Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
SMÁRALIND · SÍMI 530 2900 ATH! - - LOKAÐ Í DAG Í ORMSSON LÁGMÚLA 8 OG SÍÐUMÚLA 9
Hvað er Stjörnu-Oddi?
Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi
(Star-Oddi Ltd.) var stofnað 1985.
Það hefur skipað sér í fremstu röð
þeirra sem framleiða búnað til
rannsókna á hafinu og lífverum
þess.
Hvað gerir Stjörnu-Oddi?
Stjörnu-Oddi smíðar m.a.
örsmá fiskamerki sem safna upp-
lýsingum um hitastig og dýpi þar
sem merktir fiskar halda sig. Með
þeim má fylgjast með göngum
fiskistofna og umhverfisþáttum í
hafinu.
S&S
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
SJÁLFVIRKT mælitæki sem skráir
m.a. hjartslátt, súrefnismettun blóðs
og hitastig í dýrum er nú í hönnun
hjá fyrirtækinu Stjörnu-Odda (Star-
Oddi) í Reykjavík. Frumgerð tæk-
isins í endanlegri mynd á að vera
tilbúin til prófana í lok ársins 2010.
Ásgeir Bjarnason, sem lauk BS-
gráðu í heilbrigðisverkfræði frá HR
á liðnu vori, hefur unnið að smíði
tækisins hjá Stjörnu-Odda í sumar.
Hann var ráðinn til starfans með
stuðningi Nýsköpunarsjóðs náms-
manna. Ásgeir er nú á förum til Tam-
pere í Finnlandi þar sem hann ætlar
að leggja stund á meistaranám í heil-
brigðisverkfræði. Sérsvið hans verð-
ur mælitækni og rafmagnsfræði á
sviði heilbrigðisverkfræði. Í heil-
brigðisverkfræði er aðferðum verk-
fræðinnar beitt við mörg svið heil-
brigðisvísinda. Þar má m.a. nefna
ýmsan tækjabúnað á sviði lækninga
og rannsókna og þróun t.d. gervi-
lima, mælitækja og annarra tækja
fyrir heilbrigðisvísindi.
Eins og stór pilla
Stjörnu-Oddi hefur þegar sett á
markað hitamæla af svipaðri stærð
og tækið sem nú er verið að þróa.
Þeir nýtast m.a. rannsakendum við
að prófa lyf gegn svínaflensunni.
Nýja tækið mun geta mælt og
skráð fleiri þætti líkamsstarfsem-
innar en hitastigið eitt, þ.e. hjartslátt
og hugsanlega einnig súrefnismettun
blóðs. Ásgeir segir að í sumar hafi
mælibúnaður nýja tækisins verið
þróaður og prófaður á mönnum út-
vortis. Næsta stóra verkefnið verður
að smækka búnaðinn og prófa hann á
dýrum. Hann segir stefnt að því að
vera með fyrstu frumgerð af smækk-
uðum búnaði tilbúinn til prófana í lok
ársins 2010. Tækið verður í hylki sem
verður 24 mm langt og 8,3 mm í þver-
mál, eða eins og stór pilla.
„Þetta tæki er hugsað fyrir til-
raunadýr. Því verður komið fyrir í
kviðarholi með einfaldri og auðveldri
skurðaðgerð,“ sagði Ásgeir. Tækið
mun skrá áhrif lyfja á líkams-
starfsemi dýranna yfir ákveðin tíma-
bil.
Ásgeir segir að stefnt sé að því að
hægt verði síðar að lesa af bún-
aðinum þráðlaust. Til þess verður
samskiptabúnaðurinn að nota afar
lítð afl til þess að ekki þurfi að koma
til stærri rafhlaða en hún myndi
krefjast meiri fyrirferðar á tækinu.
Ásgeir taldi að hleðslan myndi end-
ast frá nokkrum mánuðum og upp í
heilt ár, líftíminn er háður mælitíðn-
inni.
Miðað við þarfir lyfjarannsókna
Miðað er við að tækið uppfylli
kröfur lyfjaiðnaðarins. Helstu not-
endur tækjabúnaðar af þessu tagi
eru lyfjafyrirtæki sem nota hann við
lyfjatilraunir og rannsóknir. Ásgeir
sagði að mælitækin myndu geta nýst
fleirum við rannsóknir m.a. á sviði
læknisfræði, lífeðlisfræði og líffræði.
Smíði tækjanna mun fara fram hjá
Stjörnu-Odda hér á landi. Íhlutirnir
koma úr ýmsum áttum, sumir fram-
leiddir hjá Stjörnu-Odda. Hugvitið
og tæknin eru þróuð hér á landi.
Markaður fyrir tæki af þessu tagi er
enn nær allur í útlöndum.
Morgunblaðið/Heiddi
Tilraunir Ásgeir Bjarnason hefur prófað nýja tækið á sjálfum sér, en aðeins útvortis. Endanleg gerð tækisins í
smækkaðri mynd verður í hylki sem verður aðeins 24 mm langt og 8,3 mm í þvermál, eða eins og stór pilla.
Smíða smágert tæki sem
skráir líkamsstarfsemina
Stjörnu-Oddi er að hanna tæki á stærð við pillu sem m.a. á að nota við rann-
sóknir á áhrifum nýrra lyfja Tækinu verður komið fyrir í kviðarholi dýra
HÁTÍÐIN Sumar á Selfossi fer
fram um helgina, en hátíðin hef-
ur verið haldin árlega síðan 1995.
Umsjón með hátíðinni er í hönd-
um Knattspyrnufélags Árborgar.
Dagskráin er fjölbreytt, m.a. fót-
boltamót, fornbílasýning og hand-
verksmarkaður.
Svokallaður Sléttusöngur fer
nú í fyrsta skipti fram í bæj-
argarðinum við Sigtún, en um
eitt þúsund manns mættu á
sléttusönginn í fyrra. Að þessu
sinni sér Árni Johnsen um að
stjórna söngnum. Að söngnum
loknum verður flugeldasýning á
bökkum Ölfusár.
Sumar á Selfossi
um helgina
Morgunblaðið/Kristinn
JÓNS Vídalíns,
biskups í Skál-
holti, verður
minnst um
helgina í Garða-
kirkju í Garða-
bæ. Jón Vídalín
(1666-1720) er
þekktastur fyrir
rit sitt Vídal-
ínspostillu sem
er húslestr-
arpostilla, með einni predikun fyrir
hvern hátíðisdag ársins, ætluð til
upplestrar á heimilum. Postillan
var ein mest lesna bók á Íslandi um
tveggja alda skeið og hafði veruleg
áhrif á íslenska menningu, trúarlíf
og bókmenntir fram á 20. öld.
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir pre-
dikar og þjónar fyrir altari í mess-
unni á sunnudag. Fyrir messu verð-
ur boðið upp á Vídalínsgöngu frá
Bessastaðakirkju kl. 19 yfir í
Garðakirkju. Á tröppum Bessa-
staðakirkju verður sagt í stuttu
máli frá persónu Jóns Vídalíns bisk-
ups. Á leiðinni verða flutt hugleið-
ingarorð úr ræðum biskupsins. Að
lokinni messu er boðið upp á akstur
yfir í Bessastaðakirkju til að sækja
farartæki kirkjugesta.
Minnast Jóns
Vídalíns með messu
Jón Vídalín
HEILDARFJÖLDI frjókorna í and-
rúmslofti í Reykjavík í sl. mánuði
var tæplega 1.900 frjó í hverjum
rúmmetra. Að-
eins einu sinni
áður hafa þau
mælst fleiri í
júlí, 1991.
Frjómagn á
Akureyri í fyrra
mánuði var
langt undir
meðallagi. Með-
altalið er 812
frjó í hverjum
rúmmetra en þau voru í síðasta
mánuði 332. Þetta kemur fram í
mælingum Náttúrufræðistofnunar
Íslands sem segir að verði þurrt og
vindasamt í ágúst gætu frjótölur í
mánuðinum einnig orðið háar.
sbs@mbl.is
Frjómagn í lofti
mælist mikið
EKIÐ var á barn á reiðhjóli á Vík-
urbraut í Grindavík um kl. 13 í gær-
dag. Að sögn lögreglunnar á Suð-
urnesjum slapp barnið með
minniháttar áverka, en bifreiðin
var á lítilli ferð. Barnið var flutt á
heilsugæslustöðina í bænum og
hugað að því þar.
Ekið á barn á reið-
hjóli í Grindavík