Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Samkomulagríkis-stjórn- arinnar við er- lenda kröfuhafa er mikilvægur áfangi á leiðinni til endurreisnar íslenzks efnahagslífs. Samkomulagið kveður á um að skilanefndir gamla Kaupþings og Glitnis eignist mestallt hlutafé í Nýja Kaupþingi og allt í Íslands- banka. Erlendar fjár- málastofnanir, sem eiga kröfur á gömlu bankana, munu þannig eiga þess kost að eignast ráðandi hlut í þessum tveimur bönkum og er lokaákvörðunar þeirra að vænta fyrir septemberlok. Búizt er við að kröfuhaf- arnir samþykki þennan ráðahag, enda hafa þeir tek- ið þátt í viðræðunum og lagt blessun sína yfir niðurstöð- urnar. Með þessu er margt unn- ið. Í fyrsta lagi munu ís- lenzkir skattgreiðendur ekki þurfa að leggja bönkunum til jafnháar fjárhæðir í eigin fé og upphaflega var áætlað. Það gæti orðið á bilinu 200- 270 milljarðar króna, í stað 385 milljarða sem gert var ráð fyrir. Í öðru lagi, og það er mikilvægasti hluti þessa samkomulags, ætti að geta tekizt að tengja saman hags- muni hinna erlendu kröfu- hafa og íslenzku bankanna. Ef erlendir bankar á borð við Sumitomo í Japan og Deutsche Bank verða eig- endur íslenzku bankanna munu þeir hafa hag af því að endurreisn íslenzks efna- hagslífs verði sem skjótust og hagur bankanna vænkist sem fyrst. Mikið er unnið með því að ná samkomulagi og samstarfi við kröfuhaf- ana, í stað þess að standa í stríði við þá fyrir dómstólum vegna neyðarlaganna, sem sett voru til að tryggja inn- lenda bankastarfsemi. Í þriðja lagi er jákvætt, ekki sízt af samkeppnis- ástæðum, að einkavæða með þessum hætti á ný tvo banka af þremur. Þá er sömuleiðis dregið úr áhættu ríkisins af bankarekstri. Endureinkavæðing Lands- bankans með sama hætti er ekki fær, meðal annars vegna þess að íslenzka ríkið, það brezka og hollenzka eru meðal stærstu kröfuhafa gamla bankans. Með því að öflugir erlendir einkabankar taki stjórnina í hinum tveim- ur bönkunum ætti hins veg- ar að skapast heilbrigð sam- keppni á bankamark- aðnum á ný. Um leið er tekin frá stjórnvöldum sú freisting að beita bönkunum í þágu pólitískra markmiða fremur en með viðskiptasjónarmið í huga. Í fjórða lagi mun erlend eignaraðild sennilega stuðla að heilbrigðum vinnubrögð- um við sölu þeirra ýmsu eigna, sem nýju bankarnir þrír hafa nú í fanginu, þar á meðal ýmissa af stærstu fyr- irtækjum landsins. Erlendir bankamenn, sem hugsa ein- göngu um að hámarka virði eigna bankanna, eru síður líklegir til að liggja undir ámæli um klíkuskap og að vilja hygla tilteknum ein- staklingum eða hópum í samfélaginu en annaðhvort íslenzkir stjórnmálamenn eða kaupsýslumenn, sem óhjákvæmilega hafa marg- vísleg tengsl í okkar litla samfélagi. Í fimmta lagi mun það greiða fyrir aðgangi íslenzks atvinnulífs að erlendu lánsfé að bankakerfið komist þann- ig í bein tengsl við al- þjóðlegt fjármálakerfi á ný. Slíkt er algjör höfuðnauð- syn, eigi að takast að reisa íslenzkan efnahag úr rúst- unum og byggja upp at- vinnuvegina. Í sjötta lagi er líklegt að erlend eignaraðild verði til þess að hjálpa nýju íslenzku bönkunum að spila úr tæki- færum sínum á alþjóðlegum markaði. Athyglisvert er að í fréttatilkynningu Íslands- banka í gær var nefnt að fulltrúar kröfuhafa hefðu nefnt að sérþekking og sam- bönd bankans í sjávar- útvegs- og orkugeiranum myndu skapa honum sókn- arfæri í framtíðinni. Þetta er dæmi um tækifæri, sem að sjálfsögðu ber að nýta. Aðkoma alþjóðlega við- urkenndra banka er líkleg til að draga úr tortryggni í garð tilrauna íslenzkra banka til að hasla sér á ný völl erlendis. Útrás hefur fengið á sig vondan stimpil, en auðvitað er alþjóðavæð- ing íslenzka fjármálakerf- isins ekki úr sögunni með bankahruninu. Endurreisnin verður hins vegar að fara fram með nýjum og ábyrg- ari hætti. Samkomulagið, sem kynnt var í gær, er stórt skref á þeirri leið að endurreisa trú- verðugleika og traust ís- lenzks efnahagslífs á alþjóð- legum vettvangi. Hagur erlendu bank- anna verður að endurreisnin gangi sem hraðast} Mikilvægt skref É g á mér draum. Hann er ekki jafn stórbrotinn og hjá Martin Luth- er King forðum. Hann er alger- lega bundinn við mína ágætu þjóð. Ágæt er hún þó að eitthvað sé lægra á okkur risið núna en í fyrra. En draumurinn snýst um það að við endurnýtum ekki nokkra ósiði gömlu kaldastríðshetjanna á fimmta og sjötta áratugnum. Landsala! Svívirðing! Þjóðníðingar! Menn skríða fyrir erlendu valdi! Og svo voru það samlíkingar við Gissur jarl og Júdas. Enginn er að krefjast þess að deilur um Evrópusam- bandið og önnur stórmál verði eins og pempíu- legt teboð hjá breskum yfirstéttarfrúm en við getum hagað okkur betur en þetta. Þeir sem berjast gegn aðild eru sannfærðir um að okkur henti betur að vera utan við sam- starf þar sem augljóst er að hinir stóru ráða mestu. Þeir segja að við getum vel átt áfram gott samstarf við grann- þjóðir okkar en með aðild að ESB séum við að skerða um of fullveldi okkar. Við hljótum t.d. að samþykkja umdeilda stefnu sambandsins í viðskiptum við fátæk ríki Afríku þar sem sambandið neytir oft aflsmunar. Vandinn er að við verndum okkar eigin markaði af enn meira offorsi en ESB fyrir innflutningi á mat! Fjöreggið er sagt í hættu. Ef formlegt vald okkar yfir fiskveiðunum færist til Brussel sé það aðeins upphafið að því að við missum raunverulegu yfirráðin. Og oft sé lægsti samnefnarinn niðurstaðan þegar hrossakaupum ljúki í Brussel. Þá getum við orðið að samþykkja breytingar sem færi okkur aftur á bak, til dæmis í jafnréttismálum. Allt eru þetta rök sem þarf að vega og meta. En þeir sem vilja inngöngu eru sannfærðir um að þannig sé hagsmunum þjóðarinnar í heild best borgið. Til skamms tíma vegna þess að verði umsókn samþykkt muni það hafa jákvæð áhrif á lánstraust þjóðarinnar og enda loks með því að við tökum upp nothæfari gjaldmiðil en krónuna. Til langs tíma hljóti að vera eðli- legt að taka þátt í samstarfi sem hefur síðustu áratugina tryggt hagsæld og frið milli þjóða sem annars hafa barist með reglulegu millibili síðustu aldirnar. Sá friður kemur okkur við. Ef hann rofnaði myndum við vera í miklum vanda, við eigum svo mikil viðskipti við þessar þjóðir. Norrænar þjóðir í sambandinu bera sig ágætlega og virðast ekki hafa glatað fullveldi sínu þótt þær deili því nú að hluta með hinum aðildarríkjunum. Kannski erum við of lítil þjóð til að gæta nógu vel hags- muna okkar í samstarfinu. Fæðin gæti grafið undan okk- ur. En þá verðum við að treysta því að eins og svo oft áður geti hinar norrænu þjóðirnar veitt okkur góð ráð og hjálp. Það gera þær svo oft, ein gerði það 1262-1264. Hver segir að Gamli sáttmáli hafi verið svo slæmur? Var ekki skárra fyrir alþýðu manna að fá yfir sig norskan kóng en að láta höfðingjaættirnar slást endalaust um völdin með tilheyr- andi eymd og volæði? kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Gamall og kannski góður sáttmáli Hondúras á barmi borgarastyrjaldar? Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þ að reyndist ómögulegt að ná viðunandi sam- komulagi um tillögu mína. Ég vil nota næstu 72 klukkustundir til að leggja harðar að mér. Því hver er valkosturinn? Það gæti brotist út borgarastyrjöld og blóðbað sem al- menningur í Hondúras á ekki skilið,“ sagði Oscar Arias, forseti Kosta Ríka, og málamiðlari í stjórn- arkreppunni í Hondúras. Þessi ummæli kalla á upprifjun. Eins og rakið var á sama vett- vangi fyrir nokkru þá var Manuel Zelaya, forseti Hondúras, tekinn höndum og fluttur nauðugur vilj- ugur úr landi í júnílok eftir mis- heppnaða tilraun til að freista þess að framlengja forsetatíð sína, í bága við stjórnarskrá landsins. Bráðabirgðastjórn undir forystu Robertos Michelettis, flokksbróður Zelaya og þingforseta, tók við völd- unum og hefur síðan hótað Zelaya að ef hann snúi aftur verði hann fluttur í fangageymslur fyrir landráð. Stuðningsmenn Zelaya hafa hins vegar ekki lagt árar í bát og halda enn þeirri kröfu á lofti að hann verði forseti á ný, ásamt því að boða til verkfalls á fimmtudag og föstudag. Þekkir vel til friðarviðræðna Arias þekkir vel til friðarumleit- anna. Hann tók þátt í Esquipulas- friðarsamningunum, sem nefndir eru eftir bæ í Gvatemala, upp úr miðjum 9. áratugnum og fékk að launum friðarverðlaun Nóbels. Fundið hefur verið að tengslum hans við Zelaya, auk þess sem þau varnaðarorð hans að hætt sé við borgarastríði í Hondúras hafa mælst misjafnlega fyrir. Valdarán hersins var víða for- dæmt, þar með talið af Bandaríkja- stjórn, og leggur Arias til að Zelaya verði leyft að snúa aftur til að leiða einskonar þjóðstjórn allra flokka. Forsetinn fái að sitja til haustsins þegar efnt verði til þingkosninga í október gegn því að hann falli frá allri viðleitni til að framlengja for- setatíð sína, sem samkvæmt stjórn- arskránni má ekki vera lengri en eitt kjörtímabil, fjögur ár. Þá skuli her- inn vera undir stjórn hlutlauss eft- irlitsaðila mánuðinn áður en kosn- ingarnar fara fram og sakaruppgjöf veitt þeim sem brotið hafi lögin í þeirri upplausn sem ríkt hefur. Tillögunum hafnað Stjórn Michelettis tekur hins veg- ar ekki í mál að Zelaya fái að snúa aftur til valda og á sunnudag sagði Carlos Lopez, starfandi utanríkis- ráðherra í bráðabirgðastjórninni, það skilyrði eitt og sér útiloka að hægt væri að ganga að tillögunum. Micheletti og Zelaya láta nægja að senda fulltrúa sína til viðræðn- anna og er það haft eftir Milton Jimenez, einum samningamanna Zelaya, í grein á vef Bloomberg, að fulltrúar Zelaya vonist til að við- semjendurnir gefi eftir og fallist á að hann sitji út kjörtímabilið. Þegar upp úr slitnaði í viðræðun- um á sunnudag boðaði Arias 72 stunda hlé á friðarumleitunum. Óvissa ríkir um framhaldið en haft er eftir fulltrúum deiluaðila að þeir séu opnir fyrir því að hefja þær á ný. Reuters Kröfuganga Stuðningsmenn Manuel Zelaya, fráfarandi forseta Hondúras. ESB frysti í gær þróunaraðstoð til landsins vegna stjórnarkreppunnar. Oscar Arias, forseta Kosta Ríka, varar við því að upp úr kunni að sjóða í Hondúras verði ekki bund- inn endi á stjórnarkreppuna í landinu. Þriggja daga hlé var gert á samningaviðræðum í fyrradag. RÍKISSTJÓRN Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur staðið á hliðarlínunni í viðbrögðum sínum við stjórnarkreppunni í Hondúras, afstaða sem sætir nú vaxandi gagn- rýni af hálfu deiluaðila í Hondúras. „Bandaríska utanríkisráðuneytið vill ekki eiga í erjum í heimshlut- anum, sérstaklega ekki við Chavez, og allra síst í þágu jafn lítils lands og Hondúras. Þess vegna bólar ekki á lausn á Kosta Ríka,“ sagði Juan Ramon Martinez, stjórnmálafræð- ingur í Hondúras, í viðtali við Christian Science Monitor. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gefið í skyn að Bandaríkja- stjórn standi á bak við valdaránið, með þeim orðum að herinn í Hond- úras hafi ekki tekið málin í sínar hendur nema með stuðningi þeirra. Á vef New York Times segir að bráðabirgðastjórnin eigi á hættu að einangrast frekar komi hún ekki til móts við sáttatillögur Arias. FLÓKIN STAÐA ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.