Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÁFORM um stórframkvæmdir til að skapa atvinnu og tekjur fyrir þjóðfé- lagið komast ekki til framkvæmda vegna erfiðleika við fjármögnun orkuöflunar. Þá virðast áform stjórn- valda um að stuðla að uppbyggingu stangast á við stefnu sömu stjórn- valda í málefnum Landsvirkjunar. Efnahagsskrifstofa fjármálaráðu- neytisins spáir því að hálfs prósents hagvöxtur verði á næsta ári og 5% á árinu 2011, eftir nærri 11% samdrátt í ár. Forsendan fyrir þessum um- skiptum er að byggt verði álver í Helguvík og álverið í Straumsvík stækkað. Gangi áform ekki eftir megi búast við áframhaldandi samdrætti á næsta ári og að hagvöxturinn 2011 verði helmingi minni en annars hefði orðið. Veruleg óvissa er um bæði þessi verkefni og fleiri sem undirbúin hafa verið, eins og til dæmis álver við Húsavík. Álverð lækkaði verulega í heimskreppunni og möguleikar þess- ara fyrirtækja til að fjármagna upp- byggingu minnkuðu. Bitna erfiðleik- arnir enn meira á orkufyrirtækjum en erlendum eigendum atvinnufyr- irtækjanna því lánstraust Íslendinga skaðaðist illilega í bankahruninu í október. Það hefur komið fram á ýmsan hátt, meðal annars í lækkun á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar. Staðan er þannig að orkufyr- irtækin virðast ekki eiga kost á láns- fjármögnun á viðráðanlegum kjörum. Lítið vit er í því fyrir þau að ráðast í framkvæmdir þegar megnið af arð- seminni hverfur í vaxtahítina. Ef ekk- ert verður virkjað verða stóriðjufyr- irtækin heldur ekki byggð upp. Hindrunum verði rutt úr vegi Í stöðugleikasáttmála sem aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin gerðu í lok júní lofar ríkisstjórnin að greiða götu framkvæmda vegna ál- vera í Helguvík og Straumsvík. Einn- ig er rætt um að hraða undirbúningi vegna áforma um ýmsan annan iðn- að, svo sem gagnaver og kís- ilflöguframleiðslu. „Kappkostað verð- ur að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009,“ segir þar. Samkomulagsgrundvöllur er milli Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan um sölu á rafmagni frá Búðarháls- virkjun til stækkunar álversins í Straumsvík. Vegna erfiðleika við fjár- mögnun framkvæmda hjá báðum fyr- irtækjunum hefur upphafi fram- kvæmda verið frestað fram á næsta ár. Álver Norðuráls í Helguvík er einna lengst komið þeirra stóru verk- efna sem rætt hefur verið um. Verk- legar framkvæmdir voru hafnar fyrir hrun en hafa verið í hægagangi síðan þá. Samið var um að HS orka og Orkuveita Reykjavíkur myndu út- vega nauðsynlega orku, miðað við upphafleg áform. Fyrirtækin hafa ekki getað lokið fjármögnun nauð- synlegra virkjana. Nýjasta merki þess er að Evrópski fjárfesting- arbankinn hefur neitað að ganga frá lánafyrirgreiðslu til OR vegna óvissu í íslensku efnahagslífi. Þá hefur óvissu vegna breytinga á eignarhaldi HS orku ekki verið eytt að fullu. Landsvirkjun heft Norðurál hefur snúið sér til Lands- virkjunar og óskað eftir orku til að brúa bil, amk. Landsvirkjun hefur undirbúna virkjanakosti og með því að bæta þeirri stoð í orkuöflunina ætti að vera auðveldara að setja verk- efnið á fullt þegar rofa fer til á fjár- málamörkuðum. Ákveðnar hindranir eru í vegi þess að Landsvirkjun komi að málinu, fyr- ir utan erfiðleika við fjármögnun. Stjórn fyrirtækisins hefur þá stefnu að ganga ekki til samninga um orku- sölu til álfyrirtækja á Suður- og Vest- urlandi. Ætlunin er að nota orku úr neðrihluta Þjórsár í eitthvað annað. Undirbúningur fyrir virkjanir þar er langt kominn. Hins vegar er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sam- fylkingar og VG kveðið á um að engar ákvarðanir verði teknar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár fyrr en ramma- áætlun um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða liggur fyrir. Áform eru um að leggja hana fyrir þingið næsta vet- ur. Ljóst er að ríkið mun ekki af- henda Landsvirkjun vatnsréttindin eða gefa út virkjanaleyfi fyrr en rammaáætlunin lítur dagsins ljós, þótt búið sé að leggja mikla fjármuni í undirbúning og enn sé unnið. Ýmsar hindranir í veginum Morgunblaðið/RAX Þjórsá Engar ákvarðanir verða teknar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár á næstunni og orkan verður ekki notuð fyrir álver á Suður- og Vesturlandi, samkvæmt núverandi stefnu stjórnvalda og Landsvirkjunar.  Erfiðleikar á fjármálamörkuðum og slæm kjör íslenskra fyrirtækja valda því að ekki er hægt að virkja og byggja upp stóriðju  Landsvirkjun hefur ekki leyfi til að selja orku til álvers í Helguvík Ef ekki finnast leiðir til að virkja tefst uppbygging stórra atvinnu- fyrirtækja og hagvöxtur verður minni en ella. Það hefur einnig þau áhrif að tekjur ríkissjóðs minnka og atvinnuleysi eykst. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra segir að allra leiða sé leitað til að fjármagna orkuframleiðslu fyrir iðjuverin. Nefnir hún mögu- leika á að verkefnafjármagna ein- stakar virkjanir. Katrín segir að breytingar á lög- um um eignarhald á orkuauðlind- um, þar sem einkafjármagnið sé takmarkað við orkuframleiðslu og sölu, skapi möguleika á nýjum fjár- mögnunarmöguleikum. Nefnir hún að viðræður séu við lífeyrissjóðina um aðkomu þeirra. Þá sé verkefna- fjármögnun möguleg þar sem er- lendir jafnt og innlendir aðilar gætu tekið þátt í henni. Iðnaðarráðherra segist ekki geta svarað því hvort Landsvirkjun geti selt orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Verið sé að fara yfir þau mál. Spurð um eigin afstöðu til þess segir Katrín: „Ég sé það alveg fyrir mér að Lands- virkjun geti komið tíma- bundið að þessari orku- öflun, á meðan áfangar eru að byggjast upp og þar til þeir sem hafa samið um að leggja til orkuna geta útvegað hana. Við erum að leita allra leiða, vilj- ann vantar ekki,“ segir Katrín al- mennt um orkuöflun fyrir stjóriðju og önnur minni verkefni. „Það þarf að sjá fyrir endann á þessu svo hægt sé að byrja að virkja.“ Mögulegt að verkefnafjármagna virkjanir Katrín Júlíusdóttir Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is TVÖ ný tilfelli svínaflensu greindust hér á landi um helgina og töluverður fjöldi sýna er nú í rannsókn, að sögn sóttvarnalæknis. Alls eru tilfellin því orðin 11 og er búist við hraðri fjölgun þeirra á næstunni. Tvær konur bættust í hóp hinna smituðu um helgina; annars vegar er um að ræða 19 ára konu sem veiktist eft- ir heimkomu frá Mexíkó og hins vegar 35 ára konu sem veiktist eftir ferðalag í Ástralíu. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis voru einkenni þeirra ekki alvar- leg og eru þær á batavegi. Hingað til hafa Íslendingar aðallega smitast af sjúk- dómnum á ferðum sínum erlendis, eða af vinum og ætt- ingjum sem hafa verið í útlöndum. Í einu tilfelli hefur sjúklingur þó ekki lagt land undir fót né nokkur honum tengdur. Segir Haraldur því ekki vitað um þann sem smitaði hann. „Við sjáum að sumir eru með svo væg einkenni að eng- um hefði dottið flensa í hug nema af því að þeir tengjast einhverjum sem hefur smitast. Því eru vissulega einhver tilfelli þarna úti sem við finnum ekki og munum ekki finna.“ Gera megi því ráð fyrir að tilfellin séu mun fleiri en greinst hafi. „Það er bara einn af hverjum tuttugu sem fær þannig einkenni að þeir leita til læknis. Margir jafna sig bara af sjálfsdáðum en geta borið sjúkdóminn áfram.“ Haraldur á von á fleiri staðfestum tilfellum innan skamms enda hafi mikill fjöldi sýna komið inn til rann- sóknar um helgina. „Íslendingar eru svo mikið á fartinni að það er líklegt að þetta breiðist hratt út,“ segir hann en tekur undir að eitthvað hafi kreppan og minni ferðalög en áður dregið úr smitlíkum. „Nóg er nú samt.“ Enn sem komið er er óskað eftir því að þeir sem telja sig vera með inflúensueinkenni hafi samband við lækni svo hægt sé að greina sjúkdóminn. „Við viljum vita hversu útbreiddur hann er. Á einhverjum tímapunkti verður flensan þó komin út um allt og þá þarf ekki leng- ur að taka próf vegna einkenna, heldur er óhætt að gera ráð fyrir að um svínaflensuna sé að ræða.“ Flensutilfellum fjölgar  Tvær konur bætast í hóp þeirra sem smitast hafa af svínaflensu  Fólk með einkenni hvatt til að leita læknis Morgunblaðið/Sverrir Smit Hálssærindi eru meðal einkenna svínaflensunnar. Algengustu einkenni svínaflensu eru hiti, hósti, háls- særindi, slappleiki, beinverkir og höfuðverkur. Sumir greina einnig frá einkennum frá meltingarfærum (ógleði, uppköst og/eða niðurgangur). Einkennin koma ekki smám saman heldur „hellast yfir fólk“ að sögn Haraldar. Sumir segja þau koma það skyndilega að nánast megi tímasetja veikindin upp á mínútu. Einkennin koma skyndilega Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis).Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni ½½ Notaðu alla Lamisil Once® túpuna á báða fæturna til að forðast að sýkingin taki sig upp á ný Berðu Lamisil Once® á: á milli tánna, bæði undir þær og ofan á bæði á iljar og jarka 24h Til að ná sem bestum árangri skal ekki þvo fæturna í sólarhring 1 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.