Morgunblaðið - 21.07.2009, Side 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2009
SAMKVÆMT full-
yrðingum Jóns
Bjarnasonar ráðherra
og nokkurra annarra
þingmanna Vinstri
grænna þá sveik for-
maður þeirra, Stein-
grímur Sigfússon,
pólitíska sannfæringu
sína og samvisku svo
kirfilega að þeir
hljóta að krefjast
landsfundar til að setja manninn
af. Steingrímur eins og fleiri
þingmenn VG hefur lýst yfir að
hann sé andvígur aðild Íslands að
Evrópusambandinu. Samt kaus
hann með þingsályktun rík-
isstjórnar Vinstri grænna um að
Ísland hefji viðræður um aðild að
ESB. Þar með, eins og Jón
Bjarnason og hans fylgdarsveit
orðar það, sveik hann í sömu
andrá sannfæringu sína og sam-
visku og kjósendur flokksins.
Hvað veldur því að Stein-
grímur hagar sér svona, er hann
samviskulaus eða kemur eitthvað
annað til?
Svikull þingflokkur
Vinstri græn gerðu fyrir stuttu
stjórnarsáttmála við Samfylk-
inguna. Í honum er samið um að
ríkisstjórnin leggi fram þings-
ályktun um aðildarviðræður við
ESB. Niðurstöður þeirra við-
ræðna verði svo bornar undir
þjóðaratkvæði til
synjunar eða sam-
þykkis. Steingrímur
Sigfússon og fleiri
þingmenn VG hafa
marglýst þeirri
sannfæringu sinni að
aðild að ESB þjóni
ekki hagsmunum Ís-
lands. En þeir hafa
líka margtekið fram
að þeir telji það rétt
lýðræði að Íslend-
ingar fái að vita hvað
felst í samningi um
aðild að ESB og eigi þess svo
kost eins og aðrar þjóðir að
greiða atkvæði þar um. Og
„flokksráðsfundur hefði sam-
þykkt þátttöku í ríkisstjórninni
m.a. á grunvelli þess að málið
yrði sett í þennan farveg“.
(Steingr. Sigfúss. í Mbl. 15. júlí
bls. 4).
Það er því rangt að Stein-
grímur sé að svíkja samvisku
sína þegar hann stendur við sam-
komulag um málsmeðferð, sem
flokksráð og þingflokkur hans
hefur samþykkt. Steingrímur er
þvert á móti að þjóna þeirri
sannfæringu og samvisku siðaðra
manna að standa við þá samn-
inga sem þeir gera.
Þeir þingmenn VG, sem sam-
þykktu stjórnarsáttmálann og
sviku hann svo, eiga aftur á móti
sitthvað óuppgert við samvisku
sína og sjálfsvirðingu.
Einnig hlýtur Samfylkingin að
haga sér eftirleiðis í samræmi við
þá staðreynd að ekki er hægt
að treysta á samninga við þing-
flokk Vinstri grænna.
Gefið okkur Barrabas
Kannski sýnir best á hvaða
róli þessi umræða er að fyrr-
verandi formaður Alþýðu-
bandalagsins Ragnar Arnalds
mætti Þorsteini Pálssyni, fyrr-
verandi formanni Sjálfstæð-
isflokksins, í Kastljósi sjón-
varpsins. Þar sáu þeir sem sjá
og heyrðu þeir sem heyra, að
14 af 16 þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins hafna nú skoð-
unum fyrrverandi formanns
Sjálfstæðisflokksins og gera
þeirra í stað Ragnar Arnalds,
fyrrverandi formann Alþýðu-
bandalagsins, að leiðtoga sín-
um.
Ætli fleirum en mér hafi ekki
dottið í hug að lýðurinn hrópaði
„gefið okkur Barrabas“.
Samviska Steingríms
Sigfússonar
Eftir Birgi
Dýrfjörð » Þeir þingmenn VG,
sem samþykktu
stjórnarsáttmálann og
sviku hann svo, eiga
aftur á móti sitthvað
óuppgert við sam-
visku sína og sjálfs-
virðingu.
Birgir Dýrfjörð
Höfundur er í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.
ÞEIR Ragnar H.
Hall lögmaður og
Eiríkur Tómasson
lagaprófessor hafa á
opinberum vettvangi
haldið því fram að
skuldbindingar vegna
innstæðutrygginganna
í Icesave-málinu hafi
verið rangt reiknaðar.
Takmarkaður rök-
stuðningur hefur fylgt fullyrðingum
þeirra en þó verður helst skilið að
þeir telji að réttur lagaskilningur
leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs
innstæðutrygginga eigi að njóta ein-
hvers konar aukins forgangs fram
yfir aðrar forgangskröfur við út-
hlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í
því sambandi er vísað til þeirra
reglna sem beitt hafi verið við út-
hlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir
að hann hefur leyst til sín hluta af
forgangskröfu launamanns.
Þessi skilningur á gildandi fram-
kvæmd um úthlutun til Ábyrgða-
sjóðs launa er okkur framandi. Þó
höfum við bæði fengist mikið við
gjaldþrotarétt, bæði sem skipta-
stjórar og sem kennarar í fulln-
usturéttarfari. Þvert á móti teljum
við að gildandi framkvæmd sé ein-
dregið þannig að Ábyrgðarsjóður
launa eignist einungis hliðsetta
stöðu við launamanninn sem hann
keypti hluta kröfu af þegar kemur
að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki
neina frekari forgangsstöðu. Þetta
teljum við að hafi verið óumdeild
framkvæmd við gjaldþrotaskipti
hérlendis um árabil. Á þetta hefur
þó ekki reynt fyrir dómstólum svo
okkur sé kunnugt.
Rétt er að taka fram að neyðar-
lögin svokölluðu koma þessu máli
ekki við að öðru leyti en því að þau
áskildu að innstæður skyldu taldar
meðal forgangskrafna. Í 112. gr.
laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eru
innstæður ekki taldar upp meðal
þeirra krafna sem njóta forgangs við
gjaldþrotaskipti. Forgangur inn-
stæðna helgast hins vegar af ákvæð-
um neyðarlaganna og síðar laga nr.
44/2009 um breytingu á lögum um
fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið
fram að við slitameðferð fjármála-
fyrirtækis skuli: „kröfur um inn-
stæður samkvæmt lögum um inn-
stæðutryggingar og tryggingakerfi
fyrir fjárfesta jafnframt teljast til
krafna sem njóta rétthæðar skv. 1.
og 2. mgr. 112. gr. laga um gjald-
þrotaskipti o.fl.“ Í 115. gr. laga um
gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram
að „[v]ið framsal eða önnur að-
ilaskipti að kröfu fylgja réttindi á
hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr.“ Í
þessu felst árétting á þeirri almennu
reglu sem ævinlega hefur verið talin
gilda að gjaldþrotaskiptarétti og
raunar hvarvetna í kröfurétti einnig,
að framsalshafi kröfu eignist þann
rétt sem framseljandi átti en ekki
betri rétt eins og Ragnar og Eiríkur
virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um
innstæðutryggingar og trygg-
ingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi
til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur
hann kröfu kröfuhafa á hendur hlut-
aðeigandi aðildarfyrirtæki eða
þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétt-
hæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr.
laga um gjaldþrotaskipti o.fl. …“
Tryggingasjóðurinn yfirtekur því
hluta kröfu innstæðueiganda, að því
marki sem sjóðurinn hefur greitt
innstæðueiganda innstæðu sína. Þá
verður í raun um að ræða tvær kröf-
ur sem lýst verður í bú fjármálafyr-
irtækis vegna einnar innstæðu:
kröfu Tryggingarsjóðs annars vegar
og kröfu innstæðueiganda vegna
þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur
ekki fengið bætta, hins vegar.
Það er því ljóst ef ákvæði laganna
eru lesin að allar kröfur um inn-
stæður samkvæmt lögum um inn-
stæðutryggingar teljast forgangs-
kröfur á grundvelli 112. gr. laga um
gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður
séð að neins staðar í þessum eða öðr-
um lagaákvæðum sé mælt fyrir um
mismunandi rétthæðar þeirra eftir
því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr.
laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir:
„Næstar kröfum skv. 109.-111. gr.
ganga að réttri tiltölu við fjárhæð
hverrar kröfu:“ Er því síðan lýst
hvaða kröfur eigi þar undir. Ekki er
gerður neinn greinarmunur á teg-
und krafna innbyrðis, eins og er t.d.
gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í
lögum um innstæðutryggingar að
finna ákvæði sem kveður á um að
kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera
rétthærri en aðrar forgangskröfur,
né heldur er fjallað um það í lögum
um fjármálafyrirtæki. Þau laga-
ákvæði, sem veita Tryggingasjóðn-
um og almennum innstæðuhöfum
forgangsrétt við úthlutun, vísa ein-
ungis til 112. gr. laga um gjald-
þrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð
fyrir innbyrðis forgangi þessara
krafna heldur þvert á móti tekið
fram að greiðast skuli upp í kröf-
urnar samkvæmt tiltölu.
Til að unnt væri að líta svo á að
sumar forgangskröfur gengju fram-
ar öðrum þyrfti að vera til þess laga-
stoð eða sérstaklega um það samið
milli upphaflegs forgangskröfuhafa
og þess sem eignast hluta kröfu hans
að sá síðarnefndi skuli njóta for-
gangs við úthlutunina.
Reiknað á röngum forsendum
Eftir Ásu Ólafs-
dóttur og Ástráð
Haraldsson
»Ekki verður séð að
neins staðar í þess-
um eða öðrum laga-
ákvæðum sé mælt fyrir
um mismunandi rétt-
hæðar þeirra eftir því
hver kröfuhafinn er.
Ása Ólafsdóttir
Höfundar eru hæstaréttarlögmenn.
Ástráður Haraldsson
ÁRUM saman hafa
sparisjóðir verið einu
fjármálastofnanirnar
sem margar byggðir
landsins áttu aðgang
að. Sparisjóðirnir voru
til staðar til að halda
lífinu og vextinum í
samfélaginu á meðan
bankarnir neituðu að
lána jafnt fyrirtækjum
til nýframkvæmda og
einstaklingum til íbúðabygginga.
Þessir sjóðir hafa í gegnum árin bor-
ið menningu, íþrótta- og æskulýðs-
starf á höndum sér og stuðlað að öfl-
ugu menningarlífi og tryggt börnum
og unglingum jafnræði til fé-
lagsstarfs. Við hrun bankanna urðu
sparisjóðirnir fyrir miklu áfalli, m.a.
vegna eignatengsla þeirra við Spari-
sjóðabankann, Kaupþing og Exista.
Því var talið nauðsynlegt að hafa í
neyðarlögunum ákvæði um að ríkið
gæti komið sjóðunum til aðstoðar
með stofnfjárframlagi að allt 20
milljörðum króna. Í desember var
svo sett reglugerð um hvernig skyldi
standa að umsókn um framlag frá
ríkinu og sóttu flestir sparisjóðir um
á grundvelli þeirra reglna og laga
sem þá giltu. Allt var til reiðu til að
koma sjóðunum til bjargar.
Nýjar leikreglur
Nú hefur leikreglunum verið
breytt, enn á ný. Ríkisstjórn Vinstri
grænna og Samfylkingar hefur
keyrt í gegnum þingið lög sem leyfa
að færa stofnfé sparisjóða niður og
gerir það að skilyrði fyrir aðstoð rík-
isins að stofnfjáreigendur samþykki
að færa niður stofnfé sitt.
Þetta er rökstutt í skjóli þess að
gæta þurfi jafnræðis við hlutafjár-
eigendur og skilningsleysi rík-
isstjórnarinnar á sérstöðu stofnfjár.
Það sem vantar í hugsun ríkisstjórn-
arinnar er að stofnfé er ekki sama og
hlutafé. Stofnfé hefur verið hugsað
sem innlán sem skilaði eigendum
sínum ávöxtun. Þá má
ekki gleyma félagslegu
hlutverki sparisjóð-
anna, en víða um land
eru þessar stofnanir
akkeri í samfélaginu og
jafnvel eini aðilinn sem
tryggði aðgengi fyr-
irtækja og einstaklinga
að fjármagni. Það er því
kolrangt að setja sama-
semmerki milli spari-
sjóðanna og hluta-
fjárvæddra banka.
Stjórnvöldum var bent á þennan
mun á eðli sparisjóðanna og bank-
anna og á leiðir til að ná fram mark-
miði sínu án þess að setja framtíð
sveitarfélaga og hundruð ef ekki
þúsundir einstaklinga í uppnám en
án árangurs.
Mikilvægi sjóðanna
Saga sparisjóðanna er á mörgum
stöðum samofin sögu viðkomandi
byggðarlaga. Í bókinni aldarsaga
Sparisjóðs Bolungarvíkur 1908-2008
segir: „Með aukinni peninganotkun
samfara uppbyggingu vélbátaflota
og þorps í Bolungarvík varð leiðandi
mönnum í Hólshreppi ljós nauðsyn
þess að stofna sparisjóð heima í hér-
aði til að styrkja atvinnurekstur og
húsbyggingar í víkinni.“ Þetta verð-
ur ríkisstjórnin að hafa í huga þegar
ákvarðanir eru teknar um framtíð
sparisjóðanna. Ríkisstjórnin verður
með afdráttarlausum hætti að eyða
óvissu varðandi fyrirætlanir sínar og
gæta að hinu mikla félagslega og
sögulega hlutverki þeirra – hlut-
verki þeirra sem kjölfesta í héraði.
Sparisjóðir –
kjölfesta í héraði
Eftir Gunnar Braga
Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
» Það sem vantar í
hugsun ríkisstjórn-
arinnar er að stofnfé er
ekki sama og hlutafé.
Höfundur er þingmaður Norðvest-
urkjördæmis og formaður þingflokks
Framsóknarflokksins.
ÞAÐ er að koma æ
betur í ljós þessa dag-
ana að hefðbundið
verklag stjórnmálanna
dugar ekki til að tak-
ast á við og leysa þau
stóru og aðkallandi
efnahagslegu og póli-
tísku vandamál sem
þjóðin á við að glíma.
Kannski eru þau ein-
mitt svo óvenjuleg og
stór að þau kalla á óvenjulega póli-
tíska nálgun til lausnar. Nægir hér
að nefna þau tvö mál sem hæst hefur
borið í umræðunni upp á síðkastið:
Icesave og aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið.
Það er ekki bara að stjórn og
stjórnarandstöðu greini á um þessi
mál – og auðvitað stjórnmálaflokk-
ana innbyrðis – heldur eru afar
skiptar skoðanir um þau innan
flokkanna sjálfra. Og svo er raunar
um fleiri brýn úrlausnarefni þessa
dagana. Vikum og mánuðum saman
hafa þessi mál tekið upp allan þrótt
stjórnmálamanna – án niðurstöðu.
Alþingi og ríkisstjórn veita þjóðinni
ekki þá forystu og leiðsögn út úr
vandanum sem hún á heimtingu á.
Það hefur myndast einhverskonar
pólitísk stífla sem verður að rjúfa ef
allur gróður fyrir neðan hana á ekki
að skrælna upp og deyja.
Það mætti líkja þessu við að þjóð-
arskútan hefði steytt á skeri. Hluti
áhafnarinnar féll fyrir borð, – það
kom leki að skipinu og sjórinn fossar
inn. Skipstjórnarmenn standa í
brúnni og deila um hvert eigi að
sigla. Átta sig ekki á því
að það verður ekkert
siglt fyrr en lekinn hef-
ur verið stöðvaður og
áhöfnin er komin um
borð aftur.
Af hverju ekki að
rjúfa þessa stíflu með
því að mynda þjóð-
stjórn í afmarkaðan
tíma um afmörkuð
verkefni? Það þarf að
koma bankakerfinu og
fjármálalífinu aftur á
laggirnar, – það þarf að komast að
niðurstöðu um aðferðafræðina varð-
andi Icesave og aðildarumsókn að
Evrópusambandinu, – það þarf af
fremsta megni að forðast stórfellt
atvinnuleysi og koma í veg fyrir að
venjulegt fólk missi íbúðarhúsnæði
sitt og verði gjaldþrota í stórum stíl.
Af hverju ekki að mynda þjóð-
stjórn um þessi brýnustu verkefni í
12-14 mánuði – skrúfa fyrir lekann –
og kjósa svo um hvert skuli sigla
skipinu? Það myndi að minnsta kosti
vekja með þjóðinni einhverja trú og
von um að við værum á leið út úr
vandanum. Vonleysið getur nefni-
lega orðið meira vandamál en efna-
hagsvandinn!
Vonleysi er vandamál
Eftir Írisi
Róbertsdóttur
Íris Róbertsdóttir
» Af hverju ekki að
rjúfa þessa stíflu
með því að mynda þjóð-
stjórn ...
Höfundur er grunnskólakennari og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.