Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 LANDSPÍTALI og Sjúkratrygg- ingar Íslands hafa gert með sér samning um að Landspítalinn taki að sér að græða rafskaut í heila park- insonsjúklinga. Landspítalinn mun einnig taka að sér að annast RFA (radiofrequency ablation) meðferð við krabbameini í lifur fyrir sjúkratryggða ein- staklinga. Þessar aðgerðir voru áð- ur framkvæmdar erlendis á kostn- að Sjúkratrygginga Íslands. Bætt þjónusta fyrir krabbameinssjúka UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, fagn- ar því að Ísland hafi samþykkt að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. UJ hvetja þingmenn og lands- menn alla til þess að kynna sér Evr- ópusambandið og aðildarsamning Íslands og taka af því loknu upp- lýsta ákvörðun til málsins. Fagna umsókn ÁSTA Valdimarsdóttir hlát- urjógakennari mun í kvöld leiða gesti þriðjudagsgöngunnar í Viðey. Í þriðjudagsgöngunni verður geng- ið á vit fallegrar náttúru Viðeyjar og á áningarstöðum gerðar hlát- urjógaæfingar. Þetta ætti að geta orðið stórskemmtileg og hressandi ferð fyrir alla fjölskylduna enda fátt betra en að njóta íslenskrar náttúru í góðu veðri – skellihlæj- andi, segir í tilkynningu. Morgunblaðið/Ómar Viðey Hlátrasköll verða líklega áberandi í Viðey í kvöld. Hlæjandi í Viðey ICELANDAIR mun hefja beint áætlunarflug til Brussel í júníbyrj- un árið 2010. Gert er ráð fyrir tveimur flugferðum á viku, á mánu- dögum og föstudögum. Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segir flugið hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið. „Aukinn samgangur milli Íslands og Brussel gefur til- efni og tækifæri til að hefja flugið,“ segir hann. Beint til Brussel Á LAUGARDAG nk. efna Ferða- félag Skagfirðinga og Ferðafélagið Hörgur til gönguferðar yfir Nýja- bæjarfjall, úr Austurdal í Skaga- firði yfir í Villingadal í Eyjarfirði, sömu leið og Jónas Hallgrímsson fór fyrir 170 árum og var hann þá nærri orðinn úti. Þátttakendur safnast í rútu í Varmahlíð kl. sex að morgni og ekið er að Skaftastöðum í Austurdal. Rútan sækir svo menn í Villingadal að göngu lokinni. Skráð er í ferðina á fellstun5@simnet.is og kostar þátttaka 5.000 kr. Í fótspor Jónasar Hallgrímssonar STUTT Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is EKKI er talin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða vegna jarðhrær- inga undir Eyjafjallajökli, sem vald- ið geta eldgosi í Kötlu. Vel hefur verið fylgst með Kötlu undanfarin ár að sögn Víðis Reynissonar, deild- arstjóra almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, og gefa upplýs- ingar jarðvísindamanna nú ekki til- efni til sérstakra aðgerða. „Það er fylgst mjög vel með svæðinu og til eru viðbragðsáætlanir um hvernig skuli bregðast við, komi frekari vís- bendingar um gos.“ Rýming svæð- isins með þátttöku íbúa var síðast æfð 2005. Vefmyndavél, mælabúnaður og fjöldinn allur af tækjum er notaður til að fylgjast stöðugt með öllum hreyfingum í Kötlu. „Mesta hættan er talin fylgja vatnsflóðum sem koma í kjölfar goss og við höfum nægjan- legan tíma frá því að gos hefst þar til flóðið kemur niður til að rýma svæð- ið af íbúum og ferðamönnum í skipu- lögðum ferðum,“ segir Víðir. Erf- iðara geti verið að ná til þeirra sem ekki tilkynna um ferðir sínar. Gosviðvörun á teikniborðinu Nágranni Kötlu, eldfjallið Hekla, hefur verið að láta á sér kræla und- anfarið og er nú talin geta gosið með litlum fyrirvara. Því hafa menn velt því fyrir sér hvort takmarka eigi að- gang að eldfjallinu eða koma upp skiltum. „Það liggur fyrir kostn- aðaráætlun og frumhönnun á upp- lýsingaskiltum,“ segir Víðir og kveð- ur kostnaðinn áætlaðan nálægt þremur milljónum kr. „Það er verið að athuga hvernig verði hægt að fjármagna þetta. Því eins og hjá öll- um [fyrirtækjum og stofnunum] í dag þá þarf að velta hverri krónu fyrir sér.“ Fylgst er stöðugt með öllum hreyfingum  Katla er vel vaktað eldfjall  Ekki gripið til sérstakra aðgerða nú Morgunblaðið/RAX Goshætta Áætlanir eru til um hvernig bregðast eigi við Kötlugosi. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum íslen sk fr amle iðsla M-87 DL-634 3+1+1 Aspen-lux Man 8356 Leðursett 3+1+1 NICE man-8183 3+1+1 50%afsláttur Öll sófaborð íslen sk fr amle iðsla Roma Tungusófar Sófasett Stakir sófar Hornsófar íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla með seldum settum BonnAspen sws 8922 tilboð gildir aðeins til 24. júli 99.900 kr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.