Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 29

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 29
Menning 29FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009  Í gær tilkynnti útvarpsmað- urinn Ómar Eyþórsson félögum sínum á Fésbókinni að hann legði sig fram við að vera „John Peel X- sins“. Sá frægi útvarpsmaður BBC var þekktur fyrir að kynna hlust- endum sínum fyrir nýrri og áhugaverði tónlist. Dr. Gunni nýtti þá tækifærið og skaut því að hon- um að þá væri nú best að henda playlista stöðvarinnar út um gluggann. Þó rokkfyllt lagaval X-sins þyki á köflum ágætt eru þessi skrif á Fésbókinni til marks um minnk- andi áhuga tónlistargrúskrara á stöðinni. X-ið er kynnt daglega í stiklum á stöðinni sjálfri sem upp- hafspunktur íslensks rokkútvarps. En flestir eru auðvitað búnir að gleyma því að þegar X-ið byrjaði var höfuðáherslan aldrei á rokkið, heldur á alla þá tónlist sem ekki var leikin alls staðar annars stað- ar. Sem sagt, X-ið var áður fyrr mun nærri hugmyndafræði John Peel en hún er í dag, en nokkuð víst þykir að sá frækni útvarps- maður hefði aldrei sætt sig við að þurfa að fara eftir lagavali frá forritaðri tölvu. Dr. Gunni skýtur á X-ið á Fésbókinni Fólk Art (MoMa) í New York og var skipaður af Hvíta húsinu í starf hæstráðanda WPA/Federal Art Proj- ectm, hvers starf var að styðja við bakið á sveltandi listamönnum í kreppunni miklu. Hann lést í Banda- ríkjunum árið 1960. Hans Kristján hefur legið yfir æviferli Cahills und- anfarin ár og er myndin afrakstur yfirlegunnar. Í myndinni má meðan annars sjá viðtöl við einkabarn Cahills, dótturina Jane Ann. Myndin er bæði á ensku og íslensku og hefur auk þess enskan texta. Hún er tæp klukkustund. Frá torfbæ á forsíðu Time verður sýnd á kvikmyndahá- tíð í Manitoba í Kanada síðar í mánuðinum. Myndin fæst m.a. í Smekkleysu og 12 tónum hér á landi og kostar um 3.000 krónur. birta@mbl.is Frá torfbæ á forsíðu Time Time Holger Cahill á forsíðunni. SVEINN Kristján Bjarnason er kannski ekki mörg- um Íslendingum kunnur en hann mun þó vera eini landsmaðurinn sem birst hefur á forsíðu tímaritsins Time. Hans Kristján Árnason hefur nú gert heimildarmynd um Svein Kristján, sem tók upp nafn- ið Holger Cahill síðar á ævinni, og er myndin nú komin í sölu hérlendis. Myndin nefnist From Turf Cottage to the Cover of Time (Frá torfbæ á forsíðu Time) og segir frá ævi þessa merka manns, sem fæddist á Íslandi árið 1887. Þegar hann var 27 ára breytti hann nafni sínu og hóf farsælt starf í listakreðsum Bandaríkjanna. Hann var meðal annars stjórnandi hjá Museum of Modern  Síðastliðinn laugardag var Hinsegin kaupfélag opnað á Lauga- vegi 28. Eins og nafnið gefur til kynna er þarna um að ræða kaup- félag sem tengist Hinsegin dögum, sem fara fram í Reykjavík dagana 6. til 9. ágúst næstkomandi. Í kaupfélaginu, sem er opið milli klukkan 12 og 18 alla virka daga, er hægt að fjárfesta í VIP-kortum, Hinsegin bolum auk alls kyns hátíð- arvarnings sem gefur lífinu lit. Dagskrá Hinsegin daga liggur nú fyrir á heimasíðunni www.gaypri- de.is og kennir þar ýmissa grasa. Að vanda verður hápunktinum svo náð í Gleðigöngunni miklu þegar tugir þúsunda safnast saman og ganga niður Laugaveginn. Byrjað er að taka við umsóknum um atriði í göngunni á fyrrnefndri heima- síðu. Kaupfélag Hinsegin daga á Laugavegi Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ tökum þátt í sumardjasshátíð, og maður sér það á dagskránni að það eru ansi þekktir einstaklingar sem koma þar fram,“ segir gítarleik- arinn Björn Thoroddsen sem fer ásamt tríói sínu, Guitar Islancio, til New York í dag, en þar mun það spila á djasshátíð í Scandinavian House á morgun. Jafnframt mun tríóið kynna nýjan liðsmann sinn til leiks. „Þetta er í fyrsta skipti sem við komum fram með þessari nýju liðskipan. Við höfum lítið spilað að undanförnu en fengið töluvert af fyr- irspurnum, sérstaklega að utan, og ákváðum að slá til núna. Þannig að við fengum þennan unga mann, gít- arleikarann Hjört Steinarsson, til liðs við okkur. Hann nær meðalaldr- inum hressilega niður, enda ekki nema 22 ára gamall,“ útskýrir Björn, en þriðji liðsmaðurinn er bassaleikarinn Jón Rafnsson. Þar með bætist Hjörtur í hóp ekki ómerkari manna en Gunnars Þórð- arsonar, Guðmundar Péturssonar og Þórðar Árnasonar sem allir hafa spilað með Guitar Islancio. En hvað ætlar tríóið að bjóða New York-búum upp á á morgun? „Við ætlum að spila norræn þjóðlög í þessum djassútsetningum sem við höfum verið að glíma við, en svo ætl- um við líka að spila amerísk þjóðlög. Þar sem við erum nú djassarar í eðli okkar spilum við auðvitað eitthvað af amerískum standördum,“ segir Björn og bætir því við að tríóið muni halda tónleika hér á landi í haust. Meðalaldurinn lækkaður mikið Morgunblaðið/ÞÖK 2/3 Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen hafa fengið góðan liðsstyrk í hinum 22 ára gamla Hirti Steinarssyni, sem lækkar meðalaldur tríósins mikið. Guitar Islancio heldur tónleika í New York Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞAÐ er ótrúleg staðreynd að Þórhallur Sigurðs- son, eða Laddi eins og við þekkjum hann öll, hef- ur aldrei á sínum langa ferli farið með aðal- hlutverk í kvikmynd. Þar verður breyting á í haust þegar kvikmyndin Jóhannes kemur út en tökum lauk á henni í síðustu viku. Um er að ræða gamanmynd í leikstjórn Þorsteins Gunnars Bjarnasonar eftir bókinni Andsælis á auðnuhjól- inu eftir Helga Ingólfsson. Í myndinni leikur Laddi miðaldra mann sem mótaði sjálfsmynd sína fyrir áratugum og hefur ekki viljað breyta henni síðan. Í myndinni skartar hann m.a. svo glæsilegri mottu að hörðustu klámmyndaleik- arar áttunda áratugarins hefðu kiknað í hjánum við opinberunina. „Okkur fannst eðlilegt að Laddi myndi leika þennan hrakfallabálk sem Jó- hannes er en svo þegar við vorum lagðir af stað áttuðum við okkur á því að hann hafði aldrei far- ið með aðalhlutverk í kvikmynd áður,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, meðframleiðandi myndarinnar. „Hann hefur alltaf stolið senunni, lent í því að leika aðalhlutverkið en aldrei verið ráðinn í það. Eins og í Stellu í orlofi þá hefur hann glitrað á skjánum.“ Guðbrandur segir persónu Ladda í myndinni vera algjörlega nýja persónu og ólíka þeim er gamanleikarinn hefur tekist á við áður. „Það má eiginlega segja að þetta sé sú persóna sem er næst því að vera Laddi sjálfur. Kannski heldur einhver að þetta sé Laddi en það er gaman að segja frá því að þegar við héldum partí eftir að tökum lauk þá mætti hann sem persónan í næstu mynd sem hann er að fara skjóta. Sú heitir Rok- land og þar er hann allt önnur persóna. Þá var hann búinn að losa sig við mottuna, lita á sér hárið og fór endalaust með frasana af næstu per- sónu. Jóhannes var horfinn. Laddi er svolítið eins og Peter Sellers. Maður margra andlita en ekki með neinn persónuleika sem hægt er að kalla hans eigin.“ Í Jóhannesi leikur Laddi litlausan kennara sem býr undir hæl tengdamóður sinnar og lendir í ótrúlegum hremmingum á einum degi. Margir góðir leikarar koma við sögu en þar má nefna Stefán Karl Stefánsson, Stefán Hall, Herdísi Þor- valdsdóttur, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Halldór Gylfason og Unni Birnu Vilhjálmsdóttur fegurð- ardrottningu. Loksins í aðalhlutverki  Tökum lokið á gamanmyndinni Jóhannes er frumsýnd verður í haust  Fyrsta kvikmyndin sem skartar Ladda í aðalhlutverki  Gerð eftir bók Helga Ingólfssonar Laddi með mottuna Hér má sjá hann í hlutverki Jóhannesar. Til vinstri má sjá þau Stefán Hall, Unni Birnu og Herdísi Þorvaldsdóttur í sínum hlutverkum. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.