Morgunblaðið - 08.08.2009, Qupperneq 23
Daglegt líf 23ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
Neistaflug heppnaðist ágætlega.
Bryddað var upp á ýmsum nýj-
ungum í þetta sinn sem sumar
heppnuðust vel en aðrar ekki eins
vel. Gríðargóð stemning var á
setningarkvöldinu sem hófst með
hverfaveislum, en áður hafði
hverfunum verið skipt upp í liti:
gulan, rauðan, grænan og bláan.
Þegar leið á kvöldið mættust svo
öll hverfin í allsherjarskrúðgöngu
í miðbænum þar sem hinir einu og
sönnu Neistaflugsfélagar Gunni og
Felix settu hátíðina.
Veðrið var hið besta á setning-
unni, en fór versnandi eftir því
sem leið á helgina. Hátíðinni var
slitið með brekkusöng, varðeld og
flugeldasýningu í úrhellisrigningu.
Vinir okkar Færeyingar settu
skemmtilegan svip á Neistaflug.
Um 70 Færeyingar komu í
vinabæjarheimsókn frá Sandavogi
og Miðvogi til Neskaupstaðar.
Vinabæjasamskipti Sandavogs og
Neskaupstaðar hófust árið 1967
með samskiptum milli Þróttar í
Neskaupstað og íþróttafélags
Sandavogs sem síðar þróaðist í
vinabæjasamstarf sveitarfélag-
anna. Síðan þá hafa íbúar þessara
bæja skipst á heimsóknum á
tveggja ára fresti. Aðeins einu
sinni hefur heimsókn fallið niður,
árið 1993 þegar kreppa var í Fær-
eyjum.
Að sjálfsögðu var stiginn fær-
eyskur dans á sviðinu í mið-
bænum.
Veðrið hefur verið afburðaslakt
það sem af er sumri. Eru margir
íbúar orðnir langþreyttir á eilífum
norðan- og austanáttum og skorti
á sól og sumaryl. Vonast menn nú
eftir að fá langt og gott haust, en
veðurspá næstu daga gefur þó
ekki sérstakt tilefni til bjartsýni.
Af lífinu við sjávarsíðuna er það
að frétta að frystihús Síldarvinnsl-
unnar er lokað vegna sumarleyfa
fram í síðustu viku ágústmánaðar.
Barði NK, sem brann illa um
verslunarmannahelgina, fer ekki á
sjó í bráð. Gert er ráð fyrir allt að
tveggja mánaða stoppi, en áhöfnin
fær eitthvað að gera við lagfær-
ingar á skipinu. Þá hefur makríll-
inn, sem ekki má veiða nema í
litlu magni, gert síldveiðibátunum
Berki og Birtingi erfiðara um vik.
Hreindýrin njóta góðs af veður-
farinu. Veiðarnar fara hægar af
stað í ár en í fyrra sökum veðurs.
Lélegt skyggni, þoka og rigning
hefur gert veiðimönnum erfiðara
um vik. Í vikunni var búið að fella
107 hreindýr en á sama tíma í
fyrra var búið að fella 165 dýr.
Verkmenntaskóli Austurlands á
von á heldur fleiri nemendum til
náms í haust en undanfarin miss-
eri. Nýnemar eru fleiri og er að-
sókn frá fjörðunum í kring mun
betri en verið hefur. Lélegri að-
sókn er þó í grunnnám byggingar-
og mannvirkjagreina og því verð-
ur ekki farið af stað með það nám
í haust. Meiri áhugi virðist vera á
rafvirkjun og málmiðn. Í fyrsta
sinn mun skólinn kenna fimmtu
önn í rafvirkjun samkvæmt nýrri
námskrá. Þá er fullt á hár-
snyrtibraut. Mun skólinn ennþá
geta bætt við sig nemendum á
öðrum brautum.
Samgöngur eru lykilatriði til þess
að hægt sé að byggja upp Verk-
menntaskólann segir Olga Lísa
Garðarsdóttir skólameistari. Hún
er mjög ánægð með aukna aðsókn
frá nærliggjandi fjörðum, enda
hafi hún lagt áherslu á að Verk-
menntaskólinn sé framhaldsskól-
inn í Fjarðabyggð. Góð samvinna
hefur verið við bæjaryfirvöld um
rútuferðir nemenda innan sveitar-
félagins. Skiptir sú samvinna gríð-
arlegu máli, enda lykilforsenda
þess að foreldrar sendi börnin sín
yfir Oddsskarð, sem er farartálmi
á vetrum.
NESKAUPSTAÐUR
Kristín Ágústsdóttir fréttaritari
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Bláir hestahnútar Skreytingakeppni milli hverfa fyrir Neistaflug skapaði
samkennd í hverfunum. Hér rifja bláir upp hvernig á að hnýta hestahnút.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd horfði á sólskinsleik
náttúrunnar í fyrradag og kviknaði
vísa:
Þegar gler í gluggum kastar
gliti sólar til og frá,
er sem streymi í róti rastar
röðulbylgjuföxin há.
Rúnar segir sumarið hafa verið
heldur svalara í sumar en í fyrra, en
vonast til að rætist úr veðrinu. Hann
brá sér í sveitina og varð að orði:
Hér er bjart yfir bæjunum öllum,
það er birta í þessari sveit.
Hún er vörðuð af fallegum fjöllum,
– hér á friðurinn blessaðan reit.
Ég verð gagntekinn sælu til sálar,
í mér svellur mitt hjarta og slær,
þegar sólfyllast svörtustu álar,
og sumar við augunum hlær.
Ég finn strauma svo ljúfa um mig leiða
að lýst því ég alls ekki fæ,
en ég faðminn vil fagnandi breiða
og faðma hvern einasta bæ.
Ég finn andann sem yljar og gleður
því orka hans fyllir mig heit,
er hann braginn í brjósti mér kveður
um blessaða, íslenska sveit.
Yfir túnin slær geislandi gliti
og mín gleði svo fölskvalaus er.
Það er sumar og sólskin og hiti,
hvar er sælla að vera en hér?
VÍSNAHORN pebl@mbl.is pebl@mbl.is
Af sveit
og sumri
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÞEIR sem vilja aðeins borða heilsu-
samlegt fæði eiga æ erfiðara með
að átta sig á hlutunum. Nýlega var
skýrt frá mikilli rannsókn breskra
vísindamanna á lífrænt ræktuðu
grænmeti og ávöxtum. Var nið-
urstaða þeirra að umræddar vörur
væru að jafnaði lítið sem ekkert
hollari en hinar þótt þær séu yf-
irleitt dýrari.
Fyrir tveim árum opnaði banda-
ríska keðjan Whole Foods verslun í
Bretlandi og var hún þá hyllt sem
mekka þeirra sem vildu borða holla
fæðu, segir í Guardian. Þess má
geta að Whole Foods-verslanir í
Bandaríkjunum hafa meðal annars
selt íslenskar vörur.
Whole Foods hafa að sjálfsögðu á
boðstólum lífrænt ræktaðar gul-
rætur og sekki með heilnæmu
morgunkorni. En nýlega missti
framkvæmdastjórinn, John Mac-
key, út úr sér að auk þess seldu
verslanir keðjunnar „heilmikið af
drasli“. Ummælin féllu í viðtali við
kaupsýslublaðið Wall Street Journ-
al og segir Guardian að Mackey
hefði sennilega viljað gleypa orðin
aftur í sig. Mátti fyrirtækið varla
við þessu áfalli þar sem reksturinn
á nú mjög á brattann að sækja.
„Í reynd má segja að við höfum
áður talið nóg að selja bara heil-
næman mat en við vitum að það er
ekki nóg. Við seljum alls konar sæl-
gæti. Við seljum heilmikið af
drasli,“ sagði Mackey.
Hann sagði auk þess að fyr-
irhugað væri að efna til herferðar
þar sem áhersla yrði lögð á að
borða hollan mat og draga úr offitu
sem er faraldur vestra eins og í
mörgum Evrópulöndum.
„Heilmikið af drasli“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Namm! Áreiðanlega meinhollur
matur, hvort sem hann er keyptur í
Whole Foods eða annars staðar.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
frá kr. 79.990
- með eða án fæðis
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu
sætunum til Costa del Sol þann 18. ágúst í viku.
Í boði er ótrúlegt sértilboð á Aguamarina
íbúðahótelinu, einum vinsælasta gististað okkar á
Torremolinos. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu
þín í sumarfríinu við góðan
aðbúnað á vinsælasta
sumarleyfisstað Íslendinga
á ótrúlegum kjörum.
Verð kr. 79.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn, 2-11 ára í íbúð í viku. Verð m.v. 2
í stúdíóíbúð kr. 89.990. Verð m.v. 2 í
íbúð með 1 svefnherbergi kr. 99.990.
Sértilboð 18. ágúst. Aukalega fyrir hálft
fæði í viku kr. 22.000 fyrir fullorðna og
kr. 11.000 fyrir börn.
Frábært sértilboð
Aguamarina ***
18. ágúst
Aðeins örfá sæti/íbúðir á þessu kjörum!