Morgunblaðið - 08.08.2009, Page 32
32 Minningar
MESSUR Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009
AÐVENTSÖFNUÐURINN:
Reykjavík | Tónlistarsamkoma í dag,
laugardag, hefst með biblíufræðslu kl.
10 fyrir börn og fullorðna. Einnig er boð-
ið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðs-
þjónusta kl. 11 í höndum Erics Guð-
mundssonar og Manfred Lemke. New
England Youth Ensemble frá Bandaríkj-
unum sér um tónlistarflutning. Lukku-
pottur á eftir samkomu.
Vestmannaeyjar | Samkoma í dag, laug-
ardag, kl. 10.30. Boðið upp á biblíu-
fræðslu fyrir börn og fullorðna.
Suðurnes | Samkoma í Reykjanesbæ í
dag, laugardag, hefst með biblíufræðslu
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Þóra S.
Jónsdóttir prédikar.
Árnes | Samkoma á Selfossi í dag, laug-
ardag, hefst kl. 10 með biblíufræðslu
fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl.
11. Theódór Guðjónsson prédikar.
Hafnarfjörður | Samkoma í Loftsalnum í
dag, laugardag, hefst með fjölskyldu-
samkomu kl. 11. Ólafur Kristinsson pré-
dikar. Biblíufræðsla fyrir börn og full-
orðna kl. 11.50. Einnig er boðið upp á
biblíufræðslu á ensku.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Svavar A. Jónsson. Fé-
lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org-
anisti er Eyþór Ingi Jónsson. Kvöldkirkj-
an: Helgistund kl. 20. Prestur sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Fjölbreytt tónlist.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Stórfjölskyldan hvött til
þess að sameinast í kirkjunni þar sem
við syngjum, fræðumst og biðjum sam-
an. Boðið upp á grillaðar pylsur fyrir ut-
an safnaðarheimilið að guðsþjónustunni
lokinni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa með alt-
arisgöngu kl. 11. Prestur sr. Gísli Jón-
asson. Organisti Julian Isaacs. Félagar
úr kór Breiðholtskirkju leiða safn-
aðarsöng. Kyrrðarstund miðvikudag kl.
12.
BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl.
11. Organisti Renata Ivan og Kirkjukór
Bústaðakirkju syngur. Heitt á könnunni
eftir messu. Prestur sr. Pálmi Matthías-
son.
BÆGISÁRKIRKJA | Ferming verður laug-
ardaginn 8. ágúst kl. 13. Fermd verður
Bryndís Sóley Gunnarsdóttir, Búðarnesi.
DIGRANESKIRKJA | Sameiginlegt helgi-
hald á vegum þjóðkirkjusafnaðanna í
Kópavogi. Messa kl. 11 í Lindakirkju.
Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. Sjá
digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Þor-
valdur Víðisson prédikar, sönghópur úr
Dómkórnum syngur, organisti er Mar-
teinn Friðriksson. Hádegisbænir á mið-
vikudögum, kvöldkirkjan á fimmtudög-
um.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir.
Organisti Torvald Gjerde.
FELLA- og Hólakirkja | Helgistund í
kirkjunni kl. 20. Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson þjónar. Meðhjálpari Jóhanna
Freyja Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Kefas | Í dag verður sam-
verustund kl. 16.30 í Guðmundarlundi
sem er skammt frá Kefas. Mæting á
bílaplani Kefas kl. 16.15 fyrir þá sem
ekki rata í lundinn. Í lundinum er fyr-
irtaks aðstaða, grill, leiktæki fyrir börn
og stór flöt þar sem hægt er að fara í
leiki og margar góðar gönguleiðir. Við
munum grilla saman og hver kemur
með mat fyrir sig en við búum til sam-
eiginlegt meðlætisborð, endilega komið
með salöt eða eitthvað sniðugt.
GARÐAKIRKJA | Kl. 20 guðsþjónusta.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og
þjónar fyrir altari, Jóhann Baldvinsson
organisti leiðir tónlistina. Boðið upp á
akstur frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá
Jónshúsi kl. 19.40 og frá Hleinum kl.
19.45. Fyrir guðsþjónustu verður boðið
upp á Vídalínsgöngu frá Bessastaða-
kirkju kl. 19 yfir í Garðakirkju. Á leiðinni
verða flutt hugleiðingarorð úr ræðum
Jóns Vídalíns biskups. Messukaffi eftir
guðsþjónustuna í safnaðarheimili
Bessastaðasóknar í Brekkuskógum 1.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur. Organisti: Hákon Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11.
Altarisganga. Samskot til ABC-
barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkju-
kór Grensáskirkju syngur, organisti Árni
Arinbjarnarson. Prestur sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir. Molasopi eftir messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn
Bjarnason messar. Söngstjóri Kjartan
Ólafsson.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Harm-
onikkumessa á ágústkvöldi. Guðsþjón-
usta kl. 20. Prestur sr. Sigríður Guð-
marsdóttir, undirleikur og einleikur
Guðmundur Samúelsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíð-
armessa kl. 11. Dr. Gunnar Krist-
jánsson prófastur setur sr. Þórhall
Heimisson í embætti sóknarprests. Bar-
börukór Hafnarfjarðar flytur Englamess-
una. Guðmundur Sigurðsson kantor
stjórnar tónlistarflutningi. Í messunni
verður frumfluttur áður óbirtur sálmur
eftir sr. Heimi Steinsson, fyrrverandi
sóknarprest á Þingvöllum, við nýtt lag
Guðmundar Sigurðssonar. Veitingar í
safnaðarheimili kirkjunnar eftir mess-
una.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir
altari, ásamt messuþjónum. Félagar úr
Mótettukór syngja. Organisti Hörður Ás-
kelsson. Sögustund fyrir börnin. Eftirspil
leikur Roger Sayer organisti frá Bret-
landi. Tónleikar Alþjóðlega orgelsumars-
ins kl. 17. Roger Seyer frá Bretlandi
leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr.
Arngrímur Jónsson, fyrrv. sóknarprestur,
prédikar. Organisti Reynir Jónasson. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir. Regnboga-
messa kl. 20.30. Hulda Guðmunds-
dóttir guðfræðingur prédikar. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir, sr. Kristín Þórunn
Tómasdóttir og sr. Toshiki Toma þjóna
fyrir altari. Kvartett leiðir safnaðarsöng
undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Org-
anisti Tómas Guðni Eggertsson. Veit-
ingar í safnaðarheimilinu að messu lok-
inni.
HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta
kl. 11.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma sunnudag kl. 20. Umsjón hefur
Anne Marie Reinholdtsen. Fjölbreytt dag-
skrá þar sem 30 manna hópur frá Hjálp-
ræðishernum í Noregi tekur þátt í sam-
komunni. Bæn þriðjudag kl. 20.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | At 1
pm International church in the fellow-
ship hall. Speaker is Jón Þór Eyjólfsson.
Kl. 16.30 er almenn samkoma. Ræðu-
maður Jón Þór Eyjólfsson.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11
og laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11
og 19.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema
föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl.
14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er
messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug-
ardaga er messa á ensku kl. 18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa laugardag kl. 18.
Bolungarvík | Messa kl. 16.
Suðureyri | Messa kl. 19.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Stefnumót við
Prestvörðu fer fram 9. ágúst kl. 13, en
ekki kl. 11 eins og auglýst hafði verið.
Hópurinn kemur saman við golfskálann
og gengur þaðan út að vörðunni, prestur
er sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Fólk taki
með sér nesti.
KÓPAVOGSKIRKJA | Vegna sumarleyfa
verður ekki helgihald í kirkjunni um
þessa helgi. Bent er á guðsþjónustur í
Lindakirkju kl. 11 og í Digraneskirkju kl.
20.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Org-
anisti Jón Stefánsson. Einsöngur Andri
Björn Róbertsson. Molasopi eftir
messu. Skrifstofa kirkjunnar er nú aftur
opin eftir sumarleyfi. Afgreiðslutími:
þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10-12 og
kl. 13-15, föstudaga kl. 10-12. Viðtals-
tími presta eftir samkomulagi.
LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl.
20. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt
Guðmundi E. Erlendssyni sem leikur á
píanó. Messukaffi á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Skírnir Garðarsson þjónar fyrir
altari og predikar. Organisti er Guð-
mundur Ómar Óskarsson. Molasopi að
aflokinni messu. Lágafellskirkja er í
Mosfellssveit, beygt til austurs í hring-
torginu ofan við bensínsöð N1.
LINDASÓKN í Kópavogi | Sumarsam-
starf safnaða þjóðkirkjunnar í Kópavogi.
Messa kl. 11 í Lindakirkju, sr. Guðni
Már Harðarson þjónar. Messa kl. 20 í
Digraneskirkju, sr. Gunnar Sigurjónsson
þjónar.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr
Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org-
anisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn
Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt Toshiki Toma. Messuþjónar
aðstoða. Kaffisopi og samfélag á Torg-
inu eftir messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta
og samvera í kirkjunni á sumarkvöldi kl.
20. Fjölskylduferð safnaðarins verður
farin miðvikudaginn 12. ágúst kl. 18.30
og verður farið í Guðmundarlund, nánari
upplýsingar eru á heimasíðu okkar,
www.ohadisofnudurinn.is.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðs-
þjónusta kl. 14. Almennur safn-
aðasöngur undir stjórn Sigrúnar Stein-
grímsdóttur organista. Prestur sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut
58-60. Samkoma kl. 17. „Ávöxtur and-
ans er bindindi/sjálfsstjórn.“ Ræðumað-
ur Hermann Bjarnason.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar. Fé-
lagar úr Kirkjukórnum leiða söng og org-
anisti er Jörg Sondermann. Súpa og
brauð í safnaðarheimili á eftir. Morg-
unsöngur þriðjudaga til föstudaga kl.
10.
SELJAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl.
20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Jón
Stefánsson. Gengið verður að borði
Drottins.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund
kl. 11 í umsjón sr. Sigurðar Grétars
Helgasonar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl.
14. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Org-
anisti Glúmur Gylfason. Auk almenns
safnaðarsöngs syngur hópur úr píla-
grímagöngu á vegum Hjálpræðishersins
og þjóðkirkjunnar í messunni.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Barn borið til skírnar. Sr. Birgir
Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar.
Organisti er Ingimar Pálsson. Ritning-
arlestra les Þorvaldur Kjartansson. Al-
mennur safnaðarsöngur. Meðhjálparar
eru Ólöf Erla Guðmundsdóttir, Eyþór Jó-
hannsson og Erla Thomsen.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14 í
tengslum við ársfund Der Evangelischen
Michaelsbruderschaft. Messan fer öll
fram á þýsku. Peter Sachi predikar,
Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir alt-
ari.
ORÐ DAGSINS:
Um falsspámenn.
(Matt. 7)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Barðskirkja, Fljótum, Skagafjarðarsýslu
Jæja, allra besta
amma mín, þá er erf-
iðasta kafla lífs þíns
lokið. Eins og þú sagðir
oft þegar við sátum í stofunni heima
og spjölluðum saman þegar þú komst
í mat til okkar „Ég hef misst tvo
menn og það var erfitt en þetta er það
erfiðasta sem ég hef gegnið í gegnum
á minni ævi,“ og varst þú þá að tala
um það ár sem þú háðir hvað erf-
iðasta baráttu við veikindin. Sú bar-
Alda Þórðardóttir
✝ Alda Þórðardóttirfæddist í Hlíð-
artúni í Miðdölum 18.
september 1932 en
ólst upp í Keflavík.
Hún andaðist á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 26. júlí sl.
og fór útför hennar
fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ
5. ágúst.
Meira: mbl.is/minningar
átta var löng og erfið
en við áttum einnig
margar góðar stundir
saman þann tíma sem
aldrei munu gleymast.
Þegar maður rifjar
upp allar óendanlega
mörgu góðu minning-
arnar og stundirnar
sem að við áttum sam-
an í gegnum árin verð-
ur söknuðurinn sífellt
meiri og meiri.
Það sem situr ofar-
lega í minningunni eru
allar góðu stundirnar í
bústaðnum okkar í
Dölunum, einnig minn-
ist ég þess þegar það fór að vora og
við bræðurnir vorum kallaðir í vor-
verkin, þar sem við áttum margar
góðar kvöldstundirnar í garðinum við
það að slá grasið, lakka pallinn eða að
klippa trén og alltaf hjálpaðir þú til þó
að heilsan hafi ekki leyft það síðustu
ár. Þegar verkinu var lokið settumst
við alltaf inn til þín þar sem þú varst
búin að hella djús í glös og draga
fram kökur og kleinur, þar sátum við
og spjölluðum og
áttum góða stund saman áður en
við lögðum af stað heim. Hér eftir
mun þessara stunda vera sárt saknað
þegar vorið gengur í garð.
Að lokum vil ég þakka þér enn og
aftur fyrir allar góðu stundirnar og
það sem þú hefur kennt mér í gegn-
um árin, þetta er eitthvað sem að er
ómetanlegt og mun lifa með mér um
ókomna tíð.
Amma mín, þín verður ávallt sárt
saknað.
Mín besta amma farin er, sárt
hennar ég sakna. Erfitt lífið nú orðið
er því ávallt án hennar ég vakna.
Aron Andri Magnússon.
Okkur systkinin langar að skrifa
nokkur minningarorð um móðursyst-
ur okkar hana Öldu.
Alda frænka hefur alltaf verið til
staðar með sína gestsrisni, gleði og
orku. Hláturinn var alltaf nærri þeg-
ar hún kom í heimsókn, en sjaldan
stoppaði hún lengi á hverjum stað.
Hún var einnig greiðvikin og reddaði
okkur um eitt og annað áður fyrr þeg-
ar ekki var farið á hverjum degi frá
Keflavík til Reykjavíkur. Vinnusemi
og elja hennar var með eindæmum og
það fékk maðurinn með ljáinn að
kynnast, því hún neitaði lengi vel að
kveðja ættingja og vini þrátt fyrir að
sagt væri að ekki væri langt eftir.
En enginn flýr sinn dauða og við
yljum okkur um góðar minningar um
Öldu frænku.
Við viljum færa börnum og barna-
börnum Öldu okkar bestu samúðar-
kveðjur og óskir um velferð í framtíð-
inni.
Helgi Björgvin, Ingi Rún-
ar, Elín Hildur, Guðbjörg
Kristín og Þórlaug.
Elsku Alda, með þessum sálmi
sendum við þér okkar hinstu kveðju;
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Með ástarþökk fyrir allt sem þú
hefur verið okkur, þú lifir áfram í
hugum okkar.
Blessuð sé minning þín.
Ásta og ömmubörnin þín;
Alda María og Sara Margrét.