betur fór yfirvann. Kristín vann oft langan vinnudag og skilaði miklu æviverki, bæði í störfum inni á heimili og utan þess. Þó held ég að það sjáist best á börn- unum hennar og þeirra fjölskyldum hversu gott veganesti þau hlutu og þar var hlutur Kristínar ómetanleg- ur. Sæunn tengdamóðir mín og systkini hennar eru einstakt fólk. Við sem kynntust Kristínu og fengum að njóta nærveru hennar jafn lengi og raun ber vitni getum talið okkur gæfufólk. Við Ari vorum tíðir gestir á heimili þeirra Andrés- ar, einkum í upphafi búskapar okk- ar. Þá var sjaldan skotist í bæinn eftir heimsóknirnar heldur gist. Seinna nutum við þess að húsið þeirra á Skúlagötu varð stórfjöl- skylduhús, Kristín flutti sig í íbúðir aldraðra í Borgarnesi og skildi eftir heila búslóð í húsinu sem minnti á margar góðar stundir. Þakklæti til æðri máttar fyrir að hafa kynnst Kristínu og samhugur með öllum sem syrgja hana nú er mér efst í huga á þessum degi. Anna. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR M. JAKOBSSONAR. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Agnar B. Sigurðsson, Viðar Sigurðsson, Anna María Sigurðardóttir, Helgi H. Sigurðsson, Margrét A. Kristjánsdóttir, Ingvar J. Kristjánsson, Halla Ágústsdóttir, Ragnhildur L. Helgadóttir, Sigurður J. Helgason, Anton Karl Helgason, Arnar Már Símonarson, Bryndís Viðarsdóttir, Sigurður Viðarsson, Ágústa K. Ingvarsdóttir, Ragnhildur B. Ingvarsdóttir, óskírður Ingason. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐGERÐAR GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Engjavegi 34, Ísafirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunar- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Steinunn S. L. Annasdóttir, Halldór Benediktsson, Vilhelm S. Annasson, Særún Axelsdóttir, Ásgerður H. Annasdóttir, Ómar Ellertsson, Bergþóra Annasdóttir, Kristján Eiríksson, Sigmundur J. Annasson, Agnes Karlsdóttir, Guðný Anna Annasdóttir, Sigurjón Haraldsson, Dagný Annasdóttir, Húnbogi Valsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, SIGURBJÖRNS PÁLMASONAR, Vesturbrún 17, Reykjavík. Pálmi Jónsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Hjálmar Pálmason, Guðlaug Sigurðardóttir, Gylfi Pálmason, Hólmgeir Pálmason, Ingibjörg Þorláksdóttir, Bergþór Pálmason, Sigrún Marinósdóttir, Ásgerður Pálmadóttir, Guðjón Gústafsson, Svanhildur Pálmadóttir, Sigurður Ámundason og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug á þessum erfiðu tímum við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður, mágs og afa, HJALTA HEIMIS PÉTURSSONAR, Hringbraut 136b, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, starfsfólks 11E á Landspítalanum Hringbraut og heimahjúkrun. Guðný Adolfsdóttir, Hulda Klara R. Hjaltadóttir, Jóhann Helgi Eiðsson, Þóra Kristín Hjaltadóttir, Davíð Fannar Bergþórsson, Ásthildur Margrét Hjaltadóttir, Carmen Lena Ribas, Ómar Þröstur Hjaltason, Katrín Arndís Magneudóttir, Pétur Friðrik Hjaltason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson, Ólavía Lúðvíksdóttir og barnabörn. Anna J. Kjart- ansdóttir ✝ Anna J. Kjart-ansdóttir fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 24. janúar 1923. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 1. júní síðastlið- inn. Útför Önnu fór fram í Fossvogskap- ellu 8. júní í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.