Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 22

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 ✝ Hildimundur Sæ-mundsson fæddist í Landakoti, Bessa- staðahreppi, þann 11. júní 1936. Hann lést þann 7. júlí 2009. Foreldrar hans voru Sæmundur Elías Arngrímsson bóndi og Steinhildur Sig- urðardóttir. Alsyst- kyni hans: Halldóra Málfríður, Jóanna, Sigurður Snæfell og Arngrímur Berg- mann. Uppeld- isbræður: Guðjón J. Brynjólfsson og Jóhannes E. Hjaltested. Hildi- mundur kvæntist 17. nóv. 1955 Að- Hjalti f. 10.6. 2005. Fyrir átti Kristín með Kristni Arnarsyni Dís Bjarney f. 28.9. 1990. Fyrir átti Jón Unnar börnin Magnús Guð- berg og Margréti Unni. (4) Sæ- mundur f. 4.1. 1973. Sambýliskona Nancy Rut Helgadóttir. Barn þeirra Alexander Esra f. 14.3. 2006. Hildimundur ólst upp í Landa- koti. Hann lauk barnaskóla að Bjarnastöðum og gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði. Hann var lengst af bóndi en var einnig bifreiðastjóri. Hann var fyrst bifreiðarstjóri hjá Olíufé- laginu, síðan hjá Grænmet- isverslun landbúnaðarins og síðast var hann ráðherrabílstjóri þar til hann veiktist árið 1978 og var bundinn í hjólastól alla tíð síðan. Síðustu 12 árin dvaldi hann í Sjálfsbjargarheimilinu að Hátúni 12. Útför verður þriðjudaginn 21.júlí kl. 13 frá Breiðholtskirkju. alheiði Sigurdísi Steingrímsdóttur. Aðalheiður er fædd 17. nóv. 1937. Eign- uðust þau 4 börn: (1) Steingrímur f. 13.2. 1956, (2) Steinhildur fædd 29.1. 1960, gift Leifi Eysteinssyni. Börn þeirra; Guð- mundur Örn f. 12.9. 1984, Heiðdís Ósk f. 8.3. 1988; unnusti hennar Davíð Þór Þorsteinsson, Elías Steinn f. 20.4. 1992. (3) Kristín f. 14.10. 1964, sambýlis- maður hennar Jón Unnar Gunn- steinsson, barn þeirra Gunnsteinn Þau fara, þau hverfa eitt af öðru Landakotssystkinin en gleymast ekki. Þegar við hjónin fórum að byggja okkar hús við Túngötu á Álftanesi 1973 voru fjögur íbúðarhús við götuna. Í hverju þeirra bjó systk- ini frá Landakoti: Sæmundarbörn með sínum fjölskyldum. En nú er bara eitt eftir hér. Öll voru þau góðir og hjálpfúsir grannar en mestar verða minningarnar um yngsta bróð- urinn, Hildimund Sæmundsson eða Mumma í Laufási eins og margir köll- uðu hann. Hann varð bráðkvaddur 7. júlí sl. Á næstu haustdögum verður 31 ár síðan hann varð veikur og var þá talinn kominn hans lokadagur. En hann vaknaði. Vaknaði lamaður. Hann hljóp aldrei aftur en sat í hjólastól. Enginn veit um hæð öldufalda eða út fyrir í sálu þessa þrekmikla manns sem lostinn var svo þungum dómi. En hann átti fádæma fjölskyldu, eiginkonuna Aðalheiði og börnin fjög- ur. Hann fylgdist með börnum sínum vaxa úr grasi, tengdabörnum og afa- börnum, sem styttu honum allan þann tíma, sem þau gátu, bæði heima og heiman. En nú er hann farinn. Margs er að minnast, eitt er þó eins og kvikmynd á tjaldi eða bara eins og gerst hafi í gær. Þegar Mummi kom á harðahlaupum upp götuna, tók eitt hástökk yfir gaddavírsgirðinguna og upp á tún, til að sinna kindum sínum. Þannig viljum við muna hann, eins og hann var fyrstu fimm árin okkar hér við Túngötu. Þökkum öll okkar kynni. Álfhildur og Gunnar, Túngötu 23, Álftanesi. Bestu minningar um afa: Húmorinn hans. Hvað hann var fyndinn. Brosið hans. Hvað hann hló skemmtilega. Var alltaf í góðu skapi. Alltaf góður í spilum. Gott að tala við hann. Var pabbi númer tvö. Hvað hann kom fólki í gott skap. Algjör prakkari. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Átti alltaf afa-nammi. Afastelpur, Dís Bjarney og Heiðdís Ósk. Mummi eins og hann var ávallt kallaður kom til búsetu á Sjálfsbjarg- arheimilið árið 1995 og varð það hans annað heimili. Hann fór þó reglulega heim til eiginkonu sinnar á Álftanes þar sem þau áttu sitt heimili saman. Þrátt fyrir fötlun sína lagði Mummi allt kapp á að vera sem mest sjálf- bjarga og að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann var ávallt ljúfur í um- gengni, nærgætinn og bar um- hyggju fyrir öðru fólki. Mumma þótti gaman að ferðast og hvar sem hann kom á ferðum sín- um skoðaði hann hvernig aðgengi var fyrir fatlaða því honum var um- hugað um að allir gætu komist ferða sinna hindrunarlaust. Nú síðustu ár sá Mummi um ferðasjóð íbúa í Há- túni 12, en það var honum mikið hugðarefni að sem flestir gætu ferðast og var hann iðinn við að safna í sjóðinn. Daginn sem Mummi kvaddi var hann á leið í sumarfrí með fjölskyldu sinni. Ferðaáætlunin breyttist á síð- ustu stundu. Nú er hann farinn í ferðalagið mikla sem bíður okkar allra. Starfsfólk og íbúar Sjálfsbjargar- heimilisins þakka Mumma fyrir samfylgdina. Hans er sárt saknað. Anna Njálsdóttir. Hildimundur Sæmundsson ✝ Katrín Ragn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 26. desem- ber 1932. Hún lést á dval- arheimilinu Grund 13. júlí sl. Foreldrar Katr- ínar voru Ragnar Páls- son, f. 3.5. 1899 á Ak- ureyri, d. 2.10. 1973, og Svava Benedikts- dóttir, f. 6.6. 1912 á Vallá á Kjalarnesi, d. 19.12. 1954. Fyrri mað- ur Katrínar var Vil- mundur Ingimarsson, f. 1925, d. 1985. Börn þeirra eru Svava, f. 8.6. 1950, og Anna Sigurlína, f. 21.5. 1951. Kjörforeldrar Önnu Sig- Gabríel Friðrik, f. 24.9. 2002, Rakel Margrét, f. 7.5. 2006, Stefán Smári, f. 26.3. 2008, og óskírt stúlkubarn, f. 25.2. 2009. Svava átti fyrir drenginn Guðmund Smára, f. 28.8. 1968, d. 1.3. 1996. Sambýliskona Bryndís Krist- jánsdóttir, f. 21.3. 1972. Börn þeirra: Brynjar Smári, f. 8.8. 1992, og Svava, f. 4.6. 1994. 2) Anna Sigurlína, f. 21.5. 1951. Maki Jónas Hermannsson, f. 25.10. 1946. Börn þeirra a) Hermann, f. 31.8. 1969, b)Karl, f. 14.6. 1975, c) Ragnar, f. 25.7. 1978, og d) Jónas Val- ur, f. 31.7. 1984. Katrín og Guðmundur Nikulásson eignuðust drenginn Markús Smára, f. 23.4. 1958, d. 14.11. 1964. Systkini Katrínar voru Margrét, f. 1930, d. 2007, og Gunnar Benedikt, f. 1931, d. 1998. Útför Katrínar fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 21. júlí og hefst athöfnin kl. 13. urlínu voru Karl Dav- íðsson, f. 2.9. 1907, og Elín Brynjólsdóttir, f. 7.10. 1911. Síðari maki Katrínar var Guð- mundur Nikulásson, f. 9.9. 1930, d. 30.3. 2007. 1) Svava Guðmunds- dóttir, f. 8.6. 1950, maki Friðrik Bridde, f. 31.8. 1951. Börn þeirra a) Anna Margrét, f. 5.3. 1972, maki Elvar Birg- isson, f. 10.3. 1972. Börn þeirra María Dögg, f. 30.6. 1994, Friðrik Már, f. 23.8. 2004, og Elín Gróa, f. 1.4. 2006. b) Katrín Dröfn Bridde, f. 14.4. 1981. Börn hennar Mér er það ljúft að minnast tengdamóður minnar sem nú hefur kvatt þetta jarðneska líf. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allt það sem hún hefur stutt mig til. Katrín var alltaf kölluð Stella af vinum og vandamönnum. Hún stundaði nám á yngri árum í Hús- mæðraskólanum að Löngumýri í Skagafirði. Eftir námsdvöl þar lá leiðin aftur til Reykjavíkur þar sem hún fór að vinna og margt var það sem Katrín tók sér fyrir hendur. Hún naut þess að fá gesti til að spjalla yfir góðum kaffibolla og eign- aðist marga vini sem reyndust henni vel allt til síðasta dags, þeirra á með- al Lára, Steinunn og Sista. Ég þekkti Katrínu í fjörutíu ár og kynntist henni vel. Katrín var ekki vön að tjá sig um sín vandamál en var ávallt reiðubúin að hjálpa öðrum Ung að árum giftist Katrín æskuást- inni sinni Vilmundi Ingimarssyni og átt með honum tvær dætur, þær Svövu og Önnu Sigurlínu. Svo skildu leiðir og hún stóð ein á báti með tvö börn og hún tekur þá erfiðu ákvörð- un að gefa frá sér yngra barn sitt til dásamlegra hjóna, Elínar Brynjólfs- dóttur og Karls Davíðssonar sem reyndust Önnu ástríkir og góðir for- eldrar. Þó mæðgurnar væru aðskild- ar hélst alla tíð gott samband. Katrín giftist síðari manni sínum, Guðmundi Nikulássyni, sjómanni og síðar bílstjóra í Reykjavík, 7. júní 1955. Katrín var lánsöm að kynnast Guðmundi; hann gekk Svövu í föð- urstað og gaf þeim mæðgum mikið þó ekki hafi það verið af veraldlegum auði heldur hafsjó af gleði, væntum- þykju og ást. Þau Katrín og Guð- mundur eignuðust soninn Markús Smára, f. 23. apríl 1958. Síðar kom í ljós að drengurinn var með ólækn- andi sjúkdóm og hann lést aðeins 6 ára gamall. Annað áfall skall á Katr- ínu þegar Guðmundur Smári barna- barn hennar sem hún hafði alið frá fæðingu lést 28 ára gamall. Katrín bar mikla umhyggju fyrir velferð Smára og gerði allt sem hún gat fyrir hann. Þetta áfall markaði djúp spor í sálu hennar og varð henni á orði: „Nú er komið nóg“. Á erfiðum stundum sem þessum er gott að eiga góðan maka sem hvetur mann áfram og huggar, það gerði Guðmundur, hann var alltaf tilbúinn að byggja konu sína upp og reyna að gleðja hana á ýmsa lund. Hann fór með Katrínu í ferðalög, og í fyrstu voru það siglingar þegar tog- arinn fór í sölutúra erlendis, svo með fraktskipum. Einnig ferðuðust þau mjög mikið innanlands. Það var sama hvar þau voru og hvernig sem viðraði, alls staðar leið þeim vel því þau voru saman. Ég fór í margar ferðir með þeim hjónum sem eru mér ljóslifandi sökum þeirrar gleði sem alltaf ríkti í návist þeirra. Við fráfall Guðmundar missti Katrín mikið og tók að draga hratt úr þrótti og starfsgetu hennar. Hún átti við veikindi að stríða síðari ár ævi sinnar og Katrín var södd líf- daga þegar hún andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þakka ber öllum þeim sem stuðluðu að því að láta henni líða sem best, hafið þökk fyrir. Ég kveð góða tengdamóður með virðingu og þakklæti og bið góðan Guð að varðveita hana. Friðrik Bridde. Katrín Ragnarsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MÁLFRÍÐUR RANNVEIG OKTAVÍA EINARSDÓTTIR frá Lækjarbakka, Tálknafirði, lést á Hrafnistu að morgni laugardagsins 18. júlí. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Herbert Guðbrandsson, Olga Herbertsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Jón Herbertsson, Sævar Herbertsson, Dagný Bjarkadóttir, Einar Herbertsson, Freyja Benediktsdóttir, Ómar Herbertsson, Margrét Hermannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVAVA HANSDÓTTIR, Hjallavegi 2, Suðureyri, Súgandafirði, andaðist aðfaranótt laugardagsins 18. júlí á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 14.00. Valgeir Hallbjörnsson, Þóra Þórðardóttir, Gísli Hallbjörnsson, Málfríður Skúladóttir, Róbert Hallbjörnsson, Ósk Bára Bjarnadóttir, Valgerður Hallbjörnsdóttir, Grétar Schmidt, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR skáldkona frá Króki í Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu, síðast til heimilis að Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði föstudaginn 17. júlí. Útför fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 24. júlí kl. 14.00. Ingibjörg verður jarðsett í Hofskirkjugarði á Skagaströnd samdægurs. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hjálparstarf kirkjunnar, reikningsnúmer: 1150-26-27, kt. 450670-0499. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR frá Vík, Grænumörk 5, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 19. júlí. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Ólafur Friðrik Ögmundsson, Ögmundur Ólafsson, Helga Halldórsdóttir, Alda Guðlaug Ólafsdóttir, Lilja Guðrún Ólafsdóttir, Björn Friðriksson, Erna Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurjónsson, Guðlaugur Jón Ólafsson, Angela Rós Sveinbjörnsdóttir, Baldur Ólafsson, Kristín Erna Leifsdóttir, Halla Ólafsdóttir, Guðni Einarsson, Jón Geir Ólafsson, Ólöf Ragna Ólafsdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri JÓN SVAVAR TRYGGVASON, Hátúni 12, Reykjavík, andaðist laugardaginn 18. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjargarheimilið Hátúni. Tryggvi Jónsson, Þórhildur Þorkelsdóttir, Anna Jónsdóttir, Róbert F. Michelsen, Elinborg Jónsdóttir, Brynhildur Freyja Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.