Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 GEIMFARARNIR á Apollo 11, sem urðu fyrstir til að stíga fæti á tungl- ið, vilja að Bandaríkjamenn stefni að því að senda menn til Mars nú þegar 40 ár eru liðin síðan geimfar þeirra lenti á tunglinu. Neil Armstrong og Michael Coll- ins, sem báðir eru 78 ára að aldri, og Edwin „Buzz“ Aldrin, 79 ára, komu fram við athöfn í bandaríska flug- og geimferðasafninu í Wash- ington og ræddu síðan við Barack Obama forseta í tilefni af afmælinu. Aldrin hvatti bandaríska þingið og þjóðina til að nota tunglferð- arafmælið sem hvatningu til að hefja undirbúning geimferðar til Mars. „Apollo 11 er táknmynd þess sem dugmikil þjóð getur gert þegar við leggjum mikið á okkur og vinnum saman,“ sagði hann. „Bandaríkjamenn – eigið þið ykkur enn stóra drauma? Hafið þið enn trú á sjálfum ykkur?“ spurði hann þjóð sína. „Ég skora á næstu kyn- slóð og leiðtoga þjóðarinnar að svara: Já, við getum þetta.“ Vilja að Bandaríkjamenn sendi geimfara til Mars Haldið upp á 40 ára afmæli fyrstu tunglferðarinnar Reuters Geimur Áhöfn Apollo 11. Buzz Aldrin til vinstri, Michael Collins og Neil Armstrong fagna því að 40 ár eru liðin frá því maðurinn steig á tunglið. ELÍSABET Bretadrottning fylgdist með svanaeftirlitsmönnum þegar þeir tóku þátt í árlegri svanatalningu í ánni Thames í gær. Athöfnin er rakin til tólftu aldar þegar algengt var að konungsfólk borðaði svani og allir hnúðsvanir í Thames töldust eign konungsfjölskyldunnar. Talningin fer fram þriðju vikuna í júlí ár hvert og eru þá svanir veiddir, merktir og látnir lausir undir stjórn embættismanns sem gegnir því hlutverki að telja svans- unga og sjá til þess að svönum fækki ekki. Einnig er leitað að merkjum um meiðsli eða sjúkdóma á svönunum til að kanna ástand stofnsins. Aldagamalli hefð viðhaldið Reuters Ástand svanastofnsins kannað í Thames-á Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STUÐNINGURINN við Barack Obama mælist nú minni en 60% í fyrsta skipti frá því að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og óánægjan með frammi- stöðu hans í mikilvægum málum hefur aukist verulega, ef marka má nýja viðhorfskönnun. Ný könnun ABC og Washington Post bendir til þess að 59% Banda- ríkjamanna séu ánægð með störf Obama í forsetaembættinu, tíu pró- sentustigum færri en í vor þegar fylgi forsetans var mest og sex stigum færri en í samskonar könn- un fyrir mánuði. Rétt rúmur helmingur að- spurðra, eða um 52%, kvaðst vera ánægður með frammistöðu Obama í efnahagsmálum, átta prósentu- stigum færri en þegar stuðning- urinn við hann var mestur. Stuðn- ingurinn við stefnu Obama í heilbrigðismálum hefur minnkað úr 57% í 49%. Um 44% aðspurðra sögðust vera óánægð með stefnu forsetans í þessum málaflokki, fimmtán prósentustigum fleiri en í vor. Obama hefur þurft að takast á við mörg erfið vandamál og búist er við að heilbrigðismálin verði honum sérlega erfið vegna and- stöðu á þinginu við loforð hans um umbætur á sjúkratryggingakerfinu. Könnunin bendir til þess að stuðningurinn við repúblikana á þinginu hafi aukist en hann er þó enn lítill. Aðeins 36% aðspurðra sögðust vera ánægð með störf repúblikana og 58% óánægð. Stuðningurinn við þá hefur aukist um sex prósentustig frá því í vor og um ellefu stig á einu ári. Vinsældir Baracks Obama minnka til muna Vaxandi óánægja með störf forsetans í helstu málaflokkum Reuters Í vörn Obama stendur frammi fyrir erfiðri baráttu á þinginu. VÍSINDAMENN á Grænlandi eru að þróa aðferðir við að nota há- karlakjöt til að framleiða lífrænt eldsneyti. Marianne Willemøs Jørg- ensen, sem stjórnar rannsókninni á vegum Tækniháskóla Danmerkur, segir að hægt sé að nota þúsundir tonna af hákarlakjöti og fisk- úrgangi til að framleiða rafmagn eða kynda hús. Rannsóknin fer fram í bænum Uummannaq, sem er með 2.450 íbúa, og vísindamennirnir telja að um 13% af orkunotkun bæjarins geti komið frá eldsneyti sem unnið er úr hákarlalýsi. Samtök grænlenskra útvegs- manna fagna rannsókninni og segja að þús- undir hákarla drepist í veið- arfærum græn- lenskra skipa á ári hverju og þeim sé kastað í sjóinn. Samtökin segja að hákarlinn sé ekki í útrým- ingarhættu en umhverfisvernd- arsamtök eru ekki hrifin af rann- sókninni. Þau segja að lítið sé vitað um ástand hákarlastofnsins og hvetja Grænlendinga til að nýta frekar sjálfbæra orkugjafa. Hákarlinn notaður í lífrænt eldsneyti ALBERTO Fuji- mori, fyrrum for- seti Perú, var í gær dæmdur í sjö og hálfs árs fang- elsi fyrir spill- ingu. Fujimori sem var forseti á árunum 1990– 2000 var fundinn sekur um að hafa greitt einum helsta aðstoðarmanni sínum, Vladimiro Montesino, 15 milljónir Bandaríkjadala úr opinber- um sjóðum. Fujimori hafnaði því að greiðslurnar væru glæpsamlegar og hefur áfrýjað dómnum. Samkvæmt perúskum lögum er ekki hægt að afplána marga dóma í einu, heldur gildir sá lengsti þegar um margar sakfellingar er að ræða. Þetta þýðir að Fujimori mun hvorki afplána nýjasta dóminn né sex ára dóm sem hann fékk áður fyrir brot á mannréttindum, en hann afplánar nú þegar 25 ára fangelsisdóm fyrir að hafa fyrirskipað morð á 25 manns meðan hann var við völd. Sá dómur markaði tímamót þar sem þetta var í fyrsta sinn sem réttað var yfir lýð- ræðislega kjörnum fulltrúa í róm- önsku Ameríku í eigin heimalandi vegna mannréttindabrota. sigrunrosa@mbl.is Rúm sjö ár fyrir spillingu Fujimori, fyrrum for- seti Perú, dæmdur Alberto Fujimori TUTTUGU og tveggja ára Lundúnabúi lést nýverið á sjúkrahúsi eftir að hafa verið neitað um lifr- arígræðslu. Maðurinn hafði verið lagð- ur inn á Há- skólasjúkrahúsið í London vegna áfengiseitrunar tíu vikum áður. Hann hafði verið áfengissjúklingur frá þrettán ára aldri. Töldu heilbrigðisyfirvöld ekki hægt að víkja frá ströngum reglum um líffæragjafir, sem krefjast þess að líffæraþegi hafi ekki drukkið áfengi sex mánuðum fyrir aðgerðina. Fékk ekki lifur og dó Reglur Uppfyllti ekki skilyrði. BRÚÐGUMAR, vopnaðir AK-47 rifflum, syngja þjóðlög við fjölda- brúðkaup sem fram fór í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær. Um 160 hjón voru gefin saman í brúðkaupi sem góðgerðarsamtök stóðu fyrir. Vopnaðir í hjónaband Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.