Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 GYLFI Magnússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir í Kaupþingi hefðu lýst því yfir að engar afskriftir hefðu verið ákveðnar í bank- anum á skuldum Haga og 1998 í Kaupþingi. „Á meðan að staðan er sú og ég hef ekkert í hönd- unum um að Kaupþing hyggist afskrifa tugi milljarða af skuldum eig- enda Haga, get ég ekki verið að lýsa afstöðu til þessa tiltekna skulda- máls Haga í Kaupþingi,“ sagði Gylfi. Spurður um það hvort hann teldi að það væri eðlilegt að eigendur Haga og 1998, þ.e. Jón Ásgeir Jó- hannesson og fjölskylda, fengju að kaupa 60% hlut í Högum fyrir sjö milljarða króna, sagði Gylfi: „Ég tjáði mig áður en ég varð ráðherra og eftir að ég varð ráðherra um hvað mér finnist um þau eignarhaldsfélög sem voru hér allsráðandi á undanförnum árum. Ég sagði þá að ég teldi ekki að endurreisa ætti þau félög. Ég hef ekki skipt um skoðun í þeim efn- um og segi það enn, en ætla samt sem áður ekki að tjá mig um málefni eða skulda- stöðu einstakra fyr- irtækja, hvorki Haga né annarra, sér- staklega ekki á meðan ekki liggur fyrir hvort fréttir af þeim eru rétt- ar eða rangar.“ Hagar voru eins og kunnugt er í eigu eign- arhaldsfélagsins Baug- ur Group þar til sum- arið 2008, þegar félagið var selt til 1998, félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl- skyldu, og voru kaupin fjármögnuð með láni frá Kaupþingi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og fyrradag tókst Morgunblaðinu ekki að ná sambandi við Jóhönnu Sig- urðardóttur, forsætisráðherra, til þess að spyrja um afstöðu hennar til hugsanlegra afskrifta nýja Kaup- þings á tugmilljarðaskuldum eigenda Haga og 1998 í Kaupþingi. agnes@mbl.is Á ekki að end- urreisa eignar- haldsfélög Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, segir ekki liggja fyrir hvernig Kaupþing afgreiði skuldamál Haga Gylfi Magnússon Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is BANKASTJÓRI Nýja Kaupþings staðfesti í gær að eigendur 1998 ehf. hefðu nokkrar vikur til að koma með nýtt fé inn í félagið. 1998 er eigandi smávöruverslanakeðj- unnar Haga. Finnur Sveinbjörns- son sagði í samtali við sjónvarps- fréttir Morgunblaðsins að eigendum 1998 hefði verið gefinn ákveðinn frestur til að vinna að mögulegri lausn málsins. Að- spurður hvort Jón Ásgeir Jóhann- esson og aðrir eigendur 1998 nytu trausts hjá Nýja Kaupþingi kvaðst hann ekki vilja svara því með bein- um hætti. Finnur sagði reglur bankans hvað varðaði end- urskipulagningu skuldsettra fyr- irtækja skýrar, en hann kvaðst jafnframt ekki vilja velta vöngum yfir lausn mála sem væru enn í vinnslu. Í verklagsreglum Nýja Kaup- þings um lausnir á útlánavanda fyr- irtækja segir að áframhaldandi þátttaka eigenda við rekstur illa staddra fyrirtækja byggist á trausti og að viðkomandi eigendur séu mik- ilvægir framtíð fyrirtækjanna. Að- spurður hvort fordæmi væru fyrir því að eigendur fyrirtækja fengu af- skrifaða tugi milljarða samfara áframhaldandi þátttöku í rekstri og eignarhaldi fyrirtækja sagðist Finnur ekki mundu upplýsa um það. „En það eru auðvitað uppi mis- munandi sjónarmið um hvort þátt- taka núverandi eigenda sé mik- ilvæg,“ sagði hann. „Áframhaldandi þátttaka stjórnenda getur skipt máli. Eigendur geta hugsanlega gegnt einhverju hlutverki líka,“ sagði Finnur, og vísaði því til rök- stuðnings til samninga eða tengsla sem eigendur fyrirtækja kunna að hafa. „Þetta er mismunandi frá einu tilfelli til annars.“ Baugur, sem var í eigu Jóns Ás- geirs og fjölskyldu, skildi eftir sig stærsta þrotabú íslenskrar gjald- þrotasögu. Heildarkröfur í þrotabú Baugs námu 316,7 milljörðum króna, og þess má geta að kröfu skilanefndar Kaupþings í þrotabú Baugs upp á 27 milljarða króna var hafnað með fyrirvörum. Finnur sagðist ekki hafa tekið saman hversu miklu Nýja Kaupþing tapar á gjaldþroti Baugs. Þegar Finnur var inntur eftir því hversu mikið hefði tapast á viðskiptum við Jón Ásgeir Jóhannesson var svarið ein- falt: „Vonandi ekki neitt.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var einnig greint frá því að Nýja Kaupþing hefði stefnt eignarhalds- félaginu BGE ehf. vegna vangold- Eigendur 1998 ekki Bankastjóri Nýja Kaupþings óviss um tap vegna Baugs Skuldir Haga Þekktustu fyrirtæki Haga eru lík- lega matvöruverslanirnar Hag- kaup, Bónus og 10-11. Félagið er hins vegar afar umsvifamikið á íslenskum smásölu- og vörudreif- ingarmarkaði. Meðal annarra fyr- irtækja sem Hagar hafa á sínum snærum eru Ferskar kjötvörur, eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði kjötvinnslu. Einnig eru Ban- anar hf. undir hatti Haga, en um er að ræða stærsta dreifingar- aðila ávaxta og grænmetis á Ís- landi. Á heimasíðu Haga segir raunar berum orðum að Bananar ehf. séu stærsta innflutningsfyr- irtæki landsins. Aðföng, sem er dreifingarfyrirtæki, og Hýsing, sem sýslar með tollafgreiðslu og lagerhald, eru stór fyrirtæki á sínu sviði sem þjónusta þó að- allega önnur fyrirtæki Haga. Hagar reka 13 smásöluverslanir með klæðnað og annað. Þær verslanir eru Debenhams, Karen Millen, All Saints, Warehouse, Topshop, Zara, Oasis, Dorothy Perkins, Coast, Evans, DAY, Jane Norman og Útilíf. Á heimasíðu Haga segir að meginhlutverk fyr- irtækisins sé að veita viðkomandi fyrirtækjum aðhald, og „finna sameiginlega fleti sem geta leitt til hagræðingar í kostnaði og aukið tekjumöguleika“, eins og það er orðað. Hvaða fyrirtæki eiga Hagar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.