Morgunblaðið - 03.11.2009, Page 15

Morgunblaðið - 03.11.2009, Page 15
Daglegt líf 15ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Fádæma veðurblíða, miðað við árs- tíma, hefur glatt Hólmvíkinga und- anfarna daga og vikur. Hver sól- arupprásin annarri fegurri og hlýindi hafa sett svip sinn á þessa fyrstu vetrardaga. Að vanda stunda þorpsbúar útivist af kappi, enda óþrjótandi möguleikar á svæðinu fyrir útivistarfólk og nátt- úruunnendur. Bættar samgöngur gera heimamönnum og ferðamönn- um auðveldara að komast leiðar sinnar og kætast flestir yfir hinum nýja vegi um Arnkötludal. Ferða- menn eru enn að skjóta upp koll- inum, hvort sem það eru íslenskar skyttur eða erlendir ferðamenn að njóta náttúrunnar. Síðast fréttist af erlendum ferðamönnum í Djúpavík um helgina.    Nú er raunar runninn upp sá tími að í Árneshreppi geta menn allt eins búist við að vegasamband lok- ist í nokkra mánuði vegna snjóa, verði ekkert að gert. Baráttan fyr- ir auknum snjómokstri þar nyrðra hefur verið áberandi og hafa á þriðja þúsund manns lagt málinu lið á samskiptavefnum facebook. Bent er á að almenn og sjálfsögð þjónusta eins og sorphirða og læknisþjónusta falli niður um leið og vegir lokast. Íbúar og þeir sem erindi eiga í sveitarfélagið hafa þá einungist kost á flugsamgöngum með tilheyrandi kostnaði. Íbúar sækja töluvert þjónustu til Hólma- víkur, en sá möguleiki lokast um leið og hætt er að moka. Árnes- hreppur er fámennasta sveitarfé- lag landsins með um 50 íbúa, en samtakamátturinn er gríðarlegur og vonast er til að með honum megi hafa áhrif.    Árneshreppsbúar eiga líka sitt fé- lag syðra sem er vettvangur heimamanna og brottfluttra til að standa vörð um byggðina. Þar var haldinn aðalfundur um helgina. Á fundinum kynnti Ingibjörg Val- geirsdóttir frá Árnesi í Trékyll- isvík fyrirtæki sitt, AssA sem sér- hæfir sig m.a. í verkefnum sem stuðla að þróun einstaklinga, hópa og samfélaga. Fyrirtækið hefur líka boðið upp á sérsniðnar göngu- ferðir í hinu rómaða friðlandi Hornstranda. AssA er með höf- uðstöðvar í Trékyllisvík, aðstöðu í Reykjavík og veitir þjónustu um allt land. Á næsta ári verður félag Árneshreppsbúa 70 ára og leitar nú eftir hugmyndum til að minnast þeirra tímamóta.    Fjarskipti standa líkt og aðrar samgöngur til bóta á Ströndum. Verið er að koma upp háhraðaneti samkvæmt áætlum um tengingu rúmlega 1.700 fyrirtækja og heim- ila í landinu. Tengingar eru út- færðar á mismunandi hátt eftir því hvaða staðir eiga í hlut. Þá getur hraði hverrar tengingar ráðist af því hvaða tækni er notuð og fjar- lægð frá hverri sendistöð. Í upp- hafi er boðið upp á eins til tveggja megabæta tengingu með 3G kerfi símans en eftir það verður boðið upp á pakka með meiri hraða þar sem til að mynda ADSL-tengingar verða í boði þar sem hentugt verð- ur að koma þeim við. Margir Strandamenn eru orðnir langeygir eftir þessum tengingum og telja sig hafa sýnt mikla biðlund og eru ekki á því að verkið hafi gengið samkvæmt áætlun eins og haft hefur verið eftir forsvarsmönnum þess. Þá eru dæmi um rangfærslur í upplýsingum um staðsetningu lögbýla og íbúa þeirra og hafa þær gert mönnum erfitt fyrir við að panta þjónustu þá sem þeir hyggj- ast kaupa. HÓLMAVÍK Kristín Sigurrós Einarsdóttir fréttaritari Guðmundur Stefánsson yrkirmeð veturnáttakveðju: Um heystæðu haustvindur næðir úr hámjólka kúnum nóg flæðir. Bóndans æ bætir það hag. Drjúggóð er hausthaga beitin. Hestana safnast á feitin sumarsins síðasta dag. Pétur Stefánsson kom sér vel fyr- ir heima hjá sér á föstudagskvöldi: Nú er ég í huga hýr, – hækkar gleðiforði, sit ég heima frjáls og frír með flösku upp á borði. Bjarni Stefán Konráðsson þóttist þegar geta ráðið í aðstæður Péturs: Ekki kemst í góðan gír af gambra eða víni, er í staðinn frjáls og frír með flösku af appelsíni. En Jón Gissurarson var á öðru máli og vildi gjarnan líta í heim- sókn: Ef ég stans þér ætti hjá andinn glæðast kynni. Fengi ég sæll að súpa á sérríflösku þinni. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af hausti og gambra MIKILL munur er á verði á ávöxt- um og grænmeti milli verslana, að því er fram kemur í nýrri verð- könnun ASÍ. Rauð epli voru ódýr- ust í Nettó, 129 kr. kg, en dýrust í 10-11, 499 kr. kg. Verðmunurinn er 287%. Oftast er ódýrasta vöruverð- ið hjá Bónus eða í 49 skipti af 70 vörutegundum sem kannaðar voru. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verð- könnun í matvöruverslunum víða um landið hinn 27. október sl. 10-11 var oftast með hæsta vöru- verðið eða í 35 skipti. Segir á vef ASÍ að ekki hafi reynst unnt að mæla verð á 21 vörutegund í 10-11 þar sem þær voru ekki fáanlegar í versluninni. Verðmunur á drykkjarvörum er oftast á bilinu 90-110%. Ef skoðaðar eru kjötvörur kemur í ljós að verð- munurinn er oftast á bilinu 60-70%. Mestur verðmunur er á ferskum kjúklingabringum, þær eru ódýr- astar í Nettó á 1.399 kr. en dýrastar í 10-11 á 3.199 kr. kg sem er 129% verðmunur. Morgunblaðið/Ásdís Mikill mun- ur á verði © 2009 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin. Endurskipulagning á rekstri og fjárhagsskipan er mikið í umræðunni. Eftir algjört hrun íslenska fjármálakerfisins má spyrja hvert stefnum við, hvert er hlutverk fjármálastofnana og hver er staða hluthafa og starfsmanna við þessar kringumstæður. Hvernig verður best staðið að endurskipulagningu? Er hætta á að sjónarmið lánardrottna verði of ráðandi í starfsemi fyrirtækja? Endurreisnin Endurskipulagning á erfiðum tímum Ráðstefna KPMG 5. nóvember Dagskrá Sigurður Jónsson , framkvæmdastjóri KPMG setur ráðstefnuna Gylfi Magnússon , efnahags- og viðskiptaráðherra Birna Einarsdóttir , bankastjóri Íslandsbanka Benedikt Jóhannesson , framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims Craig Masters , sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja, KPMG London Þorsteinn Pálsson stýrir pallborðsumræðum - Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims - Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka - Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda - Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvá - Símon Á. Gunnarsson, Partner KPMG Ráðstefnustjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Staður: Grand Hótel Reykjavík, Gullteigur Tími: 5. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00 Ráðstefnugjald: 17.500 kr. Léttar veitingar verða í boði að loknum pallborðsumræðum. Skráning á kpmg@kpmg.is eða í síma 545 6000. kpmg.is Sigurður Jónsson Craig Masters Birna Einarsdóttir Finnur Oddsson Gylfi Magnússon Þorsteinn Pálsson Benedikt Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.