Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 35
Velvakandi 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Grettir ÉG ÆTLA ÚT AÐ BORÐA MEÐ LÍSU Í KVÖLD. GETIÐ ÞIÐ VERIÐ ÁN MÍN Í EITT KVÖLD? VEIT ÞAÐ EKKI... VONANDI... Kalvin & Hobbes ERU NOKKUÐ SKRÍMSLI UNDIR RÚMINU MÍNU? NEI ENGIN NEI EN EF ÞAÐ VÆRU SKRÍMSLI UNDIR RÚMINU MÍNU... HVERSU STÓR VÆRU ÞAU? BARA MJÖG LÍTIL MAMMA! Kalvin & Hobbes KALVIN HEFUR VERIÐ BREYTT Í PÖDDU. HANN RÉTTIR BLAÐIÐ AF MEÐ ERFIÐIS MUNUM EINA LEIÐIN FYRIR HANN AÐ BJARGA SÉR, ER AÐ SKRIFA BRÉF TIL FJÖLSKYLDU SINNAR Á ÞESSA RITVÉL HANN HOPPAR Á MILLI TAKKANNA HVER SKRIFAÐI „HJÁLP ÉG ER PADDA“ Á BRÉFIÐ TIL ÖMMU? GREINI- LEGA EINHVER PADDA Kalvin & Hobbes FRAM OG TIL BAKA FRAM OG TIL BAKA ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. ÆTLI BAÐKARIÐ LEKI EKKI FLÓÐ- BYLGJA! Hrólfur hræðilegi MAÐUR BER HÖFÐINU VIÐ STEININN Í ÖLL ÞESSI ÁR... OG HVAÐ FÆR MAÐUR FYRIR? MJÖG SLÆMAN HÖFUÐVERK? Gæsamamma og Grímur ÉG HÉLT AÐ VIÐ HEFÐUM VERIÐ SAMMÁLA UM AÐ FARA ALDREI REIÐIR Í RÚMIÐ Ferdinand ÞAÐ voru ljúfir tónar sem ómuðu um Laugaveginn í veðurblíðunni í liðinni viku þar sem boðið var upp á lifandi tónlist úti undir berum himni. Þessar stöllur stöldruðu við og nærðu sig á leið sinni um miðbæinn. Morgunblaðið/Eggert Veðurblíða í miðbænum Höfum ekkert þangað að sækja NÚ hefur verið í tísku að veifa lögfræðiálitum til hægri og vinstri. Það er varla tekið fyrir mál svo ekki sé hlaupið í lögfræðinga og þeir spurðir álits. Það er skemmst að minnast lögfræðiálits í Kópa- vogs-lönguvitleysunni. Svo er verið að tína til hin og þessi lögfræði- álit vegna Icesave o.s.frv. Þetta minnti mig á góða sögu sem ég heyrði fyrir nokkru. Í sveitarfélagi var starfandi meiri- hluti og minnihluti eins og því miður er á svo mörgum stöðum. Dag einn kemur upp mikið ágreiningsmál þar sem hart er tekist á. Oddviti meiri- hlutans hringir í lögfræðiskrifstofu og biður um að þeir vinni lögfræðiá- lit með hraði til að leggja fram á næsta fundi. Lögfræðingurinn hlustar á oddvitann og spyr svo í sakleysi sínu: „Og hvaða niðurstöðu viltu fá?“ Það sem oddvitinn vissi hins veg- ar ekki var að minnihlutinn hringdi líka í lögfræðiskrifstofu og bað um álit á þessu tiltekna máli til að leggja fyrir næsta fund. Lögfræðingurinn þar spurði líka í sakleysi sínu: „Og hvaða niðurstöðu viltu fá?“ Á næsta fund mættu þeir svo hvor með sitt álitið og minnihlutinn veif- aði sínu áliti og benti á að í ákveðinni grein laga stæði eitthvað á þessa leið: „Með lögum þessum er ekki gert ráð fyrir …“ Það væri því ekki ætlast til þess að þetta yrði gert. Meirihlutinn með sitt lögfræðiálit sagði hins vegar að samkvæmt þeirra áliti væri þetta ekki bannað og því mætti fram- kvæma þetta. Það sem gerir söguna góða er hins vegar að það var sama lögfræðiskrifstofan sem gerði álitin. Eins gott að þeir sögðu ekki „með þessum hætti“ því þá stæðu þeir enn í deilum, sbr. frægt bréf forseta al- þingis til hæstaréttar og svarið sem barst til baka. Eins og sjá má hefur virðing mín fyrir þessum stofnunum ekki vaxið og notast ég því enn við litla stafi. Hvar skal spara? Fyrir um það bil einum og hálfum mánuði sendi ég fyrirspurn til fjár- málaráðuneytisins, sem áframsendi hana til utanríkisráðuneytisins. Ég bíð enn eftir svari. Ég óskaði eftir að fá sund- urliðaðan kostnað vegna sendiráða í Evr- ópu sem og kostnað vegna varnarmála- skrifstofu og veru okk- ar í NATO. Ég lít svo á að á þessum tæknivæddu tímum sé algjör óþarfi að vera að halda úti öll- um þessum sendiráð- um. Nú eigum við að spara. Bretar og Hol- lendingar notuðu Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn til að þvinga fram samninga, sem eru reyndar betri en þeir sem fyrri stjórn lagði til, en slæmir samt. Auk þess lagðist Evrópusambandið á eitt með þeim, sem og Norðurlöndin. Til að spara upp í skuldina ættum við því að loka öllum sendiráðum okkar í löndum Evrópusambandsins, en starfrækja eitt í Brussel. Í augum Englendinga eru Íslendingar hryðjuverkaþjóð. Því eigum við að segja okkur úr NATO og gefa út að Ísland sé hlutlaus þjóð. Það er ekki hægt að leggja það á önnur aðild- arríki að starfa með yfirlýstum hryðjuverkamönnum. Svo við eigum að leggja niður varnarmálaskrifstof- una ekki seinna en strax. Með þessu mætti spara talsvert margar millj- ónir á hverju ári (hversu margar hef ég ekki enn fengið svar við). Þegar fasteignaverð hækkar aftur má svo selja alla þessa sendiráðsbústaði og skrifstofur (ef þær eru í okkar eigu). Varðandi Icesave þá vil ég benda á að það er einungis Sjálfstæð- isflokkurinn sem getur komið sér undan því að borga vexti og verð- bætur af skuldum sínum. Gamalt, grautfúið og úr sér geng- ið regluverk Evrópsambandsins varð sú lélega undirstaða sem útrás- armennirnir vildu byggja á. Hlut- verk stjórnmálamanna, eftirlits- stofnana (FME, Seðlabanka o.fl.) brást algjörlega. Það er okkar verk; en grunnurinn var fúinn. Ég sé ekki ástæðu til að kanna fleiri fúnar stoð- ir hjá Evrópusambandinu. Hættum því að röfla um ESB. Við höfum þangað ekkert að sækja. Einar S. Þorbergsson, kennari.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.