Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009                          ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík sími 553 3032 Gsm 866-2747 og 822-6373 ✝ Hjartkær móðir okkar, amma og langamma, VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR, Kópavogsbraut 69, Kópavogi, lést miðvikudaginn 15. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, BÖRKUR ÁKASON frá Súðavík, Sefgörðum 16, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 15. júlí. Kristín M. Jónsdóttir, Rósa Björk Barkardóttir, Haraldur Leifsson, Birna Barkardóttir, Sigurður M. Sigurðsson, Dóra Jóna Barkardóttir, Heimir Barkarson, Patricia Barkarson, Ásta Ákadóttir, Sigurður B. Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN BJÖRGVIN JÓNSSON, áður Selbraut 3, Seltjarnarnesi, Hörðukór 1, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 16. júlí. Bryndís Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Soffía Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningar um afa eru kannski ekki svo margar síðan ég var lítil, en þó eru tvær myndir sem koma upp í hugann. Afi í appelsínugulum pollagalla á Enok Nk 45 og svo útilega sem afi kom í með mér og foreldrum mínum. Ég man ekki hvert var farið en afi hefur verið svona 65 ára. Mamma og afi fóru að keppast um að standa á haus í móanum. Ég man að afi vann þessa keppni með því að fara í jógahöfuð- stöðu og stóð lengi. Afi átti það til að koma bítandi suður á hverju sumri eins og hann kallaði það. Það var að keyra í rólegheitum aðallega norður fyrir frá Neskaupsstað og stoppa alls staðar þar sem hann þekkti til og borða og gista. Okkur hjónum fannst þetta bara gaman og notalegt þegar afi mætti og gisti. Minnistæðast er líklega þegar hann gisti 30. júlí 1996 þegar Ósk dóttir okkar kom í heiminn og við laumuðumst út um miðja nótt Flosi Bjarnason ✝ Flosi Bjarnasonfæddist á Melstað í Vestmanneyjum 20. september 1917. Hann lést á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi 7. júlí sl. Útför Flosa fór fram frá Borgarnes- kirkju 14. júlí síðast- liðinn. og skildum afa eftir einan heima í íbúðinni og hittum hann næst í Reykjavík. Það var svo sumarið 2006 að við afi áttum alvarlegt spjall saman í Reykjavík og hann ræddi við mig um Dvalarheimilið í Borg- arnesi, hvernig það væri og hvort þar væri ekki gott fólk, hann sagðist alltaf hafa haft augastað á því þegar hann kom keyr- andi suður og fannst húsið svo vina- legt. Þá í ágúst flutti hann í Borg- arnes á dvalarheimilið og við fórum að hittast oftar, hann fór í gönguferð- ir um bæinn, kíkti í heimsókn og oft fengum við okkur ís í Hyrnunni. Afi fór að æfa sig í salnum að spila á píanóið eftir eyranu því hann sá ekki nóturnar lengur, svo var heim- ilisfólkið farið að lauma sér í salinn þar sem hann spilaði, til að hlusta. Upp um þetta komst þegar það gleymdi sér og söng með og klappaði. Það var þá að hann fór að spila fyrir þá sem vildu hlusta yfir kvöldkaffinu og mikið var hans saknað þegar hann skrapp af bæ í nokkra dag. Það var mikið áfall fyrir afa þegar hann veiktist og gat ekki lengur spil- að á píanóið og farið út í göngutúra en jákvæður var hann alltaf og ekki gafst hann upp eða kvartaði þó sæti í hjólastól. Munnharpan var reynd með klemmuherðatré og síðan munn- hörpustatífi þar sem hann spilaði fyr- ir okkur þegar við komum í heim- sókn, meira að segja settist hann stundum fram á gang og spilaði fyrir sambýlisfólkið. Það hefur verið stór partur af tilveru minni síðan afi flutti í Borgarnes að koma við hjá honum, jafnvel eftir erfiðan vinnudag. Þá var gott að leggjast í rúmið hans og spjalla við hann og heyra fallega tóna, það var afslappandi og notalegt. Súkkulaði, harðfiskur og kaffi voru okkar uppáhald, það var bara að sjá til þess að hann ætti alltaf til góðgæti. Við ræddum um ferðalög og fyrir hverja ferð sagði hann mér veður- spána og spurði um ferðasögurnar þegar ég kom til baka, þá var eins gott að vita hvar maður hafði verið. Við vorum sammála um það við afi að starfsfólk DAB var allt gott, ljúft og skemmtilegt fólk og gerði allt til að honum liði vel. Takk fyrir að hugsa um hann afa minn svo vel. Guð blessi okkur öll og varðveiti. Guðbjörg Sólveig. Elsku afi. Þegar ég lít til baka ertu svo stór hluti af lífi mínu. Passaðir okkur systkinin þegar við vorum ung. Fórst með okkur í útilegur og þegar ég var að gefast upp að labba enn eitt fjallið leiddir þú mig eða barst. Síðan þegar ég var fimmtán ára kom ég austur til þín til að prófa að fara með þér á sjó- inn. Líkaði mér þetta svo vel að ég var háseti hjá þér í þrjú sumur og bjó ég hjá þér þennan tíma. Gekk sam- búðin bara vel hjá okkur þennan tíma. Fjórða sumarið kom ég austur og vann þá á sjúkrahúsinu. Síðan æxl- aðist það þannig að ég flutti austur 1982 og þá varðst þú stór hluti af fjöl- skyldunni og fengu börnin mín að kynnast þér. Þú hafðir svo gaman af allri tónlist og varst svo stoltur þegar barnabörn- in voru að spila og mættir á tónleikum hjá þeim. Elsku afi. Nú ertu búinn að fá hvíld- ina sem þú þráðir. Fékkst að sofna eins og þú óskaðir. Þér hafði liðið svo vel síðustu vikur og talaðir svo fallega um starfsfólkið á dvalarheimilinu. Hvað það væri vel hugsað um þig þar. Guð verði með þér. Þorbjörg. Dagur þinn er að kvöldi kominn og þú hefur sofnað svefninum langa. Eftir sit ég hrærð, en afar þakklát fyrir að hafa haft þig hjá okkur svona lengi. Minningarnar hrannast upp og góð- ar stundir okkar saman í gegnum tíð- ina hlýja mér um hjartarætur. Ég hugsa um allar stundirnar í Neskaupstað þegar við fjölskyldan bjuggum þar, öll skiptin sem þú komst til okkar á Krókinn á ferðum þínum um landið, tímarnir sem við bjuggum saman heima hjá ömmu Siggu, afmæl- isveislurnar á deginum okkar og nú síðast heimsóknir mínar til þín á dval- arheimilið í Borgarnesi. Ánægðust er ég með okkar síðustu stundir saman, í maí síðastliðnum þegar ég kom til þín á leið minni til Neskaupstaðar. Þú varst ansi glaður að vita það að nú væri ég að klára skól- ann og að flytja austur til að búa með Valda. Við spjölluðum mikið og lengi og þú varst svo glaður og hress eins og ávallt. Elsku Flosi afi, ég sakna þín mikið, en veit að nú ert þú kominn á betri stað, þar sem þú siglir um á Enok og ferðast um fjöll og firnindi og nýtur lífsins, laus við stólinn og ert frjáls sem fuglinn. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Megi góður Guð geyma þig, elsku afi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín langafastelpa, Sigríður Inga. Á meðan langafi átti heima í Reykjavík og var ekki í hjólastól mældum við Sigurður hæð okkar við tölurnar á jakkanum hans en við komumst aldrei að því hvort við vor- um orðnir stærri en langafi af því að hann lenti í hjólastól hálfu ári eftir að hann kom á Dvalarheimilið Borgar- nesi það var þá sem við bræðurnir kynntumst langafa mikið betur. Hann fór alltaf í kvöldkaffinu fram að spila á píanóið fyrir hitt heimilisfólk- ið, svo eftir veikindin hans urðu fing- ur hans svo dasaðir að hann gat ekki spilað lengur á píanóið þá keypti hann munnhörpustatíf og spilaði oft þegar við komum til hans, hann meira að segja reyndi að kenna okkur að spila á hana. Alltaf bauð langafi okkur mola úr dollunni sinni og oft gáfum við honum líka mola. Það var ýmislegt sem hægt var að læra af langafa t.d. þegar hann kenndi pabba að hreinsa mótorinn á gúmmíbátnum okkar og þegar við spjölluðum um bátana sem hann átti og hvað hlutirnir hétu í þeim. Og eitt sinn var verkefni í skólanum hjá mér, um jólin hér áður fyrr og leitaði ég hjálpar hjá langafa og spurði ég hann hvernig jólin hjá honum voru þegar hann var barn. Langafi, við söknum þín og takk fyrir allt það góða sem þú leiddir í hjörtu okkar. Þorgeir og Sigurður Aron. „Í þetta skiptið er tilfinningin öðruvísi, núna er ég hræddur um að þetta fari að klárast“. Þetta sagðir þú við mig, elsku Atli minn, fyrir ekki svo löngu, þegar þú komst af fundi með lækninum þínum. Þú varst búinn að berjast af öllum þínum kröftum, leggja þig allan fram, en því miður var eins og örlög þín væru ráðin og enginn gæti gert neitt við því. Þú hafðir skemmtilega lífsýn, varst lífsglaður, fordæmdir engan og ávallt með hugann opinn gagn- vart öllu og öllum. Að setjast niður með þér og ræða lífsins mál var svo gefandi og undantekningalaust hvattir þú mig áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Um daginn sátum við og rædd- Atli Thoroddsen ✝ Atli Thoroddsen,flugstjóri, fæddist 29. maí 1970. Hann lést á 11E, krabba- meinslækningadeild Landspítalans, að morgni 7. júlí sl. Útför Atla fór fram í Dómkirkjunni 16. júlí síðastliðinn. um um hlutskipti hvers og eins í þessu lífi og þann tíma sem hver og einn fær út- hlutað. Þá sagðir þú mér að þú værir bú- inn að komast að því að í raun skipti ekki öllu máli hversu gamall maður yrði, heldur skipti mestu hvað maður gerði við sitt líf meðan maður lifði því. Þú sagðir það skipta miklu máli að njóta hverrar ein- ustu mínútu og algert lykilatriði í lífinu væri að láta alla sína drauma stóra sem smáa rætast, alla vega gera atlögu að þeim. Þú lést þína drauma rætast, varst orðinn flug- stjóri, áttir yndilega fjölskyldu, búinn að ferðast um heiminn, bú- inn að eiga mótorhjól, flugvél, fjór- hjól, allskonar bíla, tól og tæki. Þú sagðir mér að ef þú myndir yfirgefa okkur bráðlega þá værir þú sáttur við hvernig þú hefðir nýtt þinn tíma. Þú sagðir mér einnig að ef illa færi yrði það svo sárt að fá ekki meiri tíma til þess að fylgjast með stelpunum þínum þremur og taka þátt í þeirra lífi og öllum þeim ævintýrum sem eiga eftir að drífa á daga þeirra. Með okkur þróaðist einstök vin- átta sem einkenndist af heiðar- leika, einlægni og trúnaði. Við gát- um hlegið, grátið og skipst á skoðunum, það skipti ekki máli á hverju gekk, alltaf leið mér vel í þinni návist. Þú varst stór þáttur í mínu lífi, þú varst minn trúnaðarvinur og ávallt þegar ég þurfti á einhverri aðstoð að halda eða ef einhver lífs- ins mál voru að veltast fyrir mér þá gat ég alltaf leitað til þín, lagt spilin á borðið og fengið þitt sjón- arhorn án allrar gagnrýni og for- dóma. Núna ætla ég að fara leggja pennann frá mér en það er ekki hægt án þess að minnast á hana Ástu þína. Hún stóð við hlið þér í öllum þínum orrustum, hvatti þig áfram og studdi út í hið óend- anlega, hún var kletturinn í þínu lífi, kletturinn sem mun hlúa að stelpunum ykkar og leiða þær áfram til árangurs á lífsins braut, konu sem er svo sterk að hún mun halda áfram að blómstra í sínu lífi, fyrir þig. Góður vinur er eitt það dýrmæt- asta sem hægt er að eignast. Ég var það heppinn að eiga þig sem vin, ekki bara venjulegan vin held- ur sem einn minn allra besta vin. Elsku Atli, meðan ég lifi mun ég standa við það sem ég lofaði þér, skömmu áður en þú kvaddir. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma … Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þinn vinur, Jón Halldórsson.  Fleiri minningargreinar um Atla Thoroddsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.