Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 14
14 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 kappann aðeins fjórar mínútur að jafna leikinn og þegar fimm mín- útur voru liðnar af framlengingu gerði hann svokallað gullmark sem þýddi að Þjóðverjar lyftu Evrópu- bikarnum. Þær voru ekki síðri skipting- arnar hjá Roger Lemerre í úr- slitaleik Frakka og Ítala fjór- um árum síðar. Fyrsti varamaðurinn, Sylvain Wil- tord, jafnaði þá metin fyrir Frakka í uppbótartíma og annar varamaðurinn, David Trezeguet, skoraði gullmark í framlengingunni eftir und- irbúning þess þriðja, Roberts Pirès. Hvaðan voru aftur Skytturnar þrjár? Varamenn hafa líka gert útslagið í úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópu. Lars Ricken hafði aðeins verið inni á vellinum í sextán sekúndur þegar hann gerði út um viðureign Borussia Dortmund og Juventus 1997, 3:1. Patrick Klui- vert kom af bekknum til að tryggja Ajax 1:0- sigur á AC Milan 1995 og það sama gerði Juliano Belletti fyrir Barcelona gegn Arsenal fyrir þremur árum, 2:1. Markið gerði hann á 80. mín- útu eftir sendingu frá öðrum varamanni, Henrik Lars- son, sem einnig lagði upp jöfnunarmark Börsunga í leikn- um. hjörtu sparkelskra á Ítalíu sumarið 1990. Kappinn var kominn af létt- asta skeiði á þessum tíma, orðinn 38 ára, en var ennþá iðinn við kolann. Honum var því teflt fram sem varamanni í hverj- um leiknum af öðrum. Milla skoraði í tvígang gegn Rúm- enum í riðlakeppninni og aftur tvö mörk þegar Ka- merúnar slógu Kólumb- íumenn út úr keppninni í 16 liða úrslitum. Annað markið kom eftir að Milla hafði unnið boltann af öðrum skrautlegum kappa, René Higuita, markverði Kólumbíu, sem óvænt var staddur á miðjum vellinum. Eða var það svo óvænt? Það var engin tilviljun að sá maður gekk undir nafninu Vitleys- ingurinn, eða El Loco. Enn var Milla á skotskónum fyrir Kamerúna fjórum árum síðar í Bandaríkjunum. Varð þá elstur allra til að skora á HM – 42 ára – mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður gegn Rússum. Öllum þessum mörkum fagnaði Milla með því að stíga æðisgenginn dans út við hornfána. Ófáir hafa síð- an leikið það eftir. Varamenn og gullmörk Tvær keppnir í röð skiptu vara- menn sköpum í úrslitaleik Evr- ópumóts landsliða (EM). Þjóðverjar áttu á brattann að sækja í úrslita- leiknum gegn Tékkum sumarið 1996 og voru undir, 0:1, þegar Oli- ver Bierhoff leysti Mehmet Scholl af hólmi á 69. mínútu. Það tók Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is E nginn vill vera varamað- ur í knattspyrnuleik. Nema kannski Winston gamli Bogarde. Sannir keppnismenn vilja eðli málsins samkvæmt hefja leikinn og hafa afgerandi áhrif á gang mála. Það gera menn ekki á bekknum. Nema þeir hafi þeim mun sterkari nærveru. Bíði leikmanns það van- þakkláta hlutskipti að byrja á vara- mannabekknum er aftur á móti ekkert annað að gera en bíta á jaxl- inn og vera klár í slaginn þegar kallið kemur og sýna þjálfaranum í eitt skipti fyrir öll að hann eigi heima í liðinu – frá fyrstu mínútu. Margur varamaðurinn hefur drýgt hetjudáð gegnum tíðina. Má þar nefna Günter Netzer, leikmann Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi. Skömmu fyrir bikarúr- slitaleikinn gegn Köln vorið 1973 missti hann móður sína og dró sig út úr byrjunarliðinu – bugaður af sorg. Netzer herti þó upp hugann og þegar framlenging var nýhafin tilkynnti hann þjálfaranum að hann væri reiðubúinn að spila. Inn á fór kappinn og skoraði sigurmarkið með annarri snertingu sinni í leikn- um. Hugrakkari maður var vand- fundinn í Þýskalandi það vorið. Óborganlegur öldungur Frægasti varamaðurinn í sögu Heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu (HM) er vafalaust Kamer- úninn Roger Milla sem vann hug og Minn eini Solskjær … Að öðrum ólöstuðum á Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, þó heiðurinn af frægustu innáskiptingu í sögu Meistaradeildarinnar. Þegar öll sund virtust lokuð í úrslitaleiknum gegn Bayern München vorið 1999 setti hann fyrst Teddy Sheringham og síðan Ole Gunnar Solskjær inn á. Sá fyrrnefndi jafnaði leikinn, 1:1, þegar mínúta var liðin af uppbót- artíma og Solskjær veitti Bæj- urunum svo náðarhöggið tveimur mínútum síðar. Þjóðverjunum gafst varla tími til að taka miðjuna. Ekki eins og gjörningurinn kæmi á óvart. „Böðullinn með barns- andlitið“ er einn frægasti varamað- ur sem sögur fara af. Hann var varla kominn úr upphitunargall- anum þegar hann hafði skorað tvennu í sínum fyrsta leik fyrir United árið 1996 og tryggt liðinu 2:0-sigur á Blackburn. Fyrir utan Bæjaravígið er hann líklega frægastur fyrir að hafa stig- ið upp af bekknum á Borg- arleikvanginum í Nottingham vorið 1999 og sett fernu á Forest – á tólf mínútum. Á ellefu árum á Old Trafford er varla hægt að segja að Solskjær hafi átt fast sæti í liði United en eigi að síður gerði hann 126 mörk fyrir félagið, ófá eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Solskjær hefði líklega gengið inn í byrj- unarliðið hjá flestum öðrum fé- lögum en gaf alla tíð lítið fyrir þær vangaveltur. „Ég vil frekar vera Máttur ferskfætlu David Fairclough, Roger Milla og Ole Gunnar Solskjær. Allt eru þetta menn sem höfðu einstakt lag á því að ráða úrslitum í knattspyrnu- leikjum eftir að hafa komið inn á sem varamenn. Sannkallaðar ferskfætlur. Í dag eru varamenn órjúfanlegur hluti af kappleikjum en þannig hefur það ekki alltaf verið. Fyrsti varamaðurinn kom ekki til skjalanna fyrr en árið 1953, heilli öld eftir að menn hófu að iðka knattspyrnu. Gullmark Oliver Bierhoff tryggir Þjóðverjum Evr- ópubikarinn á Wembley-leikvanginum árið 1996. Illur Egyptarnir Mido og Hassan Shehata fara ítarlega yfir málin. Fleygur David Trezeguet þrumar knettinum í mark Ítala í Amsterdam sumarið 2000. Sprækur Roger Milla skilur René Higuita eftir í reykmekki. Brautryðjandi Í orðabókum er mynd af David Fairclough við orðið „vara- maður“. Eins og það er gaman að koma inn á íknattspyrnuleik er jafn leiðinlegt að fara af velli. Ekki er algengt að leikmenn upplifi hvort tveggja í sama leiknum. Það þekkist þó. Einn þessara leikmanna er markakóng- urinn mikli Ingi Björn Albertsson. Honum var skipt inn á í hálfleik í landsleik Íslend- inga og Belga á Laugardalsvelli 5. sept- ember 1976 en óvænt tekinn af velli 29 mín- útum síðar. Málið vakti mikla athygli og Ingi Björn var ómyrkur í máli í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn. „Ég hef enga ánægju af því að láta hafa mig að fífli,“ sagði hann. „Ég held að það hljóti að vera einsdæmi í landsleik, að leikmaður, sem kemur inn á, sé tekinn út aftur.“ Tony Knapp, sem var landsliðsþjálfari á þessum tíma, kvaðst eftir leikinn hafa tekið áhættu með því að setja Inga Björn inn á og fljótlega séð að aðstæðurnar voru honum andstæðar. „Ingi Björn hafði átt við veikindi að stríða fyrir landsleikinn, og náði sér ekki á strik. Þess vegna kallaði ég hann út af.“ Ingi Björn staðfesti að hann hefði verið lasinn vikuna á und- an. Hann hafi hins vegar verið búinn að ná sér og ekki fundið til í leiknum. „Gat þess vegna leikið á fullum krafti, sem ég tel mig hafa gert.“ Steinar J. Lúðvíks- son, sem fjallaði um leikinn fyrir Morg- unblaðið, var ósam- mála Knapp. Sagði Inga Björn hafa staðið mjög vel fyrir sínu. Þá mun þjálfari Belga, Thys, hafa sagt eftir leikinn að Ingi Björn væri leikmaður sem „þurft hefði að taka stíft“. Gjörningurinn hafði afleiðingar því Ingi Björn ákvað að draga sig út úr landsliðs- hópnum fyrir leik gegn Hollendingum tveimur dögum síðar. Það bráði þó af hon- um um veturinn því í næsta landsleik þar á eftir, í júní 1977, var Ingi Björn í byrjunarlið- inu og gerði sigurmarkið gegn Norður-Írum. Í sama mánuði var hann líka á skotskónum í sigri á Norðmönnum. „Læt ekki hafa mig að fífli“ Ingi Björn Albertsson Hugtakið „varamaður“ hefur fylgt knattspyrnunnialla tíð. Þegar íþróttin ruddi sér til rúms í Eng- landi upp úr miðri nítjándu öld átti það hins vegar við um menn sem komu í stað þeirra sem af einhverjum ástæðum mættu ekki til leiks. Ekki var hróflað við þeim ellefu mönnum sem hófu leikinn. Í leikskýrslu einni frá 1863 segir: „Ellefumenningarnir frá Charter- house öttu kappi við gamla Carthúsíana í klaustrinu en þar sem sumir sem búist hafði verið við létu ekki sjá sig þurfti að útvega þrjá varamenn.“ Engum sögum fer af lyktum leiksins. Áratugum saman var óheimilt að skipta mönnum inn á í kappleikjum, gilti þá einu hvort meiðsli komu upp. Þetta gat komið sér illa eins og í bikarúrslita- leiknum í Englandi 1952 milli Arsenal og Newcastle United. Bakvörðurinn eitilharði hjá Arsenal, Walley Barnes, sneri sig þá illa á hné eftir aðeins 35 mínútna leik og neyddist til að hætta keppni. Tíu leikmönnum Arsenal gekk illa að eiga við fullskipað lið Newcastle og lutu að lokum í gras, 1:0. Fyrsti varamaðurinn, í nútímaskilningi þess orðs, var aftur á móti handan við hornið. Þann 11. október 1953 var brotið blað í sparksögunni þegar Horst nokkur Eckel kom inn á í lið Vestur-Þjóðverja í vin- áttulandsleik gegn Sarlendingum. Raunar herma heimildir að maður að nafni Morgan hafi leyst Morrison nokkurn af hólmi í leik Partick Thistle gegn Rangers í Skotlandi 20. janúar 1917. Þar hefur þó klárlega verið um dómaramistök að ræða því Skotar heimiluðu ekki innáskiptingar í knattspyrnu Skotar þjófstörtuðu Fyrstur Horst Eckel, fyrsti varamaðurinn, í eldlín- unni með Vestur-Þjóðverjum gegn Sovétmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.