Morgunblaðið - 08.08.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
FRESTUR til að senda inn at-
hugasemdir við breytingu á deili-
skipulagi á Bergstaðastræti 16-20
og Spítalastíg 6b hefur verið
framlengdur um mánuð eða til 7.
september. Ákvörðunin um fram-
lengingu frestsins var tekin á
embættisafgreiðslufundi skipu-
lagsstjóra Reykjavíkur í gær,
sama dag og fresturinn átti að
renna út.
Deiliskipulagsbreytingin er um-
deild en þar er fyrirhugað að
koma fyrir 40 hótelíbúðum. Íbúar
hafa mótmælt fyrirhuguðum
áætlunum og talsvert hefur verið
fjallað um málið í fjölmiðlum.
Nokkur fjöldi athugsemda hef-
ur nú þegar borist Skipulagssviði
við deiliskipulagsbreytinguna og
mun væntanlega fjölga með fram-
lengdum fresti. Íbúar voru ósáttir
við að málið væri sett í auglýs-
ingu yfir hásumartímann og ósk-
uðu eftir framlengingu frests til
að skila inn athugasemdum. Þeir
hafa einnig kvartað yfir að hafa
fengið litla sem enga kynningu á
málinu og óskað eftir kynning-
arfundi. Að sögn Ólafar Örv-
arsdóttur skipulagsstjóra Reykja-
víkur var ekki tekin ákvörðun um
halda kynningafund enda sé það
ákvörðun sem skipulagsráð og
formaður hennar taki.
Frestur
fram-
lengdur
Umdeild áform
um hótelíbúðir
ALMENN notk-
un á forgangs-
raforku mun
aukast um 8%
fram til ársins
2015 og um 44%
alls til ársins
2030 samkvæmt
nýrri raforkuspá
Orkustofnunar.
Spáin er unnin á vegum Orkuspár-
nefndar og er endurreikningur á
spá frá árinu 2005 út frá nýjum
gögnum og breyttum forsendum.
Spáin er byggð á forsendum um
mannfjölda, fjölda heimila, lands-
framleiðslu og framleiðslu ein-
stakra atvinnugreina.
Katlarnir
kyntir oftar
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
VEXTIR hafa lækkað hratt það sem
af er árinu hjá stóru viðskiptabönk-
unum þremur og mun hraðar en
stýrivextir Seðlabanka Íslands eða
ársverðbólga.
Eftir bankahrun spilar vaxtamun-
ur milli innlána og útlána stærra
hlutverk í afkomu banka en áður og
aukning í vaxtamun gæti verið liður í
því að bankarnir lagi sig að breytt-
um aðstæðum, að sögn viðmælenda.
Á mannamáli þýðir það að þeir geta
ekki boðið jafngóð kjör og áður, ef
þeir ætla að skila hagnaði.
Til dæmis vekur það athygli að
bestu vextir á óverðtryggðum og
óbundnum innlánum hjá bönkunum
þremur héldu í við verðbólgu síðast-
liðinn vetur, en nú er því ekki lengur
að skipta. Ársverðbólgan er enn um
11,3%, en bestu vextir á slíkum
reikningum í kringum 8-9%.
Vaxtamunur hefur aukist
Vaxtamunur milli inn- og útlána
hjá viðskiptabönkunum hefur aukist
lítillega frá áramótum, miðað við
samanburð á vaxtatöflum þeirra.
Þar má sjá að óverðtryggðir útláns-
vextir hafa lækkað um 10-11 pró-
sentustig hjá Landsbankanum og
Íslandsbanka, en um í kringum 9
prósentustig hjá Kaupþingi.
Vextir á óverðtryggðum innláns-
reikningum hafa hins vegar almennt
lækkað um í kringum 9-11 prósentu-
stig hjá Kaupþingi, í kringum 10-11
hjá Landsbankanum og um það bil
10-12 hjá Íslandsbanka. Þá er ekki
óalgengt að vextir á verðtryggðum
innlánum hafi lækkað um tvö til þrjú
og hálft prósentustig.
Á sama tíma hafa stýrivextir
lækkað úr 18% í 12% frá áramótum
og ársverðbólgan, sem var 18,6% í
janúar síðastliðnum hefur lækkað
um 7,3%.
Töflur gefa ekki glögga mynd
Daníel Helgi Reynisson, for-
stöðumaður á viðskiptabankasviði
Íslandsbanka, bendir þó á að taka
þurfi mið af því að vextir eru færðir
mánaðarlega á suma innlánsreikn-
inga. Tekur hann dæmi af 5. þrepi
Vaxtaþreps Íslandsbanka, þar sem
mánaðarvextir hafa lækkað um 9,56
prósentustig á árinu, en til að mynda
yfirdráttarvextir fyrir viðskiptavini í
Gullvild hafa lækkað um 10,55 pró-
sentustig.
Sé þetta tekið inn í reikninginn
sjáist að vaxtamunurinn hafi lítið
breyst.
Guðmundur Þórður Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri fjárstýr-
ingar og markaðsviðskipta hjá Nýja
Kaupþingi staðfestir að vaxtamunur
inn- og útlána í íslenskum krónum
hafi heldur verið að aukast hjá bank-
anum ef litið sé á vaxtatöflurnar.
Hins vegar sé erfitt að fullyrða út
frá vaxtatöflunum að hann sé að
aukast í heildina.
Aðeins eftir skoðun á efnahags-
reikningi bankans sé hægt að slá því
föstu, enda mjög mismiklar fjár-
hæðir geymdar inni á einstökum
reikningum.
Óháð því hvort og hversu mikið
vaxtamunurinn hefur verið að
aukast er skýringa á þessum hröðu
vaxtalækkunum meðal annars að
leita í breyttu landslagi í rekstri
bankanna og því hvar fólk geymir
peningana sína. Mikil aukning hefur
orðið í innlánum hjá bönkunum,
enda öruggasta sparnaðarformið á
meðan ríkið ábyrgist þau. Eftir
bankahrun er staðan því frekar sú
að bankar eigi innistæður í Seðla-
bankanum, en að þeir séu einungis í
skuld við hann eins og áður.
Á sama tíma er nánast engin eft-
irspurn eftir lánsfé í hagkerfinu og
því er, með nokkurri einföldun, hægt
að segja að fátt annað sé fyrir bank-
ana að gera en að leggja féð inn á
reikning í Seðlabankanum. Af þess-
ari ástæðu hefur ákveðið stjórntæki
sem Seðlabankinn hefur yfir að
ráða, innlánsvextir hans, meiri áhrif
en áður.
9,5% innlánsvextir Seðlabanka
Á meðan stýrivextirnir hafa lækk-
að niður í tólf prósent hafa þessir
innlánsvextir Seðlabankans lækkað
niður í 9,5%. Ein skýring á þessari
miklu lækkun á innlánsvöxtum
Seðlabankans gæti verið sú að þann-
ig hafi Seðlabankinn getað fengið
viðskiptabankana til að lækka sína
vexti, þótt ekki væri svigrúm til þess
að lækka sjálfa stýrivextina, vegna
lágs gengis krónunnar og áherslu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á að halda
vöxtum háum.
Ólíklegt er að bankarnir vilji
greiða hærri innlánsvexti til neyt-
enda heldur en þeir fá í Seðlabank-
anum, enda væri það uppskrift að
tapi. Innlánsvextir þeirra hafa því í
mörgum tilfellum lækkað niður fyrir
þetta 9,5% mark.
Morgunblaðið/Ómar
Bankar Gjaldeyrismisvægi og útlánatap gerir bönkunum nú erfitt fyrir og er sagt að þeir séu reknir með töluverðu tapi. Þótt bankarnir eigi í erfiðleikum
má ekki gleyma að þeir eiga miklar erlendar eignir og hagnast því á falli krónunnar, og enn er verðbólga mikil svo höfuðstóll útlána þeirra hækkar.
Vaxtamunurinn eykst
Lágir innlánsvextir hjá Seðlabankanum ýta á hraðar vaxtalækkanir í bönkunum
Gjaldeyrismisvægið í efnahag bankanna þýðir að þeir þurfa aukinn vaxtamun
Á árinu hafa stýrivextir Seðla-
bankans bara lækkað um sex
prósentustig og verðbólgan um
rúm sjö. Hvers vegna hafa inn- og
útlánsvextir til neytenda þá
lækkað miklu meira?
Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hvað fleira kallar á aukinn
vaxtamun inn- og útlána?
Eitt af því sem kallar á aukinn
vaxtamun er gjaldeyrismisvægið í
efnahag nýju bankanna. Það vegur
líklega mun þyngra en fyrrnefndir
innlánsvextir Seðlabanka Íslands,
enda er mestur hluti innlána bank-
anna væntanlega bundinn í útlánum,
þar sem þau ávaxtast. Það er sem-
sagt ekki nema lítill minnihluti inn-
lánanna liggjandi inni á reikningi í
seðlabankanum.
Þetta gjaldeyrismisvægi felst í því
að bankarnir eiga mikið af erlendum
eignum, sem bera lága vexti. Á sama
tíma eru þeir fjármagnaðir í hávaxta-
mynt, íslenskum krónum, svo skuldir
þeirra bera háa vexti. Bankarnir eru
með öðrum orðum að stríða við nei-
kvæðan vaxtamun í sínum við-
skiptum, það sem í daglegu tali kall-
ast tap. Bankarnir þurfa að draga úr
þessum neikvæða vaxtamun og geta
gert það með því að auka muninn á
innlánsvöxtum sínum og útláns-
vöxtum.
Mikil útlánatöp þrýsta einnig á að
bankarnir taki sér meiri vaxtamun.
S&S
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
GÓÐ sala hefur verið í ferðavögnum af öllu
tagi í sumar, bæði notuðum og nýjum. Felli-
hýsi hafa notið mestra vinsælda.
„Salan hefur gengið út á að selja það sem
til var og á því gengi sem það var keypt inn á
sínum tíma,“ sagði Björgvin Barðdal, fram-
kvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. Hann
sagði að í raun hefði allt selst sem til var. Um
150 nýir ferðavagnar seldust í sumar og 150-
200 notaðir. Þá er átt við tjaldvagna, fellihýsi
og hjólhýsi.
Mikið var flutt inn og selt af ferðavögnum,
þ.e. fellihýsum, hjólhýsum og tjaldvögnum, á
árunum 2006 og 2007. Björgvin sagði erfitt að
miða við þau ár, en taldi að salan í sumar
hefði verið svipuð og í fyrrasumar.
Ólíklegt er að eitthvað verði flutt inn nýtt
af fellihýsum og hjólhýsum meðan krónan er
jafn veik og nú, að mati Björgvins. Hann
nefndi t.d. að enginn markaður væri fyrir
hjólhýsi á 5-8 milljónir, eins og þau myndu
kosta á núverandi gengi.
Mjög góð sala hefur verið í notuðum ferða-
vögnum í allt sumar, sérstaklega tjaldvögnum
og fellihýsum. Seglagerðin Ægir hefur tekið
notað upp í nýtt og það notaða hefur nánast
selst jafnóðum. Björgvin sagði algengt að
notaðir tjaldvagnar hefðu verið á verðbilinu
100 þúsund til ein milljón. Fellihýsin frá 500
þúsundum upp í tvær milljónir og hjólhýsi
kostað 1,5-3 milljónir.
Björgvin sagði ljóst að fólk hefði ferðast
meira innanlands í sumar en áður. Það hefði
m.a. kallað á aukna þjónustu á verkstæði og
saumastofu Seglagerðarinnar Ægis.
Allt hefur selst
Bílasalan 100 bílar í Mosfellsbæ auglýsti
eftir ferðavögnum til sölu í sumar. Sigurður
V. Óskarsson sölumaður sagði að mjög mikil
sala hefði verið í fellihýsum og hjólhýsum í
sumar.
„Það sem við höfum fengið hefur farið,“
sagði Sigurður. Hann sagði fellihýsin hafa
verið vinsæl, þau ódýrustu frá 350 þúsund
krónum og svo uppúr. Söluverðið hefur verið
staðgreitt enda fást engin lán út á fellihýsi nú
til dags.
Fellihýsi ekki flutt inn á næstunni
Nær allt seldist af fellihýsum og tjaldvögnum hjá Seglagerðinni Ægi í sumar Hætt við að mark-
aðurinn hafi lokast í bili og lítið flutt inn Söluverð staðgreitt enda engin lán veitt út á fellihýsi í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Fellihýsi Íslendingar hafa verið duglegir að nota fellihýsin í sumar og vissara að hafa þau í lagi.
Í HNOTSKURN
» Mjög góð sala hefur verið í notuðumferðavögnum í allt sumar.
» Um 150 nýir ferðavagnar seldust hjáÆgi og 150 til 200 notaðir.