Morgunblaðið - 13.10.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
P
IP
A
R
P
IP
A
R
P
IP
A
R
P
IP
A
R
IP
A
R
P
A
R
P
A
R
A
R
A
R
A
S
ÍA
S
Í
S
ÍA
S
ÍAA
A
999999990951
90951
0951
0951
959
FYRIR ÍSLENDINGA
SJÓFLUTNINGAR
Í 95 ÁR
| EIMSKIP | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | Fax 525 7009 | www.eimskip.is |
Á MORGUN,
miðvikudag,
stendur Evrópu-
réttarstofnun HR
fyrir hádegis-
fundi kl. 12-13 í
stofu 201 í Há-
skólanum í
Reykjavík, Ofan-
leiti 2. Peter Chr.
Dyrberg, for-
stöðumaður Evrópuréttarstofnun-
ar, fjallar um sjálfsmynd aðildar-
ríkja sambandsins og hvernig
séreinkenni þjóðanna séu virt. Fyr-
irlesturinn fer fram á ensku og er
öllum opinn.
Evrópusambandið
og þjóðarsálin
Á FÖSTUDAG nk. verður interRAI
Mental Health ráðstefnan haldin á
Hilton Reykjavík Nordica. Sjö
þekktir fyrirlesarar og fræðimenn
innan geðheilbrigðis- og öldrunar-
mála á alþjóðavettvangi munu halda
erindi á ráðstefnunni.
InterRAI eru samtök rannsak-
enda í yfir þrjátíu löndum sem starfa
að því að bæta þjónustu fyrir ýmsa
hópa fólks sem þarf á heilbrigðis- og
félagsþjónustu að halda. Markmið
og framtíðarsýn er að stuðla að gerð
gagnreyndra klínískra vinnuferla
og auðvelda stefnumarkandi
ákvarðanir með því að safna og
túlka hágæða upplýsingar um ein-
kenni og útkomu fólks sem nýtur
heilbrigðis- og félagsþjónustu á
ýmsum stigum. InterRAI mælitækin
geta stutt við gerð meðferðaráætl-
ana, kostnaðargreiningar, árang-
ursmælinga og gæðavísa. Nánari
upplýsingar hjá Iceland Congress.
Ráðstefna um geð-
heilbrigði
Á LAUGARDAG nk. verður efnt til
hátíðar í Kópavogi í tilefni af fimm
ára afmæli íþróttafélagsins Glóðar.
Meginatburður hátíðarinnar verð-
ur málþing um heilsu, hreyfingu og
fæðuval. Málþingið verður í Gull-
smáranum og hefst kl. 12.45. Fyrir-
lesarar verða Janus Guðlaugsson,
íþróttafræðingur, Sigmundur Guð-
bjarnarson, prófessor emeritus og
fyrrv. rektor Háskóla Íslands, og
Ingólfur Sveinsson, geðlæknir.
Einnig verður staðið fyrir kynn-
ingu á ringó á menningarflötinni
við Listasafnið í Kópavogi kl. 10.
Kl. 11 taka Glóðarfélagar og nem-
endur úr Kópavogsskóla þátt í rat-
leik milli félagsmiðstöðvanna Gjá-
bakka og Gullsmára.
Keppt verður í Ringo á afmælinu.
Íþróttafélagið Glóð
er fimm ára
MAURAÞÚFAN skipuleggur nú
þjóðfund sem haldinn verður í höf-
uðborginni 14. nóvember nk. Þar
verður tölfræðilega marktæku úr-
taki þjóðarinnar boðið til fundar
að ræða gildismat og framtíðarsýn
þjóðarinnar. Auk landsmanna, sem
valdir eru af handahófi úr þjóð-
skrá, munu um 300 fulltrúar helstu
samtaka og stofnana sitja fundinn.
Þjóðfundurinn er einstakt fram-
tak og hefur aðferð sem þessi ekki
verið reynd áður í lýðræðislegri
stefnumótun heillar þjóðar.
Í undirbúningshópi þjóðfundar
er fólk sem er tengt víðtæku neti
grasrótarsamtaka, stjórnmála og
atvinnulífs en hefur einnig þekk-
ingu og reynslu af framkvæmd
viðburða af því tagi sem um ræðir.
Mauraþúfan boðar
til þjóðfundar
STUTT
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
HUGSANLEGA verður varðskipið Óðinn ekki op-
ið almenningi á næsta ári. Samkvæmt frumvarpi til
fjárlaga fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir algerri nið-
urfellingu á framlagi til Hollvinasamtaka varð-
skipsins Óðins, en það var fimm milljónir króna í ár.
Eiríkur Jörundsson, forstöðumaður Sjóminja-
safnsins í Reykjavík, segir þetta mjög slæmt fyrir
safnið og skipið liggi undir skemmdum fái það ekki
eðlilegt viðhald og hita og rafmagn úr landi. Eiríkur
segir að Óðinn hafi verið mikill fengur fyrir safnið
og kostnaður við að halda skipinu opnu og sinna
eðlilegu viðhaldi hafi numið yfir tíu milljónum
króna.
Framlag til Hollvinasamtakanna hafi dugað fyrir
tæplega helmingi kostnaðar. Peningar hafi einnig
runnið frá safninu og svo hafi fyrrverandi starfs-
menn Landhelgisgæslunnar unnið í sjálfboðavinnu
um borð í Óðni. Án þeirra starfa hefði ekki verið
mögulegt að halda skipinu opnu.
Allt síðasta ár sóttu um ellefu þúsund manns Sjó-
minjasafnið heim. Gestum hefur fjölgað mjög á
þessu ári og í lok ágúst voru þeir orðnir 22 þúsund
eða tvöfalt fleiri en í fyrra.
Á heimasíðu safnsins er skorað á stjórnvöld að
endurskoða fjárlagafrumvarpið, leggja lágmarks-
framlag til vs. Óðins og koma þannig í veg fyrir að
skipinu verði lokað almenningi, það látið eyðileggj-
ast og sú margháttaða uppbygging sem átt hefur
sér stað fari í súginn .
Óvissa með Óðin vegna fjárskorts
Skipið liggur undir skemmdum fái það ekki við-
hald Yfir tvöföldun á gestafjölda sjóminjasafnsins
Morgunblaðið/Heiddi