Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.2009, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 Í felulitum Þegar kalt er úti er heitt kaffi góð leið til að fá yl í kroppinn. Hvuttar deila þó yfirleitt ekki kaffiáhuganum með mannfólkinu og bregða því sumir á þá ráð að klæða hvuttana – í stíl. Ómar Í GREIN Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Lár- usar Blöndal hrl. sem birt var á miðopnu Morgunblaðsins 31. október sl., var gerður samanburður á svoköll- uðum Icesave- fyrirvörum laga nr. 96/ 2009 og frumvarpi því sem nú liggur fyrir á Al- þingi um breytingar á fyrrnefndum lögum. Það var mat þeirra að „þeir fyrirvarar sem mestu máli skiptu til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesave-samninganna væru nánast að engu orðnir út frá lögfræðilegu sjónarhorni.“ Þetta mat tvímenningana byggð- ist á að skoða fjögur meginatriði, þ.e. (1) gildistíma ríkisábyrgðar, (2) efnahagslegu viðmiðin, (3) dóm- stólaleið sem varðar skyldu aðild- arríkis EES-samningsins að veita ríkisábyrgð vegna lágmarkstrygg- ingar innstæðueigenda og (4) út- hlutun og uppgjör á eignum Lands- banka Íslands hf. en þessi síðastnefndi fyrirvari er oft kenndur við Ragnar H. Hall, hrl. Undirritaður er ekki sammála nálgun og niðurstöðum tvímenning- anna um fyrstu þrjú atriðin og bygg- ist sú skoðun aðallega á þeim upp- lýsingum sem koma fram í köflum 3.1, 3.4 og 3.5 almennra at- hugasemda áðurnefnds lagafrum- varps. Ekki verður fjallað nánar um það í þessari grein. Hins vegar er brýnt að leiðrétta þann misskilning sem kemur fram í greininni um þann fyrirvara sem lýt- ur að úthlutun og uppgjör á eignum Landsbankans en því er haldið fram að fyrirvarinn sé orðinn marklaus samkvæmt breska viðaukasamn- ingnum á meðan í viðaukasamn- ingnum við Hollendinga sé því hald- ið opnu að hægt sé að bera málið undir ís- lenska dómstóla. Það er rangt að munur sé á samningunum að þessu leyti. Reglur um skipt- ingu eigna við upp- gjör Landsbankans voru að finna í upp- gjörssamningi milli bresku og íslensku tryggingarsjóðanna. Af þessum sökum þurfti að breyta þeim samningi með viðaukasamningi. Sá samningur var gerður samhliða öðr- um viðaukasamningum 19. október sl. og er aðgengilegur á www.isl- and.is. Þegar litið er til e-liðar gr. 2.1 viðaukasamnings bresku og íslensku tryggingarsjóðanna er ljóst að rétt- arstaðan gagnvart Bretum er hvað varðar úthlutun eigna úr búi Lands- bankans nákvæmlega sú sama og gagnvart Hollendingum. Eins og tekið er fram í almennum athugasemdum frumvarpsins þá var með gerð viðaukasamninganna tryggt að réttarstaða íslenska rík- isins og íslenska tryggingarsjóðsins breyttist með sama hætti gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöld- um. Fullyrðingar um annað eru ekki réttar. Eftir Helga Áss Grétarsson » Viðaukasamning- arnir breyta rétt- arstöðu íslenska ríkisins með sama hætti gagn- vart breskum og hol- lenskum stjórnvöldum. Að halda öðru fram er rangt. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er lögfræðingur og tók þátt í að semja frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 96/2009. Rétt skal vera rétt SUMIR virðast ekki skilja hvers vegna sjónir manna beinast að álveri í Helguvík nú um stundir. Sagt er að þeir sem eru hlynntir Helguvík séu álverss- innar, að þeir vilji engan annan iðnað, og að þeir setji öll eggin í sömu körfuna. Að mörgu að hyggja Vandi orkufyrirtækjanna felst m.a. í því að þurfa að fjármagna framkvæmdir að fullu áður en þær hefjast. Til að fjármagna byggingu virkjunar þarf að vera til staðar orkusölusamningur. Margt hefur verið skoðað og auðvitað eru margir aðrir áhugaverðir kostir, en því miður er fátt ef nokkuð annað í hendi en orkusölusamn- ingar til álvera. Gagnaverin, svo dæmi sé tekið, vilja aðeins gera orkusölusamning til fimm ára á meðan álversfyrirtækin eru tilbúin að skuldbinda sig til 20-25 ára. Aðeins með svo löngum orkusölu- samningum geta orkufyrirtækin fjármagnað virkjanaframkvæmdir að fullu. Þá þarf ríkissjóður ekki að leggja orkufyrirtækjunum til skattfé en getur þess í stað lagt meira af mörkum í þjónustu við skattgreiðendur. Þegar fullyrt er að hvert starf í álveri kosti mikla peninga má ekki gleyma að það kostar skattgreið- endur ekki neitt ef ríkið þarf ekki að fjármagna virkjanir. Þeir pen- ingar sem ríkið myndi þurfa að setja í orkunýtingu og störf í orkufrekum iðnaði yrðu þá ekki notaðir í annað. Þeir peningar gætu þá ekki farið í annars konar uppbyggingu s.s. ferðaþjónustu. Miklir möguleikar geta skapast í ferða- þjónustu með tilkomu virkjana og hefur ferðamönnum sem heimsækja Hellis- heiðavirkjun fjölgað jafnt og þétt. Á þessu ári er áætlað að um 100.000 ferðamenn skoði virkj- unina samanborið við 30.000 árið 2008, þá er ótalinn allur sá fjöldi sem heimsækir Hengilssvæðið og nýtur útivistar. Arðsemisútreikningar OR Orkuveita Reykjavíkur setur sér það markmið að ná 15% arð- semi eiginfjár vegna virkj- anaframkvæmda í þágu stóriðju. Miðað við það má niðurgreiða lán- in á innan við 20 árum. Raforku- sölusamningar sem gerðir eru vegna stóriðju eru til 20-25 ára eins og áður segir. Reynslan sýnir að í tilfelli Nesjavalla megi búast við að virkjunin borgi sig upp á skemmri tíma, eða 16-17 árum. Orkuveita Reykjavíkur hefur haldið til haga upplýsingum um starfsmannafjölda og þann tíma sem þarf til undirbúnings og framkvæmda við virkjanir. Und- irbúnings- og framkvæmdatími við virkjanir hefur lengst umtals- vert á síðustu árum vegna auk- inna krafna stjórnvalda. Tölurnar sýna að framkvæmdatími jarð- varmavirkjana er að meðaltali um sex ár. Þar af má reikna með fjór- um árum í rannsóknir á jarð- hitasvæðunum, rannsóknarboranir og annan undirbúning. Fram- kvæmdirnar sjálfar taka svo að- eins um tvö ár, en þeim má skipta niður í borverk, mannvirki, lagnir og uppsetningu vélbúnaðar. Að meðaltali má reikna með um 1.000 mannárum við framkvæmdir við 90 MW virkjun. Gert er ráð fyrir um 100 störfum í fjögur ár og 300 störfum í tvö ár. Við þurfum fjármagn til fram- kvæmda og til uppbyggingar á at- vinnuskapandi starfsemi. Við þurf- um störfin og verðmætin sem t.d. álver skapa. Skatttekjurnar gera okkur kleift að halda úti öflugu heilbrigðis-, mennta- og velferð- arkerfi á Íslandi, sem forðar okk- ur frá þjóðfélagslegum vanda til langrar framtíðar. Okkur ber skylda til að nýta alla þá mögu- leika sem landið gefur okkur og láta þá ekki renna okkur úr greip- um. Nokkur mikilvæg atriði um orkunýtingu og álverið í Helguvík Eftir Jórunni Frímannsdóttur » Skatttekjurnar gera okkur kleift að halda úti öflugu velferðarkerfi á Íslandi, sem forðar okkur frá þjóðfélags- legum vanda til langrar framtíðar Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.