Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FEÐUR á Íslandi eru hvað dugleg-
astir feðra á Norðurlöndunum að
nýta sér rétt til töku fæðingarorlofs
ef marka má samanburð í finnskri
úttekt á fyrirkomulagi fæðing-
arorlofs á Norðurlöndunum.
Íslenskir feður tróna á toppnum í
samanburðinum ef mælt er hversu
stóran hlut feður eiga í orlofstöku
beggja foreldra. Þegar borið er sam-
an hlutfall af samanlögðum fæðing-
arorlofsdögum sem feður nýta sér í
löndunum kemur í ljós að það er
tæpur þriðjungur hér á landi af öllu
fæðingaorlofi. Hlutfallið var hæst á
árinu 2005 en hefur lítillega minnkað
á árunum 2006 og 2007.
Þetta er langhæsta hlutfallið á
Norðurlöndunum fimm sem sam-
anburðurinn nær til. Í Svíþjóð sem
kemur næst í röðinni var hlutfallið
tæp 22% á árinu 2007. Norðmenn
eru í þriðja sæti en þar taka karl-
arnir rúm 11% þess fæðingarorlofs
sem foreldrar fara í þar í landi. Í
Finnlandi og Danmörku er hlutfallið
mun lægra eða rúm 6%.
Lengsta orlofið í Svíþjóð
Þessar tölur segja þó ekki alla
söguna þar sem fyrirkomulag fæð-
ingarorlofs er mismunandi. Þannig
eiga feður í Finnlandi t.d. rétt á sér-
stöku bónus-orlofi óháð rétti móður,
sem ekki er talið með í þessum sam-
anburði. Þá er rétt að hafa í huga að
mjög mismunandi er hvað foreldrar
eiga kost á löngu fæðingarorlofi. Það
er hvergi lengra en í Svíþjóð eða 16
mánuðir sé það er tekið í einu lagi og
í Noregi getur fæðingarorlof náð yf-
ir 44 til 54 vikur, svo dæmi séu
nefnd.
Eftir að núgildandi fæðing-
arorlofslög tóku gildi hér á landi
stórfjölgaði þeim feðrum sem nýta
sér rétt sinn til fæðingarorlofs eins
og meðfylgjandi tölur bera með sér.
Eins og kunnugt er fara yfir 90%
feðra á Íslandi í feðraorlof. Þetta eru
mikil umskipti því fyrir hálfum öðr-
um áratug var hlutur þeirra í fæð-
ingarorlofsdögum aðeins 0,1% og
fyrir réttum tíu árum fóru aðeins
þrír feður á hver 10 nýfædd börn í
sérstakt feðraorlof. Mun færri en á
öðrum Norðurlöndum.
Íslenskir feður nýta sér um þriðjung fæðingarorlofsdaga foreldra hér á landi Hlutfallið hefur vaxið
ört og er nú mun hærra en á öðrum Norðurlöndum Sænskir feður koma næst á eftir þeim íslensku
Feðraorlofið vel nýtt á Íslandi
/0 12 "
1 3.4
1 10 12$
"
!
"#
&5
&
,5
,
5
5
6768 68, 689 687 68: 6 6, 69
FLUGSAFNI Íslands á Akureyri
var í gær afhent að gjöf saga Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna
ásamt flugmannatali. Það voru þeir
Jóhannes Bjarni Guðmundsson for-
maður FÍA og Kjartan Jónsson,
framkvæmdastjóri félagsins sem
afhentu félaginu þessu rit, ásamt
munum sem um nokkurt skeið hafa
verið í vörslu félagsins. Þar má
meðal annars nefna flugskírteini og
ýmsa muni sem voru í eigu Björns
Eiríkssonar heitins flugstjóra. Það
var Gestur Einar Jónasson, safn-
stjóri Flugsafns Íslands, sem veitti
mununum viðtöku í gær.
FÍA afhenti Flug-
safni Íslands
merka gripi að gjöf
Flugmenn Flugsafnið fær góða gjöf.
TELJA má víst að töluverður fjöldi
ferðamanna hyggist fylgjast með
Gleðigöngu samkynhneigðra í mið-
borg Reykjavíkur í dag og eru jafn-
vel sumir hingað komnir gagngert
vegna hátíðarinnar.
Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur,
forstöðumanns Höfuðborgarstofu,
eru nokkrir erlendir blaðamenn
hingað komnir vegna hátíðarinnar
og talið að það sama eigi við um al-
menna ferðamenn.
Ómissandi í menningarlífinu
„Ég hef engar tölur, meira tilfinn-
ingu. Þetta er sá tími sem hvað flest-
ir ferðamenn eru á Íslandi og þá er
erfitt að meta aukningu út af einum
einstökum atburði. En þessi Gay-
pride hátíð er orðin stórkostlega
flott og klárlega saga til næsta bæj-
ar.“
Hún segir engan vafa á því að há-
tíðin trekki að fólk og orðspor henn-
ar og umfjöllun um hana skili sér
margfalt, ekki bara á næsta Gay
Pride heldur líka þess á milli.
„Það sem er svo fallegt við þessa
hátíð og Menningarnótt líka er að
þetta eru hátíðir sem hafa vaxið í
krafti sjálfra sín. Þetta eru dagar
sem fólk tekur frá og það er magnað
hvað það hefur gerst á fáum árum að
þær verði ríkur hluti í menning-
unni.“
Gleði-
gangan
trekkir
Erlendir ferða- og
blaðamenn mættir
SAMTÖK hernaðarandstæðinga á
Norðurlandi segjast hafa ákveðið að
fresta fyrirhugaðri mótmælastöðu
sem átti að hefjast við Akureyr-
arflugvöll í dag. Þetta sé gert þar
sem aðflugsæfingum Bandaríkja-
hers hafi verið frestað um óákveðinn
tíma. Þau hafa þó njósn um að æfing-
arnar fari fram síðar í vikunni, að því
er segir í tilkynningu samtakanna.
Fresta mót-
mælum í dag
ALLS höfðu í
gær greinst 72
tilfelli með stað-
festa sýkingu af
völdum inflúensu
A(H1N1), svo-
kallaðrar svína-
flensu, á Íslandi
frá því í maí
2009. Þetta kem-
ur fram í upplýsingum frá Land-
læknisembættinu. Þar af eru 37
karlar og 35 konur.
Ekki er vitað um alvarleg veik-
indi af völdum inflúensuveirunnar
hérlendis.
Enn bætist í hóp
sýktra á Íslandi
ALLS 33 kaupsamningum vegna
fasteignaviðskipta á höfuðborg-
arsvæðinu var þinglýst síðustu vik-
una, dagana 31. júlí til 6. ágúst. Alls
voru 27 þessara samninga vegna
eigna í fjölbýlishúsum.
Heildarveltan var 876 milljónir
króna og meðalupphæð á samning
26,6 milljónir kr. Á sama tíma var
tveimur kaupsamningum á Suð-
urnesjum þinglýst, fimm á Ak-
ureyri og einum á Árborgarsvæð-
inu. Sömu viku í fyrra var 53
samningum þinglýst á höfuðborg-
arsvæðinu, átta á Akureyri og
þremur vegna fasteigna fyrir aust-
an fjall.
Samdráttur á
fasteignamarkaði
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
„ÉG SKIL ekki hvernig ég hef farið að því að endast svona
lengi,“ sagði frú Ingrid Marie Sigfússon sem fagnar 100
ára afmæli í dag. „Ég er ung ennþá,“ sagði hún og hló.
Ingrid fæddist í Maribo í Danmörku, dóttir hjónanna
Valborgar Pedersen Einarsson og Vigfúsar Guðmanns
Einarssonar kaupmanns frá Seyðisfirði. Valborg náði 103
ára aldri og Vigfús Guðmann varð 96 ára. Þau eignuðust
sex börn og eru fjögur á lífi. Elst þeirra er Edel 102 ára,
Ingrid 100 ára, Bjarni 98 ára og Ingibjörg 92 ára. Fjögur
systkinanna fluttu til Íslands.
Ingrid lærði ljósmyndun í Danmörku og starfaði þar á
ljósmyndastofu í eigu konu. „Einu sinni var ljósmyndarinn
ekki heima og þá kom læknir með mann sem hann vildi
láta mynda nakinn. Ég tók myndirnar og hafði svolítið
gaman af því,“ sagði Ingrid. Hún sagði þetta vera það eft-
irminnilegasta af ljósmyndaferlinum. „Ég hafði líklega
ekki séð nakinn mann áður en þetta var. Ég er viss um að
konan sem átti ljósmyndastofuna sá eftir því að hafa ekki
verið heima!“
Ingrid hætti að vinna við ljósmyndun þegar hún giftist
Brynjúlfi Sigfússyni kaupmanni, söngstjóra og organista
frá Vestmannaeyjum. Brynjúlfur var fæddur 1885. Þau
gengu í hjónaband 11. júní 1933 í Danmörku og fluttu til
Eyja um haustið. Þar rak Brynjúlfur Brynjúlfsbúð, var
kórstjóri og organisti í Landakirkju og samdi sönglög. Þau
eignuðust fjögur börn, Aðalstein, f. 1936, Bryndísi, f. 1941,
Herstein, f. 1945, og Þorstein, f. 1947, d. 2000.
Það voru mikil viðbrigði fyrir Ingrid að flytja til Vest-
mannaeyja, svolítið eins og að fara aftur í tímanum.
„Ég tók bara lífinu eins og það var,“ sagði Ingrid. „Það
var dálítið erfitt meðan vatnið var ekki lagt í hús í Vest-
mannaeyjum. Maður þurfti að sækja vatn í brunninn og
þar var skjóla til að ná því upp.“ Hún var í Vestmanna-
kórnum undir stjórn Brynjúlfs og söng alt. Kórinn fór í
söngferðir upp á land og hélt tónleika í Eyjum.
Ein með fjögur ung börn og verslunarrekstur
Brynjúlfur dó í febrúar 1951. Elsti sonurinn, Aðalsteinn,
var þá á 15. ári, Bryndís að verða 10 ára, Hersteinn á 5. ári
og Þorsteinn nýlega orðinn þriggja ára. Ingrid tók við
rekstri Brynjúlfsbúðar og forsjá heimilisins. „Mér fannst
það aldrei neitt erfitt,“ sagði Ingrid. Bjarni bróðir hennar
fluttist til Vestmannaeyja frá Danmörku til að hjálpa Ing-
rid við rekstur verslunarinnar og heimilishaldið. Bjarni
býr enn hér á landi. Ingrid flutti frá Eyjum 1966 með
börnunum sem enn voru heima.
„Þá vildi ekkert af börnunum vera í Vestmannaeyjum
heldur fara til Reykjavíkur,“ sagði Ingrid. „Ég saknaði
alltaf Vestmannaeyja. Það var gott að vera þar. Ég hefði
líklega verið þar áfram ef börnin hefðu ekki viljað fara.
Seinna söknuðu þau líka Vestmannaeyja.“
Ingrid ferðaðist mikið og hafði mikla unun af ferðalög-
um til útlanda. Hún fór m.a. víða um Evrópu, þvert yfir
Bandaríkin og um Suður-Ameríku. „Maður hefur séð
margt skemmtilegt í ferðunum,“ sagði Ingrid. Hún sagði
að það hafi kannski verið erfiðast að vera svona lengi ein.
Brynjúlfur var eini maðurinn í lífi hennar.
„Ég átti engan kærasta, en ég átti börnin,“ sagði Ingrid.
„Ég hugsa stundum að það hefði verið skemmtilegra að
eiga kærasta. Ég er svona sæmilega ánægð með lífið. Það
vantar svo mikið þegar maður á ekki mann.“
„Ég tók bara lífinu
eins og það var“
Frú Ingrid Marie Sigfússon er 100 ára í dag Hún fædd-
ist í Danmörku, lærði þar ljósmyndun og giftist svo til Íslands
Morgunblaðið/RAX
Minningar Frú Ingrid skoðaði mynd af sér og Brynjúlfi Sigfússyni með Aðalstein elsta son þeirra. Sigrún Gylfadótt-
ir, barnabarn Ingrid, var í heimsókn hjá ömmu sinni og aðstoðaði við viðtalið, en Ingrid er farin að tapa heyrn.