Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 5

Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 hvernig farið er í skuldaúrvinnslu fyrirtækja og þær eiga að gilda al- mennt. Ég ætlast til þess að hvert og eitt mál og þetta í heild sinni þoli allt gagnrýna skoðun og ég geri ekki ráð fyrir öðru en menn í bönkunum séu sér meðvitandi um það. En það væri að æra óstöðugan og beinlínis rangt, ef ráðherra færi að blanda sér inn í einstök mál. Ég trúi því ekki að það séu menn að biðja um.“ Morgunblaðið/Kristinn Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon segir að það væri að æra óstöðugan, ef ráðherra færi að blanda sér inn í einstök mál. BJARNI Benedikts- son, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að bönkunum og stjórnvöldum hafi al- gjörlega mistekist að skapa traust á banka- kerfinu, þannig að fólk skilji hvers vegna sum- ir tapa sínu eignarhaldi á fyrirtækjum, aðrir fái felldar niður skuldir og enn aðrir standi frammi fyrir því að bankarnir selji kröfur sínar til annarrar fjár- málastofnunar. Bjarni nefnir sem dæmi að fjármálastofnun hafi selt kröfur á hendur World Class til ann- arrar fjármálastofnunar á sama tíma og eigendur World Class hafi verið að semja um skuldir sínar. Skuld- irnar séu nú til innheimtu í annarri fjármálastofnun en þar sem til skuldarinnar var stofnað. „Vitanlega setja svona vinnubrögð menn út af laginu,“sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær. Alvarlegt að mistekist hefur að skapa traust á ferlinu „Mér finnst það alvarlegt að það hefur mistekist að skapa traust á því ferli sem fer af stað í bönkunum við að endurskipuleggja skuldastöðu fyrirtækjanna. Það á að vera skiljanlegt og gegnsætt af hverju eignarhaldið er í sum- um tilvikum tekið af mönnum, af hverju menn fá í sumum til- vikum felldar niður skuldir og í þriðja lagi af hverju menn geta í sumum tilvikum keypt sig aftur inn í rekstur sem er á leiðinni í þrot.“ Bjarni segir að ef marka megi frétta- flutning í Morg- unblaðinu í gær og á Stöð 2 í fyrrakvöld, þá sé þetta að gerast: „Eigendur Haga hafa tapað eign- arhaldi félagsins að fullu, en þeir fá að kaupa til baka 60% í félaginu gegn sjö milljörðum króna.“ – Er þetta réttlætanlegt að þínu mati, þegar þú setur það í samhengi við það sem gerðist sl. vetur, þegar fyrrverandi eigendur Árvakurs hf. urðu að afskrifa eign sína í félaginu að fullu og hverfa frá félaginu sem eigendur, áður en Íslandsbanki sam- þykkti að afskrifa ákveðnar skuldir og selja svo félagið í opnu útboði til hæstbjóðanda? „Nei, vitanlega ekki. Þar var um gegnsætt ferli að ræða, en sam- kvæmt því sem nú virðist vera að gerast í Kaupþingi og víðar, ef marka má fréttir, þá er stjórnvöld- um og stjórnendum bankanna al- gjörlega að mistakast að skapa traust og gegnsæi í þessu ferli, þann- ig að stórar ákvarðanir eins og þess- ar séu gerðar skiljanlegar,“ sagði Bjarni. Þetta verður að vera við- skiptaleg ákvörðun – Er það forsvaranlegt að selja gömlum eigendum Haga 60% eign- arhlut fyrir sjö milljarða króna? „Ég hef engar forsendur til að meta verðin í þessu máli Haga. En ég held að það sé skynsamlegt sem menn hafa verið að leggja upp með, að gefa eigendum félaganna tæki- færi. Ef eigendum félaganna eru ekki gefin tækifæri til að koma inn með nýtt fjármagn, þá munu menn alltaf lenda á afar gráu svæði. Þetta verður að vera viðskiptaleg ákvörð- un og ég held að við værum komin aftur út á hættulegar brautir ef við stjórnmálamenn ætlum að segja: Það eru þessir menn sem mega vera með og hinir ekki.“ – Slík fordæmi hafa nú þegar ver- ið gefin, ekki satt? „Mikið rétt, en ég er ekki viss um að þau séu af hinu góða. Hvar ætla menn að draga línuna? Við erum að nálgast botninn í þessari kreppu. Á þessu ári eða því næsta munum við væntanlega finna viðspyrnu. Í fram- haldi af því mun eiga sér stað mikil verðmætaaukning í íslensku við- skipta- og atvinnulífi. Við þurfum því að hugleiða það núna, hvort við vilj- um að sú verðmætaaukning lendi öll í höndum erlendra kröfuhafa, í gegn- um eignarhald þeirra á bönkunum, eða hvort við viljum sjá verðmæta- aukninguna sitja eftir á Íslandi. Glitnir er þegar kominn í eigu er- lendra lánardrottna og allt stefnir í að erlendir lánardrottnar eignist einnig Kaupþing innan tíðar. Eign- arhald á Eimskip er nú komið í hendur útlendinga, þeir eiga sömu- leiðis um helminginn í Iceland Air. Ef svona heldur áfram, halda útlend- ingar áfram að koma hingað og hirða upp íslensk fyrirtæki, þegar verð- gildi þeirra er í sögulegu lágmarki og þegar við göngum í gegnum næsta hagvaxtarskeið getur vel svo farið að sú verðmætaaukning sem verður til samhliða vaxandi kaup- mætti og hagvexti, hlaðist upp meira og minna í höndum erlendra aðila. Við þurfum að finna milliveg á milli þess að laða hingað til lands er- lenda fjárfestingu og þess að end- urskipuleggja skuldir fyrirtækjanna með þeim hætti, að áfram verði um eðlilegt íslenskt eignarhald að ræða í íslensku atvinnulífi.“ agnes@mbl.is Fá að kaupa 60% í Högum fyrir sjö milljarða króna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að mistekist hafi að skapa traust á bönkum Bjarni Benediktsson HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Allar áhafnir um borð hjá Icelandair eru íslenskar. • Allar flugvélar í flota Icelandair eru skráðar á Íslandi. • Allt viðhald á flugvélum Icelandair er á Íslandi. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.