Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 17
Til sölu Rafmagnspottar voru auglýstir á Barnalandi nýverið.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
M
ig vantar svart leð-
urbelti fyrir KK.
Eitthvað sem hægt
er að nota með
gallabuxum. Hef
líka áhuga á brúnu jakkafatabelti
fyrir KK.“ Þannig hljómar ein af
þúsundum smáauglýsinga sem finna
má á barnalandi.is þar sem notaðir
hlutir, allt frá handunnum leirfiðr-
ildum upp í heilu einbýlishúsin, eru
auglýstir eða eftir þeim leitað. Svo
virðist sem eftirspurnin eftir not-
uðum munum, farartækjum, fatnaði
og bara öllu mögulegu sé vaxandi – í
öllu falli hefur umferðin um smáaug-
lýsingasíður vefsins aukist til muna
undanfarna mánuði.
Ingi Gauti Ragnarsson, sem er
einn af eigendum Barnalands, svar-
ar játandi þegar hann er inntur eftir
því hvort smáauglýsingunum á vef-
síðunni hafi fjölgað í vetur
og sumar eftir að
kreppan skall á.
„Þetta hefur auk-
ist. Við erum
reyndar ekki með
neina sérstaka
mælingu á þessu,
heldur er þetta bara til-
finning,“ segir hann. „Það
er líka meiri umferð um smá-
auglýsingasvæðið núna en
var t.d. í fyrrasumar. Það er
bara eðlilegt þegar fólk hef-
ur minni peninga á milli
handanna.“
Sennilega spilar þar tvennt inn í;
annars vegar fjárþörf þeirra sem
reyna að koma gömlu dóti í verð –
hvort sem það eru salt og pip-
arstaukar sem ekki eru lengur í
notkun, rafmagnsnuddpottur eða
gamla hamstrabúrið. Hins vegar
kemur viðleitni fólks til að eignast
eigulega hluti fyrir minna verð en
þeir fást á út úr búð: „Óska eftir hillu
fyrir unglingsstrák undir sjónvarp
og fleira á fínu verði,“ er ein þessara
auglýsinga. „Mig vantar tvær iðn-
aðarsaumavélar, bæði beinsaumsvél
og overlockvél,“ er önnur.
Og vissulega er svolítil „kreppu-
lykt“ af sumum auglýsinganna.
Þannig virðast vinsældir brauð-
véla og frystikista vera
í hámarki um þessar
mundir ef marka má
fjölda þeirra
sem auglýsa
eftir slíkum
gripum. Aðr-
ir bjóða far-
artæki og heilu
íbúðirnar fram gegn yf-
irtöku þeirra lána sem á
þeim hvíla, og stundum
bjóðast menn til að borga
álitlega fjárhæð með að
auki.
Mjölormar og gervileður
Auglýsendurnir koma jafnan fram
undir dulnefnum á borð við Upp-
urtekt, Lexxi og Bingbong og við-
skiptin fara gjarnan fram í gegn um
einkaskilaboð á sama vef. Heimildir
Morgunblaðsins herma að bílasölur
nýti sér jafnvel vefinn til að koma
einstaka bifreið á framfæri og aug-
lýsingar í húsnæðisflokknum bera
með sér að í einhverjum tilfellum
séu fasteignasalar á ferð eða eig-
endur húsnæðis sem vísa á fast-
eignasölu.
Ekki er þó allt til sölu eða kaups
sem hefur viðkomu á vefnum. Ým-
islegt er líka gefið, ekki síst í flokki
gæludýra. Kettlingar eru þar senni-
lega efstir á blaði en fleira er falt fyr-
ir ekkert. Mæself býður upp á mjöl-
orma sem ku vera fínasta froska-
fóður og um helgina gátu áhuga-
samir nálgast bæði ókeypis loð-
hamstrastelpu og chihuahua-hvolp.
Fleira reynist ókeypis í lífinu þeg-
ar vel er að gáð. Himminn gaf á dög-
unum bæði uppþvottavél og sófasett
úr gervileðri og 2xmóðir losaði sig
við stelpuföt í pokavís.
Fötin koma sennilega mest á
óvart fyrir þá sem ekki þekkja þann
markað sem greinilega er fyrir not-
aðan fatnað. Á síðunni er fatnaður af
öllum stærðum og gerðum auglýstur
til sölu og sumir óska ekki bara eftir
ákveðinni tegund fata (t.d. buxum)
og þá í ákveðinni stærð, heldur ná-
kvæmu merki og sniði: „Óska eftir
LEVIS twisted – stærð 32-32.“
Það eru greinilega fleiri en prins-
essan sem átti 365 kjóla úr sam-
nefndri bók sem hafa lært þá lexíu
að notað getur gert sama gagn og
nýtt. Og þann vísdóm má sennilega
nýta sér alveg óháð efnahagsástandi
og þyngdinni á buddunni hverju
sinni.
Keypt og selt Hvort sem fólk hefur hug á að festa kaup á vél til brauðbaksturs, selja þröngu gallabuxurnar eða
finna Hermanni hamstri nýtt heimili þá nýtir það sér vefinn til þeirra viðskipta.
Vel með farið ferðastrau-
járn til sölu, keypt í fyrra
Handryksuga, stjörnu-
laga glerskál, sumarbú-
staðir, „krepputrúlof-
unarhringar“, barna-
hestur og notaðar
gallabuxur eru meðal
þess sem gengur kaupum
og sölum á barnalandi.is.
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
Það getur verið skemmtilegt áleið um landið að rifja upp vís-
ur eftir skáld og hagyrðinga sem
maður hittir fyrir á leiðinni. Og nú
er Vestur-Húnavatnssýsla fram-
undan. Jakob Thorarensen fæddist
á Fossi, sem stendur við Síká fyrir
botni Hrútafjarðar. Hann orti í
styrjaldarbyrjun árið 1939:
Nú má heita að heimurinn
heiðri öllum rifti,
er sem guð og andskotinn
ætli í makaskipti.
Natan Ketilsson var síðast bóndi
á Illugastöðum á Vatnsnesi. Hann
orti:
Hrekkja spara má ei mergð
manneskjan skal vera
hver annarrar hrís og sverð
hún er bara til þess gerð.
Gestur (Guðmundur Björnsson
landlæknir) fæddist á Gröf í Víði-
dal. Hann orti undir íslensku tví-
söngslagi (Vatnsdælingastemmu):
Titra og hljóma ögur öll,
iðar blóma þekja;
glitra og ljóma fögur fjöll,
friðar óma vekja.
Þegar Vatnsdælingastemma er
kveðin er oftast byrjað á þessari
vísu:
Gleður lýði gróin hlíð
grass í víða salnum,
veðurblíðan varir þýð
Vatns í fríða dalnum.
En það verður ekki ekið hjá Gröf
án þess að minnast Bjarna Jóns-
sonar úrsmiðar á Akureyri, sem
kenndi sig við Gröf:
Á víni hef ég löngum lyst,
– leik mér oft að bögum.
En ég hef verið frá því fyrst
fullur á laugardögum.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af guði og andskotanum
Ingi Gauti segir aðspurður það
gerast af og til að lögreglan hafi
samband með ábendingar um að
verið sé að höndla með stolna
muni á Barnalandi. „Meira en
99% þeirra sem auglýsa eru þó
heiðarlegt fólk,“ segir hann.
Friðrik Smári Björgvinsson, yf-
irmaður rannsóknardeildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, segir lögregluna ekki vakta
slíka auglýsingavefi. „Okkur
berast hins vegar ábendingar ef
fólki þykir eitthvað gruggugt
við það sem er þar til sölu. Við
höfum líka verið í sambandi við
forráðamenn ýmissa þessara
vefja og beðið þá að vera með
varnaðarorð inni á síðunum.“
Helst geti fólk beðið um að sjá
kvittanir eða afsöl fyrir mun-
unum, vilji það forðast að kaupa
stolið góss. „Þannig getur selj-
andinn sannað að honum sé
heimilt að selja viðkomandi hlut.
Það getur komið sér ansi illa
fyrir fólk að kaupa hluti sem
reynast síðan vera stolnir. Þá
missir það hlutina til réttmæts
eiganda án þess að fá bætur fyr-
ir.“
Hann segir erfitt að meta
hvort auglýsingasíðurnar séu
mikið notaðar til að koma stoln-
um hlutum í verð. „Ég hef nú
grun um að eitthvað sé um það.“
Biðji um kvittun eða afsal
VIÐ VITUM öll að það er ljótt að
skrökva. Ekki aðeins hömruðu for-
eldrar okkar á því þegar við vorum
börn heldur segir eitt boðorðið að
bannað sé að ljúga. Hreinskilni er
mikilsmetinn eiginleiki, um það geta
allir verið sammála. En engu að síð-
ur eiga flestir það til að skrökva að-
eins annað slagið – sérstaklega þeg-
ar mikið liggur við, t.d. í vinnunni.
Hér eru nokkrar hvítar lygar sem
heyra má í fundarherbergjum fyr-
irtækja af og til:
Allt er í stakasta lagi – málið er í
réttum farvegi
Yfirmenn vilja árangur, þeir vilja
fá að heyra um lausnir – ekki vanda-
mál. Því getur verið freistandi að
segja yfirmanninum að allt sé í
himnalagi og að verkefnið gangi
samkvæmt áætlun frekar en að við-
urkenna að hafa misst alla yfirsýn.
Betra er auðvitað að vera hreinskil-
inn, segja satt og rétt frá stöðu mála,
án þess þó að gera of mikið úr vand-
anum. Allir lenda í því að verkefnin
ganga ekki upp eða á þann hátt sem
vonir stóðu til. Ekkert til að skamm-
ast sín fyrir.
Ekkert mál – ég tek verkefnið
glaður/glöð að mér
Vinnan er ekki alltaf skemmtileg.
Meira að segja yfirmaðurinn veit
það. Það er óþarfi að gera sér upp
ánægju með verkefni sem er ekki á
þínu áhugasviði. Við verðum öll
stundum að taka að okkur störf sem
eru ekki algjör draumur í dós. Ef
verkefnið er yfirþyrmandi leiðinlegt
láttu þá yfirmanninn vita í hvað þú
telur þínum starfskröftum betur
varið. Kannski verður hann alveg
sammála þér.
Ég lenti í umferðarteppu
Ef þú ert of sein/seinn í vinnuna –
taktu því eins og maður! Þú heldur
kannski að það sé glapræði að við-
urkenna að þú hafir ýtt sjö sinnum á
„snooze“ á verkjaraklukkunni í
morgun – en sannleikurinn er ávallt
sagna bestur. Flestir yfirmenn skilja
vel að það getur komið fyrir alla að
sofa yfir sig. Ef þú ert alltaf of sein/
seinn og notar oft „umferðarteppu-
afsökunina“ eru hvort eð er allir
hættir að trúa þér.
Ég var einmitt að hugsa það ná-
kvæmlega sama
Enginn þolir kennarasleikjur.
Ekki heldur yfirmaðurinn. Ekki
reyna að koma þér í mjúkinn hjá yf-
irmanninum með því að samþykkja
allt sem hann segir. Það er líka bara
hallærislegt að segjast hafa verið að
hugsa það sama – af hverju varstu
þá ekki löngu búinn að koma þessari
frábæru hugmynd út úr þér? Allt
annað mál er að taka undir góðar
hugmyndir en alls ekki eigna þér
þær. Þú vilt væntanlega ekki að ein-
hverjir aðrir eigni sér þínar góðu
hugmyndir?
Við skulum hittast fljótlega
Flestir hafa notað þennan frasa á
gömlu bekkjarfélagana úr grunn-
skóla. „Förum í hádegismat fljót-
lega“ er úldin tugga sem er al-
gjörlega merkingarlaus.
Sannleikurinn er sá að þú ætlar ekk-
ert að fara í hádegismat með skóla-
félaganum – og hann er örugglega
sama sinnis! Samstarfsfélagar og
fleiri sem þú þarft að umgangast
vegna starfs þíns sjá væntanlega í
gegnum þessa klisju líka. Komdu
þessu fólki á óvart og stattu við orð
þín einn daginn. Hringdu í fyrrver-
andi vinnufélagann og spurðu hvort
það sé ekki orðið tímabært að fá sér
bita saman. Hver veit nema viðkom-
andi komi til með að fylla gatið í
tengslanetinu sem var farið að valda
þér vandræðum.
Hvítar lygar af
vinnustaðnum
Morgunblaðið/Golli
Allt í stakasta lagi? Ef fyrirsjáanlegt er að verkefnið mun ekki ganga upp
– viðurkenndu það fyrir yfirmanninum áður en það verður um seinan!
Byggt á grein af bloggsíðunni
The Work Buzz.
Vantar Á einhver
karlmannsbelti
fyrir lítið?
Morgunblaðið/Árni Sæberg