Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 30

Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009 Myndin sem dregin er upp afRússlandi nútímans í bókÖnnu Polítkovskaju, Rúss- land Pútíns, er svo nístandi að eng- inn er ósnortinn. Sumir kaflarnir eru reyndar svo hrikalegir að ef til vill væri rétt að vara við bókinni. Hún er ekki fyrir viðkvæmar sálir, sumar lýsingarnar, t.d. á aðbúnaði hermanna, eru svo skelfilegar. Hægt er að lýsa Rússlandi á ann- an hátt, í mannsorpinu eru alltaf til gimsteinar. En Polítkovskaja taldi sig ekki þurfa að fægja opinberu glansmyndina. Hún hafði andstyggð á Pútín og öllu sem hann stóð fyrir, taldi að hann væri fyrst og fremst gamall KGB-fantur sem fyrirliti eigin þjóð, áliti fólk vera „tól“. KGB hefði aldr- ei borið virðingu fyrir neinu nema valdi og þannig væri Pútín líka inn- réttaður. „Þess vegna telur hann að hann geti gert hvað sem honum sýnist við okkur, leikið sér að okkur eins og hann lystir, tortímt okkur eins og honum hentar,“ segir hún. Pútín var forseti þegar bókin var skrifuð 2004 en er nú forsætisráðherra með alla þræði á sinni hendi.    Polítkovskaja var ekki gröm, húnvar bálreið, sagði skoðanir sín- ar umbúðalaust og af mikilli tilfinn- ingu. Hún vissi um hættuna en galt fyrir hugsjónir sínar með lífinu. Og henni svíður sárt að þjóðin skuli sætta sig við ástandið, láta nægja að hvísla um gegndarlausa spillingu, stríðsrekstur og einræð- isbrölt leiðtoganna. Hlæja í laumi þegar þeir ganga fram af henni en bera örlög sín og harm með enda- lausri þolinmæði. Sama æðru- leysinu og í tíð Stalíns og keis- aranna.    Stundum er grimmdin meðvituðog skipulögð. En oft er eins og hörmungarnar, t.d. manntjónið í gíslatökunni í Beslan 2004, eigi fremur rætur í hugleysi og hrein- ræktuðu klúðri sem síðan er breitt yfir með þöggun. Polítkovskaja rekur einnig vandlega mál eins og gasárás í kjölfar gíslatöku í Moskvu 2003; klúðrið var þar í forgrunni. Og dæmin um tillitsleysið í sam- skiptum embættismanna við borg- arana eru sum ótrúleg. Kona leitar að líki sonar síns í Tsjetsjníu, hann hafði verið skilinn eftir á vígvell- inum. Eftir langa mæðu finnur hún loks sjálf líkhúsið og þá er búið að búta líkin á staðnum í sundur. Hún þekkir hauskúpu sonarins.    Andóf er leyft að vissu marki. Ogreynt er að varpa blæ laga og reglu yfir ákvarðanir, þrátt fyrir allt starfar kjörið þing í landinu. En það er máttlaust verkfæri valda- klíkunnar. Stöku sinnum virkar réttarkerfið eðlilega, eins og óvart. Innan klíkunnar togast á ólík öfl en öll fégráðug, að sögn Polítkovs- kaju. Stundum getur hentað einum hópnum að beita lögunum gegn hin- um í braskinu. Einnig þarf að fá trúgjarna Vesturlandabúa til að halda að réttarríkið sé við lýði í Rússlandi. Hún nefnir dæmi um að þrýstingur vestrænna ráðamanna hafi áhrif á Pútín og fái hann til að grípa inn í vegna mannréttinda- brota.    En eigum við að trúa Polítkovs-kaju? Við getum aðeins reynt að nota eigin dómgreind. Allt snýst þetta um trúverðugleika. Við erum ekki sjálf á staðnum, tölum ekki einu sinni málið. En mikið af því sem hún fullyrðir rökstyður hún vandlega með því að vitna í opinber gögn. Stundum vitnar hún í heim- ildarmenn undir dulnefni. Sumt getum við sannreynt strax. Polítkovskaja segir að í máli um- deilds ofursta, Júrís Búdanovs, hafi í upphafi verið reynt að fá hann sýknaðan af morðákæru í Tsjetsj- níu með því að segja að hann hafi ekki verið sjálfráður gerða sinna vegna geðræns sjúkdóms.    Hvert leitaði verjandinn (semreyndar naut í upphafi fulls stuðnings saksóknarans!) um sér- fræðiálit? Til Serbskí-stofnunar- innar sem í tíð sovétstjórnarinnar var látin úrskurða andófsmenn geð- veika. Tamara Petsjerníkova, prófessor við stofnunina, tók þá þátt í þessum andstyggilega skollaleik með fræði sín í þágu Kremlverja. Hún starfar enn hjá Serbskí og niðurstaða Petsjerníkovu var auðvitað að Búd- anov hefði ekki verið sjálfráður gerða sinna vegna tímabundinnar geðveiki. Niðurstöðu hennar var síðar vísað frá en tengingin við sov- étskeiðið vekur óhug. kjon@mbl.is Bók fyrir viðkvæmar sálir? Nei! AF LISTUM Kristján Jónsson » Og henni svíður sártað þjóðin skuli sætta sig við ástandið, láta nægja að hvísla um gegndarlausa spillingu, stríðsrekstur og einræð- isbrölt leiðtoganna. Reuters Lifir! Stuðningsmenn tjáningarfrelsis heilsa Medvedev Rússlandsforseta með myndum af Polítkovskaju á mótmælafundi í Amsterdam í júní. Rússneska blaðakonan og mann- réttindasinninn Anna Polítkovskaja fæddist árið 1958, hún var myrt í lyftunni í íbúðarblokk sinni í Moskvu í október 2006. Enn er ver- ið að rétta yfir meintum morð- ingjum hennar en fátt verið upplýst um ástæðurnar fyrir ódæðinu. Sumir telja að ráðamenn í Kreml eða liðsmenn þeirra í Tsjetsjeníu hafi gefið skipun um morðið eða a.m.k. ekki reynt að hindra það. Polítkovskaja varð þekkt fyrir að segja frá hryllingi stríðsins í Tsjetsj- eníu og mannréttindabrotum Kady- rov-feðganna í héraðinu. Hún ritaði nokkrar bækur og hlaut fjölda al- þjóðlegra verðlauna. Hættuleg rödd Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 500kr. allar myn dir allar s ýning ar alla þ riðjud aga „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ abigai l bresl in cameron diaz FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA. ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr.500 kr. 500 kr. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ ÞRIÐJUDAGUR ER TIL 500 KR. Á ALLAR SÝNING Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 - 8 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10 B.i.12 ára Tyson kl. 10 B.i.14 ára District 13 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.14 ára Year One kl. 10:10 B.i. 7 ára My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 B.i. 7 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 LEYFÐ Angels and Demons kl. 10:15 B.i.14 ára Balls Out kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára The Hurt Locker kl. 8 - 10:35 B.i. 16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára Year One kl. 5:45 B.i. 7 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.