Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 297. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «FJÖLSKYLDAN Í BORGARLEIKHÚSINU NÆR ÓAÐFINNANLEGT SJÓNARSPIL «ÓÞOL SEM LEYNIST Í BÍÓI 3-bíó með börnum besta lausnin 96 ára Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is FINNUR Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki svara því hvort for- dæmi væru fyrir því að eigendur fyrirtækja fengju tugi milljarða afskrifaða samfara því að halda yfirráðum í fyr- irtækjunum. Finnur staðfesti jafnframt að ein möguleg lausn á málefnum eigenda Haga, 1998 ehf., væri að eig- endur fengju ákveðinn frest til að koma með nýtt hlutafé inn í rekstur félagsins. „Verið er að kanna hvort sú lausn gangi upp eða ekki.“ 1998 ehf. er í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og fjölskyldu hans. Getur skipt máli vegna viðskiptatengsla Finnur segir að áframhaldandi þátttaka eigenda fyr- irtækja geti skipt máli fyrir framtíðarvirði þeirra, þá sér- staklega með vísan til hugsanlegra viðskiptatengsla sem eigendur kunni að búa yfir. „Þetta er þó mismunandi frá einu tilfelli til annars,“ segir Finnur. Í verklagsreglum Nýja Kaupþings segir að áfram- haldandi þátttaka sé meðal annars háð því að viðkomandi eigendur njóti trausts. Finnur Sveinbjörnsson sagðist ekki mundu vilja svara því með beinum hætti hvort traust væri fyrir hendi í tilfelli Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. „En reglurnar eru skýrar. Ég vil ekki vera með vangaveltur um það hvernig þetta mál endar,“ sagði Finnur. Spurður um það hversu miklu Nýja Kaupþing hefði tapað á gjaldþroti Baugs sagðist Finnur ekki hafa tekið það saman. Finnur var jafnframt inntur eftir því hversu miklu Nýja Kaupþing hefði tapað á viðskiptum við félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en hann kvaðst vona að það tap yrði ekki neitt. Svarar engu um traust Bankastjóri Nýja Kaupþings útilokar ekki aðkomu eigenda 1998 að endurskipulagningu á eignarhaldi Haga  Eigendur 1998 | 6-7 ÞREIFINGAR Nýja Kaupþings og eigenda Haga um skuldir þeirra síðarnefndu skipta ekki aðeins sköpum fyrir Hagkaup, Bónus og 10-11 heldur einnig Ferskar kjötvörur, Banana, Aðföng, Hýsingu, Debenhams, Topshop, All Saints, Karen Millen, Útilíf, Warehouse, Zara, Evans og Oasis, svo nokkur séu nefnd. | 7 MIKIL ÁHRIF Á FJÖLDA FYRIRTÆKJA Morgunblaðið/Golli  Þrotabú Ís- lenskrar afþrey- ingar, áður 365 hf., hefur stefnt Rauðsól ehf., fé- lagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Krefst þrotabúið þess m.a. að rift verði þeirri ráðstöfun Ís- lenskrar afþreyingar að veita Rauðsól 155 milljóna króna afslátt af kaupverði 365 miðla ehf. Friðjón Örn Friðjónsson, skipta- stjóri Íslenskrar afþreyingar, segir í samtali við Morgunblaðið að salan á 365 miðlum sé enn til skoðunar. Búið sé að taka ákvörðun um að krefjast riftunar á þessum einstaka hluta málsins, en þessi stefna úti- loki ekki þann möguleika að síðar verði gerð krafa um að kaupunum í heild verði rift. »12 Stefnir Rauðsól vegna 155 milljóna afsláttar af 365  Fjármálaeftirlitið, FME, hefur frá áramótum vísað 25 málum til sérstaks saksóknara, sem rann- sakar banka- hrunið. Alls hefur FME tekið fyrir 82 mál þar sem lög um verðbréfa- viðskipti hafa verið brotin með einhverjum hætti. Í 45 þessara mála hefur um- fjöllun lokið með sátt og sekt- argreiðslum, en til samanburðar lauk aðeins einu máli hjá FME með sátt á síðasta ári. Mörg mál- anna snúast um léleg skil á upp- lýsingum um innherja. Fimm mál- um hefur verið vísað til ríkissaksóknara, tveimur til efna- hagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra og stjórnvaldssektir verið lagðar á í fimm málum frá áramótum. »12 FME hefur vísað 25 málum til sérstaks saksóknara  Vinsældir Bar- acks Obama Bandaríkja- forseta fara ört dvínandi. Í ný- legri úttekt tíma- ritsins Newsweek var rýnt í 15 kosningaloforð Obama, sem sigr- aði í forsetakosningunum fyrir réttu ári, og í ljós kom að aðeins tvö höfðu verið uppfyllt. Stuðningsmönnum hans finnst hann óákveðinn og líta aðeins 29% kjósenda á störf hans með mikilli velþóknun. »16 Vinsældir Baracks Obama fara þverrandi heima fyrir GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR . GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. „Skuldaúrvinnsla einstakra fyr- irtækja er í hönd- um bankanna og þeir verða að vinna samkvæmt samræmdum og vönduðum reglum í þeim efnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra. Hann ætlast til að skuldamál Haga og 1998 þoli gagn- rýna skoðun. »4 Vill að málið þoli gagnrýna skoðun Steingrímur J. Sigfússon BJARNI Bene- diktsson, for- maður Sjálfstæð- isflokks, segir alvarlegt að mis- tekist hafi að skapa traust á því ferli sem fer af stað í bönk- unum við end- urskipulagningu skuldastöðu fyr- irtækja. Botn kreppunnar nálgist og í kjölfarið muni eiga sér stað mikil verðmætasköpun. „Við þurfum því að hugleiða það núna, hvort við vilj- um að sú verðmætaaukning lendi öll í höndum erlendra kröfuhafa, í gegnum eignarhald þeirra á bönk- unum.“ »5 Mistekist hefur að skapa traust á ferli Bjarni Benediktsson „ÉG SAGÐI þá að ég teldi ekki að endurreisa ætti þau félög. Ég hef ekki skipt um skoðun í þeim efnum og segi það enn,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra um það sem hann nefnir „eignarhaldsfélög sem voru hér allsráðandi á undanförnum árum“. Gylfi vildi þó ekki lýsa afstöðu sinni til þessa tiltekna skuldamáls, enda hefur hann ekkert um það í höndunum. »6 Hefur ekki skipt um skoðun á félögunum Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.