Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 19

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Rautt, hvítt og blátt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra speglaðist í vel viðeigandi fánalitum þegar hann kynnti skiptingu ríkisbankanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Eggert FYRIR hrun var árangur útrásarvíking- anna oft útskýrður þann- ig að skjótar ákvarðanir, án tafsamrar umhugs- unar, lægju að baki. Nú á að keyra Icesave í gegn- um þingið á sama hátt. Hraðinn skiptir öllu máli, en engin þörf virðist vera á að kanna málið til þrautar. Þau vinnubrögð eru óverjandi því Icesave-samkomulagið er eitt mikilvægasta mál sem Alþingi hefur fjallað um. Þingið hefur ekki fengið nema örfáar vikur til að fjalla um samkomulagið, því hefur ekki gef- ist tækifæri til að gera sjálfstæða greiningu á samningnum og verulegur vafi leikur á því að framkvæmdavaldið hafi upplýst löggjafann nógsamlega um forsendur hans, tilurð og mögu- legar afleiðingar. Fjölmargir hafa bent á mikla galla á samningnum, sem óvefengjanlega munu kosta Íslendinga háar upp- hæðir. Áður en Alþingi samþykkir samninginn þarf það að krefjast þess að samninganefndin svari þessari mál- efnalegu gagnrýni. Þetta mál varðar ýtrustu þjóðarhagsmuni og það má ekki draga niður í pólitískar skot- grafir. Úttektir á efnahagslegum afleiðingum Allir útreikningar sem ég hef séð á afleiðingum Icesave-samningsins eru gallaðir. Nokkurs konar Excel- hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð. Í Excel-hagfræðinni er oft miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007. Síðan þá hafa umfangmiklar atvinnu- greinar, s.s. bankastarfsemi, að mestu horfið. Jafnframt endurspegla þessir útreikningar mikið óraunsæi varðandi gengisþróun og verð- mætasköpun, sem setja verulegt strik í reikninginn en er skautað harla hratt fram hjá. Þessir út- reikningar taka heldur ekki mið af því hvernig skattbreytingar hafa áhrif á hegðun ein- staklinga og fyr- irtækja, en þær hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs, sem hefur frekari áhrif á skatta. Slíka ferla þarf að greina í útreikningum, en það hefur ekki verið gert. Icesave-útreikningana verður að nálgast á annan hátt, það þarf að taka tillit til mun fleiri þátta en gert hefur verið, ekki síst hinna þjóðhagslegu, og beita þannig því sem kallast í hagfræð- inni almenn jafnvægisgreining. Þetta ætti að blasa við hverjum manni, en hefur í asanum og ofurkapp- inu orðið útundan. Á hvern veg skal semja? Icesave-lánið á að skilyrða miðað við efnahagsþróun á Íslandi, verðmæta- sköpun, útflutningstekjur og inn- heimtu á eignum Landsbankans. Ef forsendur, sem gefnar eru í greinargerð Seðlabanka með samn- ingnum um hagvöxt og innheimtu á eignum Landsbankans, nást, þá verð- ur allt lánið greitt. Ef verr gengur greiðum við minna. Ef allt fer á versta veg og hagvöxtur verður að meðaltali enginn, eða neikvæður, á samnings- tímanum yrði allt lánið fyrirgefið. Við þurfum trúverðuga álitsgjafa og samningamenn Sá álitsgjafi, sem ríkisstjórnin virð- ist hafa leitað mest til, Seðlabankinn, er einnig sú stofnun sem átti að standa vaktina fyrir hrunið. Þar hefur verið skipt um yfirstjórn, en sérfræðingar bankans, sem sáu ekkert athugavert fyrir hrunið, halda því nú fram að Ice- Meðal Breta og Hollendinga ríkir ekki reiði eða refsigleði í garð Íslend- inga, fremur samúð, sanngirni og hjálpfýsi. Íslenskir bankar, eftirlits- aðilar og stjórnvöld eru að sönnu ekki hátt skrifuð meðal þeirra, en fyrirlitn- ingin á þarlendum bankamönnum og yfirvöldum er engu minni. Hið eina, sem eftir stendur, er að sært stolt embættismanna og fall- valtra stjórnmálamanna í Bretlandi og á Hollandi kynni að verða til þess að aðildarumsókn Íslands til ESB yrði torsóttari en ella. Um það er þó lítið hægt að fullyrða til eða frá, ferlið er langt og strangt, efasemdir eru uppi um stækkun sambandsins almennt að svo stöddu og í Brussel vita menn upp á sig skömmina hvað varðar gallað innistæðutryggingakerfið og máttleysi eftirlitsstofnana. En hafi einhverju af þessu verið hót- að ber íslenskum stjórnvöldum ský- laus skylda til þess að segja þjóðinni frá því umbúðalaust. Þjóðin þarf að vita það fyrir víst til að geta gert upp hug sinn. Mótaðilar okkar hafa frá upphafi vitað að samningaferlinu lyki ekki fyrr en Alþingi staðfesti samninginn. Það væri því ekki verið að svíkja einn eða neinn ef Alþingi hafnaði núverandi samningsdrögum eða frestaði þing- legri meðferð þeirra. Það er hlutverk íslenskra stjórn- málamanna að sannfæra Evrópuþjóð- irnar um að Alþingi þurfi meira en nokkrar vikur til ákvörðunar, að samn- ingstillagan sé óaðgengileg fyrir Ís- lendinga, að hún sé landi og þjóð allt of þungbær og það sé ósanngjarnt að Ís- lendingar beri einir ábyrgðina á inni- stæðutryggingakerfi Evrópusam- bandsins. Kapp er best með forsjá. Íslenska þjóðin á það skilið að stjórnmálamenn hennar beiti betri aðferðafræði en út- rásarvíkingarnir í ákvarðanatöku. Eftir Jón Daníelsson » Icesave-lánið á að skilyrða miðað við efnahagsþróun á Ís- landi, verðmætasköpun, útflutningstekjur og innheimtu á eignum Landsbankans. Jón Daníelsson Höfundur er prófessor við London School of Economics. Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir? save-samkomulagið sé í góðu lagi. Mjög bjartsýnislegar forsendur í áliti Seðlabankans á Icesave-samkomulag- inu vekja efasemdir um hlutleysi hans. Við þurfum samningamenn og efna- hagssérfræðinga, sem eru óflekkaðir af aðdraganda hrunsins, hvort heldur er vegna aðgerðaleysis eða rangra að- gerða. Fyrst og síðast þarf þó að skipa samninganefndina fólki, sem hefur mikla og farsæla reynslu af alþjóð- legum samningaviðræðum, því hér er tekist á um verulega og flókna hags- muni af mikilli hörku. Slíkir menn kunna að vera vand- fundnir umhverfis Arnarhól eða ann- ars staðar í íslenska stjórnkerfinu. Hugsanlega þurfum við að leita utan landsteinanna eftir aðstoð. Hún er kannski dýr, en við höfum ekki efni á að láta íslenska áhugamenn semja við erlenda atvinnumenn. Hvað gerist ef við frestum samþykkt fram á haust? Okkur er sagt að frestun eða höfnun á þeim samningi sem nú er á borðinu muni valda miklu tjóni fyrir Ísland. Þetta tjón hefur þó hvergi verið skil- greint. Ýjað er að því að Íslandi verði vísað úr EES, Evrópusambands- umsóknin verði fyrir truflun, eignir ríkisins gerðar upptækar eða að AÞG- samningurinn og tengd lán verði sett í uppnám. Allt er þetta afar ósennilegt. Að- stæður eru með allt öðrum hætti nú en í haust, þegar menn óttuðust að Ísland kynni að vera sú þúfa er velti hlassi fjármálakerfis Evrópu. ÉG VIL hvetja þá sem ætla að blanda sér í umræðurnar um ESB til að stunda sjálfs- ritskoðun. Sleppum því að kalla andstæðinga okkar svikara, landráðamenn, heimóttarlega, óupplýsta, hafandi aldrei hleypt heim- draganum og svo framvegis. Eins og nafnið bendir til er bandalagið sem Frakkar og Þjóðverjar komu á fót, til að binda enda á sífelldar styrj- aldir á meginlandi Evrópu, efnahagsbandalag. Um það þarf umræðan að snúast (reyndar að hefjast); hvort af bandalaginu sé umtals- vert gagn fyrir Ísland, í fjármunum mælt. Við höfum margheyrt rökin sem fram komu í leiðara Morg- unblaðsins nú nýlega, sem sé að við eigum heima í hópi lýðræðisríkja Evrópu. Þessi skarplega ályktun höfundar leiðarans kom 65 árum of seint. Ísland skipaði sér þar þegar árið 1944. Blöndum Jóni heitnum Sigurðssyni forseta líka sem minnst í málið. Ég held líka að flestallir Íslendingar kynnu vel að meta að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgifiskar hans létu þjóðina í friði með þetta mál og önnur. – Þeir taki það til sín sem eiga. Einar S. Hálfdánarson Stundum sjálfsrit- skoðun Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og löggiltur endur- skoðandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.