Morgunblaðið - 13.10.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
fyrst og fremst ódýr!
ORA FISKIBO
LLUM
kr.
stk.279
ORA fis
kibollur
kr.
stk.299
ORA fis
kibollur
m/sós
u
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Á
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ
þarf að vera djarfara gagnvart rík-
inu,“ sagði Páll Rúnar Mikael
Kristjánsson, lögmaður sem starfar
fyrir Félag stórkaupmanna, á mál-
fundi í Háskólanum í Reykjavík í
gær. Hann sagði erfitt að fá stofn-
unina til að grípa til aðgerða, vegna
mála sem hljótast af efnahags-
hruninu og yfirtöku banka á mörg-
um gjaldþrota fyrirtækjum. „Sam-
keppniseftirlitið má ekki vera lint
vegna þess að opinberir aðilar eiga
í hlut. Það verður að taka með
sama hætti á þeim og einkaaðilum,“
sagði Páll.
Fundurinn var á vegum Lög-
réttu, félags laganema, og var
fundarefnið hvort óbein aðkoma
ríkisins að atvinnurekstri á sam-
keppnismarkaði sé réttlætanleg,
eða brot á samkeppnislögum. Páll
gagnrýndi einnig bankana fyrir að
taka fyrirtæki yfir án þess að hug-
leiða aðrar leiðir .
Ekki einu sinni skoðað
„Var það metið áður en Penninn
var yfirtekinn af Kaupþingi hver
munurinn væri á ábatanum af því
að yfirtaka fyrirtækið annars vegar
og setja það í gjaldþrotaskipti hins
vegar? Það var aldrei gert.“ Vitnaði
hann í Finn Sveinbjörnsson, banka-
stjóra Nýja Kaupþings, um það.
Ekki væri sjálfgefið að bankar
ættu að yfirtaka fyrirtæki á sam-
keppnismarkaði og þeir þyrftu því
að leggja svona lagað niður fyrir
sér áður en ákvörðun væri tekin
um yfirtöku. Nefndi hann einnig
yfirtöku Landsbankans á Húsa-
smiðjunni sem dæmi. „Bankarnir
álíta alltaf að tveir fuglar í skógi
séu hagkvæmari en einn í hendi,“
sagði Páll. Með því vísaði hann í að
bankarnir yfirtækju fyrirtæki með
væntingum um virðisaukningu síð-
ar meir. Hins vegar væri ekki hægt
að gera alltaf ráð fyrir slíkri virðis-
aukningu, svipað og gert var við yf-
irtökur í útrásinni.
Um fundarefnið sagði Páll að-
komu ríkisins réttlætanlega ef hún
er grundvölluð á málefnalegum for-
sendum, en ekki metnaði fyrir sam-
keppnisrekstri og pólitískum hasar.
Penninn og A4 séu dæmi um
endurreist fyrirtæki sem hafi hald-
ið áfram í harðri samkeppni og
samkeppnisaðilinn, Office1 hafi
fengið að kenna á því. Steininn hafi
tekið úr þegar Ríkiskaup gerðu
rammasamning við nýja Pennann,
sem er í óbeinni ríkiseigu, um rit-
föng fyrir ríkisstofnanir. Páll lagði
áherslu á að málsmeðferð hjá Sam-
keppniseftirlitinu þyrfti að vera
hröð, svo eitt fyrirtæki geti ekki
„murkað lífið úr samkeppnisaðilum
á meðan stjórnvaldið tekur málið til
skoðunar.“
Gjaldþrota og markaðsráðandi
Helga Melkorka Óttarsdóttir,
lögmaður hjá Logos sagði mörg
fyrirtæki öðlast forskot þegar
bankar tækju þau yfir. „Má telja að
það fyrirtæki teljist í markaðs-
ráðandi stöðu með þetta forskot,
jafnvel þótt það sé ekki með mestu
markaðshlutdeildina,“ sagði Helga.
Þetta væri nokkuð sem yrði að
huga mjög vel að. „Viðkomandi fyr-
irtæki þarf þá að passa að misnota
ekki þessa markaðsráðandi stöðu,“
bætti hún við.
Sagðist hún ekki telja að breyta
þyrfti beitingu eða túlkun sam-
keppnislaganna vegna ástandsins.
Hins vegar þyrfti að bregðast við
aðstæðunum með því að setja alltaf
skilyrði við yfirtökur og samruna,
ekki ósvipað því sem Samkeppn-
iseftirlitið gerði þegar stór hlutur í
Icelandair var yfirtekinn af Ís-
landsbanka. „Þunginn í þetta eft-
irlit þarf að koma í gegnum skilyrði
við yfirtökur.“
Ríkið óheft í samkeppni
Fyrirtæki geta öðlast ráðandi stöðu við yfirtöku banka þótt aðrir hafi meiri
markaðshlutdeild Samkeppniseftirlitið sagt hlífa ríkinu en ekki einkaaðilum
Morgunblaðið/Ingo
Ríkið endurreisti Pennann, skellti
honum aftur út í samkeppnina og
gerði svo samning við hann um
ritföng. Þarf Samkeppniseftir-
litið að ganga harðar fram gegn
móðurfélaginu, ríkinu?
„Ég hafna
því,“ segir
Páll Gunnar
Pálsson, for-
stjóri
Samkeppnis-
eftirlitsins,
spurður
hvort stofn-
unin sé ekki
linari við aðr-
ar stofnanir
hins opinbera, heldur en við
einkafyrirtæki. „Það leið ekki
lengri tími en til 12. nóvember í
fyrra að við gáfum út sérstakt
álit sem beint var til banka í
ríkiseigu með tilmælum um hvað
þeir ættu að hafa til hliðsjónar
þegar þeir tækju ákvarðanir um
framtíð fyrirtækja á
samkeppnismörkuðum.
Við höfum verið að fylgja eftir
þeim tilmælum og meginreglum,
sem þar koma fram, við bank-
ana.“ Páll segir eftirlitið ekki
geta rekið öll mál samtímis og
af sama krafti, sökum smæðar
sinnar. Um 100 mál eru þar til
meðferðar hverju sinni. Það
verði að forgangsraða málum
eftir því hvaða markaðir eigi í
hlut og hversu brýn málin séu.
Þá sé alltaf vel þegið að þeir
sem telji á sér brotið geti skýrt
mál sitt og vísað fram gögnum
svo málsmeðferð þurfi ekki að
taka langan tíma. Eins hafi verið
teknar bráðabirgðaákvarðanir á
þessu ári, til að flýta fyrir mál-
um Páll samsinnir því hins vegar
að fyrirtæki geti öðlast mark-
aðsráðandi stöðu við það að
vera bjargað af banka. „Það hef-
ur ekki verið staðreynt ennþá,
en viðbúið er að þetta gerist í
einhverjum tilfellum.“ Þá þurfi
meðal annars að skoða efna-
hagslegan styrkleika viðkomandi
fyrirtækis og bakhjarla þess, til
dæmis bankans, til að ákvarða
hvort það hefur markaðsráðandi
stöðu. Talsvert sé um ábend-
ingar sem tengjast bönkunum.
Þær hafi færst mikið í vöxt og
þeim sé sinnt eins og hægt sé.
Hafnar því að ekki sé tekið á þeim opinberu
Páll Gunnar
Pálsson
VERÐ á innkaupapokum í Bónus
hefur verið hækkað um þriðjung,
úr fimmtán krónum í tuttugu.
Verðið er hins vegar óbreytt í
Krónunni og er enn fimmtán krón-
ur.
Að sögn Guðmundar Marteins-
sonar, framkvæmdastjóra Bónus,
rennur allt andvirði innkaupapok-
anna eftir sem áður í svonefndan
Pokasjóð, sem úthlutar fénu til góð-
gerðar-, menningar- og æskulýðs-
mála.
Hann segir að verð pokanna hafi
nú verið óbreytt um margra ára
skeið en pokarnir tvöfaldast í verði
í innkaupum á síðustu misserum.
Guðmundur bætir því við að von
sé á nýjum umhverfisvænum tau-
pokum hjá Bónus, sem verði marg-
nota. Þar að auki séu gulu plaspok-
arnir sterkir. „Við hvetjum fólk til
að koma með pokana aftur í búðina
og nota þá aftur og aftur,“ segir
Guðmundur.
Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri
Krónunnar, segir að verið sé að
skoða hversu lengi verði hægt að
halda sama verði á pokunum hjá
þeim. Hluti af andvirði þeirra renn-
ur í svonefnda Norvíkursjóð, sem
gegnir svipuðu hlutverki og Poka-
sjóður. onundur@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Dýrari Plastpokarnir í Bónus hafa
hækkað úr 15 krónur í 20.
Hærra verð á plast-
pokunum í Bónus
„ÞRÁTT fyrir að erlendir aðilar
telji þjóðina ramba á barmi gjald-
þrots er ekki óhugsandi að íslend-
ingar gætu staðgreitt útistandandi
skuldir vegna Icesave.
Þetta er skoðun Viðskiptaráðs Ís-
lands sem setur fram hugmyndir
um að lífeyrissjóðirnir komi að
samningaborðinu við úrlausn Ice-
save-deilunnar. Fjallað er ítarlega
um þessa og fleiri hugmyndir um
þátttöku lífeyrissjóðanna í end-
urreisnarstarfinu í Skoðun Við-
skiptaráðs.
„Sú fjárhæð sem nýtt væri til
greiðslu kæmi frá lífeyrissjóðum
landsins sem myndu veita ríkissjóði
Íslands erlent lán. Lánið væri fjár-
magnað með sölu á erlendum eign-
um sjóðanna, en þær námu um 2,9
ma. evra í lok júlí 2009. Það er ljóst
að um gjörbreytta nálgun á málið
væri að ræða, en þrátt fyrir það eru
margir kostir fólgnir í þessari leið,“
segir í umfjöllun VÍ.
Losa mætti erlendar eignir
sjóðanna með litlum afföllum
Bent er á að að því gefnu að losa
mætti erlendar eignir sjóðanna með
tiltölulega litlum afföllum megi ætla
að erlendar eignir þeirra færu langt
upp í heildarskuldbindingarnar.
„Væri þessi leið farin myndi ís-
lenska ríkið skulda innlendum líf-
eyrissjóðum í stað breska og hol-
lenska ríkissjóðnum. Þannig væri
búið að leysa Icesave-vandann
gagnvart erlendum aðilum og hægt
væri að einbeita sér að öðrum upp-
byggingarverkefnum.“
Fulltrúar á vinnumarkaði og líf-
eyrissjóða vildu lítið tjá sig um
þessa hugmynd í gær og sögðu að
hún hefði ekkert komið til tals.
Lán lífeyr-
issjóða til
Icesave?
VÍ setur fram hugmynd um
staðgreiðslu á Icesave
Samkeppni Markmið er að halda flestum fyrirtækjum gangandi og koma í
veg fyrir fjöldaatvinnuleysi. Það getur þó haft óæskileg áhrif á samkeppni.