Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.11.2009, Qupperneq 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 ✝ Þuríður Hans-dóttir Beck fædd- ist á Kollaleiru í Reyð- arfirði 1. október 1937. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 24. októ- ber 2009. Foreldrar hennar voru Hans Ríkharð Kristinsson Beck, f. 16.2. 1901, d. 21.2. 1971, og Hall- fríður Guðmunds- dóttir Beck, f. 17.2. 1915, d. 10.6. 1995. Systkini Þuríðar eru Ingiborg Hans- dóttir Beck, f. 27.12. 1938, Kristinn Hansson Beck, f. 24.10. 1944, d. 5.5. Hauksson, f. 15.6. 1979, og Haukur Freyr Hauksson, f. 2.1. 1982. Dóttir Hallfríðar og Steinars Vilhjálms- sonar er Svava Hildur Stein- arsdóttir, f. 5.8. 1997. Barnabörnin eru þrjú. 2) Kristín G. Jónsdóttir, f. 30.7. 1960, gift Guðmundi Berki Kristinssyni. Börn þeirra eru Þur- íður Svava Guðmundsdóttir, f. 15.12. 1979, Kristinn Rafn Guð- mundsson, f. 27.8. 1993, Ríkharður Már Guðmundsson, f. 14.11. 1996. Eiga þau eitt barnabarn. Þuríður ólst upp á Reyðarfirði og fór að vinna að lokinni skólagöngu. Hún vann ýmis störf þar til hún flutti til Reykjavíkur. Þuríður vann í mörg ár í verslununum Liverpool og Domus. Síðustu starfsárin vann hún hjá Nóa Siríus. Útför Þuríðar fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 3. nóvember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. 2000, Guðmundur Már Hansson Beck, f. 6.4. 1950, Þorbjörg Hansdóttir Beck, f. 23.3. 1954. Þuríður giftist Jóni Gunnari Júlíussyni, f. 15.10. 1934. Foreldrar hans voru Júlíus Ágúst Jónsson, f. 19.7. 1908, d. 13.9. 1992, Guðríður Hansdóttir, f. 15.8. 1903, d. 15.7. 1971. Þuríður og Jón Gunnar eignuðust tvær dætur. Þær eru 1) Hallfríður Jónsdóttir, f. 4.1. 1959. Synir Sæmundar Hauks Haralds- sonar og Hallfríðar eru Jón Gunnar Elsku amma mín, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin. Það eru einungis nokkrir dagar síðan við spjölluðum saman um daginn og veginn og allt virtist í góðu lagi. Gabríel, þitt elskulega barnabarna- barn, kemur með mér í heimsókn til þín á spítalann og leiðir þig með- fram ganginum og er hann svo hreykinn af því að hafa hjálpað ömmu að komast í setustofuna. Amma er með meiddi inni í sér, reyni ég að útskýra fyrir honum. Við biðjum saman á kvöldin um að Jesú taki meiddið frá ömmu. Í dag spyr hann um ömmu og meiddið en ég reyni að útskýra fyrir honum að meiddið sé farið og amma sé hjá Jesú, hann svarar: Ég líka Jesú. Þetta gerðist allt svo hratt, frá því þú greindist með krabbamein liðu aðeins 3 vikur þar til þú fórst. En fyrir mér ertu ekki farin, þú hefur aldrei verið eins nálæg og nú. Minningarnar um þig eru svo ljúfar og góðar og hjartað mitt log- ar af hlýju í hvert skipti sem þær streyma um huga mér. Söknuðurinn er vissulega mikill en ég er svo hamingjusamur að vita af þér þar sem þú ert í dag. Þegar þú tókst síðasta andardráttinn á spítalastofunni fann ég fyrir stór- kostlegri nærveru engla og hjarta mitt gladdist um leið og ég fylltist söknuði. Fyrsta minning mín um þig er í Kambaselinu og þú ert að lesa bók uppi í rúmi, þegar ég vakna snemma morguns og fæ að skríða upp í heita sæng hjá þér og kúra aðeins lengur, allt frá fyrstu minn- ingunni og til dagsins í dag hefur þú alltaf boðið mér og mínum þessa hlýju sem er svo gott að kúra í að- eins lengur. Barnabarnabörnin þín áttu huga þinn allan síðustu árinn. Þú varst stoltasta langamman. Þú máttir ekki missa af neinu sem fór fram í þeirra lífi og nýttir öll tæki- færi sem gáfust til að vera nálægt þeim, nærveru þinnar í lífi þeirra verður sárt saknað. Ég á þér svo sannarlega margt að þakka, elsku amma mín. Ég naut þeirra forréttinda að hafa fengið að alast upp hjá þér og þú hefur verið mér til halds og trausts allt mitt líf, þú varst fasti punkturinn í lífi mínu. Þú varst alltaf tilbúin að gefa af sjálfri þér þegar einhver þurfti á að halda og þar var ég engin und- antekning. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Hugur minn er einnig hjá honum afa á þessum erfiðu tím- um. Guð gefi honum styrk til að takast á við framhaldið. Blessuð sé minning þín, Þitt barnabarn, Jón Gunnar. Ég skrifa um elsku ömmu mína með miklum söknuði og var sú frétt að amma mín væri farin héðan eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað. Amma var stór hluti af mínu lífi og hún var kletturinn í fjölskyldunni sem allir voru tengdir við og leituðu til. Amma var svo góð eiginkona og hún hefur séð svo vel um hann afa alla tíð og staðið með honum í gegnum allt og aldrei gafst hún upp. Hún elskaði báðar stelpurnar sínar svo mikið og hún var svo stolt af öllum barnabörnunum og barna- barnabörnunum. Það sem lýsir henni best er að hún lifði fyrir aðra og hugsaði um hagsmuni annarra frekar en sína eigin og alltaf var hún svo glaðlynd. Amma var sú sem trúði á mig og tók mig að sér þegar ég var kominn niður á botn- inn og hjálpaði mér að komast á lappirnar. Í gegnum erfiðleika mína urðum við amma enn nánari og Guð notaði kringumstæður mín- ar til að draga hana að sér og gefa henni líf í Jesú Kristi. Það var mér svo mikils virði að amma og afi gátu verið viðstödd giftinguna mína í Bandaríkjunum. Amma var svo stolt að eignast fjórða barnabarnabarnið og ég hlakkaði svo til að koma heim til Ís- lands og sýna henni Joseph litla, en ekki grunaði mig að ég kæmi hing- að eftir að hún færi til Guðs og myndi vera við jarðarförina henn- ar. Þrátt fyrir að ég sakni ömmu meira en ég get lýst þá finn ég al- gjöran frið gagnvart því hvar hún er í dag, heima hjá Drottni, og ég hef þá fullvissu að ég muni eyða ei- lífðinni með henni. Það var mikill heiður að eiga þessa stórkostlegu konu sem ömmu og vin, blessuð sé minning hennar. Haukur Freyr Hauksson. Elsku amma mín, þá ertu búin að kveðja okkur þar til við hittumst næst uppi hjá Guði. Það varð okkur mikið áfall þegar það kom í ljós að það var komið krabbamein í líkam- ann þinn og það var erfitt að vita að þú ættir stutt eftir en engum datt í hug að þetta myndi gerast svona hratt. Við sitjum eftir með margar spurningar en engin svör. Þú varst svo bjartsýn þegar ég kom að heim- sækja þig í síðasta skipti áður en ég kvaddi þig. Þú varst ákveðin í því að vera komin heim af spítalanum og bjóða okkur Hákoni í mat þegar hann kæmi til Íslands. Fyrstu minningarnar sem ég á um þig eru frá því við bjuggum hjá ykkur afa í Kambaselinu. Ótrúlega margar minningar sem koma fram; þegar maður var að glamra á píanó- ið og leika sér í stóra glugganum sem sneri úti á götu. En sú allra fyrsta er þegar ég var að leika mér ein í herberginu hans Nonna sem ég gerði mjög oft og gat verið tím- unum saman að skoða dótið hans. Þar vissi ég um rafmagnstæki sem hann átti og ég notaði það til að taka hnökrana úr rúminu hans en þú komst að mér eitt skiptið og sagðir að ég mætti ekki gera þetta, þetta væri ekki gott fyrir rúmið, þarna var ég um sex ára gömul. Þegar ég hugsa um síðustu ár þá er minnisstæðast hversu hjálpsöm þú varst. Þú settir aðra alltaf í fyrsta sæti og hafðir svo gaman af því að hjálpa öðrum, sama hvað það var, það var bara í eðli þínu og þér fannst ekkert sjálfsagðara. Stærsta áhugamálið þitt sem ég minnist er fólk, þú hafðir svo mikinn áhuga á fólki og ættfræði. Gast rakið ættir alveg langt aftur í tímann, vissir einhvern veginn hvernig allir tengdust. Þú hafðir einstakt dálæti á langömmubörnunum þínum, Gabríel Bjarma, Guðbjarti Ísak og Emmu Kristínu, þú passaðir þau svo oft og það sást langar leiðir hvað þau gáfu þér mikla gleði. Þú náðir því miður ekki að kynnast Jo- seph Issachar en þú gast fylgst með honum á netinu, bæði með myndum og upptökum af honum. Þú varst einnig orðin svo tækni- vædd að þú varst búin að „adda“ okkur barnabörnunum á MSN og Facebook og gast meðal annars fylgst með öllu sem ég var að gera í Ástralíu í sumar, þú sagðir mér það síðast þegar ég spjallaði við þig og það gladdi mig svo mikið. Núna ertu komin heim til Guðs og þar munum við hittast aftur. Það er svo sárt að þú skyldir kveðja svo fljótt en samt er svo óskaplega gott að vita að núna finnurðu enga verki og þér líður vel og núna geturðu Þuríður H. Beck ✝ Þorlákur GesturJensen fæddist í Reykjavík 27. apríl 1959. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi fimmtudaginn 22. október sl. For- eldrar hans eru Lín- ey Hulda Gests- dóttir, f. 3. nóvember 1935, d. 19. júlí 1998, og Hálfdán Ingi Jensen, f. 3. nóvember 1932. Þau skildu. Sam- býliskona Hálfdáns er Soffía Sveinbjörnsdóttir, f. 26. júní 1930. Bróðir Gests er Guðni Ósk- ar, f. 5. febrúar 1957. Kona hans er Kristbjörg Sveinsdóttir og eiga þau fjögur börn. Eiginkona Gests er Hólmfríður Jóns- dóttir, f. 6. ágúst 1947. Sonur hennar er Jón Múli Frank- línsson. Börn Gests eru a) Hulda Margrét, f. 2. desember 1975, mað- ur hennar Davíð Ingvason og börn þeirra eru Sylvía Anna, Díana Ösp og Davíð Mar, b) Að- alsteinn Mar, f. 28. maí 1978, og c) Arnar Ingi, f. 16. maí 1986. Útför Gests verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 3. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku Gestur, gullið mitt, hjartans vinurinn ljúfi. Ég mun ætið minnast þín, þó að árin fljúgi. Þér líður vel núna, hjá Jesú Kristi. Þín Hólmfríður (Íja). Þorlákur Gestur Jensen ✝ Elskulegur bróðir okkar og mágur, HALLBERG SIGURJÓNSSON, Stuðlaseli 2, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 31. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigurður Sigurjónsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Alda Rut Sigurjónsdóttir, Ólafur Haraldsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, YNGVI MAGNÚS ZOPHONÍASSON húsgagnasmíðameistari, lést á heimili sínu laugardaginn 31. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 11.00. Guðrún Björt Yngvadóttir, Jón Bjarni Þorsteinsson, Borgþór Yngvason, Svanhildur Sigurðardóttir, Hafþór Yngvason, Sarah Brownsberger, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Fyrrverandi eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR ÞORLEIFSSON, áður til heimilis Árgötu 1, Reyðarfirði, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík föstudaginn 30. október. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði, Garðabæ. Þórey Baldursdóttir, Baldur Hauksson, Sveinborg L. Hauksdóttir, Stefán Arinbjarnarson, Þóra Kristín Hauksdóttir, Davíð Jóhannsson og afabörnin. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR THOMPSON, er látin. Útförin hefur farið fram í Bandaríkjunum. Aaron Thompson, Monda Thompson Kohles, Kevin Kohles, Iris Thompson Stastny, Jessica Thompson Jones, Tony Jones, Erik Thompson, barnabörn og barnabarnabörn, Gunnþór Guðmundsson, Anna Skaftadóttir, Elínrós Guðmundsdóttir, Guðlaugur Guðjónsson, Erlendur Guðmundsson, Andrea Vikarsdóttir, Óskar Ævarsson. ✝ Elskuleg móðir mín, dóttir, systir okkar, mágkona og frænka, ELFA GUNNARSDÓTTIR, Strandaseli 5, Reykjavík, sem lést á kvennadeild Landspítalans mánudaginn 26. október, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Innilegar þakkir til starfsfólks kvennadeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Orri Óli Emmanuelson, Ólöf H. Ágústsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Gunnþór Halldórsson, Júlíana Gunnarsdóttir, Jóhann Þór Sigurðsson, Lóa Björk Gunnarsdóttir, Arnar Pálsson, Andrés Ágústsson og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.