Morgunblaðið - 21.07.2009, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
Endurreisn bankanna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ERLENDIR kröfuhafar föllnu
bankanna, sem eru aðallega stór al-
þjóðleg fjármálafyrirtæki, munu
eignast Nýja Kaupþing og Íslands-
banka meðan Landsbankinn verður
alfarið í eigu íslenska ríkisins.
Þjóðverjar meðal stærstu
Skuldabréfaeigendur föllnu bank-
anna eru mjög dreifðir því und-
anfarið hafa skuldabréf bankanna
gengið kaupum og sölum með afföll-
um. Skilanefndirnar sjálfar vita ekki
hverjir eru eigendur skuldabréfa því
þeir koma ekki fram undir nafni.
Meðal stærstu kröfuhafanna sem
lánuðu Kaupþingi og Glitni eru þýski
bankinn Deutsche Bank og japanski
bankinn Sumitomo Mitsui, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Sá fyrrnefndi er stærstur hjá Kaup-
þingi og hinn síðarnefndi er meðal
helstu kröfuhafa Glitnis. Hjá Glitni
eru Royal bank of Scotland (RBS),
þýsku bankarnir HSH Nordbank og
DekaBank einnig stórir lánveit-
endur og verða hluthafar í Íslands-
banka.
Til þess fallið að skapa sátt
Allir bankarnir þrír verða fjár-
magnaðir hinn 14. ágúst nk. Þá mun
ríkið leggja Landsbankanum til 140
milljarða króna í hlutafé. „Sá banki
verður alfarið áfram í eigu ríkisins,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra á sérstökum fundi í
Þjóðmenningarhúsinu í gær þegar
samkomulag stjórnvalda og skila-
nefnda föllnu bankanna var kynnt.
„Glitnir mun eignast Íslandsbanka
að fullu, ríkið mun þó fjármagna
bankann og leggja honum til 60
milljarða í hlutafé sem síðan gengur
til baka,“ sagði Steingrímur. Hann
vísaði til þess að ef samkomulagið
gengur eftir mun skilanefnd Glitnis
kaupa þetta hlutafé af ríkinu.
Ríkið mun einnig leggja Íslands-
banka til 25 milljarða króna með
víkjandi láni samkvæmt sam-
komulaginu og fær Kaupþing 33
milljarða króna með sama hætti.
Þetta er þó ekki eiginlegur styrkur.
„Ríkissjóður fær þessa peninga til
baka frá bönkunum. […] Menn vilja
að bankarnir fari sterkir af stað og
lendi hvorki í lausafjár- né eiginfjár-
vanda,“ segir Árni Tómasson, for-
maður skilanefndar Glitnis.
Óttast ekki áhlaup á bankann
Samkvæmt samkomulagi ríkisins
og skilanefndar mun ríkið sjá um
endurfjármögnun Nýja Kaupþings í
upphafi en skilanefnd, fyrir hönd
kröfuhafanna, mun eiga möguleika á
að eignast 87% hlutafjár fyrir 31.
október á þessu ári.
Aðspurður hvort einhver ástæða
sé til að óttast áhlaup á bankann
þegar hann verður kominn undir er-
lent eignarhald í ljósi tortryggninnar
í íslensku samfélagi þessa dagana
segir Steinar Þór Guðgeirsson, for-
maður skilanefndar Kaupþings, svo
ekki vera. „Það er engin breyting á
innlánum í dag eða eftir 14. ágúst.
Ríkið á hlut og leggur bankanum til
33 milljarða, það er nákvæmlega
sama trygging á innlánum og áður,“
segir hann.
Fjölþjóðlegt eign-
arhald ríkisbanka
Morgunblaðið/Eggert
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sagði samkomulagið stórt skref í endurreisn bankanna.
Nýja Kaupþing og Íslandsbanki renna í faðm útlendinga
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
FRUMKVÆÐIÐ að því að fara þá
leið að kröfuhafar gömlu bankanna
yrðu hluthafar í þeim nýju kom frá
kröfuhöfunum sjálfum, að sögn Þor-
steins Þorsteinssonar, formanns
samninganefndar íslenskra stjórn-
valda í viðræðum við skilanefndir
föllnu bankanna.
Þorsteinn, sem kom að þessu verk-
efni fyrst í mars sl., er reynslumikill
bankamaður en hann hefur m.a verið
forstöðumaður hjá Búnaðarbank-
anum og verið fjármálastjóri hjá
Norræna fjárfestingarbankanum.
Að sögn formanna skilanefnda
bankanna lá fyrir snemma í haust að
þessi leið væri heppileg, en það var
mun síðar sem umræður um útfærsl-
una komust á skrið. „Raunverulegar
samningaviðræður um þennan val-
kost eru um það bil tveggja vikna
gamlar, ekki meira,“ segir Þorsteinn.
Verðmat sem nýttist ekki
Endurskoðunarfyrirtækið Delo-
itte gaf út verðmat á eignir gömlu
bankanna í apríl síðastliðnum. Eins
og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu nýttist það alls ekki sem
skyldi og voru verðmöt sem stjórn-
endur bankanna unnu notuð í við-
ræðunum í staðinn. „Þær forsendur
sem Deloitte lagði upp með við matið
uppfylltu ekki að öllu leyti þá for-
sendu að bankarnir stæðu sterkir
eftir,“ segir Þorsteinn. „Það er mjög
erfitt fyrir bankana að samþykkja
eitthvert mat sem hugsanlega gæti
[raungerst] seinna með því að gefa út
skuldabréf fyrir hærri fjárhæð en
þeir raunverulega telja að hægt sé að
meta eignirnar á í dag.“ Því hefðu
stjórnvöld og nýju bankarnir metið
það svo að verðmætið gæfi ekki upp
nægilega raunsæja mynd af raun-
verulegu verðmæti eigna.
Dýrmæt ráðgjöf Hawkpoint
Ein samninganefnd fór fyrir þess-
um viðræðum við þrjár skilanefndir.
Hann segir það hafa verið „óhjá-
kvæmilegt“ að hafa aðeins eina
nefnd. „Ríkið sem eigandi verður að
hafa samræmd viðbrögð,“ segir
hann. Þorsteinn og samstarfsmenn
hans í nefndinni nutu fulltingis ráð-
gjafafyrirtækisins Hawkpoint í við-
ræðum við skilanefndirnar. „Ég held
að ráðgjöf þeirra hafi haft úr-
slitaáhrif um það hvernig viðræð-
urnar gengu fyrir sig,“ segir Þor-
steinn.
– Af hverju?
„Þegar ég hóf störf í mars og við
réðum Hawkpoint sem ráðgjafa þá
var lagður upp samningaferill með
samræmdum forsendum bankanna
og upplýsingaflæði frá bönkunum.
Það reyndist góður grundvöllur að
þeim samningaviðræðum sem síðar
fóru í gang. Fjármálaráðuneytið er
þeirrar skoðunar að ráðgjöf Hawk-
point hafi reynst mjög dýrmæt.“
Verðum að leysa Icesave
Aðspurður hvernig þessi niður-
staða horfi við honum sjálfum segir
Þorsteinn að hann telji að þetta sé
góð niðurstaða, en hún sé háð ýmsu
öðru. „Ég held að afstaða erlendu
kröfuhafanna muni mótast af því
hvernig þeir muni líta á Ísland á
næstunni [sem fjárfestingarkost].
Mitt mat er að ef við höfum Icesave-
deiluna óleysta þá eru minni líkur á
því að kröfuhafarnir muni koma að
bönkunum sem eigendur.“
Morgunblaðið/Heiddi
Reynslumikill Þorsteinn býr yfir mikilli reynslu úr bankaheiminum. Hann
segir lausn á Icesave forsendu þess að af erlendu eignarhaldi verði.
Hawkpoint
réð úrslitum
Frumkvæðið kom frá kröfuhöfunum
Í HNOTSKURN
»Þorsteinn segir að samn-inganefndin hafi ekki átt
beinar viðræður við erlendu
kröfuhafana, enda hafi skila-
nefndirnar verið viðsemj-
endur fyrir þeirra hönd.
»Sérstök kröfuhafaráð hafiþó komið fram af hálfu
þeirra í viðræðunum á ein-
hverjum tímapunkti hjá öllum
bönkunum, Glitni, Kaupþingi
og Landsbanka.
Þegar bankarnir verða komnir und-
ir erlent eignarhald verður það
þeirra í reynd að ákveða samsetn-
ingu og skipulag bankanna. Skila-
nefndum Glitnis og Kaupþings ber
að hafa hag kröfuhafanna að leið-
arljósi. Í raun og veru getur skila-
nefndin hins vegar tekið sínar
ákvarðanir eins og skiptastjóri í
þrotabúi.
Steinar Þór Guðgeirsson, for-
maður skilanefndar Kaupþings,
segir ekki ástæðu til að ætla að
einhver breyting verði á því við-
móti og þeim úrræðum sem við-
skiptavinir Kaupþings fái í sínum
banka. „Þessi úrræði eru fyrst og
fremst hugsuð til þess að koma
hjólunum af stað á ný. Við eigum
FIH-bankann í Danmörku en við
sem eigendur erum ekki að skipta
okkur af daglegum rekstri þar,“
segir Steinar Þór. „Ég held að það
[erlent eignarhald] styðji við þessi
úrræði fremur en hitt,“ segir hann.
Í mörgum tilvikum séu það í reynd
hagsmunir hinna nýju eigenda, er-
lendu kröfuhafanna, að veita sann-
gjörn úrræði til að leysa úr skulda-
málum viðskiptamanna.
Munu ekki skipta sér af rekstri
Liður í endurreisn bankanna var
kynntur í gær en það er sam-
komulag stjórnvalda við skila-
nefndir gömlu bankanna. Þau
fela í sér í reynd að snúa við
ákvörðunum sem teknar voru í
skjóli neyðarlaganna.
!
"
#$ !
% &
!%
' ( !
)$
% &
!%
' ( !
#$
)$
"#
#
!
"#
$
%
&
%
"!
#
$"
Morgunblaðið/Heiddi
Fagnað með pylsu Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, t.h,
gæddi sér á pylsu í blíðviðrinu í gær ásamt samstarfsfólki sínu. Aðspurður hvernig stjórnvöld ætli
sér að tryggja það að nýir eigendur
bankanna muni slá skjaldborg um
almenna viðskiptabankastarfsemi
og þjónustu við almenning, segir
Þorsteinn Þorsteinsson að stjórnvöld
muni gera samning við skilanefnd-
irnar um það. „Við gerum ráð fyrir
því að gera samning við skilanefnd-
irnar sem má segja að verði hlut-
hafasamkomulag. Þessi samningur
muni taka á helstu álitaefnunum
varðandi það,“ segir hann. Hann
segir að ekki verði um takmörkun á
eignarrétti hinna nýju eigenda að
ræða þó sett verði skilyrði um
hvernig eigi að reka bankana.
Aðspurður hvort erlendu
kröfuhafarnir hafi einhverja
hagsmuni af því að reka við-
skiptabanka á Íslandi segir Þor-
steinn að það séu hagsmunir
kröfuhafanna að reka bankana
þannig að verðmæti þeirra auk-
ist. „Þeir gera það ekki öðruvísi
en að þjónusta viðskiptavinina á
sem bestan hátt. Ef þeir gera eitt-
hvað annað þá tapa þeir við-
skiptavinum.“ Í þessu felist að
sömu úrræði verði í boði fyrir ein-
staklinga í greiðsluerfiðleikum
og áður. „Þeir fara ekki að kaupa
einhverja eign til að eyðileggja
hana,“ segir hann.
Fara ekki að kaupa eign til að eyðileggja hana