Morgunblaðið - 03.11.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 03.11.2009, Síða 13
Heimild: Galactic Suite GEIMHÓTEL Fyrirtæki,semhyggst komaupp hóteli í geimnum,segir ekkert því til fyrirstöðuað geimhóteliðgeti tekiðámóti fyrstugestunum árið 2012. Áætlaðeraðþriggjadaga dvöl í geimhótelinukosti þrjár milljónirevra, jafnvirði 550 milljónakróna. Áfötum gestannaverða ri ásar,eðafranskir rennilásar, til að gestirnir geti skriðið um herbergishylkin með því að festasig við veggina. Hylkinverða meðgluggameð stillanlega ljósopsþynnutil að jörðinsjáist betur Inni í hylkjunumverða hvorki horn nébeinir etir semgætuvaldiðmeiðslumá gestumí þyngdarleysinu Hvert herbergi verður7 mlangt og 4 mbreitt Miðhluti Tengir saman hótelherbergin í hylkjunum og tengikví geimferjunnar Geimherbergi Gestirnir eigaað dvelja í samtengdum hylkjum og hótelið líkist sameindakeðju. Lögun hylkjannaræðst af því að þau þurfaað komast fyrir í eld aug til að hægt verði að komaþeim í geiminn Geimferja Hönnuð til að ytja ferðamenn út í geiminn,getur borið a.m.k. óra farþegaog tvo geim ugmenn Gestirnir ættu að sjá sólarupprás mmtán sinnum ádag FYRIRTÆKIÐ Galactic Suite seg- ir ekkert því til fyrirstöðu að það geti opnað fyrsta geimhótelið eftir þrjú ár þótt fram hafi komið efa- semdir um að það sé raunhæft markmið. Áætlað er að þriggja daga dvöl í geimhótelinu kosti jafnvirði rúmra 550 milljóna króna. Innifalið í verðinu er geim- ferðaþjálfun á hitabeltiseyju áður en gestirnir verða fluttir út í geiminn. Í geimhótelinu eiga gestirnir að geta notið stórfenglegs útsýnis yf- ir jörðina og kynnst því hvernig það er að lifa í þyngdarleysi. Gert er ráð fyrir því að hótelið fari um- hverfis jörðina á 80 mínútum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 43 hafa þegar bókað ferð í geimhótelið, að sögn Galactic Suite, fyrirtækis í Barce- lona sem stendur á bak við áform- in. Komið hafa fram efasemdir um að hægt verði að fjármagna hót- elið og opna það árið 2012, en for- stjóri fyrirtækisins segir að ónafn- greindur auðkýfingur hafi lofað að setja þrjá milljarða dollara, jafnvirði 475 milljarða króna, í verkefnið. bogi@mbl.is Geimhótel eftir þrjú ár? Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 ALAN Johnson, innanríkisráðherra Bretlands, hefur verið gagnrýndur fyrir að víkja prófessornum David Nutt frá sem formanni nefndar er breska stjórnin skipaði til að vera henni til ráðgjafar í baráttunni gegn fíkniefnum. Johnson vék Nutt frá eftir að pró- fessorinn hélt því fram að kannabis, LSD og e-töflur væru hættuminni en áfengi og tóbak. Prófessorinn hafði einnig gagnrýnt stjórnina fyrir að setja kannabisefni í B-flokk fíkniefna úr C-flokki og herða þar með við- urlög við neyslu þeirra. Fyrr á árinu fullyrti Nutt að e-töflur væru ekki hættulegri en útreiðar. Johnson sagði að Nutt hefði þurft að víkja vegna þess að hann gæti ekki „bæði verið ráðgjafi stjórnarinnar og verið í herferð gegn stefnu hennar“. Nutt svaraði að stefna stjórnarinnar í fíkniefnamálum byggðist á póli- tískri hentistefnu en ekki vísinda- rannsóknum. Tveir aðrir hafa nú þegar sagt sig úr nefndinni vegna brottvikningar formannsins. Þeir segja líklegt að meirihluti nefndarmannanna fari að dæmi þeirra. Að sögn The Times hefur málið vakið efasemdir meðal vísindamanna um sjálfstæði stjórn- skipaðra ráðgjafarnefnda og það gæti orðið til þess að vísindamenn yrðu tregir til að starfa í slíkum nefndum. bogi@mbl.is Deilt um Nutt prófessor Innanríkisráðherra Bretlands gagnrýndur fyrir að víkja for- manni ráðgjafarnefndar frá vegna deilu um flokkun fíkniefna Alan Johnson MARGRÉT Þórhildur Danadrottning fór í níu daga heimsókn til Víetnams á sunnudag ásamt eiginmanni sínum, Hinriki prins, Friðriki krónprins og eiginkonu hans, Maríu. Drottning er hér fyrir aftan víetnamskan hermann þegar blómsveigur var lagður að leiði bylt- ingarleiðtogans Ho Chi Minh við athöfn sem fram fór í gær í Hanoi, höfuðborg Víetnams. Heimsókninni lýkur 9. nóvember. Reuters DANADROTTNING Í VÍETNAM Berlín. AFP. | Áform þýsku stjórn- arinnar um að greiða foreldrum fyrir að annast ung börn sín heima, frekar en að setja þau á dagheimili, hafa sætt harðri gagnrýni fem- ínista og sérfræðinga í málefnum innflytjenda. Ný ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara hefur lofað að greiða for- eldrum 150 evrur, jafnvirði tæpra 28.000 króna, á mánuði fyrir að annast sjálf börn sín undir þriggja ára aldri. Þetta var ein af helstu kröfum CDU, systurflokks Kristi- legra demókrata í Bæjaralandi, í viðræðunum um myndun stjórn- arinnar. Forystumenn flokksins segja þetta réttlætismál þar sem foreldrar sem annast börn sín sjálf- ir spari ríkinu peninga. Foreldr- arnir eigi að geta valið á milli þess að setja börnin á dagheimili eða annast þau sjálfir. Þýskir femínistar hafa lýst heim- greiðslunum sem „útungunarverð- launum“ og „ungamömmu- styrkjum“ og segja enga þörf á því að hvetja mæður ungra barna til að hætta að vinna úti. Fari sem fyrst á dagheimili Áformin hafa vakið mikla um- ræðu í Þýskalandi. Þeir sem leggj- ast gegn heimgreiðslunum segja að lítil þörf sé á því að hvetja foreldra til að annast börn sín sjálfir með opinberum styrkjum því aðeins 18% þýskra barna undir þriggja ára aldri séu á dagheimili eða hjá dag- mömmu. Þeir telja ráðlegra að nota féð til að bæta starfsemi dagheimil- anna. „Markmiðið ætti að vera að hvetja foreldra til að senda börn sín á dagheimili,“ sagði Anette Stein, sérfræðingur í barnafræðslu við Bertelsmann-stofnunina. Stein og fleiri andstæðingar áformanna segja að mjög mikil- vægt sé að ung börn innflytjenda komist á dagheimili til að þau geti náð valdi á þýsku. „Þetta þarf að gerast sem fyrst vegna þess að því yngri sem börnin eru þegar þau fara á dagheimili því auðveldara er fyrir þau að verða tvítyngd,“ sagði Heinz Buschkowsky, sem er eins konar borgarstjóri hverfisins Neu- kölln í Berlín, þar sem margir Tyrkir búa. bogi@mbl.is Heimgreiðslum vegna ungra barna mótmælt Áform stjórnar Merkel sögð slæm fyrir börn innflytjenda holar@simnet.is holabok.is Milli mjalta og messu Fríkirkjupresturinn hefur umburðarlyndi að leiðarljósi, ung kona er strútabóndi í Suður-Afríku, einn af 24 bestu ljósmyndurum veraldar bregður upp myndum í orðum, rafvirkinn og miðillinn eiga það sameiginlegt að þurfa að kunna tengja og kona sem missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjólflóði segir frá afleiðingum þess á líf hennar. Magnaðar lífsreynslusögur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.