Morgunblaðið - 13.10.2009, Side 16

Morgunblaðið - 13.10.2009, Side 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að end- urgreiða 12.415 pund (2,4 milljónir króna) eftir óháða endur- skoðun á kostnaðar- greiðslum til breskra stjórn- málamanna frá árinu 2004. For- sætisráðuneytið sagði að greiðsl- urnar hefðu sam- ræmst reglum sem giltu á þessum tíma. Brown endurgreiðir m.a. 10.700 pund vegna greiðslna sem hann fékk vegna hreingerninga- og þvottakostnaðar. Brown end- urgreiðir 12.400 pund Gordon Brown GEIMRANNSÓKNASTOFNUN Bandaríkjanna hefur hafið rannsóknir á breytingum á ísnum á Suðurskautslandinu með því að nota sérútbúna rannsóknaflugvél til að afla gagna sem gera eiga vísindamönnum kleift að spá með nákvæmari hætti um afleiðingar breytinganna. Flugvélin á að fara í sautján ferðir yfir Suðurskautslandið og þær eru liður í sex ára áætl- un sem lýst er sem viðamestu rannsókn í flugvél á bráðnun íss á heimskaut- unum. Flugvélin er m.a. búin leysikortlagningartækjum og ratsjám er senda út geisla sem komast í gegnum ísinn. Flugvélin getur því aflað gagna sem fást ekki með gervihnöttum. „Vandamálið við gervihnetti er að við getum ekki séð í gegnum ísbreiðuna með þeim,“ sagði Robin Bell, einn vísindamann- anna sem taka þátt í rannsókninni. „Við viljum vita hversu mikið vatn er undir ísbreiðunni.“ bogi@mbl.is Estudio R. Carrera fyrir 1000 km Punta Arenas CHILE SUÐUR- ATLANTSHAF Weddell- haf Suðurpóllinn SUÐUR-KYRRAHAF Suðurskauts- skagi Rosshaf Venjulegt flugdræg i DC -8 Flugdrægi í mik illi hæ ð Heimild: NASA FLJÚGANDI RANNSÓKNASTOFA Geimrannsóknastofnun Bandaríkjanna, NASA , hóf í gær rannsóknir á breytingum á ísnum á Suðurskautslandinu með því að nota fljúgandi rannsóknastofu, flugvél sem búin er rannsóknatækjum og á að fljúga yfir suðurskautið frá Punta Arenas í Chile. ARGENTÍNA Mikil Lítil Bráðnun íss DC-8 rannsóknaflugvél Hámarksflugdrægi: 9.200 km Hámarksflughæð: 12.500 m SUÐURSKAUTS- LANDIÐ Aflar gagna sem fást ekki með gervihnöttum FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EKKERT lát er á vandræðaganginum vegna for- setakosninganna í Afganistan og sérlegur sendi- maður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Norðmaðurinn Kai Eide, hefur nú viðurkennt í fyrsta skipti að „umfangsmikil“ svik hafi sett mark sitt á kosningarnar. Áður var aðstoðar- manni sendimannsins, Bandaríkjamanninum Pet- er Galbraith, vikið frá eftir að hann sakaði Eide um að leyna gögnum og gera lítið úr vísbend- ingum um stórfelld kosningasvik stuðningsmanna Hamids Karzais, forseta Afganistans. Deilurnar urðu síðan til þess að afganskur dóm- ari, Maulavi Mustafa Barakzia, sagði sig í gær úr fimm manna nefnd, sem skipuð var með stuðningi Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka kosninga- svikin. Hann var annar af tveimur Afgönum í nefndinni og sakaði erlendu nefndarmennina þrjá – Kanadamann, Hollending og Bandaríkjamann – um að „taka allar ákvarðanir á eigin spýtur“, án samráðs við Afgana. Gert er ráð fyrir því að nefndin tilkynni fyrir lok vikunnar hversu mörg atkvæði eigi að ógilda og ákvörðun hennar gæti orðið til þess að kjósa þyrfti aftur á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem fengu flest atkvæði í kosningunum 20. ágúst. Samkvæmt bráðabirgðakjörtölum fékk Hamid Karzai 55% atkvæðanna og helsti keppinautur hans, Abdullah Abdullah, um 28%. Peter Galbraith og alþjóðlegir eftirlitsmenn hafa sagt að rekja megi 30% atkvæða Karzais til kosningasvika. Í sumum héruðum voru atkvæðin meira en 100.000 fleiri en skráðir kjósendur, að sögn The Washington Post sem vitnar í leynilega skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ásakanirnar eru svo alvarlegar að mjög erfitt er fyrir vestræn ríki að styðja áfram ríkisstjórn Karzai sem er rúinn trausti. Kosningarnar eru svo ótrúverðugar að ólíklegt er að hægt verði að bjarga þeim með því að láta kjósa aftur á milli tveggja efstu frambjóðendanna. „Allt kosningaferlið hefur mistekist,“ sagði Haroun Mir, stjórnmálaskýrandi óháðrar rann- sóknamiðstöðvar í Afganistan. „Ég tel að ásak- anirnar um kosningasvik séu svo alvarlegar að jafnvel þótt fram fari önnur umferð sé vafasamt að hægt verði að bjarga trúverðugleika kosning- anna.“ Þolinmæði Afgana á þrotum Sérfræðingar rannsóknastofnunarinnar ICOS í Afganistan segja að þolinmæði Afgana sé á þrot- um eftir nær tveggja mánaða deilur um kosning- arnar. „Óánægjan með framkvæmd kosninganna er svo mikil að hún getur orðið til þess að margir ákveði að kjósa ekki í síðari umferðinni ef hún fer fram,“ sagði Norine MacDonald, formaður ICOS. Hún bætti við að ásakanirnar um stórfelld kosn- ingasvik gætu jafnvel orðið til þess að erfitt yrði fyrir Karzai að tryggja sér atkvæði þeirra sem kusu hann í raun og veru 20. ágúst. Athygli vakti að Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var óvenju hikandi á blaða- mannafundi í gær þegar hún var spurð hvort Bandaríkjastjórn myndi styðja Karzai ef hann yrði lýstur sigurvegari kosninganna. Hún svaraði að Karzai þyrfti að byggja upp betra samband við afgönsku þjóðina og stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri löndum sem hafa stutt hann. Karzai rúinn trausti vegna ásakana um kosningasvik Ólíklegt að hægt verði að bjarga trúverðugleika kosninganna með annarri umferð Reuters Umdeildur forseti Verkamenn bíða eftir vinnu við spjald með mynd af Hamid Karzai. Í HNOTSKURN » Barack Obama Bandaríkjaforseti íhug-ar nú beiðni um að senda 40.000 her- menn til viðbótar til Afganistans. » Haft er eftir aðstoðarmönnum Obamaað hann sé óánægður með hversu hægt hefur gengið að bæta ástandið í landinu. INDVERSK börn í fátækrahverfi í Nýju-Delhí taka þátt í mótmælum gegn indversku ríkisstjórninni. Hundruð fátækra borgarbúa efndu til mótmælanna í gær og kröfðust bættra lífsskilyrða. FÁTÆKTARBASLINU MÓTMÆLT Reuters SVÍUM finnst erfitt að skilja dönsku og nú er ástæðan komin í ljós, að sögn Jyllandsposten: Danir tala miklu hraðar en Svíar. Anna Schüppert, sem er nemi við Gron- ingen-háskóla í Hollandi, rannsak- aði málið ásamt tveim félögum sín- um og var niðurstaðan að Danir tala 25-40% hraðar. „Þetta kom á óvart af því að við höfðum ekki búist við að munurinn væri svona mikill,“ segir Schüp- pert. „Enda þótt þeir segi sama orð- ið koma Danir frá sér fjórum orð- um á sekúndu en Svíar aðeins þrem.“ Hún bendir á að ein ástæðan sé að í dönsku falli mörg atkvæði niður í framburði. kjon@mbl.is Danir tala svo hratt! Hollráð gegn innbrotum oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Læsingar og krækjur Mikilvægt er að krækjur á gluggum séu traustar og læsingar sterkar. Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is P IP A R • S ÍA • 9 1 3 4 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.