Morgunblaðið - 13.10.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
Kl. 17:30 Setning sr. Gísli Jónasson prófastur
Kl. 17:40 Sr. Kristján Valur Ingólfsson formaður helgisiðanefndar kirkjunnar:
Helgirými. Hvað er það?
Er það staður þar sem allt er leyfilegt þó ekki sé allt gagnlegt?
Kl. 18:10 Hörður Áskelsson söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar:
Tónlist í kirkjunni
Er ein tónlist betri en önnur?
Kl. 18:40 Léttar veitingar
Kl. 19:00 Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar:
Kirkja og safnaðarheimili – ábyrgð og samstarf
Kl. 19:10 Eggert Kaaber leikari og leikstjóri:
Að setja upp leiksýningu í kirkju
Kl. 19:20 Umræður og fyrirspurnir
Kirkjan – fjölnota hús?
Málþing í Breiðholtskirkju
15. október kl. 17:30
Ýmsum virtist brugðið við upp-lýsingar Morgunblaðsins um
ógnarplaggið, sem innflutti seðla-
bankastjórinn fékk fyrirmæli um
að setja saman til að hræða
stjórnarandstöðuna í Icesave-
málinu.
Einum af fjölmörgum launuðumpólitískum aðstoðarmönnum
félagsmálaráðherrans þótti rétt
að fullyrða að plaggið væri löngu
komið fram. Hún var leiðrétt af
glöggum pistlahöfundi.
Hún reyndiaftur, en án
árangurs.
Þekktur um-
ræðumaður mun
hafa skotið því
fram að plaggið
væri þegar á vef
norska fjár-
málaráðuneyt-
isins. Það var
rangt.
Hið rétta var að yfirlýsing semseðlabankastjórinn pantaði
frá Noregi var síðar sett á vef
ráðuneytisins, eins og þar er
skylt. Og er Íslandi nú til vand-
ræða þar.
En hún var aðeins lítill hlutiskjalsins.
Og það er ennþá óbirt.
En það var einkar dapurlegt aðnúverandi yfirmaður Seðla-
bankans skyldi hafa sömu afstöðu
til sjálfstæðis bankans og norski
millibilsmaðurinn. Það sést af
hinu nýja skjali óttans. Það var
að vísu samið í þeirri trú að því
yrði leynt eins og hinu fyrra.
Trúa menn því enn, að eina
vopnið sem dugi sé hræðsluáróð-
urinn?
Það er búið að berja menn svooft með honum að hann er
fyrir löngu orðinn bitlaus.
Seðlabankinn.
Plögg óttans
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 10 heiðskírt Algarve 29 heiðskírt
Bolungarvík 5 skýjað Brussel 14 skýjað Madríd 27 heiðskírt
Akureyri 6 skýjað Dublin 14 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað
Egilsstaðir 6 skýjað Glasgow 13 heiðskírt Mallorca 24 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 8 rigning London 15 alskýjað Róm 13 þrumuveður
Nuuk 9 heiðskírt París 15 léttskýjað Aþena 24 skýjað
Þórshöfn 7 skúrir Amsterdam 13 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað
Ósló 5 léttskýjað Hamborg 9 léttskýjað Montreal 7 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað New York 11 heiðskírt
Stokkhólmur 5 heiðskírt Vín 10 skúrir Chicago 8 alskýjað
Helsinki 1 skúrir Moskva 9 alskýjað Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
13. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.44 3,0 7.57 1,4 14.19 3,4 20.53 1,1 8:13 18:16
ÍSAFJÖRÐUR 4.17 1,6 10.15 0,7 16.28 1,9 23.10 0,5 8:24 18:15
SIGLUFJÖRÐUR 6.20 1,1 12.02 0,6 18.22 1,2 8:07 17:58
DJÚPIVOGUR 4.48 0,7 11.30 1,8 17.56 0,8 7:44 17:44
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á miðvikudag
Sunnan 10-18 m/s og rigning
eða súld á sunnan- og vestan-
verðu landinu, annars þurrt og
víða bjart. Vestlægari með
kvöldinu og skúrir, en áfram
bjartviðri norðaustantil. Hiti 5
til 10 stig.
Á fimmtudag
Suðvestan 10-18 m/s og skúrir,
en léttskýjað að mestu á Norð-
austur- og Austurlandi. Hiti
breytist lítið.
Á föstudag og laugardag
Útlit fyrir suðlæga átt og vætu
með köflum, en þurrt norðaust-
antil. Milt í veðri.
Á sunnudag
Líklega svipað veður áfram.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Sunnan og suðvestan 3-10 og
úrkomulítið og léttir á norð-
austanverðu landinu. Hiti víða 5
til 10 stig.
Hrunamannahreppi | Hátíðarguðs-
þjónusta var haldin í Hrepphóla-
kirkju um síðustu helgi í tilefni þess
að 100 ár voru liðin síðan kirkjan
var vígð. Sigurður Sigurðarson
biskup í Skálholti prédikaði og eftir
messu héldu kirkjugestir í Félags-
heimilið á Flúðum þar sem sókn-
arnefndin bauð í veislukaffi.
Árið 1908 fauk fimm ára gömul
kirkja í kirkjuveðrinu mikla sem
geisaði í Árnesþingi.
Eftir það var hafist handa við að
byggja kirkjuna. Teikninguna
gerði Rögnvaldur Ólafsson, smiðir
voru feðgarnir Samúel Jónsson og
Guðjón Samúelsson. Kirkjan er vel
búin munum og pípuorgeli.
Árið 1980 flutti sálmaskáldið
séra Valdimar Brim að Stóra-Núpi
en hann var síðasti prestur sem sat
í Hrepphólum.
Ásgrímur Jónsson listmálari
gerði altaristöfluna árið 1924.
Aldarafmæli Hrepp-
hólakirkju fagnað
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Afmæli Magnús Sigurðsson, Axel Árnason, Sigurður Sigurðarson biskup,
Eiríkur Jóhannsson, Katrín Ólafsdóttir og Arnfríður Jóhannsdóttir.
NOKKRIR ungir og próflausir öku-
menn komu við sögu hjá lögreglunni
um helgina. Fjórtán ára piltur var
stöðvaður í Kópavogi aðfaranótt
laugardags en sá hafði tekið bíl föð-
ur síns traustataki og farið á rúnt-
inn. Með stráknum í för voru tveir
jafnaldrar hans en þremenningarnir
voru færðir á lögreglustöð og þaðan
var hringt í forráðamenn þeirra.
Sömu nótt var annar unglingur
tekinn við akstur bifreiðar í Kópa-
vogi en sá hefur sömuleiðis aldrei
öðlast ökuréttindi.
Ungir og próflausir