Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 5

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 5
FARÞEGAÞOTA United Airlines af gerðinni Boeing 767 á leið frá London til Chicago fékk að lenda með skömmum fyrirvara á Kefla- víkurflugvelli í gær vegna reyks í stjórnklefa. Lenti vélin áfallalaust klukkan 14:44 en mikill viðbúnaður var við lendinguna. Var öllu tiltæku björgunarliði komið í viðbragðs- stöðu. Um borð voru 190 manns. Til öryggis stigu farþegar út úr vélinni meðan hún var enn á flugbrautinni og voru þeir ferjaðir með rútum í flugstöðina. Vélin var dregin að flugstöðinni og ástand hennar kannað. Reiknað er með að hún geti haldið áfram för sinni í dag. skulias@mbl.is Lent Flugvél United á Keflavíkur- flugvelli skömmu eftir lendingu. Mikill viðbúnaður vegna reyks í flugvél Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is NÝ þátttökumet voru sett í Óshlíð- arhlaupi og Vesturgötuhlaupinu sem þreytt voru á Vestfjörðum um helgina. Ríflega 300 manns hlupu í keppnishlaupunum og um 100 manns tóku auk þess þátt í skemmti- skokki á Ísafirði. Ljóst má vera að hlaupahátíðin fyrir vestan hefur rækilega fest sig í sessi. Óshlíðarhlaupið var haldið á föstu- dag og keppt í bæði 10 km og hálfu maraþoni. Þátttakendur voru alls 130. Úrslitin má nálgast á vefnum www.fossavatn.com. Öflug hlaupaætt Í Vesturgötuhlaupinu er bæði keppt í 12 og 24 km hlaupi. Meðal helstu tíðinda var að í 12 km keppni kvenna urðu mæðgur í tveimur efstu sætunum, þ.e. Aníta Hinriksdóttir, 13 ára, vann en móðir hennar, Bryn- dís Ernstsdóttir, varð í öðru sæti. Þá vann Martha Ernstsdóttir, systir Bryndísar, 24 km keppni kvenna. Sigmundur Þórðarson hlaupa- stjóri var hæstánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk frábærlega. Það var fullur bær af yndislegu fólki og þvílíkt gott veður.“ Fjöldinn væri til marks um mikla hlaupavakningu og bætti við í léttum dúr að það hefði örugglega haft áhrif að Martha Ernstsdóttir og Jón Halldór Odds- son giftu sig á laugardaginn, daginn fyrir Vesturgötuhlaupið. Þátttökumet á hlaupahátíð  Aldrei meiri þátttaka í Óshlíðarhlaupinu og Vesturgöt- unni á Vestfjörðum  Mæðgur fremstar í 12 km hlaupi 24 km eftir Ræst er í 24 km hlaupi í Vesturgötu í Stapadal. Alls tók 201 þátt í hlaupinu en skipuleggjendur reikna með yfir 300 manns á næsta ári. N Ý T T 2 0 % k y n n i n g a r a f s l á t t u r Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com TILBOÐ 2 DUX 1001/Original 90x200cmXtandard yfirdýna 180x200cmAscot höfuðgafl og rykfaldur Aðeins kr. 420.000 3 litir: Beige, brúnt og svart Takmarkað magn ÁGÚST Kvaran lauk 175 kíló- metra hlaupi sínu um Kjalveg á laugardaginn. Tók hlaupið fjóra daga og hljóp hann því rúmlega heilt maraþon dag hvern að með- altali. Á leiðinni bar Ágúst við- legubúnað sinn, mat og fatnað, á sér. Hlaupið hófst við afleggjara af þjóðvegi númer 1 inn á Kjal- veg á miðvikudag og lauk við Gullfoss síðdegis á laugardag. Blíðskaparveður fylgdi Ágústi alla leiðina. Fyrr í ár hljóp Ágúst Sahara- eyðimerkurmaraþonið Marathon des Sables. Er það hlaupið á sex dögum og telur 254 kílómetra. skulias@mbl.is Lauk 175 km hlaupi á fjórum dögum EKIÐ var á Toyota Yaris-bifreið í Tjarnargötu síðdegis í gær. Bíll- inn skemmdist töluvert. Sá sem olli tjóninu stakk af frá vettvangi. Að sögn lögreglu eru mál af þessu tagi afar algeng og oft komi fyrir að ökumenn stingi af frá miklu tjóni sem þeir valda á bílum. Morgunblaðið/Eggert Illa farinn Skemmdirnar á bifreið- inni voru umtalsverðar. Ók á bíl og stakk af frá vettvangi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.