Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
ÞAÐ ætti að vera ljóst fyrir löngu að
enginn hefur roð í töframátt Harry
Potter, ekki einu sinni tískumógúll-
inn Bruno.
Það kemur trúlega fáum á óvart
að nýjasta myndin um hann Harry,
Harry Potter og blendingsprinsinn,
tryggði sér toppsætið á lista yfir
tekjuhæstu kvikmyndir landsins
þessa vikuna, en myndin var frum-
sýnd hérlendis í síðustu viku.
Myndin er sú sjötta í röðinni og
enn harðna átök milli góðs og ills í
heimi galdramanna og í Hogwarts-
skólanum þar sem enginn er óhult-
ur.
Einnig er ástin farin að kvikna í
brjóstum ungmennanna í skólanum,
eins og alsiða virðist vera með ung-
linga og því nokkuð um kossaflens
og kelerí í myndinni, auk þess sem
ástardrykkir eru bruggaðir sem
aldrei fyrr í Hogwarts.
Þá dúkka nýjar persónur upp í
skólanum, og er þar fremstur meðal
jafningja prófessorinn Horace Slug-
horn, sem er stórskemmtilegur í
meðförum leikarans Jim Broad-
bents.
Alls hafa tæplega 20 þúsund Ís-
lendingar fórnað sólbaði í veðurblíð-
unni til að sjá Harry Potter og
blendingsprinsinn og óhætt að full-
yrða að fleiri eigi eftir að sjá mynd-
ina á næstunni.
Í öðru sæti er svo næstvinsælasti
bíógaur landsins, fyrirsætan aust-
urríska, Bruno.
Hann hefur ekki síður átt fylgi að
fagna meðal bíógesta þær tvær vik-
ur sem hann hefur leikið lausum
hala í kvikmyndahúsum landsins.
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum bíóhúsum
Tuttugu þúsund manns
hafa séð Potter og prinsinn
": &
! "#
$ # %
%
&'% (%) *
+
! ,
+
% - %". , ! /
+ 0 1
%2
3 -
-
! %4# - %
Viltu sopa, væni? Prófessorinn Horace Slughorn býður Harry Potter upp á
sopa af sérblönduðum happadrykk í vinsælustu mynd landsins.
HLJÓMSVEITIN Amiina ætlar að
halda ferna tónleika við sjávarsíð-
una un næstu helgi, víðsvegar um
landið.
Tveir vitar verða fyrir valinu
sem tónleikastaðir, auk hvalasafns
og kirkju.
Þessir sérstöku tónleikastaðir
eru valdir með það í huga að skapa
nálægð milli hljómsveitarinnar ann-
ars vegar og hafið og áhorfendur
hins vegar.
Tónleikadagskráin ku samansett
af stuttri efnisskrá með sérsniðnum
útsetningum.
Tónleikarnir eru haldnir í sam-
starfi við Kraum tónlistarsjóð og er
aðgangur ókeypis.
Amiina við
sjávarsíðuna
Morgunblaðið/Golli
Amiina Hljómsveitin leikur í vitum,
á hvalasafni og í kirkju.
Tónleikar Amiinu:
24. júlí kl. 17 – Bláa kirkjan á Seyð-
isfirði
25. júlí kl. 16 – Dalatangaviti
26. júlí kl. 21 – Hvalasafnið á Húsa-
vík í samstarfi við Mærudaga
27. júlí kl. 17 – Sauðanesviti
ÞAÐ eru ekki allir Íslendingar
eins ferðaglaðir en þeir sem
hyggjast eyða ferðamannahelgi
ársins, verslunarmannahelginni,
innan borgarmarkanna þurfa þó
ekki að kvíða aðgerðaleysi þrátt
fyrir skipulagðar skemmti-
dagskrár víða um land.
Innipúkinn er tónlistarhátíð sem
haldin hefur verið í Reykjavík frá
árinu 2002 við góðan orðstír.
Í ár fer hátíðin fram á tveimur
stöðum, Sódómu og Batterýinu
sem standa hlið við hlið við
Tryggvagötuna auk þess sem
haldin verður porthátíð í sundi
Batterýsins, þar sem boðið verður
upp á trúbadora, grill, pop-quiz og
tónlistarmarkað.
Hátíðin fer fram frá föstudegi
til sunnudags og er miðaverð
2.900 krónur fyrir aðgöngu á alla
hátíðina.
Eftirfarandi listamenn hafa þeg-
ar boðað komu sína og tónlist-
arflutning á hátíðinni, en að sögn
aðstandenda eiga fleiri eftir að
bætast í hópinn; Agent Fresco,
Benni Hemm Hemm, Borko, Bróð-
ir Svartúlfs, Dikta, FM Belfast,
Fallegir menn, Gylfi Ægisson og
Jóhanna Finnborg (GÆJÓ), K-
Trio, Mammút, Me the Slumbering
Napoleon, Morðingjarnir, Ólöf
Arnalds, Retron, Seabear, Singa-
pore Sling, Sudden Weather
Change og Sykur.
Miðasala er hafin og fer fram á
midi.is og í verslunum Skífunnar.
Innipúkar
sameinast
Hátíðin fer fram á tveimur stöðum í
fyrsta sinn um verslunarmannahelgina
Glæsileg dagskrá Miðasala hafin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svalir Agent Fresco ætla að vera í borginni um verslunarmannahelgina.
Innipúki Ólöf Arnalds ætlar að
leika fyrir hátíðargesti.
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
/ ÁLFABAKKA
HARRY POTTER AND THE
HALF BLOOD PRINCE kl. 1 - 2D - 4 - 5D - 7 - 8D - 10:10 - 11:10D 10
DIGTAL BRÜNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 8:30 - 10:10 - 10:30 - 12:10 14
HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12
HARRY POTTER AND THE
HALF BLOOD PRINCE kl. 2 - 5 - 8 - 11:10
örfá sæti laus í VIP, tryggðu þér miða
LÚXUS
VIP
TRANSFORMERS kl. 2 - 5 10
/ KRINGLUNNI
HARRY POTTER AND THE
HALF BLOOD PRINCE kl. 2D - 5D - 8D - 10D - 11:10D 10
DIGITAL
BRÜNO kl. 6D - 8D - 10:10 - 12 14 DIGITAL
ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 23D - 43D L DIGTAL 3D
THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6 - 8 12
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
STÆRSTA KVIKMYNDASERÍA
ALLRA TÍMA ER KOMIN Í BÍÓ!
HHHH
„POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI,
MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI.
KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF
SÉÐ ALLT SUMARIÐ.”
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
„DAZZLINGLY WELL MADE...“
VARIETY - 90/100
„HÚN VAR FRÁBÆR!“
NEW YORK MAGAZINE – 90/100
HHHH
„ÞESSI KYNNGIMAGNAÐA RÆMA ER
SÚ BESTA Í RÖÐINNI.“
„YFIRBURÐAFÍNT SJÓNARSPIL
MEÐ SNILLDARLEGRI
TÓNLIST OG HLJÓÐMYND.“
Ó.H.T. – RÁS 2
STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR!
YFIR 20.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU!