Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
TRAUST á samborgara sína getur
reynst dýrkeypt. Á þeim örfáu mín-
útum sem það tók eiganda Toyota
Yaris-bifreiðar að greiða fyrir elds-
neyti á bensínstöð tapaði hann bíl
sínum í hendur karlmanns á þrítugs-
aldri. Eigandinn lét vera að hafa
með sér bíllyklana inn á stöðina og
þjófnaðurinn því auðsóttur.
Líkt og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær var eftirleikurinn æsi-
legur. Eigandinn kom auga á bíl sinn
í Breiðholti og fylgdi eftir um stutta
stund. Bílþjófurinn gerði sér grein
fyrir eftirförinni og jók þá hraðann
til muna. Eigandinn hringdi þá á
lögreglu og upphófst eltingarleikur
að hætti kvikmyndanna.
Áhættuakstri þjófsins lauk ofan í
skurði við Svínadalsafleggjara, eftir
ákeyrslu lögreglunnar.
Flóttabíllinn stolni ónýtur
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins má telja
með ólíkindum að ekki hafi verr far-
ið. Maðurinn ók enda á um 140-160
km hraða, og það í Hvalfirðinum.
Þrátt fyrir það og að lögreglubíla
þurfti til að stöðva manninn, var tjón
embættis lögreglu höfuðborgar-
svæðisins minniháttar og eru allir
þeir bílar sem notaðir voru við eft-
irförina ökufærir.
Öðru máli skiptir um flóttabílinn
stolna. Hann er að sögn eiganda
ónýtur.
Bifreiðin er kaskótryggð en þrátt
fyrir það er alls óvíst að eigandinn
fái tjón sitt bætt. Forsvarsmenn
þeirra tryggingafélaga sem leitað
var til gátu ekki tjáð sig um einstök
tilvik en staðfestu það sem fram
kemur í skilmálum.
Hjá Sjóvá er eftirfarandi klausa í
skilmálum kaskótrygginga: „Vá-
tryggingin bætir tjón á hinu vá-
tryggða ökutæki af völdum þjófn-
aðar eða tilraunar til þjófnaðar á því,
enda hafi ökutækið verið læst“.
Og hjá VÍS segir: „Vátryggingin
bætir tjón á ökutækinu vegna:
[...] Þjófnaðar eða ef tilraun er
gerð til þjófnaðar á því.“ En „[ö]ku-
tæki skal vera læst þegar enginn er í
því og geyma skal lykla á öruggum
stað.“
TM á öðru máli
Forsvarsmennirnir sögðu skil-
málana taka af öll tvímæli, um
óbótaskylt tjón sé að ræða ef bíllyk-
illinn er geymdur í ólæstum bíl og
honum stolið.
Öðru máli gegnir um Trygginga-
miðstöðina. Þar segja menn að þó
lykillinn sé í bílnum sé hann tekinn
ófrjálsri hendi. Þar af leiðandi eigi
þjófnaður sér stað. Í skilmálum
kaskótryggingar TM er ekki að sjá
sömu takmörkun á gildissviði og hjá
hinum félögunum. Þrátt fyrir það
fengust þau svör að „mögulega, og
er fyrirvari á, og þá að undangeng-
inni rannsókn lögreglu þar sem ekk-
ert saknæmt er hægt að setja á
tryggingataka, þá er tjónið bætt.“
Fari svo að eigandi bifreiðarinnar
fái ekki tjón sitt bætt getur hann þó
haldið uppi kröfu á hendur bílþjóf-
inum. Eigi þjófurinn ekki eignir upp
í kröfuna getur hins vegar verið mik-
ið basl að fá fjármunina til baka.
Morgunblaðið/Júlíus
Úti í skurði Bifreiðin var mikið skemmd ef ekki ónýt eftir að hafa verið ekið
út í skurð. Ökumaðurinn slasaðist nokkuð og var yfir nótt á sjúkrahúsi.
Mismunandi eftir
tryggingafélögum
Alls óvíst er hvort eigandi bíls,
sem stolið var um miðjan sunnu-
dag og skemmdist í meðförum
þjófsins, fái nokkuð út úr trygg-
ingum. Ef ekki á hann þó kröfu á
þjófinn, sem torsótt getur orðið.
Óvíst hvort eigandi bíls sem stolið var fær tjón sitt bætt
Bílþjófurinn og ökuníðingurinn er 28 ára karlmaður. Hann hefur áður
komið við sögu lögreglunnar, hlotið dóm og verið sleppt á reynslulausn.
Var hann því í gær, eftir yfirheyrslur, fluttur í fangaklefa til að afplána eft-
irstöðvar dómsins. Mál hans fer svo sína leið í réttarkerfinu.
Maðurinn var ekki undir áhrifum áfengis né vímuefna, skv. upplýs-
ingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hann var hins vegar í ann-
arlegu ástandi. Maðurinn slasaðist nokkuð en var útskrifaður af sjúkra-
húsi í gærmorgun. Eftir það hófust skýrslutökur sem stóðu fram eftir
degi.
Maðurinn hefur nokkra reynslu af ofsaakstri en í júní 2007 var hann
þátttakandi í nánast alveg eins máli. Þá óskaði lögregla eftir aðstoð
vegna ökumanns sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók norður Vest-
urlandsveg. Bifreið mannsins mældist á 120 km hraða þar sem leyfilegur
hraði er 80 km á klukkustund, og virtist ökumaður ekki með fulla stjórn á
bílnum.
Maðurinn jók enn hraðann og komu að lögreglumenn frá Reyjavík og
Akranesi. Ökumaður hélt akstri áfram í gegnum Mosfellsbæ og síðan inn
á Hvalfjarðarveg. Ók hann á allt að 200 km hraða.
Skammt frá botni Hvalfjarðar, norðan við Brynjudalsá, þvingaði lög-
regla manninn til að stöðva bílinn með því að keyra utan í hann.
Flúði undan lögreglu fyrir tveimur árum
@
ÍVAR Stefánsson,
bóndi í Haganesi, varð
bráðkvaddur sl. föstu-
dag úti á Mývatni.
Hann hafði farið á vatn
og hugðist leggja net
sín en þegar hann skil-
aði sér ekki til lands
var farið að huga að
honum og fannst hann
látinn í bátnum með
net í hendi.
Ívar fæddist 8. októ-
ber 1927. Foreldrar
hans voru Stefán
Helgason frá Haganesi og Áslaug
Sigurðardóttir frá Arnarvatni.
Ívar tók við búinu í Haganesi af
foreldrum sínum og bjó þar alla sína
starfsævi. Hann var landpóstur í
Mývatnssveit. Ívar var
lipur göngumaður og
góður veiðimaður sem
fór sínar eigin leiðir við
veiðar.
Ívar var á yngri ár-
um einn fræknasti
skíðagöngumaður Ís-
lendinga og keppti
meðal annars á Ólymp-
íuleikunum í Ósló 1952,
einnig gekk hann Vasa-
göngu á sama ári.
Hann varð eitt sinn Ís-
landsmeistari í 30 km
göngu.
Eftirlifandi eiginkona Ívars er
Birna Björnsdóttir frá Ísafirði, þeim
varð fjögurra barna auðið og lifa þau
öll föður sinn.
Andlát
Ívar Stefánsson
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Flott föt á
frábæru
verði!
30% - 70%
afsláttur
Stærðir 38-56
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Gallabuxur frá
st. 36 - 56
- Gefðu íslenska hönnun
Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is
Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofinn úr bómullardamask
og er því mjúkur, vandaður og sérstaklega fallegur.
Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa
Dúnmjúkarbrúðargjafir
Hverfisg tu 6, 101 Reykjav k, S mi: 562 2862
ÚTSALA
- 40%
Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur
Sími 553 7355 • www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Frábært úrval
af sundfatnaði
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Gallabuxur
Frábær buxnasnið
ljósbláar - hvítar - dökkbláar
mörg snið - kvart og síðar
Gangan tók
styttri tíma
Í frétt um fimm tinda göngu í Morg-
unblaðinu í gær var rangt farið með
hversu langan tíma gangan tók hin
fimm fræknu sem gönguna fóru.
Rétt er að gangan tók 19 klukku-
stundir og 57 mínútur. Beðist er vel-
virðingar á rangherminu.
LEIÐRÉTT