Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 ÍSLENSKT sam- félag stendur á margan hátt á tímamótum. Hrun fjármálakerfisins hér á landi og ein dýpsta kreppa í ís- lensku efnahagslífi á síðari tímum leiðir ekki aðeins hugann að þeirri óráðsíu sem virðist hafa einkennt rekstur bankanna og margra fyrirtækja sem flugu hátt á veikburða útrásarvængjum heldur einnig að stjórnkerfinu í heild og þeim gildum sem það er reist á. Hrunið hefur enda leitt til mjög mik- illar samfélagsumræðu um lýðræði og ríkisvald þar sem hlutverk Al- þingis og tengsl þess við fram- kvæmdavaldið hefur oft borið á góma. Lýðræðislegur grundvöllur stjórnsýslunnar Hér á landi liggur uppspretta op- inbers valds hjá þjóðinni. Hún velur sér fulltrúa til setu á Alþingi, ekki aðeins til að ákveða hvaða lög eigi að gilda í landinu og hvernig fjár- munum ríkisins skuli ráðstafað, heldur ræður afstaða þingmanna einnig skipun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar, æðstu handhafar fram- kvæmdavalds, verða að hafa traust meirihluta þingmanna og bera ábyrgð á embættisathöfnum sínum gagnvart Alþingi og á þennan hátt fær starfsemi framkvæmdavaldsins lýðræðislegan grundvöll til að starfa á. Þetta eru allt atriði sem ég tel að standa beri vörð um í okkar stjórn- skipun. Ákveðnar skyldur fylgja aftur á móti þessari stöðu Alþingis. Það er hlutverk þess að fylgjast með því að starfsemi ríkisstjórnar og stjórn- sýslunnar í heild samrýmist þeim áherslum sem þingið vill að stjórn- völd hafi að leiðarljósi. Á hinn bóg- inn verður ekki fram hjá því litið að mikil áhersla á myndun meirihluta- stjórna hér á landi og flokkshollusta þingmanna getur hamlað því að þingið haldi uppi virku eftirliti með ríkisstjórninni. Því er mikilvægt að Alþingi sé vakandi og hugi stöðugt að því hvernig rækja megi þetta lýð- ræðislega hlutverk sitt. Reglur um þingeftirlit – ábendingar um úrbætur Til að varpa skýrara ljósi á eft- irlitshlutverk þingsins ákvað forsæt- isnefnd á síðasta ári að frumkvæði forvera míns, Sturlu Böðvarssonar, að fela vinnuhópi undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoð- arrektors og forseta lagadeildar Há- skólans á Bifröst, að fara yfir laga- reglur sem fjalla um þingeftirlit, bera þær saman við reglur í ná- grannaríkjunum og koma með ábendingar um úrbætur. Umboð vinnuhópsins var víðtækt og átti hann að skila forsætisnefnd skýrslu að ári liðnu. Þessi skýrsla liggur núna fyrir og hafa nið- urstöður vinnuhópsins verið kynntar fyrir for- sætisnefnd. Skýrslan er jafnframt birt á vef Alþingis og þannig að- gengileg almenningi. Í skýrslunni er bent á fjölmörg atriði sem hægt er að bæta og ýmsar hugmyndir reif- aðar. Sum atriðin fela í sér tæknilegar lagfær- ingar en önnur miða að róttækari endurskipulagningu á starfsemi þingsins. Athygli vekur t.d. hversu ófullkomnar reglur um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra eru hér á landi í samanburði við nágranna- ríkin. Úr því verður að bæta enda af- ar mikilvægt að tryggt sé að ávallt séu lagðar réttar og nægilega grein- argóðar upplýsingar fyrir Alþingi til að það geti gegnt lýðræðislegu hlut- verki sínu. Þá er vert að vekja athygli á þremur atriðum sem koma fram í skýrslunni sem eiga að geta leitt til virkara eftirlits af hálfu þingsins þrátt fyrir ríka hefð fyrir meiri- hlutastjórnum og flokkshollustu þingmanna. Skýrari línur Í fyrsta lagi kemur fram í skýrsl- unni að hér vantar skýrari verkferla fyrir athugun mála þar sem upp koma álitamál um ákvarðanir ráð- herra og vinnubrögð í stjórnsýsl- unni. Samkvæmt núgildandi reglum er óskýrt hver á að hafa frumkvæði í málum af þessu tagi og hvernig þau eru meðhöndluð innan þingsins. Af þessum sökum á þingið erfitt með að komast að sameiginlegri niðurstöðu í slíkum málum sem er í raun óvið- unandi fyrir alla aðila. Annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu hefur meiri rækt verið lögð við þessi atriði og ljósara hvernig þingin standa að athugun á störfum ráð- herra og stjórnsýslunnar. Mikilvægt er að skoða reynslu þeirra á þessu sviði. Auka þarf rétt minnihlutans Í öðru lagi er í skýrslunni bent á að auka megi möguleika stjórn- arandstöðunnar til að hefja athugun mála og kalla eftir upplýsingum sér- staklega innan þingnefnda, enda fellur það almennt í hlut stjórn- arandstöðunnar að halda uppi virku eftirliti og veita ríkisstjórninni að- hald. Aukin réttindi minnihlutans hljóta að vera sérstaklega mikilvæg hér á landi þar sem hefðin kennir okkur að leiðtogar stjórnmálaflokk- anna leggja allt í sölurnar til að mynda sem öflugasta meiri- hlutastjórn. Þá hafa reglur víða í ná- grannaríkjunum verið tekin til end- urskoðunar með það að markmiði að tryggja betur réttindi stjórnarand- stöðunnar og Evrópuráðið sam- þykkt tilmæli til aðildarríkjanna í þá veru. Gula spjaldið Í þriðja lagi er bent á að beita megi mildari úrræðum en vantrausti eða ákæru til að koma á framfæri at- hugasemdum eða gagnrýni þingsins á vinnubrögð í stjórnsýslunni, með öðrum orðum að hægt sé að grípa til gula spjaldsins í stað þess að þing- meirihlutinn geti aðeins veifað því rauða. Ef stjórnarþingmenn telja vinnubrögð sem ráðherra ber ábyrgð á ámælisverð er líklegra að þeir geti stutt slíka tillögu fremur en að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann. Eins og bent er á í skýrslunni er þó ekki þörf á því að gera breytingar á reglum til að fylgja þessari ábend- ingu eftir, einstakir þingmenn og þingnefndir geta lagt fram þings- ályktunartillögur þar sem viðhorf þingsins til málefna stjórnsýslunnar koma fram. Pólitískar hefðir og nú- gildandi regluumhverfi ýta þó ekki undir það. Eftirlitshlutverk Alþingis verður að styrkja Hér á landi er of algengt að álita- mál um vinnubrögð ráðherra og annarra stjórnvaldshafa, t.d. um embættaveitingar, endi með póli- tískum ásökunum í þingsal án sann- gjarnrar athugunar og yfirvegaðrar umræðu. Stjórnarmeirihlutinn stendur þá jafnan með ríkisstjórn- inni og efnisleg niðurstaða fæst ekki í málið. Með því að leggja við hlustir og huga nánar að þeim atriðum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni má ef til vill færa umræðuna upp úr far- vegi flokkspólitískra átakastjórn- mála af þessu tagi. Til að mæta sívaxandi kröfu um lýðræðisleg og málefnaleg vinnu- brögð í íslenskum stjórnmálum er mikilvægt að áfram verði unnið með þær ábendingar og tillögur sem koma fram í skýrslu vinnuhópsins. Hefur forsætisnefnd þegar sam- þykkt að bregðast við ábendingum vinnuhópsins með jákvæðum hætti og er vinna þegar hafin við und- irbúning að breytingum á löggjöf sem miða að því að styrkja eftirlits- hlutverk Alþingis. Hér er mikilvægt mál á ferðinni sem hefur sérstaka skírskotun til okkar nú. Bæta þarf lagarammann um eftirlit Alþingis með störfum ráðherra og stjórnsýslunnar og styrkja þannig lýðræðislegan grund- völl stjórnskipunarinnar. Eftirlitshlutverk Alþingis Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur » Bæta þarf lagaram- mann um eftirlit Al- þingis með störfum ráð- herra og stjórnsýslunnar og styrkja þannig lýðræð- islegan grundvöll stjórnskipunarinnar. Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er forseti Alþingis. ÍSLAND er stórt og hættulegt land – eitt og einangrað langt úti í ballarhafi. Atvinnuvegir eru frekar einhæfir og verulegur hluti af þeim virðisauka sem hér á sér stað kemur beint eða óbeint frá þremur atvinnugrein- um; sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjón- ustu. Fiskimiðin okkar eru fallvölt og ekki er á vísan að róa um hvernig þau koma til með að þróast í framtíðinni hvort sem er af náttúrulegum völdum eða vegna hugsanlegra olíu- eða kjarn- orkuslysa á hafi úti. Á landinu eru líka eld- fjöll og jarðskjálfta- svæði sem geta tekið upp á því að láta til sín taka með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Hvað þetta varðar eru aðstæður hér aðrar en hjá mörgum af þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Hjá þeim eru efnahags- aðstæður með öðrum hætti, landamæri liggja saman og efna- hagskerfið mun samofnara nær- liggjandi efnahagskerfum en í okk- ar tilfelli. Þá eru okkar landfræðilegu aðstæður mjög sér- stakar eins og nefnt er hér að ofan. Þegar svona er í pottinn búið er eðlilegt að önnur viðmið eigi við þegar kemur að því að dreifa áhættu fjárfestinga og á þetta sér- staklega við um fjármuni sem lagð- ir hafa verið til hliðar svo fólk geti átt áhyggjulaust ævikvöld. Þá fjár- muni á að ávaxta að megninu til óháð því hvað getur gerst í inn- lendu efnahagslífi. Þetta er al- menna reglan sem á að gilda um fjármuni lífeyrissjóðanna. Undir venjulegum kringumstæðum á nefnilega að geyma megnið af þeim erlendis – jafnvel þó ávöxtun þeirra verði eitthvað minni en væru þeir Peningar lífeyrissjóðanna Eftir Kjartan Brodda Bragason Kjartan Broddi Bragason »Hér er þörf á þess- um fjármunum til að byggja upp laskað efna- hagskerfi. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.