Morgunblaðið - 03.11.2009, Page 4

Morgunblaðið - 03.11.2009, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Skuldir Haga Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STEINGRÍMUR. J. Sigfússon fjár- málaráðherra kveðst ætlast til þess að skuldamál Haga og 1998 eins og önnur skuldamál fyrirtækja þoli gagnrýna skoðun og hann geri ekki ráð fyrir öðru en menn í bönkunum séu sér meðvitandi um það. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er nú rætt í nýja Kaupþingi um tug- milljarða afskriftir skulda hjá eig- endum 1998 og Haga, þ.e. Jóns Ás- geirs Jóhannessonar og fjölskyldu. – Steingrímur. Efnislega hefur engin afstaða stjórnvalda komið fram til hugsanlegrar niðurfellingar á tuga milljarða króna skuld Haga og 1998 í nýja Kauðþingi. Nú vafðist það ekki fyrir ykkur Gylfa Magnússyni við- skiptaráðherra í sumar, að tjá ykkur um hugsanlega niðurfellingu á skuld- um Björgólfsfeðga, þar sem þú sagð- ir m.a.: „Mér finnst þetta um það bil vera síðasta lánið undir sólinni sem ætti að afskrifa …“ Hvers vegna get- ur þú ekki lýst efnislegri afstöðu þinni í skuldamálum Haga og 1998? „Í sumar var ég bara að tjá mig í sambandi við fréttaflutning um mögulegar afskriftir á persónulegum lánum ein- staklinga. Það voru lán vegna kaupa á Lands- bankanum þar sem kaup- endurnir voru í persónu- legum ábyrgðum sem einstaklingar.“ – En hvað segir þú þá um mögulegar afskriftir á mörgum tugum millj- arða af skuldum 1998 og Haga í nýja Kaupþingi og að eigendurnir, Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda, haldi samt sem áður 60% eignarhlut í Högum, eins og nú er rætt um? Skuldaúrvinnsla er hjá bönkunum „Skuldaúrvinnsla einstakra fyr- irtækja er í höndum bankanna og þeir verða að vinna samkvæmt sam- ræmdum og vönduðum reglum í þeim efnum og eiga ekki að fara í manngreinarálit þar, þegar kemur að því að meta hvernig hagsmunum bankans og þess vegna íslensks efna- hagslífs er best borgið og hvernig hægt er að lágmarka tjón í sambandi við skuldug fyrirtæki og skuldaúr- vinnslu þeirra. Ég blanda mér ekki inn í einstök mál í þeim efnum. Ég hvorki má það né get.“ – Það vafðist ekki fyrir þér í sum- ar. Nú eru miklu meiri hagsmunir í húfi, eða margir tugir milljarða króna. „Eins og ég sagði áðan, þá voru við- brögð mín í sumar bara við þeim frétta- flutningi sem var um skuldamál þeirra Björgólfsfeðga.“ – Í stjórnsýslunni hefur mikið verið rætt um gegnsæi og að allt sé uppi á borðum. Í vetur kom á daginn að það var frumskilyrði Íslandsbanka, að þá- verandi hluthafar í út- gáfufélagi Morgunblaðsins, Árvakri hf., skrifuðu hlut sinn í félaginu niður í núll og hyrfu frá fyrirtækinu, áður en Íslandsbanki féllst á að félagið færi í opið útboð, þar sem hagstæð- asta tilboðinu væri tekið. Hvers vegna ættu aðrar reglur að gilda nú um eigendur Haga og 1998 en giltu um fyrrverandi eigendur Árvakurs? „Ég ætla ekkert að bera einstök mál saman. Vill Morgunblaðið að það sé þannig að fjármálaráðherra sé að blanda sér inn í einstök úrvinnslumál bankakerfisins? Skuldamál Haga eru eins og hver önnur skuldaúrvinnslu- mál, sem eru í höndum bankanna, og við verðum bara að treysta því að þeir vinni það faglega, vandað og samræmt og það sé ekkert farið í manngreinarálit og það sé bara unnið út frá þeim viðmiðunarreglum sem eðlilegar eru við þessar aðstæður. Þetta er mjög vandasamt og það koma náttúrlega upp ótalmörg mats- kennd atriði af þessu tagi, sem er ekki hægt að gefa út einhverja for- skrift fyrirfram fyrir. Eigendastefna ríkisins, að því marki sem hún hefur áhrif, liggur fyrir. Það er í samræmi við hana sem við ætlumst til þess að þessi mál séu unnin.“ – Nú eru klárlega grunsemdir víða í þjóðfélaginu um að það verði einmitt farið í manngreinarálit, ef nið- urstaðan verður sú að Jón Ásgeir og fjölskylda eiga að halda 60% eign- arhlut í Högum og fá margra tugi milljarða niðurfellda af skuldum sín- um. Er í því ljósi ekki einmitt mik- ilvægt að stjórnvöld og ekki síst fjár- málaráðherra taki af skarið og lýsi því yfir að allir skuli sitja við sama borð og að jafnræðisreglu verði gætt? Ekki farið í manngreinarálit „Jú, jú, enda segi ég að það á að vinna þessa hluti samræmt og sam- bærilega og ekki fara í manngrein- arálit. Það á að leggja til grundvallar ákveðnar viðmiðunarreglur um það Hvorki má né get bland- að mér í einstök mál Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki megi fara í manngreinarálit Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.