Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 24
24 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Mamma og pabbi Sigurvegari Þegar ég var krýnd ungfrú Ísland 2009 á Broadway í vor. Fimm ára Í sumarbústað ömmu Christel og afa Jóa í Húsafelli. Guðrún Dögg Rúnarsdóttir Ég og Gústi minn rétt áður en hann skutlaði mér út í höll til að taka þátt í keppninni Ungfrú Vesturland. Kærastinn Sextán ára Ég ásamt bestu vinkonum mínum, Söru og Láru, þegar við héldum upp á sextán ára afmæli okkar Láru. Fjölskyldumynd Pabbi og Brynhildur, Patrekur stjúpbróðir minn, Ísólfur hálfbróðir, ég, Bára og Ástrós. Fyrsti skóladagurinn Í sumarbústað Hjá ömmu Christel og afa Jóa í Húsafelli. Ég er lengst til vinstri, Eva Kristín, frænka mín, á milli mín og Báru. Pabbi heldur á Ástrósu, litlu systur minni. Á sjó Ég og Bára, eldri systir mín, í fjölskylduferð í Æðey við Ísafjarðardjúp. Þrjú toppsætin Ég varð í öðru sæti í Ung- frú Vesturlands-keppninni, sem haldin var á Akranesi. Valdís Ýr Ólafsdóttir hreppti fyrsta sætið og Dagný Jónsdóttir þriðja. Á spítala Ég lá á Sjúkra- húsinu á Akra- nesi þegar hálskirtlarnir voru teknir úr mér, líklega hef ég verið fjögurra eða fimm ára. Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, fegurðar-drottning Íslands 2009, fæddist á Akra-nesi 3. febrúar 1991. Hún ólst þar upp til níu ára aldurs, en fluttist til Bifrastar og bjó þar í fjögur ár á meðan faðir hennar var í námi. Áður en Guðrún Dögg fluttist aftur á Skagann bjó hún í þrjú ár í Grafarvogi í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar Daggar, Brynja Krist- björg Jósefsdóttir og Rúnar Þór Óskarsson, skildu þegar hún var ellefu ára, en hún kallar maka beggja, Brynhildi Barkar Barkardóttur og Hauk Sigurð Gunnþórsson, fósturforeldra sína. Guðrún Dögg á tvær alsystur, tvo hálfbræður og tvo stjúpbræður. Hún var búin að taka þrjár annir í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi fyrir áramót, en söðlaði þá um og hóf nám á fatahönnunarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Næsta haust þarf hún að taka sér annarfrí þegar hún tekur þátt í Heimsfegurðarsamkeppninni. Þangað til vinnur hún í eldhúsinu á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Tumi Ég með chiuaha- hundinn minn, Tuma, sem ég á ekki lengur. Til útlanda Við systurnar, Bára Krist- björg, ég og Ástrós Líf ,í fríhöfninni á leiðinni til Spánar með pabba. Í London Þetta er ég við Royal Albert Hall þegar ég fór í helgarferð til London með pabba á tónleika með Eric Clapton. Ég og Bára í nýjum úlpum fyrsta skóladaginn minn í sex ára bekk. Við systurnar þrjár ásamt mömmu og pabba. Ég er lengst til vinstri, Bára Kristbjörg til hægri og Ástrós Líf í fanginu á pabba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.