Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 1

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 196. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF Á BARNALANDI VEL MEÐ FARIÐ FERÐA- STRAUJÁRN TIL SÖLU « FYNDIN Í TEIKNIMYNDUM Scrat í Ísöldinni slær alla aðra út Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is KATRÍN Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra telur það vel koma til greina að Landsvirkjun útvegi álveri Norðuráls í Helguvík orku. Það verði þá tíma- bundið, þar til HS orka og Orkuveita Reykjavíkur sem samið hafa um að selja orku til álversins samkvæmt upphaflegum áformum geti útvegað orkuna. Ráðherra telur einnig koma til greina að lífeyrissjóðir, orkukaup- endur og fleiri geti sameinast um að fjármagna einstaka virkjanir í einkaframkvæmd. Öll orkufyrirtækin eiga í erfiðleikum með að fjár- magna virkjanir fyrir stóriðjufyrirtækin vegna lánsfjár- kreppunnar. Norðurál hefur óskað eftir því að Lands- virkjun komi að Helguvíkurverkefninu til að brúa bilið. Raforkan þyrfti að koma úr neðri hluta Þjórsár sem stjórn Landsvirkjunar hefur tekið frá fyrir aðra upp- byggingu en stóriðju á Suður- og Vesturlandi. Þá er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kveðið á um að eng- ar ákvarðanir verði teknar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár fyrr en ný rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða liggur fyrir. Hún á að koma fram í vetur. Á hinn bóginn lofaði ríkisstjórnin fyrir skömmu, við gerð stöðugleikasáttmálans, að greiða götu framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík. „Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember.“  11 Útilokar ekki að Landsvirkjun selji orku til Helguvíkur Leita leiða til fjármögnunar Katrín Júlíusdóttir ALÞJÓÐLEGA skátamótið Roverway 2009 var sett framan við Háskóla Íslands í gærmorgun. Undan- farið hafa streymt til landsins skátar á aldrinum 16- 26 ára. Erlendir þátttakendur eru um 2.500 talsins og koma frá meira en 50 löndum, auk um 500 ís- lenskra skáta sem taka þátt í mótinu. Næstu daga skiptist hópurinn í 52 sveitir sem fást við fjölbreytt verkefni eftir nokkrum meginþemum. Á föstudag mun alþjóðlegt þorp rísa á Úlfljótsvatni. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Á sunnudag verður karnival auk þess sem þátttakendur frá hinum ýmsu þjóðum munu setja upp kynningarbása. Um 250 íslenskir skátaforingjar stýrðu undirbúningi mótsins en mótsstjóri er Ásta Bjarney Elíasdóttir. | 4 Morgunblaðið/Jakob Fannar Yfir 3.000 skátar frá meira en 50 löndum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MEÐAL þeirra sem koma til með að eign- ast hlut í Kaupþingi og Íslandsbanka eru stærstu erlendu lánveitendur gamla Kaupþings og Glitnis. Í tilviki Kaupþings er um að ræða þýska bankann Deutsche Bank. Hjá Glitni er japanski bankinn Sumitomo Mitsui einn stærsti kröfu- hafinn meðal lán- veitenda, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, og verður hann hluthafi í Íslandsbanka. Aðrir sem eignast hlut í bankanum eru breski bankinn Royal bank of Scotland og þýsku bankarnir HSH Nordbank og DekaBank. Skuldabréfaeigendur stærstir Skuldabréfaeigendur eru samt stærstu kröfuhafar bankanna. Skuldabréf föllnu bankanna hafa verið að seljast á miklum afföllum á markaði. Vita skilanefndirnar ekki hverjir eigendur þeirra eru því frest- ur til að lýsa kröfum í þrotabú gömlu bankanna rennur ekki út fyrr en í haust, 31. október hjá Kaupþingi og 26. nóv- ember hjá Glitni. Bandarískir fagfjár- festar, þ.á m. vogunarsjóðir, hafa verið að kaupa slík bréf samkvæmt upplýsingum frá miðlurum. Tilkynnt var í gær að ríkissjóður myndi leggja bönkunum þremur til hlutafé sem nemur 270 milljörðum króna. Í tilviki Kaupþings og Íslandsbanka munu síðan skilanefndirnar kaupa það til baka. Ef samkomulagið gengur eftir verður Íslandsbanki alfarið í eigu kröfuhafanna og í tilviki Kaupþings gæti þetta hlutfall orðið 87%. Skilanefndirnar munu stýra bönkunum í umboði kröfuhafanna.  Fjölþjóðlegt eignarhald | 12 Í faðm erlendra bankarisa Deutsche Bank og Sumitomo í hópnum Í HNOTSKURN »Allar inn-stæður eru tryggðar í sam- ræmi við gild- andi reglur. »Skilanefndirstýra bönk- um í umboði kröfuhafa.  HÆKKANDI hlutabréfavísi- tölur um allan heim eru í The Financial Times taldar fyrirboði þess að kreppan sé á undanhaldi. Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, tekur undir það. Áætlanir hafi gert ráð fyrir að hlutabréfamarkaðurinn færi að rétta úr kútnum í lok næsta árs. Það væri hins vegar óvissu háð og undir ríkinu komið. Hann taldi æskilegast að fyrirtæki í ríkiseigu yrðu boðin út á almennum markaði til að tryggja sem dreifðast eign- arhald. Jafnvel mætti sjá fyrir sér um 30-40 fyrirtæki á hlutabréfa- markaði í lok árs 2010. »2 Vísbendingar um að kreppan sé nú á undanhaldi Þórður Friðjónsson  LÖGMENNIRNIR Ása Ólafsdóttir og Ástráður Haraldsson gagnrýna málflutning Eiríks Tómassonar og Ragnars H. Hall um Icesave-málið í grein í Morgunblaðinu í dag. Skrifa þau m.a. að í lögum segi hvergi að kröfur Tryggingasjóðs innstæðueig- enda standi framar öðrum kröfum. Indriði H. Þorláksson segir Icesave- samningana engu breyta um forgang sjóðsins. Minnihluti fjárlaganefndar hefur óskað þess að Hagfræðistofn- un HÍ geri úttekt á fylgigögnum samningsins. »4, 13 og 20 Kröfur innistæðutrygg- ingasjóðs ekki rétthærri  Undanfarnar vikur hafa verið með þurrustu tímabilum um allt vestanvert landið og raunar víðar, að sögn Trausta Jóns- sonar veðurfræð- ings. Er úrkoma frá 24. júní ekki nema 6 mm í Reykjavík. Hjá Orkuveitu Reykja- víkur hafa menn líka orðið varir við þessa þróun því rennslistoppar nú eru hærri en í venjulegri sumar- viku. Hæstur var toppurinn raunar í gær er hann var 1.200 sekúndu- lítrar, miðað við 900 sekúndulítra á venjulegum sumardegi. »8 Þurrkurinn mælanlegur á vatnsnotkuninni Sumarblóm Þola þurrkinn illa. KARLMAÐUR á þrítugsaldri, sem olli stórhættu þegar hann ók stoln- um bíl í gegnum Reykjavík og upp í Hvalfjörð með lögreglu á hælunum á sunnudag, hefur áður gerst sekur um sambærilegt ódæði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mað- urinn hlaut dóm fyrir ofsaakstur og í kjölfar skýrslutöku í gær var hann færður á Litla-Hraun til afplánunar refsingar vegna hans. Í júní 2007 sinnti maðurinn ekki stöðvunarmerkjum lögreglu þegar hann ók norður Vesturlandsveg á um 160 km hraða. Hann jók hrað- ann og ók upp í Hvalfjörð þar sem hann ók á allt að 200 km hraða. Lögreglumönnum tókst að þvinga bifreið hans út af veginum skammt frá botni fjarðarins, norðan við Brynjudalsá. Í kjölfarið neitaði hann að yfirgefa bílinn og ógnaði lögreglumönnum með klaufhamri. Maðurinn, sem slasaðist nokkuð á sunnudag þegar hann var stöðv- aður við Svínadalsafleggjara, var útskrifaður af Landspítalanum í gærmorgun. Hann var í skýrslu- töku í gærdag, allt þar til hann var fluttur á Litla-Hraun. | 9 Ökuníðingur lék sama leik fyrir tveimur árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.