Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur
sigrunrosa@mbl.is
ALHEIMSKREPPAN er á und-
anhaldi er fullyrt í The Financial
Times en hlutabréfamarkaðir hafa
verið á uppleið síðustu viku. Hafa
vísitölur ekki hækkað jafnmikið á
einni viku í Evrópu það sem af er
ári.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir ljóst að
kreppan sé að lina tökin í kringum
okkur. „Venjulega eru fyrstu teikn
um lok hagsveiflu þegar hluta-
bréfamarkaðir fara að taka við sér.
Hins vegar er atvinnuleysi venju-
lega síðast í hagsveiflunni.“ Því sé
líklegt að atvinnuleysi í Bandaríkj-
unum og Evrópu fari ekki að
minnka fyrr en í lok næsta árs.
Góð afkoma bandarísku banka-
risanna Goldman Sachs og JP
Morgan, sem tilkynntu aukinn
hagnað á síðasta ársfjórðungi,
hafði áhrif til hækkunar hlutabréfa
allt frá Hong Kong til New York.
Afkoma Citigroup og Bank of Am-
erica, undir væntingum, sló aðeins
á bjartsýnina.
Þá eykur frammistaða Kínverja,
sem voru nálægt því að ná mark-
miði sínu um 8% hagvöxt á síðasta
ársfjórðungi, mönnum vonir. Þar
sé erfiðasti hjallinn að baki.
Roubini vill sjá aukið fé
Hinn þekkti hagfræðingur Nour-
iel Roubini kvaddi kreppuna í FT
með því að það versta væri yf-
irstaðið en Bandaríkin mættu samt
bæta enn við fé til stuðnings efna-
hagsbatanum. En hvort sem litið
er til Kína eða Bandaríkjanna er
ljóst að þessi árangur hefði varla
náðst nema fyrir tilstuðlan stjórn-
valda, sem dældu gríðarlegu fjár-
magni í efnahagslífið.
Ísland á lengra í land
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
er ekki svipur hjá sjón og aðspurð-
ur segist Þórður gera ráð fyrir að
það sé fyrst og fremst skuldabréfa-
markaðurinn sem nái sér á strik á
þessu ári en veltan nú sé svipuð og
2007. Þórður telur ekki jafnskýrt
að hér sé það versta afstaðið, eins
og á alþjóðavettvangi. Hann segir
útkomuna velta á því hvað rík-
isstjórnin geri í haust. „Við höfum
allar forsendur til að vinna okkur
út úr þessu í byrjun vetrar en
veldur hver á heldur.“
Kreppan að lina tökin
Hlutabréfamarkaðir um allan heim á uppleið í kjölfar jákvæðra frétta af afkomu
bandarísku bankarisanna Tekur lengri tíma að ná niður atvinnuleysinu
» Hlutabréfamarkaðurinn nær óvirkur í dag
» 30-40 fyrirtæki á hlutabréfamarkaði 2010?
» Forsenda að ríkið setji félög í almannaeigu
FIMM lausar kennslustofur voru fluttar úr Sand-
gerði í Mosfellsbæ í nótt. Þar verða þær notaðar
við þrjá skóla. Hver kennslustofa er 82 m2 og
vegur 17 tonn. Steinsteyptir sökklar kennslu-
stofanna voru einnig fluttir. VÁ-verktakar í
Sandgerði smíðuðu stofurnar til að brúa bilið
meðan byggt var við skólann í Sandgerði. Við-
byggingin verður tekin í notkun í haust. Jáverk
frá Selfossi annaðist flutninginn.
KENNSLUSTOFUR Á FARALDSFÆTI
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
FJÁRMÁLANEFND Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ)
ætlar að krefjast þess að 15% álag á skráningargjald, sem
lagt var á eftir 10. júlí, verði fellt niður. Einnig verður til-
kynning þess efnis send til nemenda skólans.
Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndarinnar og
stúdentaráðsliði, segir að gjalddagi skráningargjaldsins
hafi verið 10. júlí og eindagi 10. ágúst. Álagið hafi komið á
alla greiðsluseðla sem ekki höfðu verið greiddir 10. júlí.
Fjármálanefndin telur að hækkunin eigi sér ekki stoð í
lögum. Þá sé alla jafna óheimilt að leggja vanefndaálag á
reikninga fyrir eindaga. Þótt heimilt sé að taka 15% hærra
gjald af þeim sem fá leyfi til skrásetningar utan auglýstra
skrásetningartímabila þá megi ekki rugla því saman við
gjald þeirra sem skrásettu sig á réttum tíma.
Sigurður J. Hafsteinsson, fjármálstjóri HÍ, sagði að
með greiðsluseðlum hefði verið send tilkynning um að þeir
sem ekki greiddu fyrir 10. júlí þyrftu að greiða 15% álag,
með heimild í lögum. Hann sagði að eindagi og gjalddagi
skráningargjalda hefði verið 10. júlí en lokagreiðsludagur
10. ágúst til að fá skráningu. Sigurður sagði að mistök
hefðu verið gerð í framsetningu á greiðsluseðlum sem
sendir voru út í júní og eindagi tilgreindur 10. ágúst. Mis-
tökin hefðu verið leiðrétt í kerfum háskólans. Ef greiðslu-
seðillinn væri lesinn allur þá kæmi hið rétta skýrt fram.
Sigurður sagði að starfsfólk skólans hefði orðið vart við
að framsetningin á seðlinum hefði valdið misskilningi.
gudni@mbl.is
Stúdentar mótmæla 15%
álagi á skráningargjald
Morgunblaðið/Ómar
Skólagjöld Stúdentar mótmæla því að lagt sé 15% álag
á skráningargjald í Háskóla Íslands fyrir eindaga.
Fjármálastjóri kennir um mis-
tökum við gerð greiðsluseðla
GRAFNIR hafa verið rúmir fjórir
kílómetrar af Bolungarvíkurgöng-
unum sem liggja frá Hnífsdal til
Bolungarvíkur. Göngin verða rúm-
lega fimm kílómetra löng og hefur
nú verið lokið 78,2% heildarleið-
arinnar.
Í liðinni viku voru sprengdir 40
metrar Hnífsdalsmegin og hafa þá
samtals verið sprengdir 1.943 metr-
ar þeim megin. 2.091 metri hefur
verið sprengdur Bolungarvíkur-
megin, 51 í síðustu viku.
Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra
aðalverktaka (ÍAV) og svissneska
verktakafyrirtækisins Marti Con-
tractors, hefur gröft ganganna með
höndum. Ósafl vinnur einnig að
framkvæmdum við snjóflóðavarnir
við Bolungarvík. skulias@mbl.is
Hafa sprengt 78,2%
ganga frá Hnífsdal
til Bolungarvíkur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
78,2% Búið er að grafa bróðurpart
ganganna frá dalnum í víkina.
MARIS Riekstins, utanríkisráð-
herra Lettlands, segist fagna aðild-
arumsókn Íslands að Evrópusam-
bandinu og lýsir sig reiðubúinn til
þess að styðja við bakið á og að-
stoða Íslendinga í umsóknarferlinu.
Lettar styðja það að Íslendingar
gangi í ESB og vilja að umsókn
þeirra verði afgreidd með hraði,
samkvæmt frétt ISRIA-upplýsinga-
veitunnar.
Þrátt fyrir að Ísland hafi þegar
uppfyllt flest þau skilyrði sem sett
eru fyrir aðild, með EES-samn-
ingnum og í gegnum Schengen-
samkomulagið, þá tekur umsókn-
arferlið tíma og Ísland verður að
uppfylla öll þau skilyrði sem sett
eru fyrir inngöngu í ESB, segir
Riekstins og bætir við: „En ég er
viss um að innan fárra ára eiga Ís-
land og Lettland eftir að verða fé-
lagar í Evrópusambandinu. Það er
ef meirihluti þjóðarinnar sam-
þykkir inngöngu í þjóðaratkvæða-
greiðslu.“
Lettar segjast fagna
aðildarumsókninni