Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Hún er kostuleg lesningin á helstustefnumiðum frumvarps til nýrra umferðarlaga, sem hefur verið í smíðum frá því 1. nóvember 2007, en þá skipaði Kristján L. Möller sam- gönguráðherra nefnd til þess að end- urskoða umferðarlög:     Þar er m.a. eft-irfarandi klá- súlu að finna: „Lagt er til að gerð verði sú breyting frá gild- andi ákvæðum umferðarlaga að einstaklingur þurfi að vera fullra 18 ára til að heimilt sé að veita honum öku- skírteini, en samkvæmt gildandi lög- um er lágmarksaldurinn 17 ár. Ald- urstakmörk verði hækkuð í áföngum til ársins 2014 þannig að veita megi þeim ökuréttindi í fyrsta sinn sem verða 17 ára á árinu 2011, 17 ára og þriggja mánaða á árinu 2012, 17 ára og sex mánaða á árinu 2013 og 17 ára og níu mánaða á árinu 2014. Á árinu 2015 verði síðan 18 ára aldurs- markið að fullu komið til fram- kvæmda.     Var nauðsynlegt að hafa hækkunbílprófsaldursins svona flókna?     Síðan segir: „Áður en ökumaður erorðinn fullra 20 ára er honum óheimilt að aka með fleiri en einn farþega frá klukkan 23 á föstudegi til klukkan 9 að morgni laugardags og frá klukkan 23 á laugardegi til klukkan 9 að morgni sunnudags. Þetta gildir þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri, eða ef um er að ræða akstur í neyð.“     Það er afskaplega erfitt að gera sérí hugarlund hvernig á að fram- fylgja þessari nýju reglu, ekki satt?     Skyldu höfundar frumvarpsinsgera ráð fyrir því að lög- reglumenn finni á sér hvaða öku- menn eru orðnir „fullra 20 ára“! Kristján L. Möller Einfalt mál gert flókið Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 18 skýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Bolungarvík 11 léttskýjað Brussel 22 skýjað Madríd 31 léttskýjað Akureyri 13 skýjað Dublin 17 skýjað Barcelona 26 heiðskírt Egilsstaðir 10 súld Glasgow 16 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað London 20 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Nuuk 9 heiðskírt París 24 heiðskírt Aþena 34 léttskýjað Þórshöfn 14 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Ósló 17 skýjað Hamborg 19 léttskýjað Montreal 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 skúrir Berlín 21 léttskýjað New York 27 heiðskírt Stokkhólmur 22 léttskýjað Vín 24 léttskýjað Chicago 22 skýjað Helsinki 18 skýjað Moskva 26 skýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 21. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.32 3,5 11.41 0,5 17.55 4,1 4:01 23:08 ÍSAFJÖRÐUR 1.43 0,4 7.39 2,1 13.49 0,3 19.54 2,5 3:35 23:44 SIGLUFJÖRÐUR 3.52 0,2 10.17 1,2 15.59 0,4 22.15 1,4 3:16 23:29 DJÚPIVOGUR 2.35 1,9 8.41 0,4 15.10 2,3 21.27 0,5 3:23 22:45 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Norðaustlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við N- og A-ströndina. Skýjað og dálítil súld eða rign- ing af og til norðan- og aust- anlands en annars bjart og yf- irleitt þurrt. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast SV-lands. Á fimmtudag og föstudag Heldur hvassari norðlæg átt og lengst af rigning eða súld norð- antil, en skýjað með köflum syðra og hætt við skúrum. Kólnar smám saman. Á laugardag og sunnudag Útlit fyrir breytilegar áttir og vætu með köflum, en úrkomu- lítið um norðaustanvert landið. Hiti 7 til 12 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað að mestu norðanlands og austantil á landinu og sums staðar dálítil súld SA- og A- lands og við N-ströndina fram eftir degi. Léttskýjað eða skýjað með köflum annars staðar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðvest- antil. JONNI SH48, átta tonna hand- færabátur, sökk í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Kafarar Köfunarþjónust- unnar voru fengnir til að ná bátnum upp af hafnarbotninum. Köfuðu þeir að honum og komu í hann taug- um. Var báturinn hífður að yf- irborðinu með krana og dælt úr honum vatni svo hann kæmist á flot. „Þetta gengur mjög vel fyrir sig,“ sagði Ómar Hafliðason hjá Köf- unarþjónustunni við fréttamann mbl.is á vettvangi í gær. Sagði hann að kafararnir væru vanir aðgerðum af þessu tagi og björgunin væri ekki flókin. Ekki liggur fyrir hvernig bát- urinn sökk en eigandinn telur sig hafa gengið tryggilega frá honum í fyrrakvöld. skulias@mbl.is Kafarar björguðu bát af hafnarbotninum Morgunblaðið/Heiddi Híft Jonni SH48 hífður upp á yfirborðið í blíðviðrinu við Reykjavíkurhöfn. Kafarar björguðu bátnum mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.