Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is HLÝINDI, sólarskellur … og varla dropi kemur úr lofti. Íbúar á suðvest- urhorni landsins geta ekki kvartað yfir óhóflegri vætutíð það sem af er sumri, þótt íbúar austanlands þrái ef- laust aukin hlýindi. Hefur þurrkurinn suðvestanlands raunar verið slíkur að gróður er sums staðar farinn að láta á sjá. Gras sviðnar og sumarblóm skrælna sýni garðeigendur ekki næga elju með garðslönguna. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða menn varir við þessa þróun enda rennslistoppar nú hærri en í venju- legri sumarviku. Hæstur var toppur- inn raunar í gær er hann var 1.200 sekúndulítrar, miðað við 900 sek- úndulítra á venjulegum sumardegi. Er það töluvert meiri munur á kalda- vatnsnotkun en í fyrra. Verst fyrir ungar plöntur Guðríður Helgadóttir, forstöðu- maður starfs- og endurmenntun- ardeildar Landbúnaðarháskóla Ís- lands, segir þurrkinn hafa verst áhrif á nýgróðursettar og ungar plöntur. „Sumarblóm eru oft orðin illa útlít- andi, sem og þökur sem lagðar voru í byrjun sumars. Þá eru grasflatir með sendnu undirlagi einnig orðnar brún- ar,“ segir Guðríður. Eldri plöntur þola þurrkinn betur enda nær rótar- kerfi þeirra niður fyrir þurrasta lag- ið. Gróðursetji fólk snemmsumars sé eina ráðið nú að vera duglegur að vökva „Garðyrkjumenn planta frekar seinnipart sumars og fram á haust, því að þá má búast við rigningu.“ Á vegum Reykjavíkurborgar er fjöldi blóma sem þarf að vökva reglu- lega. „Við erum með tankbíl sem vökvar fyrir okkur,“ segir Guðný Ol- geirsdóttir hefur umsjón með blóma- beðum, körfum og kerum í Kvosinni og miðbænum, en þar er vökvað þrisvar í viku. „Bíllinn er stanslaust að því það er svo mikill þurrkur.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur segir undanfarnar vikur vissulega með þurrustu tímabilum um allt vest- anvert landið og raunar víðar. „Ég held að ástandið á Suðurlandi sé heldur rakara en hér vestanlands, en það er ábyggilega misjafnt eftir stöð- um,“ segir Trausti og bendir á að ekki hafi rignt nema 6 mm í Reykja- vík eftir 24. júní. Álíka lítið rigndi á þessu sama tímabili sumarið 1938, en litlu meira 1956 og 2007. Einna þurrast hefur verið við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Þannig hefur úrkoman í júlí í Stykkishólmi ekki náð 1 mm og í Bolungarvík hafa mælst um 4 mm. Ámóta þurr tímabil finnast þó á árum áður. Á Akureyri er júlí þá enn meðal þeirra þurrustu, en þurrkatímabil eru algengari norð- anlands. Með þurrustu tímabilum um vestanvert landið Aukin vatnsnotkun í höfuðborginni Morgunblaðið/Jakob Fannar Þurrkur Það hafa kannski ekki allir jafnöflugar græjur til að vökva gróð- urinn og þessi slökkviliðsmaður í Reykjavík sem gaf trjánum góða gusu. ÞRÁINN Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ætlar að bíða í eina viku með ákvörðun um framtíð sína innan þing- flokksins. Það er sá frestur, sem stjórn hreyfing- arinnar gaf hinum þremur þing- mönnum flokksins til að rökstyðja ákvörðun þeirra um að greiða at- kvæði gegn um- sókn að ESB. „Ég sé mikil vandkvæði á samstarfi við fólk í þinghópnum, sem bæði geng- ur á móti stefnu Borgara- hreyfingarinnar við atkvæðagreiðslu og gengur á bak orða sinna. Svo að það er ekki mikið traust ríkjandi,“ seg- ir Þráinn í samtali við Morgunblaðið. Eins og kunnugt er greiddu Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Borg- arahreyfingarinnar, atkvæði gegn til- lögu ríkisstjórnarinnar um aðild- arumsókn að ESB til að þrýsta á um að Icesave-málinu yrði frestað. Þráinn segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvað hann muni gera í framhaldinu. „Ég fékk á sunnudag fundargerð frá stjórnarfundi Borg- arahreyfingarinnar þar sem þremenn- ingarnir mættu. Þar var þeim gefinn viku frestur til að leiða í ljós einhver leyniskjöl sem þau segja að séu til sem sanni að þessi kúvending þeirra gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar hafi verið nauðsynleg. Og úr því að stjórn Borgarahreyfingarinnar gefur þeim viku frest til að sanna að þeim hafi ekki verið sjálfrátt þá liggur mér ekk- ert á. Þá ætla ég líka bara að bíða og sjá til.“ Sjálfur kannast hann ekki við slík skjöl sem gætu réttlætt ákvörðun þingmannanna þriggja. „Ég geri það reyndar ekki,“ segir Þráinn sem hefur sama aðgang að skjölum í Icesave- málinu og aðrir þingmenn. ben@mbl.is Kúvending gegn stefnu flokksins Þráinn Bertelsson Sanni að þeim hafi ekki verið sjálfrátt Samkvæmt Veðurstofu Íslands geta íbúar á Suðvesturlandi þakk- að hlýindin nú því að hæð hefur verið yfir Íslandi og Grænlandi og lægðir því gengið sunnan við land- ið og á Bretlandseyjar. Búist er við áframhaldandi norð- lægum áttum fram á föstudag sem fylgja mun rigning öðru hverju norðanlands og austan. Áfram verður hins vegar bjart suðvest- antil þar sem hlýjast verður og sól- ríkast. Um helgina er útlit fyrir að snúist til suðlægrar áttar og þá má búast við vætu á köflum sunnan- og vestanlands. Áfram hlýtt og bjart fram að helgi Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÉR finnst eðlilegt að stjórn- endur háskólanna ræði saman og hafi skoðun á því hvernig málin þróist,“ segir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, um gagn- rýni Einars Steingrímssonar, pró- fessors við Háskólann í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Að mati Einars er yf- irvofandi sú hætta að stjórnendur núverandi háskólastofnana semji sín á milli um endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfs með þegjandi samþykki ráðherra. Þessu er menntamálaráðherra ekki sammála og bendir á að stjórnendur háskólastofnana bíði nú niðurstöðu rýnishóps ráðherra um hlutverk og umgjör háskóla, vísinda og nýsköpunar á Íslandi. Mikilvægt að fá gagnrýnið fólk inn í rýnihópinn Að sögn Katrínar fannst henni mikilvægt að fá inn í rýnihópinn fólk sem verið hefur gagnrýnið á núverandi fyrirkomulag háskóla- mála og af þeim sökum hafi Einar sjálfur einmitt verið beðinn um að sitja í rýnihópnum. Að mati Ein- ars þyrfti ráðherra að setja yfir endurskipulagningu háskólamála hérlendis fólk sem hefur reynslu af góðu háskólastarfi og feril sem sýnir að það geti byggt upp öflugt starf, bæði í kennslu og rann- sóknum. Þetta fólk verði að standa utan stjórnendahóps nú- verandi háskóla og stofnana og nauðsynlegt sé að sækja a.m.k. hluta þess til útlanda. Ekki hugsaðir sem fulltrúar stofnana sinna Þegar þetta er borið undir Katrínu segir hún ljóst að þeir sem sitji í rýnihóp ráðherra séu ekki hugsaðir sem fulltrúar stofn- ana sinna. Einnig megi ljóst vera að erlendir sérfræðingar hafi kom- ið að málinu á fyrri stigum, en sem kunnugt er skilaði nefnd er- lendra sérfræðinga skýrslu um skólakerfið hérlendis í vor sem leið. „Þannig að það er búið að kalla eftir erlendri ráðgjöf. Núna er hins vegar verið að skoða hvernig við útfærum hlutina,“ seg- ir Katrín og bendir á að rýnihópn- um sé ætlað að taka tillit til ábendinga erlendu sérfræðing- anna. „Svona breytingar verður að vinna í sátt við háskólasamfélagið og það þarf að kalla alla að borð- inu nema til standi að umbylta kerfinu,“ segir Katrín og leggur áherslu á að ekki megi vanmeta það starf sem hafi verið unnið hérlendis á síðustu árum. „Mér finnst mjög mikilvægt að við skoð- um hvernig við getum gert fjár- veitingar til vísindastarfs gagn- særri og náð betri árangri á því sviði. Hins vegar þarf að gera þetta í ákveðinni sátt við háskóla- samfélagið.“ Þarf að vinnast í sátt Menntamálaráðherra segir rýnihóp um hlutverk og umgjörð háskóla taka mið af ábendingum erlendu sérfræðinganna Katrín Jakobsdóttir Einar Steingrímsson Í HNOTSKURN »Menntamálaráðherra skip-aði í vor 15 manna rýnihóp sem átti að fjalla um hlutverk og umgjörð háskóla, vísinda og nýsköpunar á Íslandi. »Hópurinn á að skila loka-skýrslu í komandi mánuði. JÚLÍTILBOÐ 54.990 VERÐ FRÁ - gott úrval kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.