Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 22

Morgunblaðið - 03.11.2009, Side 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2009 ✝ Pétur Ólafur Wel-ker Ólafsson fæddist í Dassow í Þýskalandi 3. sept- ember 1942. For- eldrar hans voru Katrín Vilhelmsdóttir, f. í Dassow 6. ágúst 1923, d. 19. mars 2005 og Rudolf Welker, f. í Worms 12. ágúst 1921, d. 12 nóvember 1992. Alsystir Péturs er Karen og sammæðra er Ólafur, þau búa í Reykjavík, og sam- feðra systur Péturs eru Haike, Petra og Ute, sem allar eru búsettar í Þýskalandi. Pétur ólst upp í Þýska- landi til 12 ára aldurs og lá leið hans til Íslands árið 1954 ásamt systur sinni Karen til móður þeirra sem geirssyni, þau eiga þrjú börn, Frið- geir, f. 10.8. 1966, d. 8.1. 1995, lét eftir sig tvö börn, og Hrólfur Arnar, f. 30.12. 1968, kvæntur Sólveigu Sæ- bergsdóttur, þau eiga fjögur börn. Sigrún og Pétur giftu sig hinn 31. desember 1970. Börn þeirra hjóna eru: Pétur Ólafur, f. 24.2. 1971, maki Jónheiður B. Kristjánsdóttir, þau eiga tvö börn, Rúnar Þór, f. 8.8. 1976, maki Heiða Steinarsdóttir, þau eiga eitt barn, Karen Welker, f. 11.11. 1979, maki Stefán Egilsson, þau eiga tvö börn, og Birgir Michael Welker, f. 24.9. 1983, maki Stefanía Helga Bjarnadóttir, Birgir á eina dóttur. Pétur byrjaði snemma að vinna og 18 ára gamall réð hann sig á olíu- skipið Hamrafell og svo lá leiðin í land og lagði Pétur stund á járn- smíði og varð það hans ævistarf, lengst af vann hann svo hjá Olíufé- laginu Esso. Pétur var einn af þess- um mönnum sem kalla má þúsund- þjalasmiði. Pétur verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag, 3. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13. var gift Ólafi Ingólfs- syni, f. 19. nóvember 1919, d. 16. janúar 1981, sem gekk þeim í föðurstað . Árið 1962 kynntist Pétur svo eiginkonu sinni Sigrúnu Þór- önnu Welker Frið- geirsdóttur, f. í Vest- mannaeyjum 17.5. 1948, og lágu leiðir þeirra ekki saman fyrr en 1969. For- eldrar hennar voru Friðgeir Guðmunds- son, f. 21. júlí 1916, d. 6.júní 2001 og Elínborg Dagmar Sigurðardóttir, f. 8. sept 1915, d. 9. júlí 1991. Sigrún Þóranna átti fyrir þrjú börn sem Pétur gekk í föðurstað: Guðrún Ólöf, f. 30.7. 1965, gift Þorbirni Ás- Ástin mín, nú er komið að kveðju- stundu. Alltaf þrái ég þig heitt þó líði ár í heiminum getur ei neitt þerrað mín tár. Þó líði ár og öld er ást mín ætíð ætluð þér þó gleymir þú í heimsins glaum öllu um mig ég elska þig. Í svefni sem vöku sé ég þig brosandi augun þín yfirgefa ei mig. Svo flykkjast árin að og allt er breytt í minningunni brenna þó augun þín heit. (Kristmann Vilhjálmsson.) Elsku Pétur minn, í mínum augum varstu mikil hetja, minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu þar til við hittumst aftur. Ég vil koma á framfæri sérstöku þakklæti til Ax- els F. Sigurðssonar hjartalæknis sem annaðist okkur í þínum miklu veik- indum og stóð með okkur allt til loka, enn fremur starfsfólks á gjörgæslu- deild LHS við Hringbraut og í Foss- vogi og þá sérstaklega Rannveigar. Minning þín er ljós í lífi mínu. Ástin mín, nú er komið að kveðju- stund, sofðu rótt ástin mín, þín eig- inkona að eilífu, Sigrún Þóranna Welker Friðgeirsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku pabbi, hvíl í friði, Guð geymi þig. Guðrún Ólöf (Gunna). Elsku pabbi minn, ekki óraði mig fyrir því hversu stutt þú ættir eftir þegar ég hitti þig uppi á verkstæði hjá mér í byrjun október og við spjöll- uðum lítillega saman, en daginn eftir var ég floginn til útlanda. Það var eins og á milli okkar væru álög síðustu ár- in; í hvert skipti sem ég fór lagðist þú inn á spítala veikur, en náðir þó alltaf að rísa upp aftur hversu tvísýnt sem ástandið var. Þú varst svo sterkur þótt þú hafir verið svona mikið veikur síðustu árin, en mikið er ég feginn, pabbi minn, að hafa verið kominn heim og hafa fengið að halda í hönd- ina á þér og strjúka þér um hárið þeg- ar þú kvaddir þennan heim. Það er mér ómetanlegt og mun ég geyma þig í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi og allar þær stundir sem við áttum sam- an, sem voru ófáar, eins og til dæmis öll sumrin sem við vorum saman þeg- ar þú varst með hænsnahúsið uppi í Miðdal. Minningarnar sem ég á um okkur þar eru mér ómetanlegar nú á þessari stundu þegar ég horfi til baka, þegar allt okkar lífsskeið renn- ur upp fyrir mér, hversu heppinn ég var að hafa átt þig að. En, elsku pabbi minn, ég veit að þú ert núna kominn á betri stað og ert í góðum höndum hjá öllu okkar fólki sem kvatt hefur þennan heim, og ég tala nú ekki um Brúnó bangsa og Tínó sem þú saknaðir svo sárt. En eitt veit ég, pabbi minn, að sá dagur kemur að ég hitti þig aftur. Þangað til veit ég að þú vakir yfir okkur öllum sem eftir sitjum og minning mín um þig verður ljós í lífi mínu. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Þinn Hrólfur. Elsku pabbi/tengdapabbi/afi, okk- ur grunaði ekki síðast þegar þú komst í kvöldkaffi til okkar að það yrði í síðasta sinn sem þú kæmir til okkar. Þú varst svo hress og kátur eins og alltaf þegar þið Rúna komuð til okkar, þá sátum við í eldhúsinu og hlógum og gerðum grín. Það var líka stutt í stríðnina hjá þér og það sem við gátum hlegið að vitleysunni í okk- ur. Ef þér fannst eitthvað ekki nógu vel gert hérna hjá okkur og við lög- uðum það ekki strax gerðir þú það bara sjálfur næst þegar þú komst, eins og með skáphurðirnar í holinu, sem fóru svo í taugarnar á þér að þú tókst þær niður og fórst með þær heim og lagaðir þær og settir þær upp aftur. Þú varst svo rosalega vandvirkur. Mjög sárt er að við skyldum ekki vera búin að fram- kvæma það sem við báðum þig að vera með okkur í en við vitum að þegar að því kemur verður þú örugglega okkur við hlið. Okkur fannst rosalega gaman að hlusta á þig og Rúnu segja frá heimalandi þínu, Þýskalandi. Du kamst, du gingst mit leiser Spur, ein flüchtiger Gast im Erdenland. Woher? Wohin? Wir wisse nur: Aus Gottes Hand in Gottes Hand. (Ludwig Ludwig Uhland) Þú munt alltaf vera í hjarta okkar og eigum við eftir að sakna þín mik- ið. En huggum okkur við það að nú finnur þú hvergi til og líður vel. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Rúnu þinni. Við munum passa hana og biðjum guð að styrkja hana og fjöl- skylduna. Pétur og Jónheiður og börn. Elsku pabbi. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þetta ljóð segir allt sem mig langar til að segja: Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Rúnar Þór. Elsku pabbi minn, mig langar til þess að kveðja þig með þessum fal- lega texta. Pétur Ólafur Welker Ólafsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verð- ur birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JAKOBSSONAR, Lerkilundi 18, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Helgadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURLAUG HELGADÓTTIR, Borgarbraut 65, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 5. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Gunnar Gauti Gunnarsson, Edda Soffía Karlsdóttir, Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir, Sigurlaug Tanja Gunnarsdóttir, Árni Gunnarsson, Sigríður Eva Magnúsdóttir, Sólveig Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Gauti, Daði og Birkir Árni. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SVALA ÁRNADÓTTIR, Ekrusmára 1, Kópavogi, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Björn Pálsson, Margrét Erla Björnsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Björn Fannar Björnsson, Sandra Dögg Björnsdóttir, Hafþór Davíð Þórarinsson, Bjarki Rúnar Sverrisson, Björn Þór Sverrisson og systkini. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR J. S. FLÓVENZ fyrrv. framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, Kópavogsbraut 88, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz, Ólafur G. Flóvenz, Sigurrós Jónasdóttir, Brynhildur G. Flóvenz, Daníel Friðriksson, Margret G. Flóvenz, Tryggvi Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Bera Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SESSELJA EINARSDÓTTIR, áður til heimilis í Löngumýri 26, Garðabæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Edda Sigrún Gunnarsdóttir, Þórður Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Marteinn Gunnarsson, Ingunn Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.