Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 4

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKIL stemmning var við Háskóla Íslands þegar alþjóðlega skátamót- ið Roverway 2009 var sett þar í gærmorgun. Einstök veðurblíða setti svip sinn á athöfnina sem skreytt var með fánaborg og log- andi blysum. Í mótinu taka þátt um 2.500 út- lendir skátar og um 500 íslenskir á aldrinum 16-26 ára. Að lokinni setningu skiptust mótsgestir í 52 sveitir með 50 skát- um í hverri sveit. Næstu daga sinna sveitirnar fjölbreyttum verkefnum. Ein mun ganga á Hvannadalshnjúk, aðrar á Hornstrandir, Heklu og Sveinstind. Auk þess munu sveitir fara í menningarferðir um Reykja- vík, stunda ljósmyndun og kvik- myndatöku, fara til Vestmannaeyja eða Mývatns og kynna sér gerð Latabæjarþáttanna. Á föstudaginn kemur sameinast hóparnir á Úlfljótsvatni. Þar verð- ur reist 3.100 manna alþjóðlegt skátaþorp sem standa mun fram á þriðjudag í næstu viku. Þar verða m.a. fimm kaffihús, hvert með sínu sniði, víkingaþorp, listaþorp, þjóð- félagsþorp, umhverfisþorp og íþróttaþorp. Einnig verða vinnu- hópar um stjórnmál, þjóðfélagsmál, tækni og vísindi. Keppt verður í margskonar íþróttum, listasmiðjur haldnar og varðeldar, listsýningar o.fl. Á sunnudag verður mikil skemmtidagskrá með fjölbreyttum skemmtiatriðum, menningar- dagskrám og kynningarbásum frá hinum ýmsu þátttökuþjóðum. Benjamín Axel Árnason, fjöl- miðlafulltrúi mótsins, sagði að mót- ið væri aðeins opið þátttakendum og boðsgestum. Mótið er á forræði Evrópusamtaka skáta og lýtur reglum þeirra. Það er hið þriðja sinnar tegundar sem haldið er. Fjölþjóðlegt 3.100 íbúa þorp rís á Úlfljótsvatni Eitt stærsta skáta- mót, haldið á Ís- landi, sett í gær Morgunblaðið/Jakob Fannar Roverway 2009 Mótið var sett við Háskóla Íslands í gærmorgun. Fánaborg og blys settu sterkan svip á athöfnina. Yfir 3.000 skátar f́rá meira en 50 löndum á skátamóti Morgunblaðið/Jakob Fannar Alþjóðlegt Þátttakendur eru á aldrinum 16-26 ára og koma frá meira en 50 þjóðlöndum auk Íslands. Alþjóðaþorp mun rísa á Úlfljótsvatni. Nefnd um endurskoðun umferð- arlaga leggur til að Vegagerðin fái heimild til að sekta ökumenn ökutækja yfir 3,5 tonnum um allt að 500 þúsund krónur brjóti þeir gegn ákvæðum um akst- urs- og hvíldartíma, búnað, hleðslu eða heildarþyngd. Tilgangurinn er að efla enn frekar þátt Vegagerðarinnar í hinu sérhæfða eftirliti sínu með akstri ökutækja sem eru meira en 3,5 tonn. Þá er leitast við að færa ákveðna brotaflokka frá því að vera andlag eiginlegra fjársektarrefsinga yfir í að vera grundvöllur stjórnvaldssekta ákvarðaðra af Vegagerðinni. Vegagerðin sektar Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAMKVÆMT drögum að frum- varpi nýrra umferðarlaga verður ökuleyfisaldur hækkaður upp í átján ár, farþegatakmarkanir sett- ar á unga ökumenn, leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns lækkað í 0,2‰ og í ríkari mæli gripið til fangelsisrefsingar vegna alvarlegra brota á umferðarlögum. Lagt er til að aldurstakmörk vegna ökuréttinda verði hækkuð í áföngum til ársins 2014 þannig að veita megi þeim ökuréttindi í fyrsta sinn sem verða 17 ára á árinu 2011, 17 ára og þriggja mán- aða á árinu 2012, 17 ára og sex mánaða á árinu 2013 og 17 ára og níu mánaða á árinu 2014. Á árinu 2015 verði síðan 18 ára aldurs- markið að fullu komið til fram- kvæmda. Færri farþegar helgarnætur Jón Haukur Edwald, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir þetta auðvitað hafa í för með sér 25% tekjuskerðingu þessi ár og auðvitað detti út heill árgangur. „En með þessu teljum við vera hægt að ná þessu fram þannig að það sé mildara gagnvart þeim sem eru að bíða eftir bílprófi og einnig okkur sem störfum í greininni – þannig að hún verði ekki lögð niður í eitt ár eða svo.“ Jón Haukur sem sat í nefnd um endurskoðun umferðarlaga segir tillöguna vissulega málamiðlun en með henni er verið að samræma sjálfræðis- og ökuleyfisaldur. „Sjálfræðisaldurinn hefur verið færður upp og eins og þetta er nú erum við ekki með sjálfráða ein- stakling við stýrið fyrsta árið.“ Þá er lagt til að áður en ökumað- ur nái 20 árum verði honum óheim- ilt að aka með fleiri en einn farþega frá klukkan 23 til klukkan 9 að morgni föstudag og laugardag. Þetta gildi þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri eða ef um er að ræða akstur í neyð. Ökuleyfisaldur hækkaður  Hækkun í áföngum með fyrirsjáanlegri skerðingu á tekjum ökukennara  Gert verður út um gráa svæðið þegar kemur að áfengisneyslu og akstri Morgunblaðið/Kristinn Umferð Nái tillögur fram að ganga þurfa ökumenn að vera 18 ára.  Meira á mbl.is Á FUNDI fjárlaganefndar í gær lögðu fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna fram óskir sínar um gögn og annað til að varpa ljósi á framgang Icesave-málsins í nefnd- inni. Utanríkismálanefnd fundaði einnig um málið í gær. Óskað var eftir því við Guðbjart Hannesson, formann fjárlaganefnd- ar, að Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands gerði úttekt á fylgigögnum fjármálaráðuneytisins og Seðla- banka Íslands með Icesave- samkomulaginu samkvæmt fram- lagðri verkefnalýsingu. Felur hún meðal annars í sér að fá Davíð Odds- son, fyrrverandi seðlabankastjóra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, fyrir nefnd- ina til að varpa ljósi á það hvort ís- lensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til greiðslu í aðdraganda og kjöl- far bankahrunsins. Á sama hátt er óskað eftir að fyrir nefndina komi fulltrúar ensku lög- mannsstofunnar Mischon De Reya til að skýra aðkomu sína að málinu. Í minnisblaði frá stofunni var sú skoð- un látin í ljós að ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðum Icesave. Vilja fá leynigögn í hendur Einnig er þess óskað að ýmis gögn verði lögð fram, meðal annars skjal utanríkisráðuneytisins um skilning á hinu svokallaða friðhelg- isákvæði og þýddum uppgreiðslu- samningi við Breta sem hingað til hefur verið haldið leyndum. Undir beiðnina skrifa nefnd- arfulltrúar allra stjórnarand- stöðuflokkanna þriggja. Svara við óskunum er beiðst samdægurs í skriflegu formi. „Það verður skoðað hvort það er tími eða ástæða til að kalla eftir áliti fleiri aðila,“ segir Guðbjartur Hann- esson um ósk minnihlutans um út- tekt Hagfræðistofnunar HÍ. Hann segir markmið fundarins í gær hafa verið að skoða hvað þyrfti til að breiðari samstaða næðist um málið á Alþingi. Óskir stjórnarandstöð- unnar eru að sögn Guðbjarts í skoð- un. Nefndin mun funda áfram um Ice- save á morgun en ekki er ljóst hve- nær það verður afgreitt úr henni. Hagfræðistofnun HÍ taki út Icesave-málið Morgunblaðið/Eggert Þrældómur? Icesave mótmælt við Alþingishúsið á Austurvelli. Vilja Davíð og Björgvin fyrir fjárlaganefnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.