Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Samið við skilanefndir
Samkomulag stjórnvalda við
skilanefndir gömlu bankanna var
kynnt í gær. Samkomulagið er liður
í endurreisn bankanna. Með því er
í reynd snúið við ákvörðunum sem
teknar voru í skjóli neyðarlaganna.
»12
Hindranir í vegi virkjana
Erfiðleikar á fjármálamörkuðum
og slæm kjör íslenskra fyrirtækja
valda því að ekki er hægt að virkja
og byggja upp stóriðju. Finnist
ekki leiðir til að virkja tefst upp-
bygging stórra atvinnufyrirtækja.
»11
Fékk birta grein í Nature
Grein um rannsókn Sigríðar
Rutar Franzdóttur, vísindamanns
við læknadeild HÍ, birtist nýlega í
vísindatímaritinu Nature. Rann-
sóknin gæti komið að gagni við
rannsóknir á MS-sjúkdómnum. »13
Fleiri flensutilfelli
Tvö ný tilfelli svínaflensu greind-
ust um síðustu helgi og eru þau nú
orðin alls 11 talsins. Talsverður
fjöldi sýna er nú í rannsókn og er
búist við hraðri fjölgun tilfella á
næstunni. Sumir fá mjög væg ein-
kenni og er gert ráð fyrir að til-
fellin séu mun fleiri en greinst
hafa. »11
SKOÐANIR»
Staksteinar: Einfalt mál gert flókið
Forystugrein: Mikilvægt skref
Pistill: Gamall og kannski góður
sáttmáli
Ljósvaki: Endurkoman: Hefnd
Conans
UMRÆÐAN»
Samviska Steingríms Sigfússonar
Reiknað á röngum forsendum
Sparisjóðir – kjölfesta í héraði
Vonleysi er vandamál
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+/0-0+
**.-1,
+.-*+,
*2-2+.
*,-3+4
**0-+1
*-3310
*2,-2*
*42-,0
5 675 +/# 89: +//2
*+,-4/
+/2-33
**.-2/
+.-*24
*2-203
*,-341
**0-10
*-3324
*24-1/
*0/-*0
+3+-+,+/
&;<
*+4-//
+/2-0.
**1-+.
+.-+,0
+/-/.+
*,-.+3
**0-2*
*-3.3,
*20-/2
*0/-,0
Heitast 20°C | Kaldast 10°C
Skýjað norðan- og
austanlands, súld SA-
og A-lands og við norð-
urströndina. Létt-
skýjað annars staðar. »10
Þótt bókin Rússland
Pútíns eigi erindi við
marga er hún ekki
fyrir viðkvæmar sál-
ir, að mati Kristjáns
Jónssonar. »30
AF LISTUM»
Hrikalegar
lýsingar
TÓNLIST»
Innipúkinn verður á
tveimur stöðum. »32
Með tilkomu gítar-
leikarans Hjartar
Steinarssonar lækk-
ar meðalaldur Guit-
ar Islancio mjög
mikið. »29
TÓNLIST»
Gítartríó
yngist upp
KVIKMYNDIR»
Gríðarlegur fjöldi hefur
séð Harry Potter. »32
FÓLK»
Madonna heimsækir
syrgjendur. »34
Menning
VEÐUR»
1. Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
2. Hættir við olíuleit á Drekasvæðinu
3. Ástarbréfið komst loks til skila
4. Vél United lent
Íslenska krónan styrktist um 0,5%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
ÞESSA ungu stúlku langaði að taka til hendinni í blíðunni í gær og hreinsa
beðin á Austurvelli með lítið eitt eldri krökkum í Vinnuskóla Reykjavíkur.
Stalst hún því í vinnutólin og undi sér vel í beðinu. Vera kann að henni snú-
ist hugur og hún skipti um starfsvettvang þegar líður að helginni en fari
sem horfir mun rjómablíðan ekki endast vikuna. Spáð er rigningu og skúr-
um víða um land frá föstudegi. skulias@mbl.is
Ungt en vill vinna frekar en leika sér
Æskuþróttur og vinnufýsi í blómabeðunum undir sólinni á Austurvelli
Morgunblaðið/Eggert
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
LÖGIN Kenna tit Rasmus og Sunnu-
kvöld í plantasjuni vekja efalítið
minningar hjá ýmsum á besta aldri –
sérstaklega þeim sem fæddust fyrir
miðja síðustu öld. Þessi lög færeyska
tónlistarmannsins Simmes Arges
Jacobsens nutu enda mikilla vinsælda
hér á landi, ekki síður en í heimalandi
listamannsins.
„Sérstaklega Rasmus,“ rifjar
Simme upp er blaðamaður hringir í
hann til Færeyja, en Simme kemur
fram á Stokkseyri um verslunar-
mannahelgina – 50 árum eftir að
hann lék hér síðast. „Við spiluðum í
Austurbæjarbíói, á Röðli, í Þórskaffi
og svo einnig í Kópavogi og á Akur-
eyri. Þetta voru góðir áheyrendur og
við nutum mikilla vinsælda strax eftir
fyrstu tónleikana,“ segir Simme og
hlakkar til að spila fyrir landann.
Simme hefur starfað við tónlist bróð-
urpart ævinnar. „Þetta verður hæfi-
leg blanda af lögum síðustu fimmtíu
ára,“ segir hann um tónleikana nú,
„og það verður gaman að syngja Ras-
mus aftur.“
Lögin Kenna tit Rasmus og
Sunnukvöld í plantasjuni hafa raunar
fylgt Simme í gegnum lífið og var
Sunnukvöldið valið lag 20. aldarinnar
í Færeyjum. „Svili minn samdi þessi
lög en ég söng og í hvert skipti sem
slegið er upp dansleik í Færeyjum er
Sunnukvöld í plantasjuni spilað.“
Syngur aftur um Rasmus
Simme hlakkar til að koma fram á Íslandi á ný Söng lag
aldarinnar í Færeyjum Lofar blöndu af gömlu og nýju efni
Simme Arge Jacobsen Hlakkar til
að koma fram á Íslandi á ný.
Í HNOTSKURN
»Simme er í hópi þeirrafæreysku listamanna
sem fram koma á Fær-
eyskum fjölskyldudögum á
Stokkseyri um versl-
unarmannahelgina.
»Simme rak lengi vel tón-listarbúð, Simme
Musikkhus, í Færeyjum, en
seldi hana 2005 til að fá
meiri tíma til að semja tón-
list.
TÖKUM á gamanmyndinni Jóhann-
es lauk á föstudag. Um er að ræða
gamanmynd gerða eftir Andsælis á
auðnuhjólinu, skáldsögu Helga Ing-
ólfssonar, sem frumsýnd verður í
haust.
Þrátt fyrir langan feril er þetta
fyrsta kvikmyndin sem Þórhallur
Sigurðsson, Laddi, fer með aðal-
hlutverkið í. Laddi leikur Jóhannes,
litlausan og seinheppinn hrakfalla-
bálk, sem lendir í vandræðum eftir
að hann aðstoðar unga stúlku með
bílinn sinn á Reykjanesbrautinni.
Þorsteinn Gunnar Bjarnason
leikstýrir en 100 ljón og
Guðbrandur Örn Arnarson fram-
leiða. | 29
Tökum lokið
á Jóhannesi
Jóhannes Laddi í titilhlutverkinu.