Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Bestu þakkirfyrir tölvu-póstinn.“
Þetta segir norski
forsætisráð-
herrann og undir-
strikar að hann áttar sig á að
starfssystirin á Íslandi taldi
ekki að beiðni um tvö þúsund
milljóna lán vinaþjóða á milli
risi undir því að senda form-
legt bréf. Enda var engin
beiðni um lánafyrirgreiðslu á
ferðinni. Þetta var eingöngu
beiðni um flokkslega fyrir-
greiðslu í innanbúðarslag á Ís-
landi. Þetta var til „heima-
brúks“ svo notuð séu orð
Steingríms J. Sigfússonar,
sem telur að æfðir stjórn-
málamenn meini ekkert með
því sem þeir segja við sína eig-
in kjósendur. Sín á milli tali
slíkir menn hins vegar eins og
sannir skörungar og slíkt tal
sé að marka.
Sú tilfinning er farin að
grafa um sig að forystumenn
íslensku þjóðarinnar hafi um
nokkurt skeið verið í vitlausu
liði. Þeir séu eins og landsliðs-
menn, sem óvænt taka að spila
á eigið mark. Þeir halda ætíð á
lofti sjónarmiðum Breta og
Hollendinga í Icesave-málinu
en gera lítið úr og snúa jafnvel
út úr röksemdum, sem gagn-
ast mega málstað Íslands. Það
eru engin dæmi sem koma upp
í hugann um þess háttar fram-
komu, hvorki í samtímasögu
né heldur þegar horft er
lengra fram.
Hvernig í ósköpunum getur
á þessu staðið? Nú dettur eng-
um manni í hug, að forystu-
menn stjórnarflokkanna vilji
þjóð sinni ekki vel. Langur
starfstími þeirra í stjórn-
málum hefur ekki bent til ann-
ars en að þeim gangi að jafnaði
gott eitt til, þótt lífsskoðanir
þeirra og gildis-
mat falli misvel að
sjónarmiðum
annarra, eins og
eðlilegt er. En
hvers vegna eru
þessu reynda fólki svo mis-
lagðar hendur, einmitt þegar
svo stórkostlegir hagsmunir
eru í húfi? Hvers vegna í
ósköpunum sendir forsætis-
ráðherra landsins „tölvupóst“
af þessu tagi til forsætisráð-
herra Noregs? Auðvitað hefur
henni þótt óþægilegt að for-
ystumenn Framsóknarflokks-
ins væru að vinna verkið, sem
henni bar að sinna. Auðvitað
hlýtur henni að vera ljóst að
íslenskur forsætisráðherra,
sem farið hefði til fundar með
helstu vinaþjóðinni og lýst
þeim ógnunum sem að landi
hennar steðja, hefði í krafti
síns embættis og þess umboðs
sem embættinu fylgir átt
margfalt meiri möguleika á já-
kvæðri niðurstöðu en leiðtogi
stjórnarandstöðuflokks. En þá
leggur íslenski forsætisráð-
herrann það eitt af mörkum að
leggja stein í götu landa sinna,
sem eru þó að reyna. Enn er
því spurt: Hvers vegna í
ósköpunum? Eina svarið sem
glittir í bendir á ómerkilegar
pólitískar skylmingar sem
ráðherrann kýs að flytja út
fyrir landsteinana þótt það sé
augljóslega hagsmunum eigin
þjóðar til mikillar bölvunar.
Það getur því ekki verið svar-
ið. En hvað þá? Er svo komið
að leiðtogar þjóðarinnar hafi
bugast og brotnað? Baráttu-
krafturinn sé þrotinn og þeir
séu farnir að trúa eigin áróðri
um þá ógn og þær skelfingar,
sem fylgi því að reyna að
standa í lappirnar? Sé svo
komið er aðeins eitt að gera og
best að gera það fljótt.
Hvað gekk forsætis-
ráðherra til með bréf-
inu til Stoltenbergs?}
Bréf Jóhönnu
F
ramtíð Íslands er björt. Um þetta
virðast erlendir sérfræðingar
vera sammála og rökstyðja mál
sitt með því að hér séu góðar auð-
lindir – ekki bara fiskur heldur
ekki síður endurnýjanleg orka í miklum mæli.
Í þessu felast vonir Íslendinga um að rétta
skjótt úr kútnum. Við ráðum ekki bara yfir
silfri hafsins heldur einnig svartagulli framtíð-
arinnar. Það var því þyngra en tárum tæki að
fylgjast með framgangi Magma-málsins, þeg-
ar stór hluti í HS orku var seldur til kanadísks
orkufyrirtækis með tilheyrandi nýtingarrétti
á orkulindum á Suðurnesjum til 65 ára. Slíkir
gjörningar eru þó ekkert einsdæmi hér á
landi – það er þekkt úr fjármálakreppum í
öðrum löndum að stjórnvöld selji úr hendi sér
samfélagslegar eignir þegar kreppir að tíma-
bundið. Og nægir eru kaupendurnir sem sjá
sér leik á borði að komast yfir ómetanleg verðmæti á eins
konar brunaútsölu, vitandi að neyð seljandans verður
þeirri aldagömlu visku yfirsterkari, að það sé ekki góð
hagfræði að selja hænuna sem verpir gulleggjunum.
En það er hægt að binda hendur okkar hvað varðar
orkulindirnar á fleiri vegu en að leigja þær frá okkur til
lengri tíma. Til dæmis er hægt að ráðstafa orkunni til
endalausrar álframleiðslu líkt og íslensk stjórnvöld hafa
gert með nánast trúarbragðakenndum hætti í gegnum
tíðina. Í hvert sinn sem þörf er á innspýtingu í atvinnu-
lífið upphefst gamla ál- og stóriðjumantran og þegar
mótbárur heyrast um hvort ekki sé skynsamlegra að
nýta hana í eitthvað annað eru menn fljótir að
spretta upp og segja með þunga að þetta sé
nú bara það eina sem sé fast í hendi.
Skiptir þá engu þótt menn bendi t.d. á að
rafbílavæðingin sé rétt handan við hornið. Í
henni einni ættu að liggja óþrjótandi tækifæri
fyrir Íslendinga til að verða sjálfbærari um
orku, stórminnka innflutning á eldsneyti og
þar með auka vöruskiptahagnað landsins.
Menn geta svo giskað á hvort ekki fengist
betra verð fyrir rafmagnið með þessu móti.
Þar fyrir utan myndi þetta snarbæta kolefn-
isbókhald þjóðarinnar svo allt tal um und-
anþágur frá loftslagssamningum yrði hrein-
lega óþarft. Þetta er þó aðeins eitt dæmi um
aðra og hagkvæmari nýtingarmöguleika
orkunnar, ört vaxandi tæknigeiri er annað.
Þegar ákvarðanir um byggingu nýrra ál-
vera eru teknar er því hollt að hafa í huga að
orkan okkar er ekki óþrjótandi. Sigmundur Einarsson
jarðfræðingur hefur sýnt fram á að álver á Bakka og í
Helguvík myndu „soga til sín nær alla orkuna frá orku-
lindum á Suður-, Suðvestur- og Norðausturlandi“, eða
nánast alla hagkvæmustu orkuna í landinu, skv. grein
hans á Smugunni. Sé þetta rétt geta menn spurt sig
hvaðan rafmagnið á að koma sem í framtíðinni á að knýja
áfram bílaflotann okkar eða verða undirstaða öflugs ís-
lensks þekkingariðnaðar? Getur verið að með þröngri ál-
klæddri framtíðarsýn séum við að króa okkur af í völund-
arhúsi kreppunnar í stað þess að nýta okkur leiðirnar út
úr því? ben@mbl.is
Eftir Bergþóru
Njálu Guð-
mundsdóttur
Pistill
Að króa sig af í kreppunni
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Sóknarfæri í íslensku
byggi og útflutningi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
S
ala í svínakjöti hefur dreg-
ist saman og að sama
skapi hefur verðið lækk-
að. Hörður Harðarson,
formaður Svínarækt-
arfélags Íslands, segir að erlendir
verkamenn hafi verið miklir neyt-
endur svínakjöts, en þeim hafi fækk-
að mikið, og framleiðendur hafi ekki
tækifæri á útflutningi. Þess vegna
hafi birgðasöfnun átt sér stað, en
sóknarfæri felist í íslensku byggi og
útflutningi.
Hörður Harðarson segir að svína-
kjötsmarkaðurinn sé mjög við-
kvæmur og þegar miklar sveiflur séu
í framboði og eftirspurn geti verið
erfitt að stilla framleiðsluna af.
Svínakjöt hafi verið megin uppi-
staðan í fæðu erlendra verkamanna,
sem starfað hafi við stórfram-
kvæmdir hérlendis á nýliðnum árum,
og því hafi þurft að auka kjöt-
framboðið. Einhverjir hafi farið fram
úr sér í framleiðslunni og þegar er-
lenda starfsfólkinu hafi fækkað hafi
kjötframboðið verið of mikið fyrir
innanlandsmarkað. Útflutningur hafi
ekki verið inni í myndinni og með
auknu framboði og minni eftirspurn
hafi verðið lækkað.
Svínaræktendur útundan
Tvíhliða samkomulag íslenskra
stjórnvalda og Evrópusambandsins
um búvöruviðskipti, sem gert var
2007, gagnast ekki svínaræktendum,
að sögn Harðar. Hann segir að í
samningnum sé kveðið á um að ár-
lega megi flytja til Íslands 200 tonn
af frosnu, beinlausu svínakjöti á lág-
um tollum og annað eins af kjúkling-
um. Svínakjötsinnflutningurinn jafn-
gildi innlendri framleiðslu úr meira
en 3.000 grísum, sem sé hátt hlutfall
af landsframleiðslunni. Menn hafi
vonast til að innlendir svínakjöts- og
kjúklingaframleiðendur gætu flutt út
svipað magn til Evrópusambandsins,
en annað hafi komið á daginn, því út-
flutningur á móti hafi aðeins verið
heimilaður á lambakjöti, hrossakjöti,
pylsum og ostum. „Á meðan stjórn-
völd haga sér með þessum hætti þá
býr greinin einfaldlega við það að
hún hefur enga möguleika á að jafna
framboð á innanlandsmarkaði með
útflutningi og það leiðir einfaldlega
til þess að verðin verða að lækka,“
segir hann.
Miðað við ágústmánuð jókst svína-
kjötsframleiðslan á 12 mánaða tíma-
bili um 6,3% og fór í 6.673 tonn, en í
ágúst var hún 543 tonn, sem er 5,4%
minni en í ágúst í fyrra. Salan í ágúst
var 528 tonn, sem er 7,9% minni sala
en í fyrra, og salan frá ágúst til ágúst
var 6.630 tonn. Það er 5,5% meiri sala
frá því 12 mánuðina þar á undan.
Hörður segir að sóknafæri séu til
staðar með heimildum til útflutnings
og aukinni notkun íslensks byggs í
fóðrinu, en það er um 60-70%. Svína-
bændur noti um 20 þúsund tonn af
byggi og þar af aðeins um 1.000 til
1.500 tonn af íslensku byggi.
Ljósmynd/Björgvin Þór Harðarson
Kornrækt í Gunnarsholti Hörður Harðarson notar um 500 tonn af íslensku
byggi á svínabúinu í Laxárdal en heildarnotkunin er um 1.000 til 1.500 tonn.
Margir svínabændur standa illa
vegna hækkandi framleiðslu-
kostnaðar og lækkandi afurða-
verðs, en þeir sjá til sólar með út-
flutningi og aukinni notkun
íslensks byggs í fóðrinu.
Framleiðsla og sala á innlendu svínakjöti
Ágúst 2007
– ágúst 2008
Ágúst 2008
– ágúst 2009
Fr
am
le
ið
sl
a
S
al
a
Fr
am
le
ið
sl
a
S
al
a
6.673
kg
6.630
kg6.278
kg
6.284
kg
Ágúst 2008
Ágúst 2009
574 kg 573 kg
543 kg 528 kg
Dómstjórinn íReykjavík
lýsti áhyggjum
sínum yfir stöðu
dómstólanna í við-
tali hér í blaðinu. Jafnframt
gerði hann grein fyrir því
álagi, sem þegar væri orðið og
hvað væri fyrirsjáanlegt.
Voru þær upplýsingar allar
ýkju- og æsingarlausar, svo
sem vænta mátti. En þrátt
fyrir það leyndi sér ekki að
dómstjórinn hafði verulegar
áhyggjur af því, hvernig að
dómstólunum er búið, og hvað
muni gerast þegar álagið á þá
eykst, sem er fyrirsjáanlegt.
Þrátt fyrir erfiða stöðu ríkis-
sjóðs hefur verið ákveðið að
leggja mikla fjármuni til
rannsókna og
undirbúnings sak-
sóknar, ef tilefni
reynast. Um þau
útgjöld er góð sátt
í þjóðfélaginu. Það er
ábyrgðarleysi, ef dómstól-
arnir verða skyldir eftir í fjár-
hagslegu tómarúmi við þessar
aðstæður. Því, eins og dóm-
stjórinn benti á, þá mun ekki
sakamálaþátturinn einn bæt-
ast við heldur mun hrina
málaferla vegna falls við-
skiptalífsins og stórgjald-
þrota vera í farvatninu. Við
þessu verður að bregðast með
eflingu dómstólanna, að
minnsta kosti tímabundið,
ella geta mikil vandræði hlot-
ist af.
Bregðast verður við
vanda dómstólanna }Vandi dómstólanna