Morgunblaðið - 03.11.2009, Page 9

Morgunblaðið - 03.11.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 SÖLUÁTAK á böngsum til styrktar leitarstarfi Krabbameinsfélagsins gekk vonum framar í síðustu viku, en fyrirtækið Friendtex stóð fyrir sölunni og tók þannig þátt í barátt- unni gegn krabbameini sjöunda ár- ið í röð. „Salan hefur gengið vonum fram- ar, en allur ágóði af sölu bangsanna rennur óskiptur til Krabbameins- félagsins,“ segir Ása Björk Sigurð- ardóttir, eigandi Friendtex á Ís- landi. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sjálfstætt starfandi sölufulltrúa sem flestir tóku þátt í átakinu auk þess sem bangsarnir eru seldir í verslunum víða um land. Bangsar áfram til sölu Þrátt fyrir að þessu sérstaka söluátaki sé lokið munu sölu- fulltrúar og verslanir halda áfram að selja bangsana meðan birgðir endast. „Við höfum fundið fyrir mikilli jákvæðni og viljum því gefa fólki færi á að nálgast bangsana áfram. Svo viljum við koma sér- stökum skilaboðum til jólasvein- anna og hvetja þá til að kaupa bangsa því þeir eru tilvalin gjöf í skóinn,“ segir Ása, en bangsarnir kosta kr. 1.000 og eru smáir svo þeir passa vel í skótau unga fólks- ins. Vinnuhópar og starfsmanna- félög geta pantað bangsa með því að senda tölvupóst á sala@friend- tex.is. Bangsarnir verða seldir á meðan birgðir endast RANGHERMT var í Morgun- blaðinu fyrir helgi að Kári Stef- ánsson hefði fengið Jahres- verðlaunin fyrstur Íslendinga. Hið rétta er að Karl Sigurðsson, rektor við Karolinska Institutet í Stokk- hólmi, fékk verðlaunin árið 1998. Fékk verðlaunin árið 1998 LEIÐRÉTT FORSVARSMENN SA og ASÍ gera ráð fyrir að viðræður þeirra við stjórnvöld um stöðugleikasáttmál- ann haldi áfram í þessari viku. Að- eins eitt mál stendur út af í þeim viðræðum, en það eru orku- og auð- lindaskattar. Að sögn Vilhjálms Eg- ilssonar, framkvæmdastjóra SA, þyrftu málin helst að skýrast fyrir vikulokin. „Þessir skattar eru mjög óæskilegir því þeir hafa áhrif á stöðu Íslands sem fjárfesting- arkosts, en við þurfum á fjárfest- ingum að halda í orkufrekum iðn- aði til þess að komast út úr kreppunni,“ segir Vilhjálmur. Und- ir þetta tekur Gylfi, en bendir á að hjá ASÍ séu menn ekki mótfallnir þessum sköttum sem slíkum heldur útfærslu þeirra. „Útfærsla auð- lindaskatts þarf að gerast í sátt í samfélaginu,“ segir Gylfi. Skattamálin standa út af FORMAÐUR heilbrigðisnefndar Alþingis, Þuríður Backman, veitti nýverið viðtöku áskorun til þing- manna frá aðstandendum Vímu- varnaviku, eða Viku 43. Þar eru all- ir hlutaðeigandi aðilar hvattir til að huga enn betur að fræðslu um skað- semi kannabisefna. Það var verk- efnisstjóri Viku 43, Guðni R. Björnsson, sem afhenti áskorunina. Áskorun til þingmanna STÖÐUGILDI hjá íslenska ríkinu voru 17.701 í lok september að því er kom fram í svari Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra við fyr- irspurn á Alþingi. Eru þetta svip- aður fjöldi og árið 2006 en 2007 fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu í 18.547 og í fyrra voru þau 18.243. Árið 2005 voru 16.000 stöðugildi hjá ríkinu. Árið eftir færði stærsti hluti heilbrigðisstofnana launa- afgreiðslu sína yfir til ríkisins, eða sem samsvarar um 1.500 stöðugild- um. Sama ár var lögregluumdæmum fækkað í 15. Þessi breyting hafði áhrif á fjölda stöðugilda innan lög- gæslunnar sem og í öðrum störfum. Stöðugildum fækkað www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Gallabuxur og bolir Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. Silfurhúðum gamla muni Skór & töskur Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 www.gabor.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Peysuvesti með áföstum topp Verð 7.900 kr. FRÁBÆR BUXNASNIÐ NÝKOMNAR SVARTAR GALLABUXUR, EINNIG KLASSÍSKAR SPARI- OG VINNUBUXUR, SVARTAR, GRÁAR OG BRÚNAR MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR www.nora.is Dalve opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12-18, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is      Í ár eru eftirfarandi fyrirtæki tilnefnd: Samhliða fer fram val á Markaðsmanni ársins. Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12.00 - 13.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Verð 3.800 kr. fyrir ÍMARK félaga og 4.900 kr. fyrir aðra – hádegisverður innifalinn. Skráning á imark.is eða á imark@imark.is Markaðsverðlaun ÍMARK 2009 CCP N1 Nova Vodafone Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin. Sem fyrr eru þau veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að hafi náð sýnilegum árangri. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.