Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
NORSKA olíuleitarfyrirtækið Aker
Exploration AS hefur dregið til baka
umsókn sína um sérleyfi til rann-
sókna og vinnslu kolvetna á Dreka-
svæðinu. Tilkynning um ákvörð-
unina barst Orkustofnun með bréfi í
gær. Fyrirtækið segir ákvörðunina
stafa af breyttri stefnumörkun.
Auk Aker Exploration sóttu einn-
ig norska fyrirtækið Sagex Petrol-
eum og hið íslenska Lindir Explor-
ation sameiginlega um leyfi áður en
umsóknarfrestur rann út 15. maí sl.
Guðni A. Jóhannesson orku-
málastjóri sagði að enn væri unnið
að afgreiðslu umsóknar Sagex
Petroleum og Linda Exploration.
Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu
í byrjun október næstkomandi.
Aker Exploration sótti um sér-
leyfi til rannsókna á öðrum reit en
Sagex Petroleum og Lindir Explora-
tion. Guðni sagði ákvörðun Aker því
ekki hafa nein áhrif á umsókn Sagex
og Linda. Orkustofnun var búin und-
ir að geta úthlutað allt að fimm sér-
leyfum á Drekasvæðinu.
Tilkynning Aker Exploration var
mjög fáorð. Orkustofnun leitaði nán-
ari upplýsinga í gær um hvers vegna
þeir drógu umsóknina til baka. Svar
við því hafði ekki borist síðdegis.
Guðni sagði mikilvægt fyrir Orku-
stofnun að fá upplýsingar um hvað
olli ákvörðun Aker Exploration.
Hann sagði óheppilegt að ákvörðun
Aker skyldi koma niður á Íslandi, en
kannski ekki óvænt því Drekasvæð-
ið væri nýjasta viðbótin hjá þeim.
Guðni sagði ljóst að aðstæður væri
ekki ákjósanlegar nú, lágt olíuverð
og fjármagnsmarkaðir mjög slæmir.
Eftir er að taka ákvörðun um hve-
nær næsta úboð verður auglýst. gud-
ni@mbl.is
Dregur um-
sókn til baka
Aker leitar ekki olíu á Drekasvæði
!
GRANSÖNGVARAR urpu í Einarslundi í Hornafirði í sumar og eru nú að mata unga sína, að því er fram kemur á
vefnum www.fuglar.is. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til að þessi tegund hafi orpið hér á landi. Líklegt er talið að
ungar sem nú fundust séu úr öðru varpi fuglanna í sumar. Gransöngvarar hafa fundist hér sem flækingar.
Í vor náðust fjórir gransöngvarar í mistnet í Einarslundi, tveir karlfuglar og tveir kvenfuglar. Í lok júní sást svo
fimmti gransöngvarinn og nokkru síðar einn til tveir fuglar að auki. Í sumar hafa sex gransöngvarar verið merktir.
Háttalag fuglanna í sumar hefur bent til þess að um varpfugla sé að ræða. Á sunnudag heyrðust ný hljóð í lund-
inum og þá sást par gransöngvara mata þrjá ómerkta unga. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson
GRANSÖNGVARI NEMUR LAND
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
AÐALMEÐFERÐINNI í hinu svo-
nefnda Papeyjarmáli, sem fara átti
fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær, var óvænt frestað þegar lög-
fræðingur meints höfuðpaurs fór
fram á frávísun málsins þar sem
dómstóllinn hafi ekki refsilögsögu
yfir skjólstæðingi hans sem er hol-
lenskur. Lögreglan lagði sem kunn-
ugt er hald á rúmlega 100 kíló af
fíkniefnum á Austurlandi í apríl sl.
Um er að ræða amfetamín, mari-
júana, hass og e-töflur. Talið er að
fíkniefnin hafi verið flutt hingað
með seglskútunni Sirtaki, en för
skútunnar var stöðvuð djúpt út af
SA-landi eftir mikla eftirför.
Í greinargerð Ólafs Arnar Svans-
sonar, hrl. og lögmanns Hollend-
ingsins, er á það bent að refsi-
lögsaga geti byggst á grundvelli
ýmist landsvæðis, þjóðernis, örygg-
issjónarmiða, allsherjarlögsögu eða
þjóðernis fórnarlambs. Að mati
Ólafs nær ekkert þessara fimm at-
riða til skjólstæðings hans, m.a. þar
sem hann sé hollenskur ríkisborgari
og hafi aldrei verið búsettur á Ís-
landi.
„Reglur þjóðarréttar leiða ein-
vörðungu til þess að réttað verði yf-
ir honum í slíku máli annaðhvort í
Belgíu, á grundvelli reglna um lög-
sögu fánaríkis [en Hollendingurinn
sigldi undir fána belgíska ríkisins
þegar hann var handtekinn], eða í
Hollandi, á grundvelli reglna þjóð-
arréttar um þjóðerni,“ segir m.a. í
greinargerðinni. Á það er bent að
samkvæmt Hafréttarsamningi SÞ
hafi sú skylda hvílt á íslenska ríkinu
að leita samþykkis fánaríkis áður en
gripið er til aðgerða gegn skipum
sem grunuð eru um að flytja ólög-
lega fíkniefni á hafinu, en slíkt sam-
þykki lá ekki fyrir þegar för Hol-
lendingsins var stöðvuð. Ólafur
gerir jafnframt athugasemd við
handtökuna og telur hana með öllu
ólögmæta þar sem hún hafi farið
fram utan landhelgi Íslands í kjöl-
far ólögmætrar óslitinnar eftirfarar.
Frávísunarkrafan verður tekin
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
dag. Ef dómari samþykkir frávís-
unarkröfuna hefur saksóknari
heimild til þess að kæra ákvörðun
dómara til Hæstaréttar. Ef dómari
hins vegar fellst ekki á frávís-
unarkröfuna þá mun aðalmeðferð í
málinu væntanlega fara fram í byrj-
un næstu viku.
Krefst frávísunar málsins
Aðalmeðferð Papeyjarmálsins óvænt frestað í gær vegna frávísunarkröfu eins verjanda Krafan
verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Niðurstaðan er kæranleg til Hæstaréttar
Lögmaður meints höfuðpaurs í
Papeyjarmálinu telur íslensk yf-
irvöld ekki hafa refsilögsögu yfir
skjólstæðingi sínum og krefst á
grundvelli þess frávísunar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftirför Varðskipið Týr elti skútuna
Sirtaki langleiðina til Færeyja.
» Lögregla lagði hald á 109 kg fíkniefna í apríl
» Þar af 55 kg af amfetamíni og 9.400 e-töflur
» Telur hún að því hafi verið smyglað í Sirtaki
Verð aðein
s 3.990 kr.
bók og kor
t
Handhægt ferðakort
fylgir bókinni
Vegahandbókin sími: 562 2600
ÍBÚÐ í rúmlega aldar gömlu, fjög-
urra íbúða timburhúsi við Aðal-
stræti 13 á Akureyri er talin ónýt
eftir bruna síðdegis í gær.
Fólki varð ekki meint af; enginn
var heima í norðurenda hússins,
þar sem eldurinn kom upp, og fólk í
næstu íbúð, par með lítið barn,
komst út án vandræða.
Eldur kviknaði í eldhúsi á mið-
hæðinni. Fólk sem býr skammt frá
fann reykjarlykt þegar það kom út
úr húsi sínu og heyrði hljóðið í
reykskynjara þegar nær dró húsinu
númer 13. Þá var reykur ekki mik-
ill að sjá en skömmu síðar, fljótlega
eftir að parið með litla barnið var
komið út, gaus upp eldur. Nokkuð
greiðlega gekk að slökkva eldinn
en lengi lifði þó í glæðum.
Íbúð á Akur-
eyri ónýt
eftir bruna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hætta Vel á annan tug slökkviliðsmanna var á vettvangi í gær enda mikill
eldsmatur í gömlu timburhúsinu og kapp lagt á að hann dreifði sér ekki.